19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 2

19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 2
r 131 19. JÚNÍ 132 geti haldist saman og móðurinni sé mögulegt að sinna því og börnunum, er það talið börnunum, móður- inni og þjóðfélaginu fyrir bestu. Amerikumenn hafa orðið á undan öðrum þjóðum að viðurkenna þessa kröfu, enda eru ekkjur þar margar útlendar og þvi enn einstæðari en þær, sem eru í sínu eigin landi. Árið 1919 voru ekknaslyrkir komnir á í 39 ríkjum Bandaríkjanna og 5 af þeim 9 ríkjum sem eftir voru höfðu tekið málið til ihug- unar. Lög þessi eru misjafnlega víðtæk, sumstaðar ná styrkirnir til allra ekkna, fráskilinna kvenna og yfir- gefinna og til allra ógiftra mæðra, annarsstaðar til ekkna einna. Sumstaðar fá feður slyrkinn séu þeir ekki vinnufærir. aðrir æltingjar barnanna, sem ala þau upp, geta líka komið til greina. Alstaðar er þess krafist að konan sé talin fær uro að ala upp börn sfn, víða er þess krafist að hún vinni enga aukavinnu. Annarstaðar er mælt með því að konan vinni vissa tíma utan heimilis, en því mótmælt að hún taki að sér vinnu inn á heimilið. Styrkurinn er misjafnlega hár, í hinum ýmsu ríkj- um, er alment reynt að fylgja þeirri reglu að bæta því við tekjur konunnar, sem á vantar til þess sem talið er að álíka stór fjölskylda þurfi til að lifa sæmi- lega, þó styrkirnir nái því ekki alstaðar. Ekkja með 8 börn fékk t. d. árið 1921 um 750 kr. á mánuði í Illinois, á sama tíma fékk ekkja með 3 börn, í New York, um 130 kr. á mánuði. Víðast eru styrk- irnir greiddir úr sveitarsjóði, sumstaðar styrktir af ríkisfé. Alstaðar nema í einu ríki eru styrkirnir borgaðir út á öðrum stöðum en fátækrastyrkir og er lögð á- herzla á að þeim sé ekki blandað saman við sveit- arstyrk. Sumstaðar hafa barnadómstólarnir það verk með höndum að ráðstafa styrknum, annarstaðar gera fræðslunefndir það, enn annarstaðar t. d. í New York eru til sérstakar »Barnavelferðarnefndir« sem úthluta honum. í nefndum þessum eru konur venju- lega í meiri hluta og í einu ríki, Pensylvaniu, eru þær eingöngu skipaðar konujn, sem vinna í samráði við fræðslumálaráðuneytið. Lög þessi hafa þótt gefast ágætlega. Eftir því sem opinberar skýrslur segja um þau hefir heilsufar fjöl- skyldanna víða batnað svo og þess vegna allur hag- ur þeirra, að styrksins hefir þurft skemri tíma en við hefði mátt búast. Barnadómstólarnir lýsa því yfir að glæpir barna og unglinga hafi minkað að miklum mun og þakka það styrknum. Telja Ameríkumenn þessu fé vel varið. Bresku nýlendurnar, Canada, Ástralia oy Nýja Sjáland hafa komið á hjá sér samskonar styrkjum. Skilyrðin eru lík og í Bandaríkjunum. Styrkurinn er alment rífari í Canada en þar. í Manitoba, þar sem flestir búa af íslendingum, var árið 1919 styrkur meðalfjölskyldu um 260 kr. á mánuði, byggi hún í bæ, en um 220 kr. mánaðarl. væri hún í sveit. Styrkinn fá þar ekkjur og konur þeirra manna, sem geta ekki séð fyrir heimilinu vegna heilsuleysis, eða fangelsisvistar. Lögin eru mótfallin því að ekkjurnar vinni utan heimilis. Ástralia hefir ekki sérstaka löggjöf um ekknastyrki, en Barnaráðuneyti ríkisins úthlutar um 10 kr. styrk vikulega með hverju barni til 14 ára aldurs, en til 16 ára sé barnið ekki nógu heilsuhraust til að vinna fyrir sér. í Nýja Sjálandi eru ekknastyrkir fremur lágir, en ná aftur til fleiii en þeirra sem fátækastir eru. Árstekjur ekkju mega t. d. vera fram undir 3000 kr. án þess að hún missi rétt til styrksins, er það gert til þess að koma i veg fyrir örbyrgð ekki síður en að hjálpa þeim sem komnir eru á vonarvöl. Sömu reglu er fylgt í Danmörku. Var hún eitt af fyrstu löndunum til að koma þessum styrkjum á Lögin eru frá 1913 og veita ekkjum rétttil styrks með hjónabands- börnum eða uppeldisbörnum sínum, án þess að styrkur- inn sé skoðaður fatækrastvrkur. Lög þessi miða að því að koma í veg fyrir að ekkjurnar komist á vonar- völ, því eru styrkirnir veittir þó þær eigi dálitlar eignir. T. d. má ekkja með 4 börn eiga eignir sem nema alt að 6000 kr. án þess að hún missi rétt til styrks rneð börnum sínum. Styrkirnir eru hæstir með börnurn innan 2 ára. 1918 var lögunum breytt þannig að styrk má líka veita ekkjumönnum með börnum og forráðamönnum munaðarlausra barna. Helming styrksins borgar sveitarstjórn en helming líkið. Á fjárhagsári K.hafnar, frá apríl 1924 — apríl 1925 borgaði bærinn samkv. lögum þessum krónur 462.000.00 til 1.779 ekkna með 3270 börnutn. Árið 1925 gengu í gildi í Englandi lög um ekkna- og elhstyrki með almennum tryggingum. Na þær tryggingar til allra þeirra sem vinna í annara þjón- ustu, annara en vinnufólks, hafi þeir lægra kaup en 250 pund á ári (urn 5000 kr.). Eru tillögin greidd í sambandi við tillög til almennra sjúkratrygginga, sem áður voru komnar á. Vikugjald er um 9 auiar fyrir konu, en um 18 aurar fyrir karlmann, borgar vinnuveitandi jafnmikið fyrir hvern einstakling sem er í þjónustu hans. Ríkið borgar mismun þann sein þarf til þess að útborganir gætu hafist, þegsr lögin gengu í gildi, til allra þeirra sem létt áltu til styrks- ins samkvæmt þeim. Eftir þessum lögum fær ekkja 10 sh. á viku (um 11 kr.) og 5 sh. með elsta barni en 3 sh. með hverju hinna. Styrkur með börnum er greiddur til 16 ára aldurs séu þau í skóla, annars til 14 ára. Hækkar vikumeðlag næstelsta barnsins upp í 5 sh. þegar eLta barnið hættir að fá styrk. 7 sh. og 6 pence (um 8 kr. 25) er greilt vikulega með foreldralausu barni. Pýzkalaud hefir líka ekknastyrki en mér er ókunn- ugt um fyrirkomulag þeirra. Auk ekknastyrkja eru vlða komnir á fjölskyldu- styrkir. Eru þeir venjulega greiddir úr sjóðum sem

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.