Tíminn - 22.07.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.07.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. júlí 1988 Tíminn 5 Skýrsla Ríkisendurskoöunar um málefni Landakots: Tómur misskilningur? Af þeim atriðum sem lekið hafa út um skýrslu Ríkisend- urskoðunar um málefni Landakotsspítala, virðist vera að athugasemdir við ýmis rekstraratriði spítalans séu ýmist byggðar á misskilningi, rangtúlkunum eða skorti á upplýs- ingum. Þannig hafa launamál Jóhanns L. Jónassonar, yfirlæknis á rann- sóknarstofu spítalans, verið til um- ræðu og þar sagt að iaun hans hafi numið 18,2 milljónum króna á síðasta ári. Er þar um að ræða. samkvæmt heimildum Tímans, grófa mistúlkun á rekstrartilhögun spítalans. í fyrsta lagi nemur upp- hæðin ekki nema tæpum 15 millj- ónum króna og af þeim greiðir hann rúmar 10 milljónir í rekstrar- kostnað. Tækin. aðstaðan og rann- sóknirnar eru nýtt af heilsugæslu- stöðvum og læknum um allt land, enda mjög fullkomin. Þar að auki tengist þetta mál allsekki rekstrar- vanda spitalans, sem þó var tilefni skýrslugerðar Ríkisendurskoðunar. Rangfærslur um laun Jóhanns Af þeim tekjum sem af tækjum, aðstöðu og rannsóknum fást. þá fær Landakotsspítali 80% og Jó- hann 20%. Þar að auki er um að ræða samning milli Jóhanns, Landakotsspítala og Trygginga- stofnunar sem er rekstri spítalans alls óviðkomandi. Fullyrðing Ríkisendurskoðunar um að millj- ónirnar 15 séu hrein laun Jóhanns, er því alröng. Virðast sérfræðingar rugla saman rekstrargjöldum, verktakagreiðslum og nettó tekjum. Þá segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar, að beint tap Landakots- spítalans af kaupum og leigu á húsnæði við Marargötu 2, sem læknar leigja, ncmi um 13 milljón- um króna. Þetta mun einnig vera alrangt. Samkvæmt heimildum Tímans mun sannleikurinn hins vegar vera sá, að spítalinn græðir á þessum kaupum. Læknarnir greiða hærri leigu þar en gerist og gengur annars staðar í bænum og leigan ein sér borgar upp húsið, án þess að ríkið þurfi að lcggja til krónu. Auk þess eignast spítalinn húsið að fullu eftir nokkur ár. Helmingur leigu- greiðslna læknanna gengur upp í kaupin á húsinu. ákveði spítalinn að selja húsið og læknarnir að nýta sér forkaupsréttinn. Ekki var aðstaða fyrir hendi á spítalanum fyrir sérfræðinga og lækna spítalans og skapast mikið öryggi af því að hafa þá alla í sama húsi á lóð Landakotsspítala og ef bráðatilfelli koma upp er ekki iangt að leita. Mínútur geta skilið að líf og dauða þegar um slys eða veikindi er að ræða. Slfkt verður aldrei metið til fjár. Þá er líka sett út á önnur fast- eignakaup spítalans og voru þau ýmist sögð óþörf eða að fyrir þeim hafi ekki verið heimildir á fjárlög- um. Læknar á Landakoti sögðu hins vegar að hér kæmi styrktar- sjóður inn í málið. Honum væri ætlað að starfa spítalanum til hags- bóta og spítalinn ætti sjóðinn. Honum hefðu verið ánafnaðar ýmsar fasteignir, sem hefðu verið scldar og önnur aðstaða fyrir spí- talann keypt í staðinn. Þannig hefði skapast göngudeildar- og eftirlitsaðstaða sem ekki var fyrir hendi áður. Þriðja atriðið sem Ríkisendur- skoðun hefur sett út á og lekið hefur út. er nýtt þvottahús spítal- ans, setn á að vera rándýrt í rekstri. Er sagt að það sé í of stóru húsi, eöa l(XH) fermetrum, tækin keypt á kaupleigusamningi og ekki haíi verið heimildir fyrir hendi. Eðli- legra hefði verið að nýta sér þjón- ustu þvottahúss Ríkisspítalanna. Útreikninga á þessu atriði ann- aðist, Ríkisendurskoðun ekki. heldur verkfræðingur úti í bæ, sem Landakotsmenn segja að hafi gefið sér rangar forsendur. Þvottahúsið er í hluta húsnæðisins, eða 200 fermetrum, afgangurinn er nýttur sem birgðageymsla og fleira. Önnur lögmál Davíð Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ríkisspítala, var spurður urn aðstöðumun milli Landakots og ríkisspítalanna. „Landakotsspitali er sjálfseign- arstofnun og kannski þess vegna háður eitthvað öðrum lögmálum cn við. Viö erum ríkisstofnun og erum gjörsamlega háð ákvörðun- um ríkisvaldsins og þurfum að fara eftir þeim. En það er oft mjög erfitt að halda þessuni stofnunum innan ramma fjárlaga þegar erfið- lega gengur í þjóöfélaginu og verð- bólgan er mjög hröð. Hvað það er sem hcfur valdið á Landakoti, þvt get ég ekki svarað." Davíð sagði að ríkisspítalar hafi farið innan við 1% fram úr fjáiiög- um á síðasta ári en talað væri um að Landakot hafi farið 15% unt fram úr áætlun. Komið hefur fram að laun lækna á Landakoti eru mjög góð. Launa- kerfi lækna er allt öðruvísi en hjá ríkisspítölunum, og sagði Davíð erfitt aö bera þau saman. Læknar á Landakoti fá greidd laun eftir aíköstum og fá cngin föst laun greidd. Læknar á ríkisspítölum fá greidd föst laun eftir unnum vinnu- stundum. Sagði cinn læknir á Landakoti að cin afleiðing launa- kerfis lækna þar væri að sjúklingar ættu mun auðveldara aö nálgast læknana þar en á ríkisspítölum. launakerfið væri vinnuhvetjandi. Logi Gudbrandsson, frarn- kvæmdastjóri Landakotsspítala. sagði í samtali við Tímann, að stjórn spítalans væri að semja greinargerð með athugasemdum við skýrsluna og verður hún send ráöherrum cftir helgi. 'JIH/SÓL Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir á Landakoti, um skýrslu Ríkisendurskoðunar: Villur, rangfærslur og rangar ályktanir 1 kjölfarið á þeim áfellisdómi sem felst í skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefni Landakotsspítala, hafði Tíminn samband við Ólaf Örn Arn- arson, yfirlækni á Landakoti, og spurði hann álits. „Ég myndi fyrst vilja taka eitt fram um eðli skýrslunnar. Það er ekki hægt að sjá á henni að um spítala sé að ræða. Það er ekki gert ráð fyrir þörfum sjúklinga, fjölda aðgerða, lyfjagjöfum eða fjölda sjúklinga. Þetta lítur út eins og stjórn spítalans taki peningana og hendi þeim út um gluggann án þess að gera neitt fyrir þá. Matið á okkar þjónustu er lægra en það þarf að vera í skýrslunni," sagði Ólafur. Hann benti á að það væri erfitt að taka einstaka liði út úr skýrslunni og útskýra. „Það er mikið verk að lagfæra útreikninga, misskilning og jafnvel rangfærslur í skýrslunni. Ríkisend- urskoðun hafði nokkra menn í nokkra mánuði við skýrslugerðina, við höfum haft hana í þrjár vikur,“ sagði Ólafur. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. er að spítalinn hafi tapað 13 milljónum á því að leigja læknum spítalans hús- næði undir læknastofur. Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir. „Þessi tala er hreint fráleit. Þeir fá t.d. 5 milljóna tap út úr því að við sömdum um forkaupsrétt ef spítal- inn hygðist selja húsið. Það er ekki ætlunin og málið er að húsið er greitt niður á 15 árum, með hluta húsa- leigunnar og þá á spítalinn húsið. Þetta er síðan tekið sem útlagður kostnaður. Það er bara tóm tjara,“ sagði Ólafur. Hann benti líka á að margir út- reikninganna væru hreinlega rangir. Ríkisendurskoðun hefði ekki annast þá alla sjálf, heldur t.d. verkfræðing- ur, sem oft hefði ekki haft fyrir því að fá upplýsingar og dregið rangar ályktanir. „Varðandi þvottahúsið er veruleg villa í útreikningum. Þargefur hann sér rangar forsendur. Við erum með 1000 fermetra hús á leigu, en þvotta- húsið er aðeins í 200 fermetrum. Annað er undir birgðir og fleira. Þetta er bara eitt dæmið. Við höfum alvarlegar athuga- semdir við forsendur í skýrslunni," sagði Ólafur og kvað dæmin um rangfærslur vera mýmörg og sumt væri hreinlega á misskilningi byggt. „Þá eru húsakaup gerð tortryggi- leg. Það er styrktarsjóður sem kaup- ir og leggur fram fé. Við erum t.d. með barnahcimili og göngudeild augnlæknadeildar í því. Það var líka keypt fyrir dánargjafir. T.d. arf- leiddu tvær gamlar konur spítalann að aleigu sinni. Það er gert tortryggi- legt út af hvernig það er bókfært á reikning spítalans," sagði Ólafur. Það liggur því ljóst fyrir að Landa- kot hefur ekki sagt sitt síðasta í þessu máli. -SÓL Siguröur Þóröarson, vararíkisendurskoðandi um Landakot: VILJUM EKKI RÆÐA SKÝRSLUNA FREKAR „Við viljum ekki ræða skýrsluna frekar. Hún var lögð fram og hefur hlotið endanlega afgreiðslu. Ráð- herrar munu síðan væntanlega óska eftir athugasemdum frá spít- alanum og meta málið síðan eftir það,“ sagði Sigurður Þórðarson, vararíkisendurskoðandi í samtali við Tímann í gær, þegar hann var spurður um skýrslu Ríkisendur- skoðunar um rekstur Landakots. „Það er rétt að við keyptum ákveðna sérfræðiaðstoð í ákveðna þætti, en við berum alfarið ábyrgð á henni. Það er þeirra mál ef þeir hafa athugasemdir. Skýrslan er ekki til umfjöllunar af okkar hálfu. Hún er ekki komin fram og var lögð fram til ráðherra sem trúnað- arskjal," sagði Sigurður. -SÓL Guðmundur Bjamason, heilbrigöisráöherra: Á eftir að sjá svör spítalans Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, var ekki reiðubú- inn að tjá sig um efnislegt innihald skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefni Landakotsspítala, þegar Tíminn hafði samband við hann í gær. „Við eigum eftir að ræða málið við stjórn Landakotsspítala, það hefur ekki unnist tími til þess ennþá. Þeir eru með skýrsluna undir höndum og eru auðvitað að skoða hana frá sinni hálfu og gera vafalaust athugasemdir við hana. Ég veit að það mun verða haldinn fundur í fulltrúaráði og trúnaðar- manna spítalans strax upp úr hclgi og að þeim fundi loknum munum við ræða saman. Þetta eru næstu skref og fyrr en það er búið vil ég ekki fjalla um skýrsluna efnislega, ekki fyrr en ég er búinn að heyra svör stofnunarinnar við því sem þar er sett fram,“ sagði Guðmund- ur. „Þetta hefur tekið lengri tíma en við vorum að vona, því miður, og það er auðvitað mjög til baga fyrir sjúkrahúsið að silja uppi með þann halla allan óbættan. Én það er líka ljóst að það er ekki sjálfgefið að menn gangi að því beint að bæta halla sem skapast af því að mcnn hafa ekki farið eftir fjárlögum." JIH Félag fóstur- mæðra á sveita- heimilum Félag fósturmæðra í sveit á Suðurlandi er í forsvari fyrir þá sem taka börn til dvalar á sveitaheimili. Félagsmálastofnanir sem þurfa að koma börnum til dvalar hafa leitað til sveitaheimila og er bæði um að ræða sumardvöl og ársdvöl. Félagið hefur lagt sig fram um að ársdvalar- börnin fái skólagöngu sem þeim hentar. Flest þeirra geta gengið í skóla sem eru á svæði viðkomandi heimilis. Félagið á aðild að Stéttarsam- bandi bænda og hefur það reiknað út gjald fyrir að annast barn 24 tíma á sólarhring. Gjaldið er reiknað miðað við dagmæður í þéttbýli. Síðast þegar gjaldið var reiknað út, eða 1. júní sl. var það 1000 krónur á sólarhring. Félag fósturmæðra í sveit á Suðurlandi var stofnað 5. maí 1985. SH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.