Tíminn - 25.06.1988, Page 1

Tíminn - 25.06.1988, Page 1
T HELGIN Kvennagullið fékk aldrei nóg • Blaðsfða 12 Bandarískirher- menn og fortíðin • Blaðsíða 8 - og var hann þó talinn álitlegasti piparsveinn landsins. Hann stíaði „lausaleiksfólki“ vægðarlaust sundur með valdboði, en gat sjálfur barn með stofustúlku sinni, rétt áður en hans eigið brúðkaup fór fram í viðureigninni gegn Bretum fyrir fjórum árum. Það er þá munur eða sá gamli Vigfús, faðir Bjarna, sem helst hefur haft fyrir stafni að ragast í smáþjófunum í Kjósinni. Meðan þeir amtmaðurinn ungi spjalla í káetunni, víkur Bjarni líka alveg úr Hinn 23. maí 1811 sígur íslands- farið frá bryggju í Bragernæs við Drammen í Noregi, þar sem skipið hefur haft mánaðarviðdvöl. Hver maður veit að óhreint er á sænum þessi misserin sem árin á undan - ensk víkingaskip eru enn til alls vís, því það er ófriður með Dönum og breskum. Menn biðja þó að Guð gefi lukku til og greiði þeim slysa- lausa för yfir hafið, og hugga sig við að nú er siglt norðar en venja er. Samt er kvíði í brjósti ungs manns, sem stendur á þiljum klæddur dýr- indis loðfeldi og sem ber digran gullhring með signeti einnar af helstu aðalsættum Danmerkur. Hann kveður nú hin sælu heimkynni á herrasetrinu Borreby og heldur á ókunnar stöðvar, sem í huga hans eru umvafðar biksvartri reykjar- mósku eldfjalla og þar sem sísoltinn tötralýður hefur ekki undan að pjakka grafir í svelluðum kirkju- görðum við moldarkirkjur sínar. Honum verður litið til ungs manns á sama reki og hann sjálfur, sem horfir fram um stafn og sýnist hvergi bang- inn og afræður að spyrja hann enn nokkurra spurninga, sér til hug- hreystingar, um þetta fjarlæga land. Hann gefur honum bendingu og þeir hverfa til káetu þess fyrrnefnda að reykjaeina pípu yfir glasi af „claret." Mikill virðingarmunur var á þess- um tveim æskumönnum. Sá í loð- kápunni sigldi hér til þess að taka við amtmannsembættinu í suðuramtinu - hinn til þess eins (þótt hann væri ári eldri og með betra lagapróf) að verða honum til halds og trausts við þetta nýja verkefni. En á því var einföld skýring: Annar bar nafnið Kammerjunkur og auskultant í rentukammeri Johan Carl Thuer- echt von Castenskjold, en hinn að- eins danska útleggingu á nafni afa síns Þórarins Jónssonar, sýslumanns - Bjarne Thorarensen og ekki nema „fuldmægtig" að nafnbót. En Thorarensen er síður en svo óánægður með hlutskipti sitt. Hann veit vel að þessi staða kann að fleyta honum af stað upp embættastigann og hann dáir í laumi þennan auðuga og eðalborna ferðafélaga sinn og dettur ekki í hug að efast um verð- leika hans gagnvart amtmannsem- bættinu. Það fer líka heldur vel á með þeim. Castenskjold hinn ungi er glaðvær piltur og viðræðugóður sem oft bregður á létt hjal, sem Bjarni kann vel að meta. Hann er íþróttamannlegur og hefur vanist reiðmennsku hjá generallöjtenant- inum, föður sínum, sem var „höjst- kommanderende officer" á Sjálandi Bjarni Thorarensen. Myndin er gerð af frönskum listamanni og er sögð sýna talsvert fríðari mann en Bjarni var. huga sér þeim þönkum sem orðið hafa kveikjan að sumum smákvæð- um hans á stúdentsárunum. Hér hjalar hann um ýmsar yndisstundir Hafnaráranna og bregður á gaman- samt spjall um “fruentimmerene" á Östervold, en gleymir öllum „Hafn- ar gufum" og „neflausri ásýnd“ Sjálands. Honum tekst að láta félaga sinn gleyma ferðakvíðanum um stund, en lengra nær það ekki: Castenskjold tollir lítt á íslandi. Hann er gerður að stiftamtmanni 1813, en festir ekki yndi fyrir það. Að sex árum liðnum hefur hann kvatt ísland að fullu og öllu og aðeins haft þar þriggja ára viðdvöl samtals. Bjarni verður lágt launaður dómari í landsyfirréttinum og stígur aldrei fæti á danska grund framar. Hann siglir ævistig sinn sem konung- legur embættismaður á íslandi, ævi- stig, sem í mörgu líktist siglingunni með Castenskjold. Þar togaðist á lotningin fyrir hinni „dönsku móður" og ástin til „hinnar móður- innar,“ sem „með mjallhvíta arma,“ og tárvotan hvarm, vænti svo mikils af börnum sínum og helst sonunum sigldu. Sú sigling var erfið og í því stríði sem háð var milli vaidastofn- ana og embættismanna var nógra víkingaskipa von, yrði mönnum á í siglingalistinni. Fimmtán vetra stúdent Bjarni fæddist að Brautarholti á Kjalarnesi þann 30. desember 1786, sonur Vigfúsar Þórarinssonar, sýslu- manns í Gullbringu og Kjósarsýslu og Steinunnar Bjarnadóttur. Margir sýslumenn voru í föðurættinni, en mestur virðingarmaður var þó föður- bróðirinn, Stefán Þórarinsson, amt- maður á Möðruvöllum. í móðurætt- inni var líka merkilegt fólk og gáfað og var móðurafi Bjarna, sá er hann hlaut nafn af, Bjarni landlæknir Pálsson en móðuramma Rannveig, dóttir Skúla fógeta. Skúla mun Bjarni hafa metið mest af forfeðrum sínum. Fjölskyldan í Brautarholti hafði því af ekki svo lítilli ættgöfgi að státa, en það var gamanlaust að gegna embætti á þeirri tíð er Bjarni fæddist. Sýslumenn vissu vart sitt rjúkandi ráð í allri þeirri upplausn sem fylgdi í kjölfar móðuharðind- anna 1783, þegar sagt var að menn fengju ekki gætt eigna sinna fyrir þjófagangi, þótt þeir svæfu á þeim. Og landlæknirinn Bjarni Pálsson má víst þakka fyrir að hafa verið búinn að fá hvíldina (1779) áður en ósköp- in riðu yfir og bólan sem geisaði fæðingarár Bjarna fór um landið og drap 1500 manns. En Vigfús sýslumaður og embætt- isbræður hans viknuðu lítt við allar þessar hörmungar og refsistafnum var óspart beitt. Má vel vera að sú harðýðgi í refsingum sem Bjarni var hallur undir síðar hafi verið honum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.