Tíminn - 16.06.1988, Side 10

Tíminn - 16.06.1988, Side 10
10 Tíminn Fimmtudagur 16. júní 1988 Hver er Hafez Assad? Oft heyrum við nefnt í fréttum nafn Sýrlandsforseta, Hafez Assad. Þá er ýmist farið um hann fögrum orðum eða Ijótum, allt eftir því hvaðan fréttimar koma. En það fer ekki milli mála að hann er maður sem lætur til sín taka í hinum viðkvæmu deilumálum fyrir botni Miðjarðarhafs og pólitískt langlífi hans sýnir að hann hefur til að bera meira en meðalklókindi. Pólitísk morð era nefnilega daglegt brauð á hans slóðum. En hver er þessi maður? Nýlega var sagt frá honum í breska blaðinu The Sunday Times og fylgir sú frásögn hér á eftir. Þegar vamarmálaráðherra Sýr- lands var spurður hvað hefði komíð yngri bróður Assads forseta til að þjóta fyrirvaralaust í sjálfvalda út- legð eftir að hafa gert ótímabæra tilraun til að koma sjálfum sér í valdastöðu, stóð ekki á svörum hjá vamarmálaráðherranum. „Ef forsetinn skipar einhverjum að yfirgefa Sýrland og sá neitar, verður hann fljótlega höfðinu styttri,“ svaraði Mustapha Tlas. Þetta svar er staðfesting á því algera valdi sem Hafez Assad Sýr- landsforseti hefur í landi sínu. Hann hefur fengið þá umsögn að hann sé klókur og miskunnarlaus stjórnmálamaður sem hafi gert Sýrland álíka valdamikið og ísrael á hinu órólega svæði fyrir Miðjarð- arhafsbotni. Hann hefur m.a. tek- ist á við hið ómögulega verkefni að koma á röð og reglu í Líbanon. Núna hefur hann sent sveitir sínar inn í suðurhverfi Beirút þar sem álitið er að sumir vestrænu gíslarnir séu í haldi. Samdóma álit vina og fjandmanna: Assad snjallasti pólitíkusinn! Assad hefur þegar átt lengri lífdaga en nokkur annar sýrlenskur leiðtogi á síðari árum og bæði vinir hans og fjendur líta svo á að hann sé snjallasti stjórnmálamaðurinn í Mið-Austurlöndum. Assad var rúmliggjandi eftir al- varlegt hjartaáfall þegar yngri bróðir hans, Rifat, ætlaði að steypa honum af stóli 1983. Rifat og félagar hans álitu að Assad væri að missa völdin og veðjuðu á að skammt væri í að aftur rynnu upp sömu stjórnarbyltingadagarnir í Sýrlandi og ríktu áður en hann komst til valda. Rifat hafði látið skriðdreka sína umkringja varn- armálaráðuneytið í Damaskus og hindrað hersveitir tryggar bróður hans í að komast í miðborgina. Á einhvern óútskýrðan hátt tókst Hafez Assad að koma valda- ræningjunum á óvart og afstýra hættuástandi. En það sýnir best hvílíks álits hann nýtur að íbúar Damaskus trúa enn þeirri ótrúlegu sögu að hann hefði risið af sjúkra- beði og ekið sjálfur bifreið sinni á móti skriðdrekum bróður síns. Assad forseti vekur hrifningu allra sem hitta hann. Hann er greindur og varkár og framkoma hans er stiliileg, jafnvel hátíðleg. Richard Nixon lýsir honum þannig að hann hafi „snert af snilligáfu" og Henry Kissinger sagði hann vera „áhugaverðasta manninn í Mið-Austurlöndum“. Hafez Assad fæddist 1930, einn níu bama bændahjóna í Qardaha, fjallaþorpi í grennd Latakia í norð- vesturhluta Sýrlands. Hann breytti ættarnafni sínu úr Wahsh, sem þýðir villidýr á arabisku, í Assad, sem þýðir ljón. Hann sótti skóla á heimaslóðum sínum og gekk í Ba‘ath flokkinn þegar hann var 16 ára. Að loknu námi í herskóla var hann sendur til Sovétríkjanna til frekari þjálfunar, og þegar hann sneri aftur var honum fengin stjóm sýrlenskrar næturbardagasveitar í Kaíró frá 1958-1961, þegar Sýrland og Egyptaland mynduðu saman skamma hríð Sameinaða Araba- lýðveldið. Eftir stjórnabyltingu í Sýrlandi 1966 undir forystu Salah Jadid, aðalritara Ba'ath flokksins, var Assad gerður vamarmálaráðherra og yfirmaður flughersins. Af mik- illi nákvæmni byggði hann upp valdagrunn með stuðningsmönn- um úr hernum. Assad tók við valdataumunum 1970 1970 skarst í odda. Jadid skipaði sýrlenskum skriðdrekum að halda inn í Jórdaníu til að aðstoða Palest- ínumenn í baráttu gegn Hussein konungi. Assad sagðist ekki taka þátt í að grípa til vopna gegn öðru Arabaríki og flugherinn fór hvergi. Sýrlenski herinn sneri sneyptur og sigraður heim, Jadid var niður- lægður og Assad tók við valda- taumunum í byltingu án blóðsút- hellinga. Pólitísk hernaðartækni Assads beinist að þrem markmiðum, þ.e. að gera Sýrland að meira stórveldi, sameina Araba í eina þjóð og sýna ósveigjanlega andstöðu við ísrael. Fyrirmynd hans er Saladin, hin mikla hetja múslíma sem sigraði krossafarana í Jerúsalem 1187. Málverk af þeirri orrustu hangir á skrifstofu hans. Kissinger minnist þess hvernig Assad vísaði til þess meðan á samningaviðræðum þeirra stóð eftir stríðið gegn fsrael 1973. „Assad benti hvað eftir annað á að fyrr eða síðar biðu ísraels sömu örlög“. Assad kom stjórn á óróleg innanríkisstjómmál með því að hafa algera stjóm á hernum og öryggiskerfinu og með raunsærri pólitískri tilfinningu. Hann jók völd félaga sinna, Alawita, sem ero af sama minnihlutatrúflokki og hann, og setti þá til æðstu metorða. Alawitarnir, sem eru 12% íbúa landsins, rækja trúarbrögð sín í leyni. Aðrir múslímar álíta þá villutrúarmenn og þeir hafa orðið að sæta illri meðferð af hendi súnnftameirihlutans í Sýrlandi. Þeir fylkja sér því fast um leiðtoga sinn. Þrátt fyrir mistök á alþjóðavettvangi... Á stundum hefur Assad gert mistök á alþjóðavettvangi, en hon- um hefur alltaf tekist að bjarga málunum. Einna verst var hann staddur þegar þjóðir heims voro í uppnámi vegna svokallaðs Hind- awi-máls í London fyrir tveim árum. Sýrlandi var útskúfað eftir að upp komst að sýrlenskur leyni- þjónustumaður hafði reynt að nota vinkonu sína, óvitandi, til að sprengja í loft upp flugvél frá EIA1 og notið við það aðstoðar sýrlenska ambassadorsins í London. Bretland rauf þá stjórnmálasam- band við Sýrland og Bandaríkin kölluðu sendiherra sinn þar heim. En þó að Assad viðurkenndi aldrei opinberlega að Sýrland hefði átt þarna hlut að máli, gerði hann þær ráðstafanir sem Vesturlandabúar kröfðust, hann lækkaði ambassa- dorinn í tign, lokaði skrifstofum Abu Nidal í Damaskus og aðstoð- aði við að fá lausa nokkra vestrænu gíslanna í Beirút. Nú er bandaríski sendiherrann kominn aftur og enn á ný ganga Vesturlönd á eftir Assad með grasið í skónum. Maðurinn Assad er ráðgáta Hann er dulur maður og er enn ráðgáta jafnvel í augum þeirra sem eiga nánast samstarf við hann. Æðstu embættismenn hans sjá hann sjaldan, hann talar oftast við þá símleiðis. Hann er hávaxinn, en eftir hjartaáfallið er hann álútur. Veikindin neyddu hann til að stytta vinnudaginn niður í 15 klst. Assad gengur með ofsóknar- kennd í garð samanþjappaðra óvinahópa sem umkringja hann. Hann stóð í þeirri trú að veikindi hans gætu örvað þá sem vildu bola honum frá völdum, svo að hann gaf þá skipun að hreysti og lífsorka skyldi koma fram í myndum af honum sem setja svip sinn á götur Damaskus. Assad er fjölskyldumaður og faðir einnar dóttur og fjögurra sona. Hann lifir fábrotnu lífi, dreypir á ávaxtasafa og kaffi en sniðgengur algerlega áfengi og tóbak. Eini munaðurinn sem hann neitar sér ekki um er að aka um í Cadillac bílum. Þó að ýmsir sam- verkamenn hans hafi verið sakaðir um spillingu og mútuþægni hefur enginn bendlað hann sjálfan við slíkt athæfi. Stjóm hans einkennist af hörku og markvissri þolinmæði og þessir eiginleikar kunna að gera það að verkum að hann sé eini forystu- maðurinn sem eigi möguleika á að greiða úr ringulreiðinni í Líbanon. Það mátti sjá áhrif þessarar stríðs- tækni hans þegar hann ögraði írön- um í sl. mánuði og sendi sveitir sínar til úthverfa í suðurhluta Beir- út, skömmu eftir að íranar höfðu lýst yfir að það myndu þeir ekki líða, án þess að neyðast til að slíta bandalagi sínu við stjóm ayatollans Khomeinis. Assad greip til aðgerða vegna þess að hann lítur á Líbanon sem hluta af stórveldinu Sýrlandi og Hafez Assad Sýrlandsforseti. hann álítur að velgengni hinriar herskáu Hezbollah-hreyfingar, sem nýtur stuðnings írana, geti veitt írönum varanlega fótfestu í Líbanon. Þegar þessar aðgerðir voro hafnar hófst hann handa um að reyna að fá úr haldi a.m.k. einhverja gíslanna, þar sem hann gerir sér ijóst að ef það tækist myndi álit hans aukast að mun á Vesturlöndum. Aðgerðirnar í sígildum Assad-stíl Sjálfar aðgerðimar voro í sígild- um Assad-stíl. Sveitir hans um- kringdu úthverfin í suðri og tóku sér biðstöðu. Iranar lögðu við hlustir, að sumu leyti vegna þess að í fyrra gerði Assad það öllum ljóst hversu hrottalegur hann getur ver- ið ef hann er reittur til reiði. Bardagamenn Hezbollah-hreyf- ingarinnar náðu á sitt vald sýr- lenskri varðsveit, rakaði hár mann- anna og skegg af helmingi höfuðs- ins og neyddu þá til að skrfða eftir jörðinni. Viðbrögð Assads létu ekki á sér standa. Sýrlenskir her- menn smöluðu saman 23 bardaga- mönnum Hezbollah og skutu þá aftan í hálsinn. Assad var of önnum kafínn til að tala við sendimanninn sem franar sendu til Damaskus til að bera fram mótmæli. Enn miskunnarlausari var Assad þegar kæfð var uppreisn súnníta, sem höfðu leitað hælis í borginni Ham. Liðsveitir Assads, undir stjóm Rifats bróður hans, tóku sér einfaldlega stöðu utan borgar- markanna og létu rigna sprengikúl- umyfirborgina. Álitiðerað 15.000 til 20.000 manns, flestir óbreyttir borgarar, hafí þar látið lífíð. A komandi mánuðum kemur Assad til með að þarfnast allrar sinnar pólitísku leikni. Erfiðust verður siglingin milli skers og báru varðandi bandalagið við fran, en þar er samkomulagið þegar þanið til hins ýtrasta vegna ögrunarinnar í Beirút. Það bandalag var reyndar heldur undarlegt hvort sem var, þar sem Sýrland er veraldlegt ríki sem sækist eftir framförum og þar býr Arabaþjóð. fran aftur á móti lýtur klerkaveldi, þar ríkir íhalds- semi og þjóðin er persnesk. Assad gekk hins vegar til þessa bandalags með eigin hagsmuni í huga, stuðningur hans við fran hefur dregið á langinn hið þreyt- andi stríð við keppinaut hans í frak, Saddam Hussein, sem er foringi annars arms Ba‘ath flokksins, flokks Assads í Sýrlandi, og Assad hefur persónulega mikla skömm á Saddam Hussein. fran aðstoðar líka við að lina efnahags- legar þrengingar Assads með því að sjá Sýrlendingum fyrir regluleg- um olíusendingum á niðursettu verði eða jafnvel ókeypis. Assad verður að taka til nánari athugunar aðild sina að þessu bandalagi til að komast að raun um hvort það hefur verið of dýrkeypt. En Assad, hinn fullkomni stjóm- málamaður, slítur aldrei endanlega bönd við óvini sína né tekur alger- iega í faðminn vini sína. Það er enginn vafi á því að hann á eftir að komast af úr margri þolrauninni framundan. /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.