Tíminn - 25.06.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 25.06.1988, Qupperneq 2
• 'MELX3IN • *.......Vl'V.V*,v*ViV-v.......... '• ..... ÞRJÁR KÆRUSTUR SVIKU HANN innprentuð í föðurhúsum. Dæmi um framkomu Vigfúsar við almúga er að eitt sinn sló hann bónda í sýslu sinni með keyri sínu, þegar mannin- um hafði orðið á að þúa hann. Bóndinn kærði þessa meðferð, en fékk engar bætur. Vigfús sagði hann hafa fengið þarfa áminningu og þar við sat. Árið 1789 tók Vigfús við Rangár- vallasýslu og flutti Bjarni því sem þriggja ára barn að Hlíðarenda með foreldrunum og þar ólst hann upp. Margt hefur verið skrifað í þá veru að hið mikla og fagra útsýni frá Hlíðarenda yfir sögusvið Njálu hljóti að hafa átt þátt í að auka og skerpa föðurlandsást Bjarna, sem endur- speglast í svo mörgum æskuljóða hans og hefur einn höfundur komist svo að orði að hann hafi ekki þurft að leita rómantíkurinnar á vit er- lendra bókmennta samtíðar sinnar. Hana hafi hann fengið að gjöf í bernsku er hann leit undradýrð ís- lands frá hámúla Hlíðarenda. Svo sem algengt var á höfðingja- heimilum var Bjarna fenginn heimil- iskennari. Sá hét Hjörtur Jónsson, sít^ar prestur á Gilsbakka og kenndi hann drengnum frá tíu til fjórtán ára aldurs, en þá var farið að huga fyrir kennslu handa honum til stúdents- prófs. En þar var ekki um auðugan garð að gresja. Auk Hólaskóla, sem nú var verið að leggja niður, var ekki til að dreifa nema Hólavallaskólan- um í Reykjavík. Sá skóii hefur orð á sér sem óbeysnasta kennslustofnun allrar íslandssögunnar, þótt sjálfsagt hafi Skálholtsskóli stundum verið litlu skárri. í Hólavallaskóla hírðust námssveinarnir í gisnum og hriplek- um húsakynnum, svangir, kaldir og sjúkir, en skólastjórnin í höndum manna sem varla vissu mun dags og nætur vegna drykkjuskapar. Það var því ekki von að Vigfúsi sýslumanni hugnaðist að slík stofnun ætti að mermta elskaðan son sinn. Hann kom honum því í læri hjá Þorvaldi Böðvarssyni, sem var skólahaldari barnaskólans á Hnausastöðum í Garðahverfi á Álftanesi. Þorvaldur var frábær kennari og þótti mikið til sýslumannssonarins unga koma. Gekk kennslan og með aíbrigðum vel, svo 1. júní 1802 gat Geir biskup Vfdalín útskrifað hann, aðeins finvntán vetra gamlan. Hann sigldi samsumars til Kaupmannahafnar og var innritaður í háskólann í öndverð- um maí 1803. í Kronprinsens Livkorps Bjarni lauk inntökuprófum við skólann með ágætiseinkunn. Hann lagði stund á lög og lauk náminu 1807 með fyrstu einkunn. Það var mettími, enda var hann frægur fyrir hvílíkt stálminni hann hafði. Var sagt að hann hefði leikið sér að því að læra utanbókar danska blaðið „Adresse Avisen“, sem hafði fátt að geyma annað en auglýsingar og til- kynningar, og þurfti hann ekki að lesa það nema einu sinni. Að prófi loknu gegndi hann ólaun- uðu starfi í kansellíinu, en varð undirkansellisti með 200 ríkisdala laun í ágúst 1809 og hækkaði loks það í tign að 1811 var hann orðinn kansellisekretari. Var það síðasta embætti sem hann gegndi á danskri grund. En meðan Bjarni var við nám í Höfn gengu miklar hörmungar yfir Danmörku. Napoleonsstríðin geis- uðu og Bretum var það mikill þyrnir í augum er hin hlutlausa, danska þjóð gat haldið uppi verslunarsigl- ingum, meðan verslun þeirra sjálfra var í lamasessi vegna ófriðarins. Þvinguðu þeir Dani til að láta af herskipafylgd með kaupskipum sín- Erkiandstæðingurinn - Magnús Stephensen. um 1801, sem þýddi að þau voru ofurseld víkingaskipum ófriðarþjóð- anna. Bættu þeir gráu ofan á svart árið 1807, þegar þeir skUtu á Kaupmannahöfn af sjó og tóku flota Möðruvellir á dögum Bjarna. Frið- riksgáfa, amtmannsbústaðurinn, fyrir miðri mynd. Hún brann 1874. konungsríkisins herskildi og teymdu til Englands. Þar með gerðu Danir bandalag við Napóleon, sem aftur leiddi til stríðsyfirlýsingar af hálfu Breta í nóvember 1807. Bjarni deildi beiskjunni gagnvart Englendingum með Dönum, m.a. vegna þess að handrit mikið er hann vann að, uppskrift af Gulaþingslög- um, hafði farist í eldunum sem kviknuðu af stórskotahríðinni. Gerðist hann varðliði í Kronprinsens Hlíðarendi í Fljótshlíð. Hér ólst skáldið Bjarni upp og vilja margir ætla að hið mikla og fagra útsýni hafi skerpt rómantíska hneigð hans og föðurlandsást. Livkorps á Amalienborg og mun hafa verið fullur hernaðaranda - eitthvað í þá átt sem segir í kvæði hans „Herganga“: „Herlegt er œ hermanns stand! Hreysti ei bresti vort samband! Heiður er frtður, brœður blíðir! blóð föður - verja Iand!“ En þótt andinn væri ódeigur var heilsa hans ekki upp á marga fiska um þessar mundir og hann var oft þjáður af sjúkleika á árunum 1808- 1809. Ekki segir heldur af neinum mannraunum er hann hafi lent í á stríðsárum þessum. Heimildir um Hafnarár Bjarna Thorarensen eru annars rýrar í roð- inu. Starsýnast hefur mönnum orðið á kvæðin sem hann orti í Höfn og bera vitni um heimþrá og eldheita ættjarðarást, eins og Eldgamla ísa- fold, sem hann - merkilegt nokk - orti undir laginu við þjóðsöng Breta. En hins ber að geta að lagið var þá notað sem þjóðsöngur fleiri ríkja í álfunni. Ekki er vitað til að Bjarni hafi þurft að kvarta yfir vistinni í Höfn. En þráin eftir heimahögunum hefur borið ofurliði allar framavonir í dönskum stjórnardeildum, svo hann hefur þegið að gerast aðstoðarmaður hins unga Castenskjolds 1810, er honum var veitt amtmannsembætt-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.