19. júní - 01.03.1929, Qupperneq 8
47
19. JÚNÍ
48
ettuhringir geta verið góðir til hversdagsnotkunar, eða
handa börnum, og hafi þá hver þeirra sinn lit, til auð-
kenningar.
Kefli þessi má líka nota fyrir kertastjaka t. d. á jóla-
borðið. Er þá vaflð um þau mislitum crépe- eða silki-
pappír, og komið snoturlega fyrir. Kertinu er stungið í
gatið á kringlunni inni í vinslinu. >ú, sem fann upp á að
nota vinslin svona, segir að þau »taki sig Ijómandi vel út«
á borði.
Á. vorin þegar gluggabiómin fara að lifna við aftur
eftir vetrarhvíldina, þurfa flest þeirra að fá nýja mold í
stað þeirrar, sem þau eru búin að eyða úr kjarnanum.
Stundum getur þá nægt, að tekið sje burtu moldarlagið,
sem efst er, og látin ný mold í staðinn. Eftir því sem jurt-
in stækkar, þarf liún stærri urtapott, en óheppilegt er, að
stærðarmunurinn sé mikill, betra að hafa oftar pottaskipli
því sú moid, sem plantan notar ekki, súrnar, og heflr það
skaðleg áhrif á plöntuna. Ef nota á nýja urtapotta, ætti,
ávalt að hafa þá reglu, að leggja þá í vatosbala, svo fljóti
yfir og láta leirinn drekka í sig vatnið, að öðrum kosti
taka þeir of mikið af því vatni, sem plöntunni er ætiað.
Pottarnir verða að vera vel hreinir. Pottbrot eða smásteina
skal leggja í lag á botninn, en gæta þess, að þeir teppi
ekki gatið á pottbotninum. Séu brotin bungumynduð, skal
bungan snúa upp. Pað verður að sjá vel um, að alt óþarfa
vatn getí runnið burtu.
Ef skifta á um mold á sérlega vandmeðföinum plöntum,
er best að vökva þær vel, áður en þner eru teknar úr pott-
inum, svo moldin hrynji ekki af rótinni. Að skifta um mold
á plöntum er vandasamt verk, sem gera verður með var-
færni og nákvæmni. Moldin verður að vera góð og nær-
ingarmikil, Pað á vel við ýmsar plöntur að moldin sé
sendin, hver jurt þiýfst best i jarðvegi sem likustum þeim,
sem hún vex í úti í náttúrunni. Skal fyrst láta lag af mold
í poltinn og setja síðan plöntuna í hann nákvæmlega míðj-
an. Er moldinni síðan stráð jafnt alt um kring og þjappað
vel niður með hliðunum og inn á milli rótanna. Ekki má
fylla pottinn of mjög, að því er óhagræði þegar plöntunni
er vökvað. Pálmar fá venjulega of lílið vatn. Golt er að
setja þá við og við niður i vatnsbala og láta vatnið ná
upp fyrir miðjan pott. Skulu þeir standa þar um hríð.
Bækar.
Ást á bókum veitir aðgang að hinni slærslu, hreinustu
og fullkomnustu gleði, sem guð heflr unnað skepnum sin-
um. Hún fellur ekki úr gildi, þótt önnur gleði fölni, hún
heldur þér uppi, þegar allar aðrar dægradvalir bregðast.
Hún varir fram á síðustu stundu þína, og gefur þér glað-
ar stundir fram til æfiloka. Anlhony Trollope.
Pá bók, sem eg opna með eftirvæntingu og loka með
ábata kalla eg góða bók. Alcatt.
Guði sé lof fyrir hækurnar, þær bera oss boð frá þeim
sem látnir eru, og frá þeim sem dvelja langt fjarri, þær
gefa oss hlutdeild i andlegu lífi liðinna tíma.
W. E. Channing.
Sá, sem hefir ást á bók, mun aldrei sakna tryggs vinar,
góðs ráðgjafa, skemtilegs fjelaga eða sanns huggara í
höimum. Isaac Barrow.
undur þeirra sé fróður maður, en ekki til þess að lesend-
ur þeirra fræðist neitt af þeim. Goethe.
Sbrítlur.
Kaupmannssannsögli: Afgreiðslustúlkan kemur inn á
skrifstofu til kaupmannsins: Maðurinn, sem ætlar að kaupa
þessa peysu, spyr hvort hún muni hlaupa við þvott.
Kaupmaðurinn: Er hún mátuleg honum.
Stúlkan: Nei, hún er heldur stór.
Kaupm.: Auövitað bleypur hún þá.
Læknirinn: Konan yðar er altaf að tala um að hana
langi til að ferðast til útlanda, sér til hressingar. Haflð þér
nokkuð á móli því.
Maður konunnar: Síður er svo, mín vegna er henni vel-
komið að tala um þaö eins lengi og hún vill.
Dómarinn: Pað er sorglegt að jafn ungur maður og þér
skuluð nú vera dæmdur í sjötta sinn. Pér hafið víst verið
í slæmnm félagsskap.
Ákærði: Pað er hverju orði sannara, herra dómari. í
seinni tíð hefli eg eingöngu umgengist lögregluþjóna og
fangaverði.
Pétur gengur fram hjá búðarglugga og sér að i gluggan-
anum er auglýsing um alveg óviðjafnanlegt hármeðal. Fer
inn í búðina og hittir alsköllóttan búðarþjón, sem spyr
hvað Pétri þóknist.
Pétur: Eg er að hugsa um að fá eitt glas af hárvatninu
því arna. Er það nú áreiðanlega eins gott og af er látið.
Alveg ágætt sagði búðarmaðurinn. Hárið vex á einum sól-
arhring. —
Pað er bærilegt, sagði Pétur, eg ætla þá að stinga upp á
að þér reynið það, eg kem svo á morgunn til að sjá ár-
angurinn.
cTiIfiy nn ing.
Hver sá, sem óskar að kynnast blaðinu
»19. júní«, parf ekki annað en senda af-
greiðslu þess iilmœli um að fá senl sýnis-
horn af blaðinu. — Eru sýnisblöð pá send
samsiundis, án þess að pví fylgi nokkur
skuldbinding um að kaupa blaðið.
Afgreiðsla »19. júni« er:
Sólvallagölu 15.
Sími 1095.
,,19. ]únV‘
Nýir kaupendur þessa árs, sem senda
andvirði árgangsins kr. 3,00 um leið og
peir panta blaðið, fá síðasta árgang pess
ókeypis. Sendið pöntun sem fyrst.
Sumar bækur virðast samdar til þess að sýna, að höf-
Prentsmiðjan Gutenberg.