19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 3

19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 3
133 19. J Ú N 1 134 vinnuveitendur og verkamenn greiða tillög í, en ríkið styrkir. Er veittur úr þeim styrkur með hverju barni sem er fram yfir tiltekna tölu, t. d. sumstaðar 1, ef einstæð kona á í hlut, 3 ef um hjón er að ræða. Er þetta gert til að jafna mismuninn á afkomu ein- hleypra manna og giftra, sem hafa sömu laun fyrir sömu vinnu séu hvorirtveggja karlmenn, þó fjöl- skyldumaðurinn þurfl eðlilega miklu meira til þess að lifa. t*á eru og til ekknastyrkir innan vissra stétta, þar sem verkamenn hafa komið skipulagi á félags- skap sinn eins og víðast hvar annarsstaðar. Fá þá ekkjur þeirra styrk og oft ókeypis bústaði. Hér er einöngis minst á almenna ekknastyrki, sem ná til allra á sama hátt og almennur ellistyrkur. Ymsir menn segja að við sjeum of fátæk til þess að koma svona styrkjum á og sé annað mál þó rík- ar þjóðir, eins og Ameríkumenn, hafi gert það. En skuldum hlaðnar ófriðarþjóðir, eins og t. d. Þýzka- land, hafa líka ráðist í það og séð að það borgaði sig. Mér þykir líklegt, að það eigi víðar við en í Englandi, sem ensku hagskýrslurnar segja frá: að miklu tleiri ekkjur deyi á hvaða aldurskeið sem litið er, en giftar konur eða ógiftar. Þær tölur tala sínu máli. Pó einkastyrkir kosti þjóðfjelagið mikið, þá myndu þeir létta mikilli byrði af fátækraútgjöldum og berklavarnarstyrknum. Lífsþróttur ekknanna entist lengur og má líka virða hann til peninga, börnin yrðu betur alin upp og þjóðfjelaginu betri borgarar. Það geta verið skiftar skoðanir um það, hvort hagkvæmari séu ekknatryggingar eða styrkir greiddir til helminga af ríki og sveit. Auðvitað eru almennar tryggingar nauðsynlegar og sjálfsagt að ekknatryggingar séu teknar með þegar sniðin verður tryggingarlöggjöf handa þjóðinni. En séu þessar tryggingar með líku sniði og í öðrum löndum, þá ná þær ekki til annara en þeirra, sem vinna í annara þjónustu (vegna þess að vinnuveit- andinn borgar nokkurn hluta gjaldsins). Auk þess eru tekjur margra verkamanna svo lágar og óvissar, að erfltt yrði þeim að standa í skilum með slíkt tryggingargjald, ef nokkru næmi. Ríkið yrði að borga mikinn hluta af styrknum, svo framarlega sem út- borganir ættu að geta att sér alment stað tyr en eftir langan tíma. Enn má segja það, að krafan um ekkna- styrki er bygð á starfl kvennanna sjálfra og gildi barnanna fyrir þjóðfélagið og á því ekki að miða þá við atvinnu manna þeirra. Almennir ekknaslyrkir yrðu því viðtækari en tryggingar og nauðsynlegir, jafnvel þó þær kæmust á, enda mundi engin kona fá tvöfaldan styrk. Ættu allar einstæðar mæður að hafa rétt til styrks- ins, ef eignir þeirra og tekjur færu ekki fram úr vissu lágmarki og þær ættu fyrir börnum að sjá, yngri en 14 ára (eða 16 ára ef þau eru í skóla). Yrðu þær ennfremur að teljast færar um að ala upp börn sín. Þessar konur ættu að hafa rétt til styrksins: Bókasafn „19. júní4í. Hefði því tilboðí, að útvega kaupendum blaðsins góða bók fyrir lítið verð, verið nógu vel tekið, mundi bókin hafa komið nú um jólaleytið. Pví miður getur þetta ekki orðið. Verða þeir kaup- endur, sem óskað hafa eftir bókinni, að sætta sig við þau málalok, þótt slæm séu — og vona að betur takist, ef farið yrði á stað í annað sinn. 1. Ekkjur, sem ekki nytu annara eftirlauna eða styrkja. 2. Konur manna, sem ekki gætu stundað atvinnu vegna heilsubilunar. 3. Fráskildar konur og yfirgefnar. 4. Ógiftar mæður. Ekkjumenn ættu líka að geta fengið styrk með börnum sínum og styrkurinn ætti að vera töluvert hærri ef börnin hefðu mist báða foreldra sína. Sérstakir fulltrúar ættu að ráðstafa styrk þessum, aðrir en fátækrafulltrúar. Ættu þeir líka að geta leið- beint mæðrunum á ýmsan hátt. Kæmi það upp að móðirin vanrækti börn sín misti hún styrkinn. Gætu skólarnir haft nokkuð eftirlit með því, einkum þar sem þeir hafa eftirlit með heilsu barna, eins og t. d. hér í Rvík. Fuiltrúar þeir, sem fara með styrkinn ættu líka að heimta inn meðlög frá barnsfeðrum og fráskildum eiginmönnum. Sumstaðar, t. d. í Englandi er þetta starf í höndum sérstakra embættismanna og hefir það þótt margborga kostnaðinn, vegna þess hvað féð hefir borgast betur inn, en þegar konurnar hafa sjálfar átt að heimta það úr höndum mannanna. Styrkinn ætti að greiða að hálfu af ríkisfé og að hálfu úr sveitarsjóði. Mætti leggja hann á með sér- stökum skatti. íslenzkar konur hafa nú fengið fullkomin borgara- leg réttindi. Enn hafa þær ekki lært að færa sér þau í nyt, sem ekki er furða, því karlmennirnir eru ekki komnir langt í því heldur þó þeir hafi nú farið með þau hér í 1000 ár og mætti þvi vænta af þeim nokk- urs pólitisks þroska. Þetta mál, sem hér er um að ræða varðar alla þjóðina i heild sinni þó eðlilegt væri að konurnar skildu bezt kjör hvorrar annarar. Öll kvenfjelög landsins ættu að sameina sig um þetta mál og krefjast þess af þingmönuum sinum að þeir styddu það, og af sveita- og bæjastjórnum að þær mæltu með þvi að sínu leyti. Og karlmennirnir ættu að skilja það, að viðhald íslenzks þjóðernis og þeirrar marglofuðu heimilis- menningar er undir því komið, að starf konunnar á heimilinu sé metið í verki. Sé ekki létt undir með ekkjunum í starfi þeirra að ala upp ungu kynslóð- ina er óhjákvæmilegt að hún úrkynjist. Laufey Valdemarsdóttir.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.