Tíminn - 16.06.1988, Síða 12

Tíminn - 16.06.1988, Síða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 16. júní 1988 FRÉTTAYFIRLIT VÍN — Samningur sá er OPEC ríkin endurnýjuðu á dögunum og miðaði við að takmarka olíuvinnslu og olíu- útflutning aðildarríkjanna hefur að líkindum tryggt lágmark- sverð á olíu um einhvern tíma, en olíusérfræðingar segja að þau vandamál sem ágreining- ur hefur verið um á milli aðildar- ríkjanna séu enn óleyst. PARIS — öflugastu eldflaug Evrópumanna, Ariane-4, var í gær skotið á loft með þrjá gervihnetti innanborðs. Tókst geimskotiö í alla staði vel, en flauginni var skotið á loft frá Frönsku-Gíneu. Gervihnettirn- ir þrír eru nú komnir á braut um jörðu þar sem þeir munu dóla í nánustu framtíð. Hönnun og smíði Ariane-4 er unnin af helstu ríkjum Evrópubanda- lagsins í sameiningu. MOSKVA — Meirihluti þings sovétlýðveldisins Armeníu greiddi atkvæði með tillögu um að Nagorno-Karabakh hérað verði sameinað Armeníu, en héraðið sem nú tilheyrir Azer- baijan er nær eingöngu búsett af fólki af armenskum kyn- þætti. Fréttir bárust einnig af því að hermenn hafi sett upp vegatálma á vegum er lágu ao bæjum Armena í nánd Azer- baijsku borgarinnar Baku þeg- ar kynþáttamótmæli brutust þar út á dögunum. Voru þessar aðgerðir ætlaðar til að koma í veg fyrir að æstir Azerar næðu til Armena sem eru í miklum minnihluta í Azerbaijan. TEL AVIV — ísraelar lokuðu skólum á hernumdu svæðun- um á vesturbakka Jórdan til að koma í veg fyrir stúdentaóeirðir á sama tíma og íbúarnir hófu allsherjarverkfall að boði upp- reisnarleiðtoga Palestínum- anna. PARÍS — PierreMehaignieri, formaður franska sósíal- demókrataflokksins lýsti því yfir að flokkurinn hefði klofið sig úr bandalagi hægri manna og myndi ekki vinna með þeim ■ í stjórnarandstöðu heldur koma á fót eigin þinaflokki. Fréttaskýrendur telja ao þetta verði til að styrkja bráðabirgða- stjórn sósíalista sem starfað hefur eftir þingkosningarnar á sunnudag. Þetta gæti einnig verið fyrsta skrefið í þá átt ao sósíaldemókratar og hugsan- lega aðrir miðjumenn taki upp stjórnarsamstarf viö sós í alista. Yfirvöld í Suður-Kóreu óróleg vegna aðgerða bræðra sinna í norðri: Mikill liðsafnaður hersveita Norð- ur-Kóreu við landamæri Suður-Kór- eu veldur nú miklum óróa meðal stjórnvalda í Seoul sem nú eru sérstaklega trekkt vegna ólympíu- leikanna sem fram eiga að fara í landinu síðar í sumar. Samkvæmt upplýsingum varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu er liðssafnaður Norð- ur-Kóreumanna við landamærin nú það mikill að ef norðanmenn gerðu skyndiárás nú gæti Seoul verið í hættu. Því hyggjast Suður-Kóreu- menn hafa hersveitir sínar í við- bragðsstöðu á næstunni. Upplýsingar þessar komu fram á stuttum blaðamannafundi sem hald- inn var í kjölfar stúdentaóeirða í Seoul, en róttækir stúdentar þar kröfðust þess að kóreanska þjóðin yrði sameinuð á ný í einu ríki og mótmæltu því að Norður-Kóreu- menn fengju ekki að halda hluta af olympíuleikunum. Þá kröfðust stúd- entarnir að hinir 41 þúsund banda- rísku hermenn sem staðsettir eru í landinu yrðu sendir til síns heima. Yfirvöld í Suður-Kóreu saka bræður sína í Norður-Kóreu um að kynda undir óánægju stúdenta til að sverta ólympíuleikana í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. Suður-Kóreumenn leggja mikla áherslu á að ólympíuleikarnir takist vel og hafa gert miklar ráðstafanir til þess að hryðjverkamenn eða aðgerð- ir Norður-Kóreumanna eyðileggi ekki dásemdina. Tíuþúsundmanna sérþjálfaðar öryggissveitir eiga að gæta öryggis íþróttamanna og áhorf- enda á ólympíulcikunum. Þá áttu Suður-Kóreumenn í þriggja daga viðræðum við Frank Carlucci varn- Þessir vígalegu menn skipa sérþjálfaðar öryggissveitir sem gæta eiga öryggis íþróttamanna og áhorfenda á ólympíuleikunum í Seoul í sumar. Suður-Kóreumenn eru sérstaklega smeykir um að bræður þeirra í norðri grípi til ótuktaraðgerða. Liðssafnaður Norður-Kóreumanna á landamærunum veldur nú yfirvöldum í Suður-Kóreu áhyggjum. armálaráðherra Bandaríkjanna fyrir stuttu og var ákveðið að Bandaríkja- her yrði umsvifamikill í Suður-Kór- eu og við Kóreuskagana til að halda Norður-Kóreumönnum í skefjum ef þeir hyggðust grípa til vopna meðan á ólympíuleikunum stendur. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu hafa oft sakað stjórn- völd um að notfæra sér hættuna af Norður-Kóreu sem grýlu á lands- menn í þeim tilgangi að halda völdum. Hins vegar bregður svo við nú að stjórnarandstöðuleiðtogarnir hafa lýst yfir fullum stuðningi við aðgerðir stjórnvalda og hers Suður- Kóreu. Kim 11-Sung hinn ástsæli og guð- dómlegi leiðtogi Norður-Kóreu, eins og hann kallar sig sjálfur, hefur heitið því að Norður-Kóreumenn muni ekki trufla gang ólympíuleik- anna, þrátt fyrir að Norður-Kóreu- menn séu hundfúlir yfir því að fá ekki að taka þátt í leikjahaldinu. Engir íþróttamenn munu koma frá Norður-Kóreu á ólympíuleikana. Herlið Norður-Kóreu fylkir á landamærin íranskir pílagrímar sniðganga Haj hátíðarhöldin í Saudi-Arabíu: Ekkert blóðbað í Mekka þetta árið Mikið blóðbað varð á Haj hátíðinni í Mekka á síðasta sumrí er saudískum öryggissveitum og öfgafullum írönskum pflagrímum lenti saman. Slíkt mun ekki henda í sumar því í ranar senda engan pflgrím tfl Mekka að þessu sinni. Saudar geta nú andað léttar í bili því íranar hafa ákveðið að senda enga pílagríma til hinna heilögu borga Mekku og Medínu á Haj hátíðinni í sumar. Því eru litlar líkur á að blóðbaðið frá því í Mekka í fyrrasumar endurtaki sig á þeirri Haj hátíð sem nú fer í hönd. Hins vegar eru líkur á að væringar eigi eftir að aukast milli frana og Sauda á næstunni, en litlir kærleikar hafa verið á milli ríkjanna frá því í fyrra sumar. Þá hófu íranskir pílagrímar í Mekka mótmæli gegn Bandaríkjam- önnum og ísraelum og enduðu mót- mælin með því til brýnu sló milli íranska múgsins og saudískra örygg- isvarða með þeim afleiðingum að 400 manns lágu í valnum. Kenna hvorir aðilar hinum um. Mehdi Karubbi sem er í forsvari fyrir pílaagríma írana kallaði ríkis- stjórn Saudi-Arabíu rammspillta og á bandi Bandaríkjamanna og ísra- ela. Hann hét því þó að andi hins íranska trúarleiðtoga Ayatollah Khomeinis yrði á sveimi í Mekka á Haj hátíðinni þó íranska pílagríma vantaði. „Það er enginn vafi á því að múslímum mun ekki líka að sjá enga íranska trúbræður sína á Haj hátíð- inni. Þó fólki okkarsé haldið frá húsi Guðs að þessu sinni, þá verður hugmyndum þeirra haldið á lofti. Það er engin vafi á því að raddir múslíma er mótmæla óvinum íslam munu hljóma í nánd við hús Guðs á Haj hátíðinni," sagði Karubba kok- hraustur. Undanfarin ár hafa íranar sent 150 þúsund pílagríma á hverja Haj hátíð, en alls hefur um ein milljón pílagríma sótt hátíðina. í kjölfar blóðbaðsins í fyrra settu Saudar kvóta á pílagríma og má nú hver þjóð senda einn pílagrfm á Haj hátíðina fyrir hverja þúsund íbúa. Þannig máttu íranar nú senda 45 þúsund pílagríma til Saudi-Arabíu, en þeir höfnuðu þvt'. í kjölfar þessa ósamkomulags slitu ríkin stjórn- málasambandi sínu. Stríöshrjáðar fjölskyldur í El Salvador héldu úr öskunni í eldinn: Aurskriða tók líf flótta* fólksins Það fór sorglega fyrir nokkrum fjölskyldum sem flúðu undan hinni grimmilegu borgarastyrjöld í E1 Sal- vador og leituðu hælis í afskekktum en tiltölulega friðsælum hluta þessa hrjáða lands. Fjölskyldurnar höfðu reist sér ný heimili í hlíðum eldfjalls- ins Congchua, en á þriðjudag gerði miklar rigningar með þeim afleiðing- um að aurskriður féllu á hús flótta- fólksins og létust tuttugu og þrír þeirra. „Við flúðum stríðið og fluttum hingað þar sem móðir náttúra hrifs- aði af okkur börnin okkar,“ sagði. Santos Lima Cruz sem missti tvö börn í náttúruhamförunum. Alls dóu tólf börn í aurskriðunni. Rauði krossinn og sveitir úr hern- um hafa unnið við að grafa fólkið úr aurskriðunni. Nítján lík hafa fundist og er fjögurra enn saknað. Svo blessunarlega vildi þó til að maður og barn náðust á lífi úr leðjunni. Gœtnl verður mörgum að gagni f umferðinni. UMFERÐ4R RAÐ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.