Tíminn - 22.07.1988, Qupperneq 9

Tíminn - 22.07.1988, Qupperneq 9
Föstudagur 22. júlí 1988 Tíminn 9 AÐ UTAN Mars hefur löngum vakið áhuga manna. En það er ekki nægilegt að fylgjast með Mars af jörðu niðri og nú eru aftur að hefjast, eftir 12 ára hlé, geimrann- sóknir stórveldanna á þessari forvitnilegu reikistjörnu. Þá verður m.a. kannað nánar eldfjallið Olympus Mons, sem er 16 mflna hátt, og Valles Marineris, 2500 mílna löng gljúfur. Ferðin til Mars hefst senn - Rússar og Bandaríkjamenn vinna saman aö því Ferðalög manna til Mars hafa til þessa einungis átt sér stað í vísindaskáldskap en nú nú virðist hilla undir að af slíkri ferð verði og það áður en langt um líður. Reikistjarn- an Mars sem löngum hefur vakið athygli og forvitni manna þar sem hún glóir á næturhimninum stefnir nú að því að vera í mestri nálægð við jörð í 17 ár í september nk. og hefur það orðið til að kynda enn frekar undir áhuga þeirra sem langar til að heimsækja þessa forvitnilegu plánetu. Ekki verður þó af því strax í haust, en nú er unnið að því að kanna betur ástandið á Mars og jafnvel hafinn undirbúningur að því að senda menn þangað snemma á næstu öld. Það eru risaveldin tvö, Sovétríkin og Bandarík- in, sem hafa tekið höndum saman um að láta þann draum rætast. Geimathuganir á Mars hafa legið niðri í 12 ár Síðastliðin 12 ár hafa risaveldin tvö sem lengi voru einráð um geimferðir, Bandaríkin og Sovét- ríkin, ekki beint tæknikunnáttu sinni að hugsanlegum Marsferðum en nú eru þau farin að beina sjónum sínum á ný að Mars, sem er næst jörðu af reikistjörnunum. Á komandi áratug ætla Sovétmenn að senda ómönnuð rannsóknartæki sem verða æ fullkomnari til Mars, og þeir gera sér vonir um að þessar rannsóknir nái hámarki í sameigin- legri mannaðri sendiför Banda- ríkjamanna og Sovétmanna þang- að um eða fyrir árið 2010. Nýlega var enn eitt skrefið stigið í áttina til þess að láta þessi áform rætast. Þá var með skömmu milli- bili tveim prótoneldflaugum, sem fluttu með sér ómönnuð geimför, skotið á loft frá Baikonur geim- rannsóknastöðinni í sovétlýðveld- inu Kazakhstan. Geimförunum er ætlað það verkefni að kanna Mars og Phobos, annað tveggja ör- smárra fylgitungla reikistjörnunn- ar. En jafnvel á sama tíma og þess- um áfanga var fagnað voru sérfræð- ingar í geimrannsóknum farnir að velta fyrir sér enn frekari ævintýra- ferðum út í geiminn til Mars. Vísindamenn og verkfræðingar bæði í Bandaríkjunum og Sovét- ríkjunum vinna að því að hanna flókin ómönnuð geimför sem eiga að fara til reikistjörnunnar. M.a.s. eru sumir amerískir vísindamenn farnir að gera tilraunir með líkan að farartæki fyrir vélmenni sem kunna að eiga eftir að ráfa um yfirborð Mars einn góðan veður- dag. Aðrir eru að velta fyrir sér geimförum til að flytja menn til Mars, geimstöðvunum til að skjóta þeim á rétta braut, fjölda manna í hverri áhöfn og hvernig fyllsta öryggis verði gætt og einnig er leitað að heppilegustu leiðunum um geiminn. Þó að ýmis óárennileg vandamál séu óleyst eru margir sovéskir og bandarískir sérfræðing- ar þeirrar skoðunar að engar óyf- irstíganlegar hindranir standi í vegi fyrir því að senda menn til Mars snemma á 21. öldinni. Sovétmenn standa nú Bandaríkjamönnum miklu framar í mönnuðum geimferðum Á sama tíma og bandaríska geimferðaáætlunin hefur verið í lamasessi, þ.e. síðan geimskutlan Challenger sprakk í loft upp skömmu eftir að henni var skotið á loft í janúar 1986, hafa sovéskir geimfarar verið að afla sér dýr- mætrar reynslu um borð í geim- stöðvunum Salyut og Mir. Og þó að nú standi til að bandarískir geimfarar verði á ný sendir út í geiminn í september nk. í geim- skutlunni Discovery, viðurkennir yfirmaður NASA, geimferðastofn- unar Bandaríkjanna, James Fletcher, að Sovétmenn standi nú Bandaríkjamönnum miklu framar hvað varðar mannaðar geimferðir. Hann spáir því að ef hvor þjóðin um sig ynni upp á eigin spýtur gætu Sovétmenn sent menn til Mars a.m.k. fimm árum á undan Banda- ríkjamönnum. Bandaríska geimferðastofnunin hefur orðið illilega fyrir barðinu á niðurskurði fjárframlaga og óskýrri stefnumörkun og hefur sem stendur aðeins eina rannsóknar- ferð til Mars í sigtinu. 1993 hyggj- ast þeir senda geimfarið „Mars Observer" á braut umhverfis Mars til að safna upplýsingum um lofts- lag og jarðfræði reikistjörnunnar. Og þó að Reagan forseti hafi á Moskvufundinum fallist á varfærn- islega sameiginlega yfirlýsingu stórveldanna þar sem minnst er á „vísindalega leiðangra til tunglsins og Mars“ sem „svið þar sem tví- hliða og alþjóðlegt samstarf kunni að henta“ hafa bandarísk stjórn- völd í besta falli sýnt hálfvelgju í áhuga sínum á rannsóknum á Mars, hvort heldur sem er einir á báti eða í samvinnu við aðra. Hins vegar fer áhugi margra Ameríkana á mannaðri ferð til Mars sívaxandi þrátt fyrir að álitið sé að slíkt fyrirtæki geti kostað allt að 100 milljörðum dollara. Á sama tíma og geimferðaáætl- un Bandaríkjanna liggur að mestu leyti í dvala taka 12 Evrópuþjóðir, auk Bandaríkjamanna, þátt í rann- sókninni á Phobos þarsem þjóðirn- ar leggja fram tæknilega sérfræði- kunnáttu, tækjabúnað og tilraunir um borð í geimförunum á leið til Mars. Sá tæknibúnaður sem Bandaríkjamenn leggja fram til að stýra og fylgjast með geimfarinu hefur yfirburði yfir sovésk tæki. Annað framlag Bandaríkjanna er mynd, sem komið verður fyrir í einum könnunarhnettinum til Phobos, af stjörnufræðingnum Asaph Hall við stjörnuathugunar- stöð bandaríska sjóhersins, sem fann Phobos 1877 og hitt litla tunglið sem fylgir Mars, Deimos. Tunglunum voru gefin nöfn sona gríska stríðsguðsins Ares (Mars er nafn rómverska stríðsguðsins) og þýða ótti og skelfing. Djarflegar, frumlegar og yfirgripsmiklar rannsóknir Bandarískum geimsérfræðing- um þykir mikið til þess koma hversu djarfar, frumlegar og yfir- gripsmiklar rannsóknirnar á Pho- bos eiga að vera. Sovésku könnun- arhnettirnir tveir eiga að koma til Mars í janúar 1989 og verða sendir á braut um 4000 mílum fyrir ofan yfirborð reikistjörnunnar eða 140 mílum ofar en braut Phobos. í fjóra mánuði hringsóla hnettirnir tveir um Mars á ýmsum brautum og svipast um eftir mögulegum lendingarstöðum og nota fjar- skynjunartæki til að kanna lands- lagið og veðrið. „Þessir rannsóknarleiðangrar eru nýjung og ryðja brautina," segir Carl Sagan, stjörnufræðingur við Cornell háskóla og forseti Stjörnurannsóknafélagsins, en hann varð fyrstur manna til að leggja til að sameiginlega yrði stað- ið að mannaðri sendiför til Mars. „Vísindalega séð fáum við öll heil- mikla þekkingu um Phobos.“ Hann bætir því við að „til langs tíma litið mætti nota Phobos sem brottfararstað til að senda menn til Mars. Phobosgæti líka verið staður þar sem mannlegar verur gætu lifað og unnið meðan þær stjórna vélmennum við rannsóknir á yfir- borði Mars.“ Finnast merki um líf á Mars? Meðal sumra bandarískra og sovéskra vísindamanna má enn finna nokkra von um að finna megi h'f eða leifar þess djúpt í jarðvegi á Mars. Þar kynnu lifandi verur að hafa aðgang að vatni og njóta skjóls gegn þeirri miklu útfjólubláu sólargeislun sem rignir yfir yfir- borðið, því sem næst óhindruð af andrúmslofti reikistjörnunnar. Vatnagrjót í ævafornum árfarveg- um væri besti hugsanlegi staðurinn til að leita að steingervingum líf- vera sem kynnu að hafa lifað þegar aðstæður á Mars voru mildari, andrúmsloftið þykkara, loftslagið hlýrra og vatn á yfirborðinu. Þeir sem hafa heitastan áhuga á rannsóknum á Mars segja að þó að ekki kæmi annað til en ofangreint sé fyllilega vísindalega réttlætan- legt að kanna Mars nánar, bæði með hjálp ómannaðra og mann- aðra rannsóknartækja. Vyacheslav Balebanov, aðstoðarforstjóri geimrannsóknastofnunar Vísinda- stofnunar Sovétríkjanna segir að það álit eigi sífellt fleiri fylgjendur, bæði í Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum, að það þjóni tilgangi að senda mannaðar flaugar til Mars. Hann er einnig á sama máli og starfsbræður hans í Bandaríkjun- um og telur að heppilegra væri að fylgja hófsamri, raunhæfri áætlun þrep af þrepi en að kasta sér í flýti út í áhættusama mannaða sendi- ferð. „Við verðum að hefjast handa við að rannsaka Mars í smáatriðum áður en slíkt ferðalag kemur til greina," segir hann. Og þannig ætla einmitt Sovét- menn að fara að. Þegar bandaríska eldflaugin „Mars Observer" á að fara á loft 1992 gera Rússar sér vonir um að senda þriðja Phobos- geimfarið á braut umhverfis Mars, en það á að bera háþróuð fjar- skynjunartæki, þ.á m. tæki til að leita að bestu lendingarstöðunum fyrir leiðangra í framtíðinni. Tveim árum síðar ætla Sovétmenn að skjóta nokkrum háþróuðum lend- ingartækjum til Mars. Hvert þeirra mun hafa innanborðs lítið, tölvu- stýrt sex hjóla farartæki sem á að geta farið allt að 60 mílur frá lendingartækinu. í því verða sjón- varpsvélar, litlar skóflur og borar til að taka sýnishorn, og lítil rann- sóknarstofa til að greina þau. Þegar Sovétmenn hafa unnið úr þeim upplýsingum sem fást úr þessum leiðangri áætla þeir að senda stærri lendingartæki og farartæki til Mars sem gætu skilað sýnishornunum sjálfum aftur til jarðar. Þeir gera sér vonir um að þetta geti jafnvel orðið ekki síðar en á árinu 1988. „Mannleg landkönnun í sólkerfinu" Bandaríkin hafa ekki gefið há- tíðleg loforð um að senda menn til Mars, en í stefnumörkun stjórn- valda varðandi geimvísindi, sem Reagan forseti kynnti í febrúarsl., er að finna hugmynd um að ein- hverntíma kunni Bandaríkjamenn að takast á hendur „mannlega landkönnun í sólkerfinu“. Pólitískar áhyggjur vegna samvinnunnar Ýmsir Bandaríkjamenn hafa lát- ið í Ijós áhyggjur um að Sovétmenn kunni að misnota samvinnuna til að notfæra sér þá yfirburða tækni- kunnáttu sem Bandaríkjamenn búi yfir, en Carl Sagan tekur ekki undir það sjónarmið. Hann bendir á að Sovétmenn séu áratug á undan Bandaríkjunum á mörgum sviðum geimferða. Og hann bætir því við að líklegt sé að tækniþekk- ingin berist í báðar áttir. Hann bendir líka á að það megi gera sér vonir um að svona stórkostlegt samstarf færi þessar tvær þjóðir hvora nær annarri og auki skilning þeirra á milli og það sé vissulega stór ávinningur fyrir heimsbyggð- ina alla. Hinn aukni áhugi sem er á því í Bandaríkjunum að blása nýju lífi í geimferðir og senda menn til Mars með tímanum, ef rannsóknir gefa til kynna að það sé mögulegt, hefur ekki farið framhjá stjómmála- mönnum þar í landi. Forsetafram- bjóðendurnir tveir hafa þannig aðeins imprað á þessum málum. Michael Dukakis, frambjóðandi demókrata, segir að Bandaríkja- menn eigi að að ganga til geimrann- sókna í samvinnu við Rússa og aðrar þjóðir og að kanna hvort það sé mögulegt og raunhæft að smíða tæknibúnað til að senda sameigin- lega mannlegan leiðangur til Mars. Og George Bush, varaforseti og forsetaframbjóðandi repúblikana, hefur lagt áherslu á að vinna beri að því langtímamarkmiði að rann- saka sólkerfið, bæði með tækjum og mönnum. Hann segir þar margt ógert, „frekari rannsóknir á tungl- inu, leiðangur til Mars...“ En hann nefnir ekki samvinnu við Rússa.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.