19. júní - 01.03.1929, Side 2

19. júní - 01.03.1929, Side 2
35 19. JÚNÍ 36 átti slikan grip og gat setið við glugga sinn og séð í speglinum hvað fram fór úti á götunni, þóttist ekki þurfa að ganga út á stræti og torg — hann hafði nóg að skemta sér við samt, svo var spegil- krílinu fyrir að þakka. Þessir speglar eru nú orðn- ir harla sjaldsénir á gluggapóstunum, en í stjórn- málalífinu og víðar eru þeir algengir enn. Að vísu getur það komið fyrir að menn hrökkvi upp úr kyrsetum sínum við spegilinn, vegna ein- hverra stórra viðburða, rétt eins og konan í æfin- týrinu hans H. C. Andersens. Þegar eldsvoðinn kom upp í húsi hennar, kom svo mikið fát á hana, að hún tók gulleyrnalokka sína úr eyrunum og stakk þeim í vasann »til þess að bjarga þó ein- hverju«. Við hegðum okkur oft álíka óskynsam- lega, þegar við alt í einu uppgötvum, að e:tthvað er sem endilega þarf að »breyta«, og í fáti hlaup- um til, til þess að hjálpa. Okkur er svo kært að kalla þetta endurbætur, en þó er það oftast ekki annað en að gömul ráðagerð kemur fram undir nýju nafni. Hér skal alls ekki talað um kjötkatla þá, sem stefnuskrár flokkanna lofa trúum þjónum. Því það, sem hér er aðalatriðið, er meira og mikilvægara en sérstök stjórnamálastefna. Það, sem oss vantar mest, er annar hugsunarháttur, sá, að vilja aðeins það, sem öllum má að gagni verða. Þetta væri hinn mesti ávinningur stjórnmálaflokkanna, hverju nafni sem þeir annars nefnast. Og ekki einungis á því sviði, heldur og á öllum öðrum starfssviðum, Væri slíkur vilji vakandi, mundi hann fyrst og fremst miða að dýpri samheldni, samábyrgð, sem næði til allra, líka »utansveitarmanna«. Þeir voru margir, sem væntu sér þess, að kon- ur mundu geta elft þá viljastefnu, sem miðar að því, að taka tillit til hags heildarinnar, og þessa von bygðu þeir ekki á þvi að konan væri »betri« helmingur mannkynsins, hún bygðist einfaldlega á þvi, að þetta verkefni krefst lausnar, einmitt um það leyti, sem konur stiga fyrstu sporin á stjórnmálabraut- um. Hvar sem litið er á þjóðfélagslíf nútímans, kemur það i ljós, að allan fjöldann skortir skiln- ing á því sem varðar almenningsheill. Menn loka sig inn í þröngum hring eigin hagsmuna. Menn leitast ekki við að fá skilning á tilganginum, sem liggur bak við hinar ýmsu stefnur, né gera sér ljóst hver áhrif þær geta haft á sér-afstöðu þeirra. þeir líta á vandaroálin sem eitthvað, sem alls ekki komi þeim við. Þetta hugarástand verður ef til vill best skil- greint með þvi að kalla það sundrun, dreifingu á kröftum sálarinnar, sundrun milli þegnanna og þjóðféiagsins. Stjórnmálamenn stórveldanna koma við og við með sömu litlu leikæfingarnar, sem eiga að sýna, hve afvopnun sé þeim mikið áhugamál, en herbúnaðurinn heldur áfram, bak við eða fyrir framan tjöldin. Hvert aldursskeiðið Iítur annað framandi augum. Heimilin leysast upp. Og karl og kona keppa á vinnumarkaðinum. Samfara þessari sundrun þjóðfélagskraftanna fer það sem er engu siður óhappavænlegt, sundrun einstaklingskraftanna. Setjum svo að einhver ein- staklingur hafi einn ákveðinn vilja, sem náð hafi valdi á hverri taug, hverjum vöðva, hverri hugs- un, hverjum draum hans; slíkur vilji megnar að breyta lifkjörum hans. Með sama hætti er því var- ið, að því er þjóðfélagið snertir, eignist það áhuga- mál, sem alla hrifur, drukkna flokkadrættir og sundrung í þeirri flóðbylgju hritningar, er rís. Hvar sem litið er má líta afbragðs stefnuskrár, sem bæta eiga úr misfellunum. En það er ekki nóg, meðan þá hugarstefnu vantar, sem geri þær að veruleik, verða endurbæturnar ekki annað en umstang, sem líkist björgunarráðstöfunum konunn- ar í æfintýrinu, sem áður er nefnt. Oss, sem nú lifum, hungrar eftir betri þjóðfé- lagsskipun. Pað hungur er svo rótgróið, að menn flykkjast í hópum um stjórnmálastefnur, sem þó, hversu mjög andstæðar hver annari þær eru, allar eiga sammerkt í því að þær frekar deyfa einstakl- ingskendina, en styrkja hana og efla. En það, sem vjer þörfnumst, er þjóðfélagsskipun, sem gefi hverj- um einstaklingi fylstu þroskunarskilyrði. E. F. Sveitakonan. Fyrir hugskotssjónum mér standa formæður mínar, íormæður allrar alþjóðar, sveitakonan, móðir, eigin- kona eða dóttir sveitabóndans. Sterklega vaxnar, sina- berar og holdgrannar, eða hnellnar og feitlægnar standa þær við hlið mannsins í vor- og sumar-önn- um. Bök, í upplituðum vaðmálsupphlutum beygjast og rétta úr sér og sterklegir sólbrendir handleggir hreyfa hrífuna eða herða reipið að sátunni Likams- þrótt, hreysti og fjaðurmagn eiga konur þessar. En lífsbaráttan verður þó oftlega yfirsterkari kröftunum. Þessvegna eldist hún um ár fram, bakið bognar, bárið gránar, líkaminn kýtist saman og hún ber á sér merki gamalmennis, þótt eigi sé hún meira en miðaldra. En lífsþrótturinn, seiglan, starfsþrekið, end- ist fram á elliárin, og henni fer ekki verk úr hendi þótt hún standi með annan fótinn niðri i gröfinni. Úlivinnan og skepnurnar, börnin og búsumstangið, rokkurinn og vefstóllinn, alt þetta kallaði að henni. Starfið sjálft var hrynjandinn í lífi hennar, tilgangur og takmark ævi hennar. En voru formæður okkar — sveitakonur fyrri alda — eingöngu vinnuþrælar, æfilangt bundnar við stritið fyrir daglegu brauði. Var andlegt líf þeirra undirokað og vanrækt? Þegar ég legg fyrir mig þessar spurningar, ómar í

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.