Tíminn - 21.06.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.06.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Þriðjudagur 21. júní 1988 TÍMARIT Sigrún Hólmkelsdóttir, Laugamesvegi 64, Reykjavík á 70 ára afmæli í dag. Sigrún hefur starfað sem starfsstúlka á Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar frá árinu 1961. Hún mun taka á móti gestum í Félags- heimili Rafvirkja Háaleitisbraut 68 (Austurver) í kvöld kl. 20:00. Dagsferðir F.í. Ferðafélag (slands fer í sólstöðuferð í kvöld, þriðjud. 21. júní kl. 20:00. Farið verður ( gönguferð á Esju - Kerhóla- kamb. Brottför er frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl (500 kr.). Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Jónsmessunæturganga F.f. verður fimmtudaginn 23. júní kl. 20:00. Valin verður létt og skemmtileg gönguleið. Gönguferð á Meidu - laugardaginn 25. júní kl. 08:00. Upplýsingar á skrifstofu Ferðafélags fslands, Öldugötu 3. Sfmar 19533 og 11798. Viðeyjarferð F.í. á laugardag 25. júní kl. 13:00. Brottför frá Sundahöfn. Sýning í Hýlistasafni Sýning á vegum Listahátíðar, sem stað- ið hefur að undanförnu í Nýlistasafni, verður framlengd um eina viku. Þetta er sýning á verkum Donalds Judd, Richards Long og Kristjáns Guðmundssonar. Sýn- ingunni átti að Ijúka sunnudaginn 19. júní, en hún stendur til 26. júní. Sýningin er opin virka daga kl. 16:00 - 20:00 og um helgar kl. 14:00 - 20:00. BILALEIGA meö utibú allt i kringum landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi? interRent Bílaleiga Akureyrar Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 í dag, þriðjudag kl. 14.00. Félagsvist. Sænskur pennavinur Blaðinu hefur borist bréf frá 52 ára konu í Suður-Svíþjóð, sem hcfur áhuga á að komast í bréfasamband við íslenskar konur. Hún hefur margs konar áhugamál og það má skrifa henni á sænsku, dönsku, norsku eða ensku. Utanáskriftin er: Fru Marianne Persson Bingstorp S - 24033 Löberöt, Skane Sverigc Systir Marianne Persson er 59 ára. Hana langar einnig til að eignast bréfavin- konu á íslandi. Hún segist hafa ýmis áhugamál, einkum að kynnast lífinu á íslandi. Hún vill skrifa á sænsku, dönsku eða norsku, - en ekki ensku. Utanáskrift hennar er: Fru Inga-Brita Gertsson Parkgatan 11 C S - 24033 Löberöd, Skane Sverige HEILSUVERND l.tbl. 43. árg. Þetta blað er gefið út af Náttúrulækn- ingafélagi (slands, en ritstjóri og ábyrgð- armaður er Anna Ólafsdóttir Björnsson. í blaðinu er m.a. rætt um „10 leiðir til lengra og betra lífs“ og er þar t.d. rætt um mataræði, hreyfingu megrun, mat og krabbamcin og annað slíkt. Viðtal er við Kolbrúnu Sveinsdóttur, kynningarstjóra Stöðvar 2 og margar myndir af henni sem fyrirsætu. Hún segir m.a. frá grænmetisfæði sínu. „Grasalæknirinn svarar" nefnist þáttur í blaðinu, en þar svarar Lind Jóhannsdótt- ir grasalæknir spurningum lesenda og gefur góð ráð. Að þessu sinni fjallar hún um kvefið sem hrjáir marga á vorin. Auk fyrrnefnds efnis er fjölmargt ann- að í blaðinu, svo sem uppskriftir, nýjung- ar á heilsumarkaðnum, pistill frá NLFR o.fl. Á forsíðu er mynd af ungri stúlku, Dögg Baldursdóttur í sportfötum frá Útilífi, en Ragnar Th. tók myndina. FAXI - 4 tbl. 48. árg. Nýlega er komið út 4. blað þessa árs af Faxa, en Málfundafélagið Faxi í Keflavík gefur ritið út. Forystugreinin nefnist Norræn sam- vinna, og er hún skrifuð af Guðfinni Sigurvinssyni. Þar er rætt m.a. um nor- rænt vinabæjamót, sem haldið var í Keflavík dagana 22. - 25. júní sl. í’á er Menningarvöku Suðurnesja gerð skil í máli og myndum, en þar var á dagskrá m.a. myndlist, skáldskapur, söngur og tónlist, útvarpsmál o.fl. I blaðinu eru fréttir af sjávarafla, 1 íþróttum og síðan eru ýmsar smáfréttir í ' þættinum „Úr flæðarmálinu". Sagt er frá brautskráningu stúdenta frá FS 21. maí 1988 og 30 ára fermingarbarna og mynd er af yfir 40 fermingarbörnum frá 1958. ' Birt er „Bréf frá Röggu“ og myndir, en Ragga skrifar frá Bandaríkjunum, þar sem hún var skiptinemi. Á forsíðu er mynd af nýju „Flughóteli" sem opnað var 17. júní í Keflavík. Tímarit Kristilegs félags heilbrigðisstétta Komið er út 1. tölublað 6. árg. af Tímariti Kristilegs félags heilbrigðis- stétta. Þetta er 10 ára afmælisrit með fróðlegu efni ætlað heilbrigðisstéttum og fleiri aðilum. Meðal efnis er viðtal við hjónin sr. Magnús Björnsson og eiginkonu hans Guðrúnu Dóru Guðmannsdóttur hjúkr- unarfræðing um líf þeirra og starf. Viðtal er við séra Jón Bjarman sjúkrahúsprest um sálgæslu dauðvona sjúklinga. Einnig er grein um niðurstöður rannsóknar um trúarlegar þarfir sjúklinga. Blaðið er 30 blaðsíður og er dreift ókeypis. Upplag er 7000 eintök. Ritstjóri er sr. Magnús Björnsson. Á forsíðu er mynd frá Þingvöllum, sem tekin er af Gunnari Hannessyni. Ferðafélag íslands í bórsmörk Ferðafélag íslands vill vekja athygli ferðamanna á að virða náttúru Þórsmerk- ur, sýna tillitssemi á tjaldsvæðinu í Langadal og forðast hávaðamengun. Vegna hættu á gróðurskemmdum verð- ur fjöldi þeirra sem næturdvöl hafa í Langadal í Þórsmörk takmarkaður við 350 manns. Þeim sem gista vilja í Langa- dal um næstu helgar er því bent á að fá leyfi hjá Ferðafélagi íslands áður en lagt er í Þórsmerkurferð. Símar á skrifstofu FÍ að Öldugötu 3 eru: 19533 og 11798. Skálaverðir í Þórsmörk svara Gufunes- radíói kl. 09:00-09:30 og kl. 16:00-17:00. Tjaldsvæði í umsjón Ferðafélags íslands eru einnig í Endunum og er vist þar heimil eftir því sem rými leyfir. Að gefnu tilefni hafa svofelldar um- gengnisreglur verið settar: Akstur bifreiða yfir Krossá fyrir mynni Langadals er óheimil frá kl. 00:30-07:00. Á sama tíma er umferð um Langadal óheimil öðrum en dvalargestum í dalnum, svo að að hafa bifreiðar með Ijósum eða í gangi á bifreiðastæðinu í Langadal. Notkun hástilltra hljómtækja að nóttu til, í kyrrð óbyggðanna, er orðið vanda- mál. Ferðafélagið og starfsfólk þess óskar eftir samvinnu við gesti félagsins í Þórsmörk. „Virðið náttúru Þórsmerkur“ Skógrækt ríkisins, ásamt nokkrum ferðafélögum og yfirvöldum í Rangár- vallasýslu, hafa gefið út tilmæli til ferða- manna á leið í Þórsmörk um að ganga þar vel um. Þar má sjá þessar reglur: l.Skiljið ekki eftir rusl né urðið það á víðavangi. 2. Kveikið ekki elda. 3 Rífið ekki upp grjót. Hlaðið ekki vörður. 4. Grafið ekki upp jurtir. 5. Hafið næturró á tjaldsvæðum frá kl. 00:30-07:00. Leyfi til að tjalda á eftirtöldum svæðum veita þessir aðilar: Langadal - Ferðafélag (slands, Básum - Útivist og Skógrækt ríkisins, Endum- Skógrækt ríkisins, Slyppugili - Farfuglar og Skógrækt ríkis- ins, Húsadal - Austurleið hf og Skógrækt ríkisins. Hópar sem koma til dvalar í Þórsmörk þurfa að hafa sérstakan fararstjóra cr sé talsmaður hópsins. Minningarsjóður Einars á Einarsstöðum Vinir Einars á Einarsstööum, sem lést fyrir nokkru, stofnuöu um hann minning- arsjóö. Þeir benda á þann sjóö til áheita fyrir þá sem vilja heiðra minningu hans og styrkja eftirlifandi konu hans. Sjóöurinn er varöveittur viö Útibú Landshanka íslands á Húsavík og er nr.5460. Minningarkort Styrktarsjóðs barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður bamadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minninga- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Apótek Seltjarnarness, Vesturbæjar- apótek, Hafnarfjarðarapótek, Garðs- apótek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Árbæjarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavíkurapótek, Háaleitisapótek, Kópavogsapótek, Lyfjabúðin Iðunn. Blómaverslanimar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjarnarnesi og Blómaval Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrif- stofu og barnadeild Landakotsspítala. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel '67, Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10, Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. ÚTVARP/SJÓNVARP o Rás I FM 92,4/93,5 Þriðjudagur 21. júní 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séraGylfi Jónsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta- yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna. Meðal efnis er saga eftir Magneu frá Kleifum, „Sæll, Maggi minn", sem Bryndís Jónsdóttir les (8). Umsjón: Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms- dóttir. 9.30 Landpóstur - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 21.00). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. ; 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- • son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 11.55 Oagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn. Umsjón: Álfhildur Hallgríms- dóttir og Anna Margrét Siaurðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Lyklarfii#fmaríkis“ eftir A.J. Cronin. Gissur Ó, Eriingsson þýddi. Rnn- borg örnólfsdóttir les (25). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Djassþáttur.-Jón'MúliÁmason. (Endurtek- inn þáttur frá miðvikudagskvöldi). 15.00 Fréttir. 15.03 Driffjaðrir. Ágústsson ræðir við Júlíus Júl- íusson á Siglufirði. (Áður útvarpað í desember sl.) 18.00 Fiéttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Barnaútvarpið fer í rusll Skroppið á ruslahaugana og litið á það sem þar er að sjá. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist a síðdegi. a. Tilbrigði op. 56b eftir Johannes Brahms við stef eftir Joseph Haydn. Jean-Jacques Balet og Mayumi Kameda leika á píanó. b. Sinfónía nr. 4 op. 29 eftir Carl Nielsen. Sænska útvarpshljómsveitin leikur; Esa Pekka Salonen stjómar. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Líf og veður. Dr. Þór Jakobsson flytur þriðja og síðasta erindi sitt. 20.00 Morgunstund barnanna. Umsjón: Gunnvör Braga. (Endurtekin frá í morgun). 20.15 Orgeltónlist eftir Max Reger. a. „Introduk- tion, passacaglia og fúga“ í e-moll, op. 127. Alf Lindel leikur. b. „Fantasía og fúga“, op. 52 nr. 3. Lionel Rogg leikur. 21.00 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 21.30 Útvarpssagan: „Laxdæla saga". Halla Kjartansdóttir les (4). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Leikrit: „Heimilishjálpin" eftir Þorstein Marelsson. Leikstjóri: Jón Viöar Jónsson. Leikendur: Edda Heiðrún Backmann, Guðrún Þ. Stephensen og Róbert Arnfinnsson. (Endur- tekið frá laugardegi). 23.25 Tónlist á síðkvöldi. „Tónlist fyrir strengi, slagverk og selestu" eftir Béla Bartók. Zoltán Kocsis leikur á píanó með Hátíðarhljómsveitinni í Búdapest; Iván Fischer stjómar. 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. RAB FM 91,1 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fróttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.03 Viðbit. Þrastar Emilssonar. (Frá Akureyri) 10.05 Miðmorgunssyrpa. - Eva Ásrún Alberts- dóttir, Valgeir Skagfjörð og Kristín Björg Þor- steinsdóttir. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir, Valgeir Skagfjörð og Kristín Björg Þorsteinsdótt- ir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. 18.00 Sumarsveifla með Gunnari Salvarssyni. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 23.00 Af fingrum fram. 00.10 Vökudraumar. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. SJÓNVARPIÐ Þriðjudagur 21.júní 17.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 18.00 Evrópukappni landsliða i knattspyrnu. Undanúrsiit. Sigurvegari f A riðll - 2. sæti i B riðli. Bein útsending frá Hamborg. Ath! Hugsanleg framlenging og vítaspyrnukeppni. Umsjón Ingólfur Hannesson (Evróvision - Þýska sjónvarpið). 20.00 Fréttir og veður 20.40 Keltar (The Celts) - Lokaþáttur: Það sem eftir stendur. Breskur heimildamyndaflokkur í sex jráttum. Þýðandi og þulur Þorsleinn Helga- son. 21.40 Út I auðnina (Alice to Nowhere) Ástralskur myndaflokkur í fjórum þáttum. Annar þáttur. Leikstjóri John Power. Aðalhlutverk John Waters, Esben Storm og Tosey Jones. Tveir ræningjar verða mðnnum að bana í ránsferð og á flóttanum taka þeir unga hjúkrunarkonu sem gisl. Leið þeirra liggur inn í auðnir Astrallu. Þýðandi: Stefán Jökulsson. 22.30 fslðmsk llst (Seldjukkist kunst) Um áríð 1000 lagði herskár þjóðllokkur (Seldsjúkar) Tyrkland undir sig. Þeir lögðu grundvöllinn að arabískri lisl í landinu. (Nordvision - Rnnska og sænska sjónvarpið). Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannsson. 23.00 Útvarpsfréttlr i dagskrárlok 'smt Þriðjudagur 21. júní 16.45 Flugmaðurínn Aviator. Á fyrstu dögum flugsins komu fram áður óþekktar hetjur, flug- menn sem hættu lífi sínu í hverri ferð. Myndin segir frá hetjunni Edgar Anscombe, sem þrátt fyrir dirfsku sína á margt ólært í mannlegum samskiptum. Aðalhlutverk: Christopher Reeve, Rosanna Arquette og Jack Warden. Leikstjóri: George Miller. Framleiðandi: Mace Neufeld. Þýðandi: Björn Baldursson. MGM1985. Sýning- artími 95 mín. 18.20 Denni dæmalausi. Teiknimynd. Þýðandi Eiríkur Brynjólfsson. 18.45 ótrúlegt en satt Out of this World. Gaman- myndaþáttur um litla stúlku sem hlotið hefur óvenjulega hæfileika í vöggugjöf. Þýðandi: Lára H. Einarsdóttir. Universal. 19.1919.19 Heil klukkustund af fréttaflutningi ásamt fréttatengdu efni. 20.30 Miklabraut Highway to Heaven. Engillinn Jonathan hjálpar þeim sem villst hafa af leið. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. Worldvision. 21.20 íþróttir á þriðjudegi. Iþróttaþáttur með blönduðu efni úr víðri veröld. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 22.20 Kona í karlaveldi She’s the Sheriff. Gam- anamynd um húsmóður sem gerist lögreglu- stjóri. Aðalhlutverk: Suzanne Somers. Lorimar. 22.45 Þorparar Minder. Spennumynd um lífvörð sem á oft erfitt með að halda sér réttu megin við lögin. Aðalhlutverk: Denis Waterman, George Cole og Glynn Edwards. Thames Television. 23.35 Stóri Jake Big Jake. Hefðbundinn vestri með nútímalegu ívafi. Bófaflokkur gerir innrás á býli stórbóndans Jacob McCandle. Þeir fella sjö manns,, Ræna sonarsyni Jakobs og krefjast milljón dala lausnargjalds. Húsfreyjan vill greiða lausnargjaldið en yngsti sonurinn leggur til að að þeir veiti bófunum eftirför á bilum og bifhjólum. Aðalhlutverk: John Wayne, Richard Boone, Maureen O'Hara og Patrick Wayne. Leikstjóri: George Sherman. Framleiðandi: Mic- hael Wayne. Þýðandi: Sveinn Eiríksson. CBS 1971. Sýningartími 110 mín. 01.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.