Tíminn - 22.07.1988, Side 6
Föstudagur 22. júlí 1988
6 Tíminn
íslendingum er tamt að bera sig saman við og líta á
nágrannaþjóðirnar sem fyrirmyndir um ýmsa eftirsóknar-
verða hluti. Samanburður á hinn veginn getur líka verið
forvitnilegur. í Ijósi þess að íslendingar og Danir reynast
svamla í álíka erlendri skuldasúpu getur verið fróðlegt fyrir
okkur að sjá hverjum augum er litið á það mál hjá þessum
grönnum okkar.
„Greiðslubyrði Dana vegna erlendra skulda er gífurleg.
Og þær gufa ekki upp þótt við tökum upp sameiginlegan
evrópskan gjaldmiðil í stað krónunnar. Áhættan er að
Danmörk endi sem þróunarsvæði í EB-Evrópu framtíöar-
innar, eða kannski réttara sagt sem vanþróunarsvæði“,
segir í umfjöllun Franks Dahlgaards á gífurlegri aukningu
erlendra skulda Dana á undanförnum árum, í Berlingske
nýlega.
6. linuril
Löng erlend ián
%
50
40
-30
-20
10
Þannig sýnir Seðlabankinn löng erlcnd lán (83.000 milljónir árið 1987) sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu,
sem er töluvert hærri tala en vergar þáttatekjur og synir því lægra skuldahlutfall en danska línuritið. Allan 8.
áratuginn hafa Islendingar skuldað meira erlendis en Danir, en þeir hafa aukið skuldir sínar hraðar á þessum
áratug og eru nú að ná svipuðu skuldahlutfalli. Hlutfallsleg lækkun skuldanna 1987 er m.a. vegna stöðugs gengis,
enda hafa þær þegar hoppað upp undir 100 milljónir við gengislækkanirnar í vetur og þar við bætist svo áætlaður
11 milljarða kr. viðskiptahalli á þessu ári.
Hinn danski greinarhöfundur bendir á þá athyglisverðu staðreynd, að viðskiptajöfnuður Dana hefur
jafnaðarlega verið jákvæður - og erlendu skuldirnar þar með lækkað - á kreppu- og styrjaldarárum.
Skuldasöfniiiiin hafi hins vegar verið inest á hagvaxtartímabilum. í dönsku umfjölluninni er miðað við
þjóðarframleiðslu að frádregnum sköttum og ríkisstyrkjum (vergar þáttatekjur) sem höfundur telur raunhæfari
viðmiðun, en sem gerir skuldahlutfallið hærra heldur en frani kemur á iínuriti Seðlabankans, hér fyrir neðan.
Með skuldugustu
þjóðum heims
Erlendar skuldir Dana í lok
þessa árs eru áætlaðar um 48% af
þjóðarframleiðslu að frádrcgnum
áhrifum skatta og ríkisstyrkja, eða
svonefndum vergum þáttatekjum
(bruttofaktorindkomst). Sama
hlutfall á fslandi var um 50% árið
1987 og verður í kringum 51-52%
á þessu ári. Sem hlutfail af útflutn-
ingstekjum eru erlendu skuldirnar
um 125% hjá báðum þjóðunum,
þ.e. að þær þyrftu allar útflutnings-
tekjur í 15 mánaði til að borga upp
skuldirnar. Miðað við núverandi
gengi verða erlendu skuldirnar um
370 þús. ísl. kr. á hvern Dana en
um 430 þús.króna á hvern fslend-
ing.
„Hvort sem mælt er íþjóðartekj-
um eða útflutningstekjum eru
Danir nú ein skuldugasta þjóð
heims. Það er vandræðalegt ástand
í ljósi þess að velmegun hér er
mjög mikil á alþjóðlegan mæli-
kvarða.
Umheimurinn gcrir sér því ekki
háar hugmyndir um okkur: Þrátt
fyrir góða lífsafkomu fá Danir
aldrei nóg, heldur taka sífellt meira
að láni. Og nú, þegar erlendu
skuldirnar eru komnar í stjarn-
fræðilegar hæðir, tökum við bara,
án þess að blikna, ennþá meiri lán
til að borga vextina af eldri
skuldunum - sem þar með hækka
með vöxturn og vaxtavöxtum".
„Blessað“ stríðið
bjargaði málunum
Greinarhöfundur bendir á að
aðeins 10% núlifandi Dana hafi
lifað í skuldlausri Danmörku. En á
meðfylgjandi línuriti rekur hann
erlenda gjaldeyrisstöðu Dana í
meira en heila öld. Frá 1890 hófu
Danir erlenda skuldasöfnun með
stöðugum halla á viðskiptajöfnuð-
inum við útlönd. Tuttugu árum
síðar var hlutfall erlendra skulda af
þjóðarframleiðslu orðið 44%, eða
litlu minna en nú. Sú staða leiddi
til svipaðra umræðna í danska
þinginu og nú eiga sér stað, þar
sem m.a. var talað um þörf á
innflutningshöftum. Eins og nú
þurftu Danir að halda vöxtum
mjög háum.
Fyrri heimsstyrjöldin bjargaði
Dönum úr vandanum það sinn, og
gott betur. Ekki aðeins gufuðu
skuldirnar upp heldur tókst þeim á
árunum 1916-18 að safna gildum
gjaldeyrissjóðum sem hlutfallslega
jöfnuðust á við þá sem Japanir og
Svisslendingar hafa nú yfir að ráða.
Þessum gilda sjóði eyddi þjóðin
svo á aðeins einu ári (1918-1919).
Og síðan hafa Danir alltaf verið í
skuld við útlönd.
Þetta minnir á gjaldeyrissjóðinn
sem íslendingar áttu í lok seinni
heimsstyrjaldarinnar, sem þeir
voru álíka fljótir að eyða.
Eyðsluskuldirnar
hættulegri
Greinarhöfundur segir tlesta
efnahagssérfræðinga sammála um
grundvallarmun á erlendu skulda-
söfnuninni áður fyrr og nú undan-
farinn áratug. Þá hafi lánsféð að
stærstum hluta vcrið notað til að
byggja upp framleiðslufyrirtæki
bæði í landbúnaði og iðnaði. Pen-
ingarnir hafi með öðrum orðum
verið ávaxtaðir í framtíðinni. Eftir
1970 hafi lánsféð á hinn bóginn að
mestu farið í rekstur og neyslu,
fyrst og fremst hjá hinu opinbera.
Slík skuldasöfnun sé að sjálfsögðu
hættuleg, því lánsféð sé ekki ávaxt-
að og skili því engum tekjum upp
í afborganir og vexti.
Skuldirnar vaxa orðið
af sjálfum sér
Erlend skuldasöfnun Dana hefur
verið nær stöðug frá því um 1960
og hraðvaxándi frá miðjum 8. ára-
tugnum. „Að stórum hluta er það
vegna mikillar hækkunar á vöxtum
- langt umfram aukna verðbólgu í
heiminum. Þar með hækkuðu
raunvextirnir á erlcndu skuldunum
stórlega og við lentum í aðstöðu
scm tæpast nokkurn fjármálasér-
fræðing hafði dreymt um að gæti
komið fyrir: Þ.e. að allur hallinn á
viðskiptunum við útlönd og nieira
til fer í vexti af erlendu skuldunum.
Með öðrum orðum, að erlendu
skuldirnar vaxa nú af sjálfu sér
með vöxtum og vaxtavöxtum - og
með því að stöðugt eru tekin ný
erlend lán til að borga þessa vexti“.
Margt líkt með skyldum
Stöðuna hér á landi má lesa um
í nýrri þjóðhagsspá. Þar kemur
m.a. fram að reiknað er með 3.700
milljóna halla á vöruskipta- og
þjónustujöfnuðinum (1.030 millj. í
fyrra) og 7.500 milljóna króna
vaxtagreiðslum af erlendum lánum
(sem borga veröur með nýjum
erlendum lánum). Spáin um halla
á viðskiptajöfnuðinum er 11.200
milljónir króna á þessu ári (55%
aukning frá 1987) eða sem nemur
nær 5. hluta alls vöruútflutnings
íslendinga á árinu, sem er veruleg
hækkun frá 1987. Því má bæta við
að í meira en 40 ár (1946) hefur
viðskiptajöfnuður fslendinga 10
sinnum verið aðeins jákvæður:
1953, 1961-62, 1965, 1969-70,
1978-80 og árið 1986 þegar 500
milljónir voru réttu megin við
strikið.
Þarf 3. heimsstyrjöldina?
Greinarhöfundur segir marga
Dani haldna þeim misskilningi, að
um leið og þjóðinni takist að koma
jafnvægi á viðskipti við útlönd,
þ.e. að gjaldeyristekjurnar verði
jafnar gjaldeyrisútgjöldum, þá
verði þjóðin laus við erlendu skuld-
irnar.
„En það er nú ekki svo vel. Náist
jöfnuður á utanríkisviðskiptum
hætta skuldirnar að aukast. En til
að hægt sé að lækka þær þurfa
gjaldeyristekjurnar að verða hærri
en útgjöldin. Að losna við erlendu
skuldirnar krefst annað hvort gíf-
urlega aukinna gjaldeyristekna
(svipað og á árum fyrri heimsstyrj-
aldarinnar) eða/og jákvæðs við-
skiptajafnaðar um mjög langt ára-
bil.
Spurningin er: Mun mörgum
núlifandi Dönum auðnast að lifa
skuldlausa Danmörku?
Margir stjórnmálamenn vona í
hjarta sínu að „eitthvað verði til
bjargar". Vonandi er barnaskapur-
inn eða kaldhæðnin ekki svo mikil,
að menn beinlínis vonist eftir 3.
heimsstyrjöldinni, sem við gætum
haldið okkur utanvið og hagnast á
með sölu á matvælum til stríðandi
þjóða.
Nei, vonirnar snúast frekar um
að vandinn leysist mcð sameigin-
legum Evrópugjaldmiðli (Evrópu-
franka? eða Evrópu-marki?), í
skiptum fyrir krónuna.
Hókus-pókus dugar ekki
Skiptum við á krónunni og sam-
eiginlegum Evrópugjaldmiðli þá:
Hókus-pókus, ekkert lengur sem
heitir greiðslujöfnuöur Danmerk-
ur - fremur en við í dag reiknum
sérstakan greiðslujöfnuð Ringköb-
ing. En þótt hætt verði að reikna
jákvæðan eða neikvæðan gjaldeyr-
isjöfnuð Danmerkur þýðir það
ekki að erlenda skuldabyrðin hafi
gufað upp. Eftir sem áður yrði að
greiða vexti og afborganir af þeim
skuldum, og það þýðir að við
verðum áfram að sjá af stórum
fjárhæðum út af okkar yfirráða-
svæði. Það gerir okkur fátækari, og
það minnkar möguleikana á að
draga úr atvinnuleysinu“, segir
greinarhöfundur, sem telur að með
erlendu skuldasúpunni taki Danir
þá áhættu að enda sem vanþróun-
arsvæði í sameinaðri Evrópu. HEI