19. júní - 01.12.1928, Page 2

19. júní - 01.12.1928, Page 2
147 19. J Ú N 1 148 konur en karlar fást -við þau efni. Auk þess er það fyrst á síðustu áratugum, sem konur fá aðgang að því námi. Bretska vísindafélagið er einhver hin virðulegasta stofnun á sínu sviði, sem til er. Á árstundi félagsins í fyrra, flutti 21 kona fyrirlestur um eitthvert há- vísindalegt efni, og á fundi þess í septembermánuði í haust voru þær 26, sem þar héldu erindi. Pær vísindagreinar, sem konur einkum leggja stund á, eru eðlisfræði, efnafræði, dýrafræði, náttúruvísindi og sjúkdómafræði, og viö háskóla flestra landa skipa fleiri eða færri konur kennarasæti. Við fæðingardeild háskólans í Buones Atres í Suður-Ameríku er kona nú yfirlæknir fæðingardeildarinnar. Sá háskóli er, eins og fleiri háskólar latneskra þjóða, mjög aflur- haldssamur. Við háskóla Parísarborgar, Sorbonne, er 26 ára stúlka kennari í fornfræði. En sú kona, sem fram úr flestum hefir skarað í þeirri grein, var þó ungfrú Gertrud Bell, sem dáin er fyrir skömmu. Hún var í fleiru en einu einhver merkasta afburða- kona vorra tíma, og saga hennar sýnir ljóslega, hvað konar geta afrekað á sviði vísindarannsókna og stjórnmála. Ungfrú Bell nam fornfræði í London og fór á unga aldri til Mesópótamíu í rannsóknarferð. Fyrir vísindastarfsemi sína þar í landi hlaut hún gull-verðlaunapening, enska laudfræðifélagsins. En önnur grein starfsemi hennar, hné að því, að koma skipulagi á stjórnarskipun landsins. Um það mál gaf hún út bók árið 1921, og er sú bók einstök í sinni röð. Enska stjórnin var um sama leyti að ráða fram úr vandamálum Mesópótamíu, því Englandi hafði verið falin umsjón (mandat) með því landi, eftir heimsstyrjöldina. En íbúarnir vildu ekki sælta sig við þær ráðstafanir. Gertrude Bell, sem þekti hugsunarhátt landsmanna, trúarofstæki þeirra og rót- gróið hatur til erlendra yfirráða og kvaða, gat sann- fært Englendinga um, að eina leiðin til friðsamlegrar úrlausnar, væri sú, að stofna sjálfstætt ríki í daln- um milli Efrat og Tígris en tryggja Englendingum umsjón með því. Á þann hátt átti hún frumkvæðið að stofnun konungsríkisins Irak. Það er annars fágætt að konur vinni sér stöðu á þessu sviði. Eina konan, sem gegnt hefir sendiherra- stöðu til langframa, er frú Kollontay hin rússneska, sem um margt ár var sendiherra Rússa í Osló, en er nú flutt til Brasilíu. Verður ekki sagt að henni sé valið þar starf, sem friðsamlegast er að vera. Sendi- herrastarfið krefst mikils undirbúnings og þekkingar. Sumstaðar þurfa sendiherrar að kunna 8 tungumál, og vita deili á mörgum hlutum, sem konur hafa enn lítt látið sig skifta. Stofnaðir eru nýlega sérstakir 'undirbúningsskólar t. d. í Wien, og geta konur sótt þá, en nota sér enn þá lítt aí þvi. Pær konur, sem fyrst gengu á skólann í Vínarborg, leystu námið snildarlega af hendi, og sést af því að konur vant- ar ekki hæfileika til þeirrar starfsemi. Enda er það í fullu samræmi við þann dóm, sem konan oft og einatt fær: að hún sé slæg eins og höggormur og saklaus sem dúfa, að hún geti orðið liðtækur starfs- maður á sviði stjórnmálaviðskifta landanna, því þar margt unnið með leynd og slægð. Heimsstyrjöldin leiddi í Ijós að konur áttu mikinn kjark og fórnarhug við hjúkrun sjúkra, oft því nær á sjálfum vígvellinum. Hún sýndi líka að konur áttu eiginleika í aðra átt. Duglegasli njósnari ófrið- arþjóðanna var frakkneskur kvenmaður. Hún njósn- aöi um aðgerðir þýska hersins á vesturvígstöðvun- um og hafði sér til aðstoðar 16 ára gamla telpu, sem bar bréfin frá henni til réttra viðtakenda. Eitt sinn skrifaði hún 3000 orð á pappírsblað, sem var 6 sentimetrar á hvern veg. Blekið, sem hún notaði var »ósýnilegt«, skriftin kom ekki í ljós, fyr en búið var að þvo blaðið í ýmiskonar efnablöndu, pappír- inn var næfur-þunnur og stafirnir svo smáir að nota varð sterkt stækkunargler við lesturinn. Auðvitað höfðu Pjóðverjar sína njósnara, og sú, sem gerði Louisu hinni frönsku mestan óleik, var þýsk kona, sem var njósnari þeirra meginn, og allir enskir og franskir njósnarar hræddust eins og sjálfan skollann. Pað er viðurkent oiðið að konan eigi hlutverk að vinna í stjórnmálum, en þar mætir henni enn sem komið er einna mest mótstaða. — Að áliti margra merkra manna, er Lady Astor einhver fjölhæfasti fulltrúi á bretska þinginu. Nína Bang, sem um stutt skeið átti sæti í stjórn Danmerkur, kom þar fram með meiri rögg og skörungsskap, en nokkur sam- verkamanna hennar. Pá er það engum vafa bundið að hagsýni kvenna getur haft mikla þýðingu i þjóð- arbúskapnum, engu síður en það, alt til þessa dags, hefir verið hlutverk hennar að gæta hagsýni í dag- legum útgjöldum heimilanna. Japanar, hin sparsama gróðaþjóð, sem nefndir eru Gyðingar Austurlanda, vita að konunum er trúandi fyrir fjármálunum. — Par í landi er það algengt, að konan hefir allar fjárreiður manns síns á hendi. Fyrir meira en 20 árum vakti þarlend kona á sér athygli um alt landið, fyrir það, hversu viturlega hún stjórnaði stórum banka, sem maður hennar var talinn for- stjóri fyrir. Öanur Japönsk kona, frú Jone Zuzuki, er þekt víða um heim, vegna þess að hún er stærsti verksmiðju-, náma- og skipastólseigandi landsins Pegar maður hennar dó, tók hún við stjórn sykursuðuhúss, sem 20 verkamenn unnu í. Nú nær starfsemi henn- ar yfir ótal iðngreinar, skip hennar flytja Vörurnar til annara landa, járnbrautir hennar flytja þær inni- anlands. Hún hefir sérstaka banka, fyrir fjárreiður sínar, og þótt hrun hafi orðið á mörgum stórfyrir- tækjum og bönkum, hefir hún komist hjá öllum skakkaföllum. Víðar hafa konur sýut dugnað í versl- un og viðskiftum og yrði of langt upp að telja það merkasta í þeirri grein. Pá verður heldur ekki með sanni sagt að konur alment skorti hugvitssemi eða uppfundningagáfur. Allra fyrsta einkaleyfið, sem veitt var í Bandaríkj-

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.