Tíminn - 21.06.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.06.1988, Blaðsíða 3
^Tí.minn- 3 Þriðjudagur 21. júní 1988 ÞRJÁR NAUÐGANIR Á SÖMU NÓTTINNI Þrjár nauðganir voru kærðar til Rannsóknarlögreglu ríkisins eftir sömu nóttina. Tvær nauðganir eiga að hafa átt sér stað í Hafnarfírði aðfaranótt sunnudags, en sú þriðja í bifreið í Reykjavík. Kærurnar tvær í Hafnarfirði voru vegna meintra nauðgana í heimahúsum. Þetta eru aðskild mál og voru tveir menn úr- skurðaðir í Sakadómi Hafnarfjarðar í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Þriðja kæran er vegna meintrar nauðgunar utan við skemmtistað í Reykjavík. Tveir þeldökkir varn- arliðsmenn buðu ungri stúlku bílfar, en munu hafa komið fram vilja sínum við hana í bílnum. Mennirnir tveir hafa ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en málið er í rannsókn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Tíminn hefur aflað sér virðast- kærur vegna meintra nauðgunaraf- brota koma í bylgjum og bendir allt til að ein slík bylgja gangi yfir einmitt núna. Á vegum dómsmálaráðuneytis- ins hefur starfað nefnd síðan 1984 sem ætlað er að rannsaka kærur vegna nauðgunarmála. Að sögn Þorsteins A. Jónssonar fulltrúa dómsmálaráðherra og jafnframt ritara nefndarinnar er vonast til að nefndin Ijúki störfum í ágúst. Nefndarmenn hafa til þessa unn- ið hver á sínu sviði að umfangs- miklum rannsóknum á ýmsum þáttum sem nauðgunarmál varða og útbúið skýrslur í því sambandi. Einn nefndarmanna tók afbrota- fræðilega þáttinn í þessum mála- flokki og fór í gegnum naúðgunar- kærur sem fram komu á ákveðnu árabili, annar nefndarmanna gerði víðtæka viðtalskönnun við fórnar- lömb, þriðji nefndarmaðurinn kannaði ýmis atriði varðandi læknismeðferð á fórnarlömbum og fleiri atriði. Auk þess hafa nefndar- mcnn kynnt sér ýmsa sérhæfða þætti í þessum málum erlendis, s.s. móttöku fórnarlamba á kvenna- húsi í Osló og læknisrannsóknir á vegum Scotland Yard lögreglunnar og formaður nefndarinnar, próf- essor Jónatan Þórmundsson, hefur skrifað um þessi mál út frá lög- fræðilegum sjónarmiðum, svo dæmi séu tekin. Þorsteinn A. Jónsson sagði f samtali við Tímann í gær að í framhaldi af þessum rannsóknum væri nefndin að vinna að sinni tillögugerð sem gengur út á breyt- ingar á hegningarlögum og mun nefndin skila frumvarpi þar að lútandi, en einnig er ætlunin að skila ákveðnum hugmyndum varð- andi breytingar á lögum um með- ferð opinberra mála. Sagði Þor- steinn að auk þess yrðu í loka- skýrslunni fjallað um ýmis önnur atriði sem ckki væri hægt að skýra frá að svo komnu máli. Aðspurður sagði Þorsteinn að nefndinni hefði ekki verið ætlað að fylgjast með þróun þessara mála hér á landi, né heldur að kanna hvort nauðganir væru kærðar yfir- höfuð. Þessari nefnd var frekar ætlað, sagði Þorsteinn, að gera tillögur til úrbóta varðandi með- ferð þessara mála í dómskerfinu auk annars, svo sem stöðu fórnar- lamba og hvernig bæta megi stöðu þeirra. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. - gs/ABÓ Árekstur í háloftum: Hugvélar er saknað Árekstur varð milli tveggja eins- hreyfilsvéla, báðar skrásettar í Bandaríkjunum, um 130 sjómílur vestur af Keflavík um kl. 19.30 í gærkvöldi. Önnur vélanna lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 20.50 með laskaðan væng en þegar Tíminn fór í prentun stóð leit yfir að hinni vélinni. Einn maður var um borð í hvorri vél, báðir bandarískir. Vélarnar voru í samfloti á leið frá Narsasuaq í Grænlandi til Reykja- víkur þegar slysið varð. Þær flugu sjónflug og voru fyrir neðan stjórnað loftrými og því ekki undir stjórn íslenskuflugumferðarþjónustunnar. Bæði þyrla og Fokkervél Land- helgisgæslunnar voru við leit á svæð- inu þegar Tíminn fór í prentun, ásamt vél Flugmálastjórnar og þyrlu varnarliðsins. Eldsneytisvél varnar- liðsins var einnig á staðnum. Skipið Bergvík frá Keflavík var á leiðinni til aðstoðar og hugsanlega átti einnig að senda Jón Baldvinsson frá Reykjavík. JIH Hér má sjá flugvélina sem komst til Reykjavíkur. Tímamynd: Gunnar Ólympíuleikar í eölisfræði: íslenskar stelpur með í fyrsta sinn Ólympíuleikar í eðlisfræði verða haldnir í Austurríki dagana 23. júní til 2. júlí. Þetta er í flmmta sinn sem íslendingar senda Iið til leikanna og að venju eru það Eðlisfræðifélag íslands og Félag raungreinakennara sem sjá um allan undirbúning og framkvæmd við þátttökuna. Á Ólympíuleikum í eðlisfræði leiða saman hesta sína framhalds- skólanemar sem eru undir tvítugs- aldri í upphafi keppni. Ennfremur er skilyrði fyrir þátttöku að keppandi hafi ekki hafið nám á háskólastigi. Nú munu 27 þjóðir taka þátt í leikunum. Þeirra á meðal eru flestar % stralía, Kína, Kúvait og Víetnam og úr vestri koma Bandaríkin, Kan- ada, Kólombía og Kúba. Hver þjóð sendir 5 manna lið og verða það því 135 keppendur sem fá að spreyta sig á verkefnunum sem eru tvenns konar. Fyrri keppnisdaginn þarf að ASHKENAZY Á tónleikum Vladimirs Ashken- azys sl. laugardagskvöld hætti hann að spila um stund vegna ljósmynd- ara, sem stóð í ganginum meðfram neðri sætaröðunum. Þegar Ashken- azy ætlaði að byrja að spila eftir hlé sást hann benda manni, sem stóð í hallanum niður að sviðinu, að fara MYNDADUR burt. Ashkenazy byrjaði að spila en varð að hætta þegar ljósmyndarinn fór ekki. Ashkenazy bað manninn þá um að fara og sagði: „Please go.“ Ljósmyndarinn lét sig þá hverfa og fylgdist Ashkenazy með honum, þangað til hann hvarf niður tröpp- urnar út úr salnum. -SH leysa 3 fræðileg verkefni á fimm tímum og seinni daginn 2 verklegar tilraunir á sama tíma. fslenska liðið er nú skipað 2 framhaldsskólanemum og 3 nýút- skrifuðum stúdentum. Þau eru : Agni Ásgeirsson, MR, Ásta Kristj- ana Sveinsdóttir, MR, Hákon Ás- grímsson, MA (nýstúdent), Helga Þórhallsdóttir, MR (nýstúdent), Stefán Hjörleifsson, MR (nýstú- dent). Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskar stúlkur taka þátt í keppninni. Val keppenda í íslenska liðið fór fram að venju með landskeppni í eðlisfræði sem haldin var í fram- haldsskólunum með hefðbundnum hætti í febrúarogmarssíðastliðnum. Hluti kostnaðar er greiddur með styrk á fjárlögum með milligöngu menntamálaráðuneytis. Fararstjórar í ferðinni verða tveir, eðlisfræðingarnir dr.Einar Júlíusson og dr. Hans Kr. Guðmundsson. Auk þeirra hefur Viðar Ágústsson eðlisfræðingur séð um undirbúning og framkvæmd keppninnar. IDS Halldór Arnason, Ríkismati sjávarafurða: RÆKJU HENT „Þess eru dæmi aö sex tonnum af rækju hafl verið hent úr einum bát vegna þess að hún var orðin of gömul,“ sagði Halldór Árnason hjá Ríkismati sjávarafurða í samtali við Tímann í gær, en að undanförnu hefur nokkuð borið á því að rækjubátar séu að veiðum það lengi að aflinn skemmist um borð. Nýlegasta dæmið sagði Halldór vera frá 14. þessa mánaðar þegar frádæmd voru 2 tonn af rækju þar sem bátur hafði verið sex sólar- hringa að veiðum. Halldór sagði að Ianda yrði rækju innan fjög- urra sólarhringa 'eftir að hún hefði verið veidd og síðan yrði að vera búið að vinna hana innan sólarhrings frá því, vegna þess að geymsluþolið er búið eftir fimm daga. Sagði Halldór að það væri hins vegar algengt að bátarnir væru allt upp í sex daga á veiðum og bera þá menn fyrir sig brælu og annað slíkt, en það sýnir sig að þeir koma með töluvert af skemmdri rækju, sem er orðin eldri en fjögurra daga. Aðspurður um hverja hann teldi ástæðuna fyrir því að bátarn- ir væru svona lengi að veiðum sagði Halldór að þar lægi senni- lega sú ástæða að baki að menn væru að reyna að minnka útgerð- arkostnað. Lárus Jónsson hjá Félagi rækju og hörpudiskframleiðenda sagði í samtali við Tímann að hann hefði ekki heyrt um neitt í þessa veru. „Það er stutt síðan það var fundur hjá okkur þar sem rækjan kom til umfjöllunar. Þar var bent á að í þeim sýnum sem tekin væru hjá vinnslustöðvunum væru gæði íslenskrar rækja yfirleitt góð,“ sagði Lárus. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.