Tíminn - 22.07.1988, Side 8

Tíminn - 22.07.1988, Side 8
8 Tíminn. Föstudagur 22. júlí 1988 Tímirtn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Ranglátt lánakerfi Álit nefndar þeirrar, sem skipuð var í apríl sl. til þess að fjalla um verðtryggingu fjárhagsskuldbind- inga og framkvæmd hennar, liggur nú fyrir. Sex nefndarmenn af sjö standa ágreiningslaust að áliti þessu að séð verður. Einn nefndarmanna gerir tilteknar athugasemdir við niðurstöðu nefndarinn- ar án þess að skila séráliti með formlegum hætti. Þrátt fyrir allan einhuginn í nefnd þessari eru ekki líkur til þess að stjórnmálamenn aímennt eða stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar verði á eitt sáttir um þá niðurstöðu nefndarinnar að breytingar á framkvæmd verðtryggingarstefnunnar séu ekki tímabærar. Það eru langsótt rök hjá nefndinni að ekki megi hrófla við núverandi lánskjaravísitölu og vaxta- kerfi án þess að tengja það skilyrðislaust víðtækum efnahagsaðgerðum. Framkvæmd verðtryggingar og vaxtamála er það sjálfstæður hluti efnahags- og fjármálalífs að hana má endurskoða út af fyrir sig. Þar með er ekki verið að andmæla því að víðtækar efnahagsaðgerðir séu undirbúnar og að breytingar á lánskjörum tengist að því leyti til almennum efnahagsaðgerðum, þegar upp er staðið. í nefndarálitinu kemur fram að framkvæmd verðtryggingarhugmyndarinnar er gölluð og rang- lát. Þar er staðfest m.a. að lánskjaravísitalan hækkar um 10% umfram laun í landinu á launa- stöðvunartímabili því sem nú stendur yfir. Hér er því verið að stofna til misgengis milli lánskjara og launa, sem ekki verður leiðrétt af gildandi lagaregl- um nema að hluta til. Með þessu er verið að leggja aukna byrði á heimilisrekstur húsbyggjenda, um- fram allt unga fólkið sem er að eignast húsnæði. Hins vegar skaðar þetta ekki þá launþega sem komnir eru yfir skuldabaslið. Þá bendir nefndin á að lánskjaravísitalan og vaxtamálin eins og þau eru framkvæmd valdi verulegu misgengi lánskjara hér á landi og í öðrum löndum. Slíkt beinist gegn atvinnulífinu. Segir nefndin réttilega að við svo búið megi ekki standa, slíkt lánskjarafyrirkomulag standist ekki til lengdar. Þetta síðast nefnda atriði er eitt út af fyrir sig áfellisdómur um framkvæmd verðtryggingarstefn- unnar. í þessu felst að fjármagnskostnaður hér á landi er ekki í samræmi við það sem gerist í viðskipta- og samkeppnislöndum. Hér er einfald- lega verið að segja það að íslenskar lánastofnanir og lánsfjármarkaður ástundi okur í nafni þeirrar upphaflegu stefnu í þessum efnum að vernda höfuðstól sparifjár í bankakerfinu og tryggja hóflega vexti af sparifé. Verndarstefnan gagnvart sparifé almennings er orðin að peningabraski í lokuðu markaðskerfi. Talsmenn frjálsra viðskiptahátta, sem svo nefna sig, framkvæma frelsishugmyndir sínar á gervi- forsendum. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að gerbreyta lánakerfinu frá því sem er. 111111 garri llllllllllllllllflllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllll KRÓKÓDÍLATÁR Það kcmur oft ýmislegt skrýtið út úr því þegar Morgunblaðið fer að skrifa um málefni Sambands íslcnskra samvinnufélaga eða sam- vinnuhrcyfingarinnar í hcild. Núna upp á síðkastið hefur blaðið talað fyrir þeirri skoðun að hreyfingin þurfi að skera niður starfsemi sína, „fækka kaupfélögunum verulega“ eins og það var svo smekklega orðað i Staksteinaþætti þar á dögunum, og í stuttu máli sagt að rífa scglin. Nú er það hins vegar vitað mál að Morgunblaðið, að ekki sé talað um þá menn sem þar eru við stjórnvölinn, cru ekki beinlínis bestu vinir samvinnufélaganna í landinu. Þess vegna er hætt við að það séu í raun ekki annað en ein saman krókódílatár þegar meifli þar á bæ þykjast setja upp sorgar- svip yfir rekstrarerfiðleikum sam- vinuuhreyfingar og þeim vanda sem hún stendur nú frammi fyrir. Þetta á við þegar þeir tala um að nú þurfi hreyfingin að selja fyrír- tæki og leggja niður fleiri eða færrí af þeim starfsgreinum sem hún fæst við. Sláturhúsin Það sem þeir á Morgunblaðinu gleyma að taka með í dæmið er að meginhlutinn af núverandi erfið- leikum samvinnuhreyflngarínnar er til kominn vegna heimatilbúinna aðstæðna. Svo sláturhús kaupfé- laganna séu tekin sem dæmi þá er það Ijóst og hefur margsinnis kom- ið fram í fjölmiðlum að þeir eiga sér ósköp eðlilegar skýringar. Það vita allir, sem fylgst hafa með, að sláturhúsin hafa nú undan- farið lent líkt og milli steins og sleggju vegna þess að þeim er gert að staðgreiða bændum afurðirnar, talsvert áður en þær hafa verið seldar. Þegar 'þetta fyrirkomulag var tekið upp var því hcitið að ríkisvaldið myndi útvcga nægilegt fé til að brúa þetta bil. Á þeirri Ijárútvcgun hefur hins vegar oröið talsverður mishrestur, og af því stafa erfíðleikarnir. Það sem kaupfélagsmenn hafa verið að tula fyrir er einfaldlega það að breyta þurfí kerfínu á einhvern þann veg að sláturhúsin sitji ekki uppi með þann bagga að verða að greiða fyrir afurðirnar, löngu áður en þær seljast, án þess að fá nokkra peninga til þess neins staðar frá. Kannski það sé þetta sem Morg- unblaðið á við þegar það talar um að samvinnuhrcyfíngin eigi nú að selja fyrírtæki? Það skyldi þó ekki vera að blessaðir mennirnir eigi við það að kaupfélögin eigi að selja einkaaðilum sláturhúsin og gefa þeim fullt sjálfdæmi um þann milli- liðakostnað sem þeir taki, og þar með það verð sem þeir greiði bændum fyrir afurðirnar. Oska- staða Morgunblaðsins værí vita- skuld sú að þeim athafnamönnum, sem frjálshyggjupressan berst hvað harðast fyrir, verði afhent þetta allt saman. Þar með yrði slíkum aðilum gefið fullt athafnafrelsi til að græða á bændum. En myndi þá ekki líka fara að harðna á dainum hjá ýmsum bóndanum, og það fram yfir það sem þegar er orðið? Vextirnir Líka má Morgunblaðið gjarnan minnast þess að háir vextir eru eitt af því sem hvað harðast hefur hvílt hér á öllum fyrírtækjarekstri nú undanfarið, jafnt samvinnufyrir- tækjum sem öðrum. Sá vandi er sömuleiðis heimatilbúinn. Og hugsanlegt er að það mætti svo sem prófa það að beita stjórnvalds- aðgerðum til þess að lækka hér vexti og almennan tjármagnskostn- að áður en til þeirrar þrautalend- ingar er almcnnt gripið að draga stórlega úr ölluni umsvifum sam- vinnurekstrar í landinu. Það er almennt viðurkennd staðreynd að á seinni hluta síðasta árs fór allur atvinnurekstur á lands- byggðinni mjög illa út úr vaxta- hækkuninni sem þá varð. Og eftir þeim fréttum, sem verið hafa að berast nú undanfaríð, er ekki að sjá annað en að þessi þróun haldi áfram. Vextir eru nú einu sinni ákveðnir af mönnum hér innanlands, og þeir eru ekki neitt náttúruafl sem eng- inn getur haft neina stjórn á. Það er þess vegna engin óumbrcytanleg nauðsyn komin upp á því að lcggja samvinnurekstur niður í stórum stíl þótt þeir séu tímabundið háir. Málið er vitaskuld það aö hér þarf að grípa til viðeigandi aðgerða til þess að gera fyrírtækjum um land allt mögulcgt að halda uppi heilbrigðum rekstrí án þess að þeim sé jafnframt gert að skyldu að taka á sig byrðar eða hagsmuna- ggæslu fyrir alls óskylda aðila. Meðan þetta er ógert er auðvitað út í hött að tala um að samvinnu- hreyfíngin eigi að draga saman seglin eða leggja niður fyrirtæki. En eðli málsins samkvæmt hlakkar Morgunblaðið yfír erfíð- leikum í rekstri hjásamvinnufélög- um. Þess vegna verður að taka öllunt ráðleggingum þess um niður- skurð hjá samvinnufélögum með varúð. Þar er ekki talað af heilind- um. Garrí. IIIIIIIIIIIIIHHl VlTT OG BREITT IIIIIIIIIIIIIIIIIIM^^ Leiði Hér í blaðinu hafa undanfarið orðið nokkur skrif um leiði Gunn- ars Gunnarssonar skálds í Viðey. Eins og menn vita völdu Gunnar og kona hans sér hinsta hvílustað í eynni og eru jarðsett þar ásamt syni sínum. Svo vill til að sá er hér ritar kom í Viðey fyrir fáum árurn og sá þá leiði þjóðskáldsins. Þar var smekk- lega um búið og leiðið hlaðið upp úr torfi að gömlum og góðum íslenskum sið. í einu og öllu var þar svo frá gengið að fullur sómi var að fyrir einn af mestu skáld- sagnahöfundum íslensku þjóðar- innar. Svo vildi einnig til að fyrir fáum vikum átti undirritaður aftur leið út í Viðey, en þá hafði kirkjugarð- urinn verið sléttaður, og þar með leiði Gunnars Gunnarssonar og fjölskyldu hans. Nú má vera að út frá umhverfissjónarmiðum hafi fundist rök fyrir því að slétta kirkjugarðinn í eynni, enda er í sjálfu sér ekki ætlunin hér að fara að draga einn né neinn til ábyrgðar fyrir þessi afglöp. En umskiptin voru þó óneitanlega mikil, enda horfinn allur virðuleiki leiðisins fyrir sléttun. Hér þarf að hafa í huga að Gunnar Gunnarsson var eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar um sína daga. Verk hans eru fyrir löngu sígild, og þau munu án nokkurs efa lifa alla þá sem að sléttuninni stóðu. Sannleikurinn er vitaskuld sá að Gunnar Gunnars- son á flest annað skilið af þjóð sinni en að jarðýtum sé beitt á hinsta hvílustað hans. Hér fer því ekki á milli mála að mistök hafa verið gerð. En menn eiga líka jafnan rétt á leiðréttingu eigin mistaka. Svo er að sjá 'af blaðaskrifum að borgaryfirvöld í Reykjavík hafi staðið að þessu verki og beri á því ábyrgð. Þeirra er því að bæta úr þessum leiðinlegu mistökum. Það sem hér á að gera er því að setja án nokkurrar tafar menn í að hlaða leiðið upp aftur í sömu mynd og það var. Það getur ekki skipt neinum sköpum um sléttun garðs- ins til eða frá þótt leiði þjóðskálds- ins fái að standa þar upphlaðið í friði. Lesendur og aðdáendur skáldsagna Gunnars Gunnarssonar eiga kröfu á að geta gengið að legstað hans vísum þegar þeir leggja leið sína út í Viðey. Hann verðskuldar allt annað af þjóð sinni en að þurfa að hvíla þar undir einni saman sléttri grasflöt, þar sem kannski ekkert annað en lítil steinplata minnir á jarðvist hans og geysimerk ritstörf. Maðurinn sem skrifaði Sögu Borgarættarinnar og Fjallkirkjuna á það skilið að fá að hvíla undir hlöðnu leiði, líkt og um var búið í upphafi. Og þó að meira væri. Svo er aukheldur að sjá af blaða- fréttum að leiðið hafi verið sléttað án þess að áður hafi verið haft eðlilegt samráð við nánustu ætt- ingja skáldsins. Gerir það málið vitaskuld enn óskemmtilegra af- spurnar og er þó slæmt fyrir. En meginatriðið er að látin höfuðskáld þjóðarinnar á ekki að vanvirða. Jarðýtugleði einstakra ráðamanna má ekki ganga út í þær öfgar að legstaðir þjóðskálda fái ekki að vera í friði. Þess vegna á hið snarasta að hlaða leiði Gunnars Gunnarssonar skálds upp að nýju í sína fyrri mynd. esig

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.