19. júní - 01.03.1929, Síða 1

19. júní - 01.03.1929, Síða 1
Ritstjóri: Inga L. Lárusdóttir. 19. JÚNÍ Afgreiðsla: Sólvallarg. 15. - Sími 1095. XII. árg. Reykjavík, mars. 1929. 3. tölubl. Breyting ö. ellistyi'ktarsjóöslögnnum. Ingibjörg H. Bjarnason og Halldór Steinsson bera fram i Ed. frv. að breytingum á lögum um almennan ellistyrk. Breytingarnar fara fram á það að tillag rikissjóðs til ellistyrktarsjóðanna skuli hækka úr 1 kr. upp i 2 kr. fyrir hvern gialdskyld- an mann og að hver gjaldskyldur karlmaður skuli greiða 4 kr. á ári, en kvenmaður 2 kr. Samkvæmt riúgildandi lögum er tillag ríkissjóðs 1 kr. fyrir hvern gjaldskyldan mann, karlmenn greiða 2 kr. og konur 1 kr. Frummælandi breytinga þessara Ingibjörg H. Bjarnason flutti ítarlega og fróðlega framsöguræðu, þegar málið var til fyrstu umræðu í efri deild. Kvað hún lögin hvergi nærri fullnægja þeim til- gangi er þeim væri ætlaður, að forða fátækum gamalmennum frá sveit. Fé það, sem ellistyrktar- sjóðirnir liefðu yfir að ráða væri svo sáralítið að ekki gæti sá styrkur, sem þeir veittu talist annað en lítilsháttar úrlausn, sem fátækranefndir eða hreppsnefndir, sem úthluta slyrknum réttu um- sækjendunum, til þess að þurfa ekki að láta ör- vasa fátæklinga með öllu synjandi frá sér fara. Á þessu yrði bezt ráðin bót með því að hækka tillag til ellistyrktarsjóðanna eins og gert er ráð fyrir í breytingartillögunum. Þegar tillit er tekið til röskúnar þeirrar, sem orðið hefir á verðmæti peninga, breytingum á verkakaupi og verðlagi, virð- ist sanngjarnt að tillögin hækkuðu um helming, eins og frumvarpið fer fram á. Styrkur úr ellistyrktarsjóðum er nú alstaðar mjög lítill — t. d. voru í Reykjavík siðast liðið haust 613 umsækjendur og var 602 þeirra veittur styrkur. af þessum hóp fengu 7 umsækjendur 20 kr. hver, 15 fengu 25 kr. hver, meira en helming- ur allra umsækjanda (330) fengu 30 kr. hver, 215 umsækjendur frá 35—50 kr. hver, 43 umsækjend- ur fengu fré 60 — 85 kr. hver, 1 fékk 85 kr., 1 fékk 95 kr. og 1 fékk 100 kr. — sem var hæsta styrk- veitingin — Annarsstaðar á landinu mun ellistyrks- upphæðirnar að jafnaði enn lægri. Lögin gera ráð fyrir að lægsta styrkveiting sé 20 kr. og hæsta 200 kr. Hámarksákvæðið hefir til þessa verið með óllu óþarft, bvi hvergi hefir verið hægt að veita einum umsækjanda þá upphæð, sem það nefnir. Tölurnar hér að framan sýna hversu lítið ann- að en nafnið þessir styrkir eru og að þessersann- arlega þörf að breytingin verði samþykt. Tillag ríkissjóðs er nú áætlað 45 þús. kr. og sama upphæð stendur á fjárlögum fyrir 1930. Þótt breytingarnar verði samþyktar og tillag rikissjóðs hækki um helming — eða verði framvegis 90 þús. kr. — hækkandi lítils háttar eftir því sem tala gjaldskyldra vex — ætti sannarlega enginn að sjá eftir þeim krónum, því það er ekki svo mikið fé, sem íslenska ríkið leggur fram til þess að launa gamalmennunum, sem slitið hafa kröftum sínum, án þess að bera úr býtum þau verkalaun, ertryggi afkomu þeirra á elliárunum. Ellistyrktarsjóðirnir hafa nú starfað síðan árið 1900 og eru enn ekki orðnir þess megnugir að úthluta styrk er neinu nemi. Það er sannarlega tími til kominn að eitthvað sé gert til þess að breyta þeim, svo að þeir komi að frekari notum og er trumvarpið gott spor í þá átt. Hugleiding. Á sveitarenda stóð litið býli. Eldur var kviknað- ur í húsunum og þau tekin að brenna. Ferðamað- ur, sem um veginn fór, sneri sér að hóp manna, sem stóðu rólegir skamt frá, með hendur í vösum og höfðust ekkert að til að bjarga. »Hvernig víkur því við að þið standið þarna aðgerðalausir, en reynið ekki að slökkva eldinn«, hrópaði hann til þeirra. »Við erum utansveitarmenn«, svöruðu þeir og hreyfðu sig hvergi. Þetta er sönn saga, og að vissu leyti er hún enn í gildi. Að vísu eru það nú orðið ekki hreppamót- in sem aðgreina. En það eru önnur landamerki: skoðanir, stétt, aldur og stjórnmálaflokkar. Ekki ósjaldan gerum við okkur einsýna að óþörfu vegna þess að samheldnina skortir. I stað þess að sjá málefnin í heild, klípum við litið brot af þeim^ og veltum því fyrir okkur, svo þrálátlega og þröng- sýnislega, rétt eins og það væri yfirsjón að horfa yfir stærra svið. Þetta minnir á lítið áhald, sem mjög var í tísku ekki alls fyrir löngu, smáspegl- ana, sem menn festu utan á gluggagrindina og höfðu syo mikla skemtun af að horfa í. Sá sem

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.