Tíminn - 16.06.1988, Page 11

Tíminn - 16.06.1988, Page 11
Fimmtudagur 16. júní 1988 Tíminn 11 ............. ipróttir Í!;IHI»I., .................................................................................. .......... Tiiinii. -................................ 'iniii,; '1:11111111:; '!MIII!I;;: ................................................................................................ ..........................................................................................................................................................11111 Evrópukeppnin í knattspyrnu: Rússneski björninn náði í annað stigið - írar hafa forystuna í B-riöli eftir jafntefli við Sovétmenn frar og Sovétmenn eiga góða möguleika á að komast í undanúrslit Evrópukeppninnar eftir að gera 1-1 jafntefli í B-ríðli í gærkvöldi. Leikur- inn var opinn og skemmtilegur og höfðu frar forystuna í leikhléi. Það var Ronnie Whelan sem skoraði fallegt mark fyrir íra skömmu fyrir leikhlé en Sovétmenn jöfnuðu með marki Oleg Protasov 15 mínútum fyrir leikslok. frar léku mjög vel og áttu hættu- legustu tækifærin, einkum í síðari hálfleik þegar Rinat Dassajev mark- vörður Sovétmanna varð að fara meiddur af leikvelli. Þá vantaði þó að reka smiðshöggið á sóknirnar til að leggja Sovétmenn að velli. Þeir síðarnefndu léku greinilega undir getu en gengu þó oft hart að írsku vörninni með skyndisóknum. írar hófu leikinn af krafti og strax á 6. mínútu átti Kevin Sheedy þrumuskot sem Dassajev þurfti að leggja sig allan fram til að verja. Sovétmenn létu ekki sitt eftir liggja Úrslit í gær B-riðUI: HoUand-England...........................3*1 (1-0) (Marco van Basten 44., 73., 76.)-(Bryan Robson 54.) Írland-Sovétrikin........................1-1 (1-0) (Ronnie Whelan 39.)-(01eg Protasov 75.) Staðan i B-riðli: írland ........................ 2 110 2-13 Sovótríkin .................... 2 110 2-1 3 Holland........................ 2 10 1 3-2 2 England....................'.... 2 0 0 2 1-4 0 með þá Igor Belanov og AÍexander Zavarov sem bestu menn og úrslitin sem komu báðum liðum ágætlega verða að teljast sanngjörn. Um 15.000 írskir áhorfendur sem þóttu hegða sér eindæma vel á vellinum fögnuðu úrslitunum með miklum söng en frum var ekki spáð miklum frama fyrir mótið. í fyrri leik dagsins lögðu Hollend- ingar Englendinga 3-1. Marco van Basten gerði þrennu fyrir Holland. Englendingar voru mjög óheppnir í fyrri hálfleik og áttu m.a. tvö stang- arskot en þegar á leið þyngdist sókn Hollendinga. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað á áhorfendasvæðum þar sem óttast var að enskir „húliganar" létu reiði sína bitna á viðstöddum. Ekkert gerðist á vellinum og lögreglan hafði stjórn á málum í miðborg Dússeldorf síðast þegar fréttist. - HÁ/Reuter Ervin „Magic“ Johnson stórstjama Lakers átti 23 stig, fjögur fráköst, 6 stoðsendingar og í vandræðum með skapið. Hann sat á bekknum meðan Pistons gerðu 13 stig gegn fjórum. NBA-körfuboltinn: Enn orðið jafnt Detroit Pistons unnu Los Angeles Lakers 111-86 í fjórða leik liðanna um sigurinn í NBA-deildinni. Hvort lið hefur nú unnið tvö leiki. Detroit var 58-51 í leikhléi og með 9 stiga forskot þegar Magic fékk sína fjórðu villu eftir miðjan þriðja fjórðung. Hann var settur á bekkinn en hitnaði fremur en hitt og sló vin sinn Isiah Thomas þegar hann var nýlega kominn inná og fór útaf með 6 viilur. Stigin, Detroit: Mantley 27, V. Johnson 16, Edwards 14, Limbeer 13, Thomas 10, Mahorn 8, Rodman 7, Dumars 6, Salley 4, Lewis 2, Nevitt 2, Russell 2. LA Lakers: E. Johnson 23, Scott 13, Jabbar 13, Green 9, Worthy 7, Thompson 6, Campbell 6, Matthews 4, Cooper 3, Rambis 2. - HÁ/Reuter Nlolar ■ V-WÓÐVERJAR ÞEIRBNU SEM HAFA SIGRAÐ TVISVAR Vestur-Þjóðverjar eru eina liðið sem tvisvar hafa orðið Evrópu- meistarar í knattspyrnu. Þeir unnu Belga 2-1 í úrslitaleik árið 1980 þegar keppnin var haldin á Ítalíu og Sovétmenn 3-0 1972 þegar keppt var í Belgíu. Þá léku V-Þjóð- verjar til úrslita gegn Tékkum 1976 en töpuðu í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Sovétmenn hafa einu sinni unnið (1960) og tvisvar leikið til úrslita (1972 og 1964), Spánverjar unnu 1964 og urðu í 2. sæti 1984, Tékkar unnu 1976 og ítalir 1968. Júgóslav- ar hafa tvisvar leikið til úrslita (1960 og 1968) og Belgar einu sinni (1980). ■ HEIMALIÐIN HAFA UNNID ÞRISVAR Gengi heimamanna í Evrópu- keppninni hefur verið misjafnt og vart hægt að merkja að heima- völlurinn hafi haft mjög mikið að segja. Þrisvar hafa þó heimamenn staðið uppi sem sigurvegarar, í Frakklandi 1984, á Ítalíu 1968 og á Spáni 1964. Árið 1980 urðu ítalir í 4. sæti, Júgóslavar urðu í í fjórða sæti af jafn mörgum liðum 1976, Belgar urðu þriðju af fjórum 1972 Marco van Basten og Frakkar ráku lest fjögurra 1960. ■ VAN BASTEN ER MARK- SÆKINN Marco van Basten tryggði Hol- lendingum sigur á Englendingum með þrennu ■ gær. Hann kom inná sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Sovétmönnum en þakkaði fyrir að fá að halda sæti sínu í gær með því að gera þrjú mörk. Van Basten sem er 23 ára gamaU leikmaður AC MUano var marka- hæsti knattspyrnumaður Evrópu 1986 með 37 mörk. Hann á að baki 17 landsleiki. Van Bastcn var meiddur mestan hluta nýliðins keppnistímabils en var með í lokin og skoraði mikUvægt mark sem hjálpaði til við að tryggja AC MUano ítalska meistaratitilinn. Van Basten leikur við hlið landa síns Ruud GulUt í framlínu Milano- liðsins. ■ MANOLO MED TROMM- UNA ER Á AUGLÝSINGASAMN- INGI Manolo, Spánverjinn með trom- muna sem oft má sjá á áhorfenda- pöUunum á stórmótum knatt- spyrnumanna lifir á því að vera æstasti aðdáandi spænska liðsins. Hann er með auglýsingu frá Pat Bonner spænsku íþróttablaði á trommunni og á sendibUnum hans eru einnig auglýsingar. Að auki rekur hann bar í Valencia. Manolo sem er 39 ára hefur fylgt Real Madrid og spænska landsliðinu á alla leiki í 16 ■' FYRSTA MARKIÐ í 9 LBKJUM HJÁ BONNER Pat Bonner markvörður írska landsliðsins fékk á sig mark gegn Sovétmönnum í gærkvöld en varði annars mjög vel. Þetta er fyrsta markið sem hann fær á sig í 9 landsleikjum í röð. írar hafa nú leikið 12 landsleiki í röð án taps. Pat Bonner spilar með Glasgow Celtic í Skotlandi. Hann er fæddur 24. maí 1960 og á að baki 26 landsleiki. - HÁ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.