19. júní - 01.12.1928, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Inga L. Lárusdóttir.
19. JÚNÍ
Afgreiðsla:
Sólvellir. — Sími 1095.
XI. árg.
Reykjavík, des. 1928
10. tölubl.
Eru konur iafnokai*
karl m anna ?
Um þetta atriði er mikið deilt og má lengi deila.
Sutnir af þeim, sem þar leggja orð í belg, eru þeirr-
ar skoðunar, að konan sé i engu jafnoki karlmanns-
ins. Aðrir álita, að henni beri alls ekki að keppa
að þvi að geta staðið houum á sporði í verklegum
afrekum. Konan eigi að láta sér nægja að vera kona,
bundin við sinn þrönga, æfagamla verkahring i búri,
eldhúsi og barnaherbergi.
En »þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún
út um síðir«, segir gamalt spakmæli. Engin kona
er af konu einni fædd, né heldur karlmaðurinn at
föðurnum einum saman. Lau taka bæði, karl og kona
arí frá tveim foreldrum — föður og móður — og
því verður eðli þeirra tvíþætt, eða réttara væri að
segja margþætt. í eðli þeirra og skapgerð hlýtur
margt að vera sameiginlegt, þvi ýmislegt erfir son-
urinn frá móður sinni og formædrum, og dóttirin
frá föður sínum og forfeðrum. Þannig kemur þetta mál
fyrir sjónir þeim, sem líta á það »frá almennu sjón-
armiði«. Þeir eiga þvi eifitt með að skilja það, að
mannkyninu i heild stafi hælta af, að konan eigi
einhverja hæfileika sameiginlega karlmanninum, eða
karlmaðurinn konunni.
Þeir, sem gera vilja algerðan greinarmun á eðli
karls og konu, eigna karlmanninum alt vit, þekk-
ingu, hugvitssemi og framtak. Konan þar á móti á
að eiga innsæisgáfu, eðlishvöt, sem komi henni að
sömu notum og vitið karlmanninum. Svo langt hefir
verið gengið í því, að halda þeirri kenningu fram,
að það hefir beinlínis verið fordæmt, að konur fengju
mentun á borð við karlmenn, meðal annars vegna
þess að mentaðar konur eignist færri börn en ó-
mentaðar, börnin verði ver uppalinn og ver bygð.
Trúi þessu hver, sem trúað getur.
Það er skiljanlegt að á fyrri tímum, er konur
bjuggu við önnur og ófrjálsari lífskjör en nú, bæri
meira á þvf, sem kallað er »séreðli« kvenna. Verka-
skiftingin var þá rfgskorðuð. Verkahringur konunn-
ar var heimilið, uppeldi barnanna, að ala önn fyrir
hjúum sínum og vera þjónustukona eiginmanns sins.
Konur höfðu eigi svigrúm til stórfeldra athafna.
Samt sýnir mannkynssagan ýms dæmi þess, að i
hóp þeirra kvenna, sem bornar voru til ríkiserfða,
voru margir ágælir stjórnendur og þjóðhöfðingjar.
Liggur nærri að draga af því þá ályktun, að konur
mundu hafa orðið nýtir menn á fleiri sviðum.hefðu
þær haft tækifæri til að beita þar kröftum sínum.
Um miðja siðuslu öld hófst hin mikla breyting á
sviði iðnaðar og atvinnumálanna, sem enn heldur
áfram. Öll lífsskilyiði urðu önnur en áður; þá hættu
heimilin að vera sá griðastaður og vinnustöð kvenna,
sem þau voru meðan vélaiðnaður var lítt þektur
eða óþektur. Konurnar voru knúðar út fyrir vébönd
heimilanna, til þess að leita sér atvinnu, þar sem
hún bauðst, eða þar sem hæfileikar þeirra leyfðu.
Það má vel segja, að áður voru það karlmennirnir,
sem baráttuna háðu fyrir tilverunni og að konur
þá lifðu af afla þeirra. Nú verða konur að fara að
sjá um sig sjálfar. Þeir verða þátttakendur í hinni
hörðu baráttu fyrir lífsnauðsynjunum, annaðhvort í
samvinnu, eða, og það oftar, í samkepni við karl-
mennina.
Það var eðlilegt að karlmenn litu smáum augum á
þessa nýju keppinauta, og að dómar þeirra um þá
yrðu ekki vægir. Flestar konur standa að baki karl-
mönnunum að líkamsþreki, því skyldu þær þá ekki
standa þeim að baki að andlegu atgjörfi? Um þetta
efni er enn deilt og verður lengst af. Að konur hafi
engu síðri námsgáfur en karlmenn er margsannað
með rannsóknum á námshæfileikum pilta og stúlkna
í samskólum. Þær rannsóknir sýna, að, að öllum
jafnaði, lej’sa stúlkur nám sitt af hendi með meiri
iðni, ástundun og samviskusemi en piltar, og að
þær hafa öruggara minni en þeir. Stúlkur taka að
öllum jafnaði betri próf en piltar. En þegar hér er
komið sögu kemur munuiinn fram. Flestir piltar,
sem t. d. taka stúdentspróf, halda námi sínu áfram,
uns embættisprófi er náð, sem gefur aðgang að fastri
framtíðarstöðu. Stúlkurnar þar á móti lesa oft og
einatt til stúdentsprófs í því skyni einu, að fá góöa
almenna mentun. Þetta er sumpart vegna þess að
foreldrar láta sér annara um að búa syni sfna und-
ir ákveðið æfistarf en dætur, og sumpait vegna þess
að bæði foreldrarnir og stúlkurnar gera ráð íyrir
að þeirra biði hjónaband, og að þá verði sérment-
unin sjaldnast aiðberandi. Hér kemur til greina tví-
skifting í aðstöðu stúlkna, sem piltar hafa ekkert af
að segja, og þetta atriði er aðalástæðan til þess, að
margfalt færri konur en karlar ganga mentabrautina
á enda. Þessvegna er sú staðhæfing að færri konur
en karlmenn vinni sér álit með vísindastörfum hæp-
in mjög. Því þess verður að gæta, að margfalt færri