Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 20

Tíminn - 16.06.1988, Qupperneq 20
M # * RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/TrYggvagöfu, S 28822 Auglýsinsadeild hannar auglýsinguna fýrir þig Ókeypís þjónusta tjjj HRESSA KÆTA Það vcrða 45 leðurklæddir mótorhjólakappar í járnbentum stígvélum sem munu gæta friðarins á stórtónleikum Listahátíðar sem fram fara í Laugardalshöllinni á morgun og föstudag. Þetta eru ekki félagar úr Hells Angcls, scm á sínum tíma stóðu vörð um Rollings Stones á tónleikum í Bandaríkunum, og frægt er orðið í tónleikasögunni, heldur eru hér á ferðinni félagar úr Bifhjólaklúbbi lýðveldisins, Sniglunum. Bifhjólakapparnir verða ekki vopnaðir í gæslunni öðru en ber- um en kraftmiklum höndunum og járnhörðum vilja. „Þess gerist ekki þörf þar sem fólk er almennt ekki með mikil læti,“ sagði Ragn- ar ísaksson einn liðsmaður sam- takanna. „Að minnsta kosti ekki svo að við getum ekki þaggað niður í því,“ bætti hann við. Jafnframt tók hann fram að ekki væri þaggað niður í fólki með neinum róttækum aðgerðum heldur einungis reynt að tala fólk til. „Ef um meiriháttar ólæti yrði að ræða myndi lögreglan væntan- lega skerast í leikinn, en til þess hefur aldrei komið,“ sagði Ragn- ar ennfremur. íþrótta- og tómstundaráð mun annast sölu veitinga á meðan á tónleikunum stendur, en Bif- hjólasamtök lýðveldisins og starfsfólk íþrótta-og tómstundar- áðs mun í sameiningu sjá um gæsluna. Bifhjólasamtök Iýðveld- isins hafa séð um gæslu á mörgum 1 tónleikum. Ragnar ísaksson sagði Tímanum að fyrst væri tónleikagestum hleypt inn í port við Laugardalshöllina. Við inn-; göngudyrnar verður svo fjöldi stígvélaðra vélhjólakappa sem mun sjá um að enginn gestanna komist inn á tónleikana með vín auk þess sem allar myndavélar verða gerðar upptækar. Á meðan á tónleikunum stendur munu bif- hjólakapparnir standa vörð fyrir framan sviðið og umhverfis húsið. Mannþröngin fyrir framan sviðið er gífurleg á slíkum tón- leikum. Að sögn Ragnars er full þörf á því að hafa mikið lið manna í því að draga tónleika- gesti upp á sviðið þegar liðið hefur yfir þá eða þeir eru um það bil að kremjast í troðningnum. í Laugardalshöllinni er þessa dagana verið að undirbúa tón- leika sem þar verða haldnir annað kvöld, 16. júní og föstudags- kvöld, 17.júní Listapopp er á vegum Listahátíðar. fþrótta- og tómstundaráð og Skífan standa fyrir tónleikunum. Jónas Krist- insson framkvæmdastjóri Lista- popps sagði í samtali við Tímann að undirbúningur gengi mjög vel. í dag og á morgun er fyrirhugað að prófa hljómflutninginn í Laug- ardalshöllinni. Sjö hljómsveitir Hann var hreint ekki svo ógnvekjandi Sniglahópurinn, sem var samankominn í Hafnarfirðinum í gær til þess að ræða tilhögun gæslunnar í Laugardalshöllinni. Tímamynd: Gunnar munu koma fram á tónleikunum, þar af tvær 'erlendar. Fyrra kvöldið leika Kátir piltar, Síðan skein sól, Strax og The Christians. Síðara kvöldið leika Bjarni Arason og búningarnir, Hunanstungl, Strax og Blow Monkeys. Ekkert aldurstakmark verður á tónleikunum en að sögn Jónasar Kristinssonar er miðað við að unglingar sem sækja tón- leikana einir síns liðs hafi lokið 7. bekk. í sérstökum tilfellum t.d. ef foreldrar koma með ung börn með sér verður séð til þess að hleypa þeim upp á svalirnar svo allir geti notið tónleikanna, að sögn Jónasar. - IDS Kjartan Lárusson segir nauðsyn á fjárframlögum til ferðamála, annars verði Ferðamálaráð Nátttröll í tilverunni Sólstöðuganga Sólstöðudagurinn 21. júní er að þessu sinni þriðjudagur. Þenn-. an lengsta dag ársins verður stofnað til sólstöðugöngu með svipuðu sniði og í fyrrasumar. Boðið verður upp á gönguferð sem hægt verður að koma í og fara úr hvenær sem er allan sólarhringinn, miðnæturbál verð- ur kveikt á leiðinni kl. 1.00, safnast verður saman og horft á sólarupprás um óttuskeið, nánar tiltekið kl. 2.54. Þá verður boðið upp á siglingu hluta leiðarinnar. Þegar hefur verið haft samband við ýmsa til þáttttöku í göngunni, en ef einhver félög, klúbbar, stofnanir, fyrirtæki eða einstakl- ingar telja sig hafa eitthvað fram að færa í anda sólstöðugöngunn- ar, er beðið um að þeir láti vita í síma 29475 milli kl.17.00 og 19.00 virka daga til 17. júní. IDS Polgarsigur Polgarsysturnar Judith og Zsuza urðu efstar og jafnar í A-flokki á Opna Austurlandsmótinu sem lauk í Valaskjálf á Egilsstöðum í gær- kvöldi. Báðar náðu þær 5 1/2 vinn- ingi og skipta því með sér 1.-2. sæti. Systir þeirra Sofhie Polgar sigraði í B-flokki og náði 8 1/2 vinningi af 9 mögulegum. Þessa dagana eru ferðaþjónustu- fyrirtækin að vakna af vetrardvalan- um og byrja að þjónusta innlenda sem og þá erlendu ferðamenn sem leggja leið sína hingað til lands í sumar. Á þessari stundu er að sögn fróðra manna erfitt að segja til um fjölda erlendra ferðamanna hér á landi á þessu ári, en áætlað er að tala þeirra verði, þegar upp er staðið um áramót, svipuð og á síðastliðnu ári, eða nálægt 130 þúsundum. Ef þetta gengur eftir verða erlend- ir ferðamenn nokkru færri en bjart- sýnar spár gerðu ráð fyrir. Að sögn Kjartans Lárussonar, formanns Ferðamálaráðs, helgast það ekki síst af nýafstöðnu verkfalli verslunar- fólks. Hann sagði að þetta verkfall hefði komið mjög illa við ferðaþjón- ustuna, í fyrsta lagi vegna tekjutaps flutningafyrirtækja, t.d. flugfélaga, í öðru lagi vegna mikilla afpantana á ferðum til íslands og þarmeð afpant- ana á hótelgistingu, og í þriðja lagi vegna þess álitshnekks sem ísland hafi orðið fyrir. Varðandi síðast- nefnda þáttinn sagði Kjartan að í ljósi fenginnar reynslu settu t.d. erlendir ráðstefnuhaldarar nú stórt spurningamerki við að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur á íslandi. „Þetta er vitaskuld mikil synd því til þessa hefur ríkt mikil almenn ánægja með ráðstefnuhald hér. Og við eig- um örugglega mikla möguleika á því sviði, nema því aðeins að við skemmum sjálfir fyrir okkur," sagði. Kjartan. Á undanförnum árum hefur æ meir verið klipið af lögbundnum tekjustofnum Ferðamálaráðs. Sam- kvæmt lögum ber því 10% af sölu- verðmæti Fríhafnarinnar. Fyrir síð- asta ár þýðir þetta að Ferðamálaráð hafi átt að fá 95,5 milljónir króna vegna sölu í Fríhöfninni. Niðurstað- an varð hinsvegar 15 milljónir króna. Á fjárlögum yfirstandandi árs fær Ferðamálaráð 28 milljónir af sölu- verðmæti Fríhafnarinnar í stað ríf- lega 100 milljóna, ef farið væri að lögum. Kjartan Lárusson segir að fjárskortur Ferðamálaráðs setji ón- eitanlega stóran hemil á nauðsynlega starfsemi þess, menn verði að spila af veikum mætti úr því sem til er. Hann segir að menn hafi tékið þann pól í hæðina að nýta þá litlu fjármuni sem til eru til sölu- og kynningar- starfs. Árangurinn af því sé smám saman að koma í ljós en eftir standi að uppbyggingu ferðaþjónustunnar innanlands hafi ekki verið unnt að sinna sem skyldi. Kjartan segist telja að ríkinu beri að sinna þessum þætti, enda skili ágóði ferðaþjónustunnar sér að lokum í ríkiskassann. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af þjónustu við erlenda ferðamenn á sl. ári nam um 6 milljörðum króna. Lengi hefur verið rætt um mark- vissa uppbyggingu ferðamannaþjón- ustu við Gullfoss. Síðastliðið sumar sendi Ferðamálaráð ásamt fleiri hagsmunaaðilum erindi til fjárveit- ingavaldsins um fjárframlög til bygg- ingar snyrtihúss og aðstöðu fyrir veitingarekstur. Afgreiðsla Alþingis hljóðaði upp á 200.000 krónur, sem að sögn formanns Ferðamálaráðs er einungis dropi í hafið til að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn við Gullfoss. Kjartan segir því ljóst að áfram verði þrýst á fjárveitingavald- ið um fjárframlög til að bæta þarna verulega úr. Hann segist vonast eftir jafn jákvæðum viðbrögðum og við fjárbeiðni vegna úrbóta við Geysi, en þar verður meðal annars unnið í sumar að lagningu gangstíga. Að sögn Kjartans Lárussonar eru vonir bundar við að endurskoðun á gildandi lögum um Ferðamálaráð miðist við að gera því kleift að sinna betur sínu hlutverki. Ef ekki sé stór hætta á því „að Ferðamálaráð verði í framtíðinni eins og nátttröll í tilverunni“. Að öllu óbreyttu ætti þessari lag- aendurskoðun að ljúka á haustmán- uðum. óþh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.