Tíminn - 22.07.1988, Síða 2

Tíminn - 22.07.1988, Síða 2
Föstúdagur 22-.*júrí’t988 • -2- T-íminn---- Um 700 milljóna halli á ríkissjóði hégómi samanborið við 3.000 milljónir sem glíma þarf við 1989: „Síbrotastofnanir teknar á beinið Á fundi fjármáiaráðherra í gær kom í Ijós að hann hefur öllu meiri áhyggjur af þeim 2.500 til 3.000 milljóna greiðslu- halla sem blasir við á fjárlögum næsta árs - þrátt fyrir tekjur af bjórsölu - heldur en 700 milljóna halla á ríkissjóði sem hann sér fyrir á þessu ári. 1 ráðuneytinu er nú unnið að því að koma aga á í þeim ríkisstofnunum sem hvað frjálslegast fara með fjár- lagaheimiltlir. Og sérstök athugun er þar í gangi á ýmsum „síbrotastofn- unun“, svo notuð séu orð fjármála- ráðherra, vegna undirbúnings fjár- laga næsta árs. M.a er í gangi, í samvinnu við dómsmálaráðuneytið, sérstakt átak er varðar þau sýslu- mannsembætti sem hvað gróflcgast fara fram úr fjárlagaheimildum. Úr þeim hópi nefndi ráðherra m.a. embættin í R-kjördæmunum. Öldrykkjan áætluð Ljóst var af orðum fjármálaráð- herra aö þegar hcfur verið áætlað hverjar tekjur ríkissjóður muni hafa af sínum nýja tekjustofni, bjórsöl- unni, þótt hann að svo komnu máli vildi ekki nefna upphæðina. Þar sem selt magn hlýtur að vcra grunnur slíkra áætlana spurði Tíminn hverj- um hafi verið falið að mcta það hvað þjóðin komi til með að þamba mikinn bjór og hvort brennivíns- drykkja mundi minnka á móti. Ráðuneytismenn brostu drýginda- lega, en cina beina svarið var: „Starfsmenn fjármálaráðuneytisins voru beðnir um að áætla hvað þeir treysti sér til að drekka mikið". Bankarnir sniðgengu ríkisvíxlana Fundinn í gær hélt fjármálaráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, til að gera grein fyrir afkomu ríkissjóðs fyrri helming þessa árs og áætlun til ársloka. Kom fram að hann telur nýlega áminningu Þjóðhagsstofnun- ar um þörf á verulegum umskiptum í stjórnun ríkisfjármála ástæðulitla. Rekstrarhallinn sé bara smávegis umfram áætlun vcgna þess að „nýju" skattarnir liafi skilað sér illa. Og 3.900 milljóna skuld við Seðlabank- ann stafi að mestu af því að bankarn- ir hafi sneitt hjá rfkisvíxlakaupum og nær ckkert liafi enn veriö „slegið" í útlöndum. „Sjálftökuaðilar“ frekir til fjárins Við þetta bætast svo kauphækkan- ir og niðurgreiðslur umfram áætlanir og aukafjárvcitingar til hcilbrigðis- stofnana. Til að bæta gráu ofan á svart hafi ýmsir sjálftökuaðilar verið frekir til fjár ríkissjóðs og margar ríkisstofnanir farið frjálslega með fjárlagaheimildir og þar með safnað mörg hundruð milljóna króna skuld- um á launareikningum ríkissjóðs. Enn nefndi Jón til sögunnar um 300 milljóna króna vanskil afurðastöðva landbúnaðarins. Það er ekki aðeins Landakots- spítali sem hefur safnað hundraðæ milljóna króna skuldum. Þjóð- leikhúsið hefur á þessu ári bætt 50 milljónum við 120 milljóna eldri skuldahala. Ýmsar ríkisstofnanir hafa tekið sér „lán“ hjá ríkissjóði með því að skila ekki greiðslum á réttum tíma og þannig safnað stór- skuldum á launareikningi ríkisins. Fjármálaráðherra nefndi 200 millj- ónir hjá Pósti og síma, álíka upphæð hjá Ríkisútvarpinu og litlu minna hjá lögreglunni í Reykjavík, sem dæmi slíka skuldunauta. Feitustu bitarnir eftir Rekstrarhalli á ríkissjóði var 2.900 milljónir króna í júnílok, sem ráð- herra sagði 300 milljónum meira en áætlað var (og m.a.s. minni en í fyrra). Hann er í fyrsta lagi sagður stafa af hefðbundinni árstíðasveiflu, þ.e. miklum gjöldum framan af árinu, en hlutfallslega vaxandi tekj- um síðari hlutann. Og í öðru lagi af því að skattkerfisbreytingarnar fóru ekki að skila sér að fullu inn í ríkissjóð fyrr en líða tók á árið. Af þeim fjórum tekjustofnum sem skattkerfisbreytingin nær til hafi þannig aðeins um 19 milljarðar af 44 milljörðum áætluðum, eða 40%, skilað sér á fyrri helmingi ársins. Um 3.900 milljóna króna skuld við Seðlabankann er m.a. sögð stafa af því að bönkunum hafi ekki þótt eftirsóknarvert að kaupa ríkisvíxla með þeim vöxtum sem í boði voru af þeim framan af árinu. í stað 2.200 milljóna víxlakaupa á fyrra misseri 1987, hafi bankarnir leyst út 300 milljóna víxla í ár. Þar við bætist að erlend Iántaka er nú aðeins komin í 100 milljónir ncttó. Ríkið græðir ekki lengur á verðbólgunni Ráðherra sagði tvíþætta skýringu á því að búist er við 700 milljóna króna halla á ríkissjóði í ár, í stað hallalauss rekstrar eins og að var sefnt. Annars vegar hafi launa-, gengis- og verðlagshækkanir orðið meiri en að var stefnt, sem ásamt öðru hækki útgjöldin um rúmlega5.000 milljónir umfram áætlun. Á móti sé ekki búist við nema 4.500 milljóna króna hækkun á tekjum, þar sem velta aukist ekki að sama skapi, sem m.a. rninnki tekjur af söluskatti. „Ríkis- sjóður hagnast því ekki af verðbólgu í sama mæli og áður“, sagði fjár- málaráðherra. Blikur á lofti Hann sagði hallareksturinn einnig skýrast af ákvörðunum um útgjöld umfram fjárlög. Mestu muni þar um 200 milljónir í auknar niðurgreiðslur og 250 milljónir, sem að stórum hluta hafi farið til heilbrigðisstofn- ana. Ráðherra sagði því ekki að leyna að ýmsar blikur séu á lofti í þessum greinum. Ljóst sé að auknar fjárveitingar til þessara málaflokka mundu bætast við 700 milljóna króna hallann. Jón Baldvin Hannibalsson. Bjórgróðinn dugar ekki til Mun verri staða blasir við í undir- búningi að fjárlögum næsta árs, ef ekki verður að gert. Virðisauka- skatturinn, niðurfelling jöfnunar- gjalds, launaskatts að hluta og lán- tökuskatts mun - þrátt fyrir tekjur af bjórsölu - lækka tekjur ríkissjóðs um nálægt 1.500 milljónir. Jafnframt segir ráðherra mikla útgjaldaþenslu í skólamálum, heilbrigðismálum og öðrum fjárfrekum málaflokkum. Enn einu sinni leitað sparnaðarleiða í kerfinu Fjármálaráðherra sagði því ljóst að stefni í 2.500 til 3.000 milljóna króna greiðsluhalla á næsta ári nema að gripið verði til róttækra aðgerða í ríkisfjármálum í haust. Vinnuhóp- ar verða skipaðir til að gera rækileg- ar úttektir á fjárfrekum málaflokk- um og skila sparnaðartillögum. Þar beinast augu manna ekki hvað síst að stofnunum í heilbrigðiskerf- inu og tillagna er að vænta um breytingar á lyfsölukerfinu. - HEI 1111111111 VEIÐIHORNIÐ' ^Ii;|I': :ý;|i:1:'; Umsjón Eggert Skúlason |||||||||||||||||| 800 laxar í Langá Hér sést forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ásamt Dreier Reimke, ræðismanni íslands í Hamborg, á tali við þýska blaðakonu í opinberri heimsókn til Þýskalands í júlí. íslandskynning í V-Þýskalandi Veiði hefur gengið mjög vel í Langá á Mýrum í sumar. A neðra svæði voru komnir 511 fiskar í gær, en voru 649 yfir allt árið í fyrra. Á miðsvæði hafa veiðst um 300 fiskar, á efsta svæðinu um 50 fiskar, því hafa veiðst yfir 800 fiskar í ánni allri það sem af er sumri. . Síðasta holl á neðra svæði, sem stóð í viku, var með 138 laxa á fintm stangir, og þar voru Spánverjar á ferð. Stærsti laxinn í því holli mæld- ist 18 pund, en meðalstærðin er um 5-6 pund, pundi meira én í fyrra. Kvótinn á neðra svajðinu cr 40 laxar á dag og hefur einuisinni náðst að fylla hann í sumar, erj að meðal- tali eru veiddir um 20 laxar á dag á neðra svæði, eða 4 á stöng. Asarnir að skríða í þúsund Á hádegi á miðvikudag höfðu 933 laxar veiðst í sumar, og! eru þeir flestir 5-8 pund, en þó kóma öðru hvoru 16 og 17 punda laxar upp úr ánni. Þetta er betri veiði dn á sama tíma í fyrrasumar. Tvær stangir eru leyfðar í ánni, og í síðasta holli náðist 41 lax, en hollin standa í einn sólarhring. Skilyrðin í ánni eru góð, ekki of bjart, og áin er eðlileg, ekki grugguð og ekki vatnslítil. Steingrímur ekki búinn að fá afmælisgjöfina Þriggja daga holl á Laxamýra- svæðinu í Laxá í Aðaldal lauk sér af í gær. Þegar tveir dagar voru liðnir voru 44 laxar komnir á land á 12 stangir. Alls eru þá komnir um 800 laxar það sem af er sumri í Laxá í Aðaldal. En á sama tíma í fyrra voru þeir um 1000. Þeir Valur Arnþórsson og Stein- grímur Hermarinsson voru við veið- ar í síðasta holli í Laxá í Aðaldal. Spurningin sem Veiðihornið velti fyrir sér á þriðjudaginn var hvort Steingrímur fengi afmælisgjöfina sína frá Val í þessum veiðitúr, scm er tuttugu og þriggja punda lax sem Steingrímur á að sækja sjálfur. Um fjögurleytið í gær upplýsti Steingrímur að afmælisgjöfin væri ekki enn veidd, en þó vonuðu þeir félagarnir að hún næðist seinna unt daginn, ef ekki, þá kvaðst Valurætla að gefa Steingrími frest þar til þeir kæmu saman að veiða í Laxá í Aðaldal að ári. En hér er meira um þá Val og Stcingrím. Það munaði minnstu að Steingrímur þyrfti að nota sund- kunnáttu sína í baráttu við lax í fyrradag. Hann þurfti nefnilega að elta laxinn út í miðja á, þar sem vatnið náði honum upp að herðum, með þeim afleiðingum að Valur sá sig tilneyddan að hoppa upp í árabát og róa á eftir Steingrími. Áð lokum komst Steingrímur í land, með 8 punda lax, sem var þó ekki afmælis- gjöfin. -gs Steig I hver Bandarískur fcrðamaður sem var að skoða hverasvæðið á Nesjavöllum fór heldur ógætilega í sakirnar og fór með annan fótinn á kaf t sjóðandi heitt vatnið. Farið var með manninn undir eins á slysavarðstofu Borg- arspítalans, cn þar voru brunasár hans ekki talin alvarleg. íslendingur var á ferð með honum og var að sýna honum svæðið og var áhugi ferðamanns- ins svo mikill að hann skeytti . engu aðvörunum starfsmanna á Nesjavöllum um leyndar hættur á hverasvæðinu. Sennilega hefur leir sem maðurinn stóð á gefið sig, með fyrrgreindum afleiðing- unt. JIH Mjög vel tókst til með íslands- kynningu í V-Þýskalandi nú á dögunum, í tengslum við opinbera heimsókn frú Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands. Útflutnings- ráð skipulagði formlega hádeg- isverði og kynningu á vegum ís- lenskra útflutningsfyrirtækja í Hamborg og Frankfurt og var forset- inn heiðursgestur á báðum stöðum. Dagskráin var með svipuðu sniði í báðum borgunum. Formlegir gest- gjafar voru þeir Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra, og Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands, fyrir hönd íslensku fyrir- tækjanna, sem báru allan kostnað af kynningunni. Þátttaka var mjög góð og mættu um 130 gestir í Frankfurt og um 170 í Hamborg. M.a. flutti utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson, ávarp þar sem hann fjallaði um viðskipta- tengsl íslands og Þýskalands. Einnig rakti Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, al- menn viðskipti landanna. -gs

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.