Tíminn - 25.06.1988, Side 8

Tíminn - 25.06.1988, Side 8
8 Laugardagur 25. júní 1988 HELGIN Bandarískir hermenn frá Víetnam berjast við fortíðina - heimsækja fornar vígaslóðir í leit að svörum við áleitnum spurningum Vissi það eitt um Víetnam að landið var langt í burtu Lífið var ekki lengur einfalt hjá William Fero. Nú var komið árið 1968 og hann fann að breytinga var þörf. „Fimrn bræður, fimm systur, geðvondur pabbi og sífellt hungur. Hvað á cftir að verða um mig?“ spurði hann sjálfan sig. Hann bauð sig sjálfviljugur fram til hermennsku í fallhlífarsveitum bandaríska hersins, barnalegur og uppfullur af rómantískum hug- myndum um að „lifa í ríki Johns Wayne“. Hann vissi ekkert annað um Víetnam en að landiö væri langt frá Ameríku. Bill Fero tók þátt í bardögum í Víetnam í tvo mánuði, allt til þess hræðilega kvölds í ágúst 1971 þegar, líf hans tók allt í einu óvæntum breytingum. Það átti aldrei aftur eftir að verða hið sama. Hann var sendur með félögum sínum í árás- arferð með þyrlu. Skipunin hljóð- aði: "Stefnumót við kirkjugarð- inn“. En Fero og félagar hans komust aldrei svo langt. Það eina sem hann man eftir er að hafa fundið þungt högg og óljós tilfinning eins og hann hæfist á loft og „færi svo að falla, falla enda- laust“. Tíu dögum síðar vaknaði William Fero, ungur piltur frá Wisconsin, til meðvitundar á sjúkrahúsi í Japan. Hann hafði misst báða fæturna. Nú tóku við þrjú ár á sjúkrahúsi og síðan líf í hjólastól - og enginn sigur í Víetnam, þó að „ég hafi fórnað tveim fótum fyrir friðinn og Nú eru liðin 13 ár síöan Bandaríkjamenn urðu að játa sig sigraða í Víetnamstríðinu. Þar létu tugþúsundir banda- rískra hermanna lífíð en enn fleiri eru þeir sem snéru aftur heim skaddaðir á sál og líkama. Á þá hafa á liðnum árum sótt ýmsar spurningar sem ekki hefur verið svo auðvelt að fínna svar við enda hafa Bandaríkjamenn til þessa ekki verið fúsir að ræða um þetta umdeilda stríð. En til hvers var barist, voru fórnirnar þess virði að færa þær? Um þetta spyrja amerísku hermennirnir og nokkrir þeirra hafa á undanförnum mánuðum heimsótt aftur þær slóðir þar sem þeir voru kvaldastir. Ýmislegt kom þeim þar á óvart eins og eftirfarandi frásögn úr Spiegel ber með sér. frelsið," eins og Fero segir bitur í bragði. Þessi Itfsreynsla vék ekki úr huga Fcros. Hann var orðinn ör- yrki og átti ekki margra kosta völ. Hann gerðist bóndi og réð víet- namska flóttamenn í vinnu, 46 alls. Þeir áttu að aðstoða bóndann við landbúnaðarstörfin. Þegar ör- væntingin lagðist of þungt á Fero, lét hann reiði sína bitna á starfs- fólkinu sínu. „Ég hegðaði mér eins og ribbaldi og umgekkst vinnufólk- ið eins og þræla," segir hann, en Víetnamarnir voru alltaf jafn þol- inmóðir, vingjarnlegir og reiðu- búnir til aðstoðar. Að lokum tók hann að spyrja sjálfan sig spurningar sem aldrei hvarflaði að honum á meðan hann var í Víetnam: „ Hvers konar yndis- lega fólk er þetta eiginlega?" og það rann upp fyrir honum ljós að landar þeirra, sem hann hafði skot- ið á án þess að finna til nokkurrar samúðar. voru nákvæmlega eins og þetta fólk. í febrúar sl. var Fero aftur staddur í Víetnam, nú orðinn 38 ára gamall og bílaviðgerðarmaður, í leit að fortíð sem hann hefur aldrei skilið. í Ho Chi Minh borg, sem áður hét Saigon, fór hann t.d. til rakara og þegar rakarinn hafði borið sápu á Fero og bar rakhnífinn að hálsinum, hrökk Fero stundar- korn í kút og varð hugsað til þess að „fyrir tveim áratugum var hann kannski Víetkong-hermaður og hefði skorið mig á háls“. Hvernig gat þessi bændaþjóð borið sigur- orð af bandarískri tækni? En núna er heimsókn hins stríðs- skaðaða Williams Fero tákn um sátt við óvininn þó að seint sé. Það er ekki fyrr en nú, 13 árum eftir að síðustu hermenn risaveldisins Bandaríkjanna urðu að láta í minni pokann fyrir hersveitum bænda- þjóðarinnar í Norður-Víetnam og flýja í þyrlum af þaki bandarfska sendiráðsins í Saigon að gamlir amerískir hermenn hafa aftur lagt leið sína til vígvallarins til að líta aftur bardagasvæðin, sem breyttu lífi þeirra svo mjög. Enn líta bandarísk stjórnvöld á Víetnam, sem nú er sameinað undir kommúniskri stjórn, sem óvinaríki. Engin stjórnmálasam- skipti eru milli ríkjanna. Það kann þó að vera að heimsóknir fyrrum bandarískra hermanna til Víetnam séu vísbending um að „nú séu yfirvöld í Washington og Hanoi reiðubúin til að skrifa lokakaflann í ömurlegu sjónarspili," eins og Don Mills, einn bandarísku her- mannanna sem leituðu fortíðarinn- ar í Víetnam í febrúarorðaði það. Sprengjurnar sem lögðu Vfet- nam í rúst og drápu um 1,7 milljón- ir manna bara í suðurhluta landsins, særðu líka Bandaríkin. Þær ollu því að heil kynslóð banda- rískra háskólanema tók upp annan hugsunarhátt og miklu róttækari en foreldrar þeirra, á hrísökrum þessa ókunna lands hrapaði banda- rískt siðferði og mannúð niður úr Síðustu Ameríkanarnir flúðu frá Saigon með þyrlum af þaki banda- ríska sendiráðsins í apríllok 1975. öllu valdi, framavonir eins banda- rísks forseta brustu (Lyndons B. Johnson) og sjálfsálit heimsveldis beið mikinn hnekki. í fyrsta sinn í sögu Bandaríkj- anna urðu bandarískir hermenn að hverfa heim frá stríði í hlutverki hinna sigruðu. Þeir urðu að eftir- láta óvininum vopn að virði 5 milljarða dollara. Þjóðin sem alla tíð hafði hossað sigurvegaranum og fyrirlitið þá veikburða, tók ekki á móti hermönnunum við heim- komuna með lúðrablæstri og heið- ursskrúðgöngum, heldur var þeim hafnað, gleymt eða jafnvel sýnd hrein og klár óvild. „í Ameríku eru kommúnistarnir í Hanoi og reyndar allt víetnamskt enn hatað,“ segir Don Mills, en hann er þarna í sinni fjórðu ferð til Víetnam sem ferðamaður og tekur virkan þátt í störfum samtaka gam- alla bandarískra hermanna, sem börðust í Víetnam. En hann er sannfærður um að smám saman verði hugarfarsbreyting í Ameríku og að bráðum flykkist til Víetnam gamlir hermenn. Enn sem komið er hafa ekki nema nokkur hundruð þeirra verið reiðubúin að gjalda 2700 dollara fyrir 11 daga ferð til Víetnam. En það sem þeim finnst erfiðast að yfirvinna er þó „að finna þann innri kraft sem þarf til að grafa aftur fram fortíðina, sem hefur verið svo vel bæld til þessa," segir Jim Kurtz, fararstjóri gömlu hermannanna. Sjálfur var hann svo lánsamur að „neyðast aldrei til að hleypa af einu einasta skoti“ meðan hann gegndi hermennsku í Víetnam. Hann hefur að undanförnu veitt fararstjórn hópum gamalla herm- anna og víetnamskra flóttamanna til „lands tára og sorgar“. Hann sagði engan hafa komið ósnortinn úr þeirri ferð. Einn hermannanna, sem fyrir 13 árum hafði unnið sem vélvirki í bandarískri herstöð í Víetnam, hefur síðan skrifað víet- namskri vinkonu sinni reglulega. í þessari ferð ætlaði hann í eigin persónu að ganga frá brottflutn- ingsleyfi hennar til Bandaríkjanna en hafði ekki árangur sem erfiði. Umsókn hans var neitað. Hann fékk ekki einu sinni að heimsækja barnið sitt, sem hann hefur aldrei

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.