19. júní - 01.03.1929, Síða 5

19. júní - 01.03.1929, Síða 5
41 19. JÚNÍ 42 ,,( allra manna og lítur á nauðsyn þeirra, án þess að spyrja að því, á hverja hliðina þér berjist, en Matt- hildur Wrede elskaði föðurland sitt og alla landa sína, en hernaðarstefnu þeirra gat hún ekki sætt sig við, Þess vegna hefir Lottu Svárd-félagsskapurinn *) aldrei átt samúð hennar. Glöð og vingjarnleg þrátt fyrir kvalirnar í hjart- anu, sem voru svo miklar, að hún náfölnaði og varð að sitja þögul nokkrar mínútur, sýndi hún mér íbúð sína. Það voru tvö lítil herbergi. Vinir hennar, fyrverandi fangar, höfðu gefið henni annað þeirra og finskar konur hitt, Sjálf hafði hún deilt út öllum eigum sínum, en þá komu þeir, sem hún áður hafði hjálpað, henni til hjálpar. Því nær öll húsgögn höfðu fangarnir sjálfir smíðað haDda henni og hver hlutur átti sína sögu. »Hér geymi eg dýrgripi mínarr, sagði hún og benti á húsbúnaðinn, »þeir minna mig á mina kæru vini. Og hérna er Valamó-hornið«. 1 einu horninu á vinnu- og svefnherberginu, hún gat séð þangað úr rúminu; hafði hún safnað saman gjöf- um munkanna frá Valamó, minjum frá klaustrinu i Ladoga. Klausturbræðurnir urðu fyrir ofsóknum vegna trúar sinnar og Matthildur Wrede talaði djarf- lega máli þeirra. »Hérna er allra dýrasta djásnið mitt«, sagði hún og tók upp hlut, vafinn í fínan hvítan dúk. »Og nú verð eg að segja yður langa sögu«. Hún settist í hægindastólinn og lagði gripinn í kjöltu sér. »þetta er gjöf frá príornum, sem rekinn var úr klaustrinu. Hann kom til mín og sagði: »Nú hefi eg mist alt, eg á að eins einn dýrgrip eftir, en hann er mér dýr- mætastur allra og hann ætla eg að gefa Matthildi Wrede. Eg get likt mér við fjórða vitringinn frá Aust- urlöndum, því þeir voru í raun og veru fjórir, þótt að eins séu þrír nafngreindir. Sá fjórði sá einnig stjörnuna, fékk einnig köllun og bjóst til ferðar. Hann flutti einnig með sér dýrar gjafir, þar á meðal þrjá gimsteina. En honum dvaldist heima, því hann þurfti að inna mörg kærleiksverk af hendi, og er hann kom þangað, sem þeir höfðu allir ákveðið að hittast, voru hinir fyrir löngu lagðir af stað. Hann varð því að fara einn síns liðs. En hvarvetna sem hann kom, sá hann eymd og neyð, og hvað eftir annað hélt hann kyrru fyrir, til þess að bæta úr bágindunum, og svo fór að hann hafði gefið alla gimsteina sína nema þann dýrmætasta, sem var óumræðilega fagur roðasteinn. Og er hann loks kom til landsins helga, var hann búinn að vera svo lengi á leiðinni, að hann kom þangað sjálfan krossfestingardaginn. Fyrir utan borgarveggi Jerúsalemsborgar, í augsýn hins kross- festa lét hann af hendi síðasta dýrgrip sinn, roða- steininn. Eins og fjórði vitringurinn frá Austurlönd- um, sem helgisögnin segir frá, kem eg nú með minn *) Lottu Svard-félögin eru útbreidd um alt Finnland. Það eru kvenfélög og iðka meðlimir þeirra meðal annars heræfingar, í því skyni að geta boðið sig fram sem sjálf- boðaliða ef til þyrfti að taka. síðasta dýrgrip, kem með hann hingað, til Matthild- ar Wrede«. Hún vafði hægt í sundur hvíta dúknum og sýndi mér skrautlegan priorskross, sem hékk á langri, þungri festi, svo setti hún hann um háls sér, og nú ljómaði hún eins og þúsundir ljósa væru kveikt i huskoti hennar. »Hugsið yður, hvílík fórn, hvílík sjálfsafneitun fyrir rússneskan grísk-kaþólskan prest, að láta af hendi hið helgasta tákn embættis sins, i hendur þess sem aðra trú játar, og það meira að segja konu«. Á þessari stundu var Matthildur Wrede sjálf helgisögn íklædd holdi og blóði, og þannig mun eg ávalt minnast hennar. Þegar kom út á strætið aftur eftir að hafa dvalið í návist hennar, sem kölluð hefir verið »samvizka Fiunlands«, huldu tárin mér sýn. Eg hafði aldrei séð nokkra veru, sem geislaði frá sér jafn-guðlegum krafti sem hún. Eg skildi til fulls, að hún gat brotið hinn þrjóskufylsta til hlýðni. Hver gat staðist afl hennar? Afl, sem náð hafði algjörri lausn, hreinsað af öllu, sem þessa heims er, en sem alt um það varpaði fögrum Ijóma á þessa jörð«. Fannig hljóðar frásögn sænsku konunnar, og hún lýsir Matlhildi Wrede svo vel, að þótt margt mætti fleira um hana segja verður að nema hér staðar. Að eins nokkur orð með myndinni, sem líka á sína sögu. — Myndin er tekin árið 1923. Þá var Matt- hildur Wrede stödd í Danmörku. Þangað hafði safn- ast fólk frá ýmsum löndum til þess að ræða um hvernig bræðralagshugsjónin yrði útbreidd meðal manna. Matthildur var ein í þeim hóp og henni var sýnd mikil virðing og aðdáun. Hún var beðin að leysa úr ótal spurningum. Alt þetta þreytti hana, þótt ekki léti hún á því bera, og eitt sinn sá hún sér færi að ganga burt; menn horfðu á eflir henni, en enginn dyrfðist að fylgja henni eftir. Hún gekk niður að sjónum og settist þar á bekk og sat þar lengi hugsi. Höfuðið bar hún hátt, eins og henni var lagið. Meðan hún sat þar i hugleiðingum sínum kom ljósmyndari henni að óvöru og þannig er mynd- in til orðin. Hvernig sæðinii skal sáð. Þegar þú byrjar að iðka hinar »nýju hugsanir«, mátt þú ekki vænta þess að þú alt í einu fáir þekk- ingu á þeim. Þú mátt ekki ætla, að þú á fáeinum dögum getur orðið algerlega hraustur og glaður, far- sæll og læknaður af öllum kvillum. Þú verður að muna, að allur gróður fer hægt. Gorkúlurnar þjóta upp á einni nóttu, en eikurnar vaxa hægt og með athygli, og standa svo öldum skiftir. Menn verða að ávinna sér andlega og líkamlega orku smátt og smátt.

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.