Tíminn - 22.07.1988, Síða 11

Tíminn - 22.07.1988, Síða 11
10 Tíminn Föstudagur 22. júlí 1988 Föstudagur 22. júlí 1988 Tíminn 11 Védís, völva Tímans, spáir fyrir um Ölympíuleikana: Einar fer á pall Tíminn hefur fengið til liðs við sig spákonu, sem mun í sumar ráða í úrslit og annað á íþróttasviðinu. Spákonan vill ekki láta nafn sitt uppi, þar sem hún óttast að þá muni íþróttamenn og áhangendur valda ónæði með símhringingum og bréfa- skriftum. Við höfum ákveðið að kalla spá- konuna Védísi. Fyrsti spádómur Védísar segir fyrir um þátttöku ís- lendinga á Ólympíuleikunum í Se- oul. Gefum Védísi orðið: „Við sendunt út fríðan flokk, scm verður landi og þjóð til sóma. t>ar sem fjarlægð í tíma er enn mikil á ég erfitt með að greina einstaka atburði gjörla. Ég sé spjót á lofti, spjót sem mun svífa langt framar okkar vonum. Einar Vilhjálmsson spjótkastari mun verða í sviðsljósinu. Ég sé hann standa á palli og í baksýn íslenska þjóðfánann dreginn að hún. Ég get ekki séð hvaða sæti hann mun skipa, en verðlaun kemur hann með heim.“ Hér tók Védís sér stundarhlé. Hvernig er með handknattleiks- landsliðið okkar, kemst það á pall? „Þeirra stígur er þyrnum stráður. Sterklega sækir á mig mynd sem greipst hefur í hugskot mér. Knöttur liggur í íslenska markinu.“ Védís var ófáanleg til að segja nokkuð frekar um framgöngu ís- lenska landsliðsins í handknattleik. „Síðar ntun ég sjá." Er eitthvað fleira sem þú gctur sagt okkur varðandi Seoul? „Þessi fcrð verður ekki áfallalaus fyrir íslensku keppendurna. Peir verða að passa mataræði sitt. Helst vildi ég þeir tækju með sér hangi- kjötið. Ég sé mann halda um magann. Honum líður illa.“ Um leikana almennt sagði Védís að þeirra yrði minnst sem mikilla afreksleika. „Fjöldinn allur af heimsmetum og Ólympíumetum verður settur. Svo mörg að slíkt hefur aldrei gerst fyrr.“ Védís taldi komið nóg af svo góðu, en sagðist síðar myndi spá frekar um leikana. Næst mun Védís spá í íslandsmót- ið í knattspyrnu og einnig veröur hún okkur innan handar um úrslit í öðrum greinum, með litlum fyrir- vara. -ES Golf: Landsmótið hefst í Grafarholti á Handknattleikur: Munoz til Sampdoria ítalska knattspyrnuliðið Samp- doria, sem leikur í 1. deild, festi í gær kaup á spánska landsliðs- manninum Victor Munoz frá Bar- celona. Kaupverðið var 146 þús- und dalir. BL Andri Marteinsson skoraði fyrra mark Víkinga. Hér sést hann ásamt Herði Magnússyni FH-ingi. Tímamynd Pjetur Flestir frá Essen Maradona óánægður Argentínski knattspyrnusnill- ingurinn Diego Maradona segist vera óánægður hjá Napólí liðinu. Hann segir forráðamenn félags- ins ekki hafa staðið við loforð sín og er óhress með kaupin á Brasi- líumanninum Alemao. „Sem Argentínumaður hefði mér þótt betra að fá Sergio Batista, en Alemao hlýtur að passa betur inní Napólt', það skiptir engu máli hvað Maradona finnst," sagði Maradona við blaðamenn í gær. BL Ruedigcr Neitzel, Gummersbach, leikur með v-þýska landsliðinu í Laugar- dalshöll. Á innfelldu myndinni er Ivanescu landsliösþjálfari. Knattspyrna: Víkingar nýttu færin og Gummersback Víkingar tryggðu sér sæti í fjögurra liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu, er þeir lögðu FH-inga, 2-0, í Hafnarfirði í gærkvöldi. Víkingar komu mun ákveðnari til leiks og virtust ákveðnir í að taka FH-inga í karphúsið. Hafnfirðingarnir virtust aftur á móti taugaspenntir, enda þessi leikur sá fyrsti sem þeir leika gegn 1. deildarliði í sumar. Eftir um stundarfjórðungs leik komst Atli Einarsson innfyrir vörn FH og skaut að ntarkinu, en varnarmenn FH Skugga bregður á Tour de France Hin mikla hjólreiðakeppni Tour de France, sem stendur yfir þessa dagana, hefur ekki farið varhluta af áföllum. Á miðvikudag lést 6 ára gamall drengur eftir að bifreið tengd keppninni ók á hann. Þá á einn sterkasti keppandinn, Spánverjinn Pedro Delgado, yfir höfði sér útiiokun, eftir að hafa fallið á lyfja- prófi. Dalgado var þá í forystu keppninn- ar. Toue de France hjólreiðakeppninni lýkur á sunnudag, þegar ekið verður eftir Champs Elysée breiðgötunni í París. BL Archibald til sölu Skoski framherjinn Steve Archibald er ekki inní myndinni hjá Johann Cruyff, hinum nýja þjálfara Barcelona á Spáni. Archibald var í láni hjá enska 2. deildar- liðinu Blackburn síðasta keppnistímabil, þar sem forráðamenn Bercelona höfðu meiri áhuga á Gary Lineker og Bernd Schuster. Hvert lið má aðeins tefla fram 2 útlendingum hverju sinni. Hinn 31 árs gamli Archibald er því til sölu, en Barcelona keypti hann frá Tottenham 1984 fyrir 900 þúsund pund. BL V-þýska landsliðiö í handknattleik sem lekur gegn íslcndingum í Laug- ardalshöll á sunnudag og mánudag Berglind sigursæl Frá Frni Þórarinssyni fréttaritara Tímans í Fljótum. Héraðsmót Ungmennasam- bands Skagafjarðar fór fram fyrir skömmu. Þátttaka í mótinu var allgóð og mættu keppendur frá 9 félögunt innan UMSS. Ágætur árangur náðist í mörg- um greinum, enda hefur UMSS nú margt snjallt frjálsíþróttafólk innan sinna vébanda. Bcrglind Bjarnadóttir varð mjög sigursæl á mótinu eins og oft áður, hún sigraði í 9 af 12 einstaklingsgrein- um kvenna. Tvö héraðsmet voru sett á mótinu, í 3000 m hlaupi hljóp Gunnlaugur Skúlason á 9,24,3 mín. og í spjótkasti náði Ágúst Andrésson að þeyta spjót- inu 57,06 m. björguðu á marklínu. Á 30. mín. komust Víkingar síðan yfir. Eftir þunga sókn barst knötturinn til Andra Marteinsson- ar, rétt utan vítateigs, Andri tók boltann á brjóstkassann, lagði hann fyrir sig og skaut föstu skoti neðst í vinstra markhorn FH-marksins, óverjandi fyrir Halldór Halldórsson markvörð, 1-0 fyrir Víking. Eftir markið tóku FH-ingar að sækja mun meira og strax á 33. mín. voru þeir nálægt því að skora, þegar Ölafur Krist- jánsson skaut í þverslá af eins metra færi. Stuttu síðar urðu varnarmönnum FH á slæm varnarmistök og Unnsteinn Kára- son Víkingur komst í gegn, en Halldór markvörður varði glæsilega í horn. Undir lok hálfleiksins fengu FH-ingar gullið færi til að jafna, en Guðmundur Hreið- arsson markvörður Víkings varði vel skot Jóns Erlings Ragnarssonar úr opnu færi. Síðari hálfleikur var skuldlaus eign FH alan tímann og Víkingar áttu fáar góðar sóknir. Þó fór svo að það voru Víkingar sem skoruðu en ekki FH-ingar. Há og löng sending barst inn að vítateig FH, þar sem Atli Einarsson og Halldór markvörð- ur voru einir manna. Halldór hefði þurft að fara út úr vítateignum til að ná til knattarins, en í stað þess hikaði hann og það nýtti Atli sér, náði boltanum, lék á Halldór og skoraði í autt markið. Þegar hér var komið sögu voru 15 mín. eftir af leiknum og jöfnunarmark FH lá íloftinu. Áður hafði Pálmi Jónsson, sem kom inná sem varamaður í hálfleik, komist f gott færi, en Guðmundur varði geysivel. FH- liðið brotnaði alveg niður eftir síðara mark Víkinga og játaði sig sigrað. Vandamál FH í þessum leik var að skora mörk. Færin voru allnokkur, en illa gekk að reka endahnútinn á sóknirnar. Víkingarnir léku af öryggi og áttu sigur- inn fyllilega skilinn. Þeirra bestu menn voru Guðmundur Hreiðarsson og Atli Einarsson. Þá var Andri Marteinsson einnig sprækur í fyrri hálfleik. Enginn stóð uppúr í broddlausu liði FH. BL Frjálsíþróttamennirnir sem fara á ÓL fá frítt að borða í hádeginu á Veitingahúsinu Úlfar og Ljón. Frá vinstrí Einar Vilhjálmsson, Guðmundur Karlsson landsliðsþjálfari, Eggert Bogason, Úlfar Eysteinsson veitingamaður, Pétur Guðmundsson, íris Grönfeldt og Helga Halldórsdóttir. Tínnmynd Pjelur er að mestu skipað leikmönnum úr Essen og Guminersback. Alls eru 10 leikmenn frá þessum tveimur liðum, 5 frá hvoru liði. Byrjunarliðið er einnig skipað að mestu leyti úr þessum liðum. Alfreð Gíslason og Kristján Arason léku með liðunum í vetur og þckkja því vel til þessara leikmanna. Þeir félagar reiknuðu báðir með miklurn slagsmálaleikjum, þar sem ekkert væri gcfið eftir og sögðu að ef rétt stemning skapaðist í höllinni ætti ekki að vera útilokað að leggja þá v-þýsku að velli. Þýski landsliðshópurinn er þannig skipaður: Andreas Thiel Gummersback Michel Krieter Kiel StefanHecker Essen Andreas Dörhöfer Gummersback Ruediger Neitzel Gummersback Martin Schwalb Essen Cristian Fitzek Gummersback Stephan Schoene Wallau-Messenh. Peter Quarti Essen Marcus Hoennige Grosswallstadt Juergen Hartz Niederwursb. Rainer Cordes Weiche-Handewitt Wolfgang Bubitski Essen Michel Lehnnertz Gummersback Jochen Fraatz Essen Frank Loehr Milbertshofen Rainer Bauert Hofweier LoehrJoerg Milbertshofen Michel Klemm Bayer Dormagen Ulrich Roth Grosswallstadt Volker Zerbe Lemgo DirkKelle Bayer Dormagen fslenska liðið valið í dag. verður endanlega Frjálsar íþróttir: Carl Lewis tapaði í 200 m hlaupi Keppni á bandaríska úrtökumót- inu í frjálsum íþróttum heldur áfram ■ Indianapolis. Þeir kepp- endur sem verða í þremur fystu sætunum í hverri grein, komast í landsliðið og fara til Seoul í haust. Keppni í 400 m hlaupi var mjög hörð ogspennandi. Harry „Butch“ Reynolds sigraði á 43,93 sek., annar varð Danny Everett á 43,98 sek og Stewe Lewis (ekki skyldur Carl) varð þriðji á 44,37 sek. Carl Lewis varð að láta sér lynda annað sætið í 200 m hlaupi, hljóp á 20,01 sek. Sigurvegari varð Joe DeLoach á 19,96 sek. og þriðji varð Roy Martin á 20,05 sek. BL mánudaginn kemur 47. Landsmótið í golfi verður haldið á golfvcll Gollklúbbs Reykja- víkur í Grafarholti, 25.-30. júlí. Keppt verður í 3 fiokkum kvenna og 4 flokkum karla. Allir fiokkar leika 72 holur. Keppendur í 2. og 3. flokki hefja leik á mánudaginn, en kcppendur í meistarafiokki karla og 1. flokki á miðvikudag 27. Eftir 36 holur verður fjöldi þátttakenda tak- markaður í öllunt flokkum við 24. sætið. Þó munu þeir keppendursent eru aftar en 24. sætið, en eru 10 höggum eða minna frá 1. manni, leika áfram. Fjöldi keppenda verður í mótinu og búist er viö metþátttöku, eða um 300 manns. Mótinu lýkur laugardaginn 30. júlí, en þá má búast við fjölda fólks í Grafarholti, að fylgjast með lokahringnum í meistarafiokkunum. I tengslum við Landsmótið verður sérstök keppni allra atvinnukylfinga landsins, þ.e.a.s. þeirra golfkennara sem kenna í landinu. Þeireru fiestir erlendir, eins og John Drummond, kennari þeirra GR-ntanna. Mörgum mun þykja lróðlegt að fylgjast með keppni þéssara kappa. Miklar framkvæmdir hafa verið í Grafarholti að undanförnu og nemur kostnaður við þær á annan tug milljóna. Lokið hefur verið við lagn- ingu vökvunarkerfis fyrir flatirnar. en það gjörbreytir allri aðstöðu því fiatirnar verða mun betri og vökvun þeirra stjórnað frá golfskálanum. Þá Itafa verið keyptar nýjar sláttuvélar fyrir á fjórðu milljón, sem eru mjög fullkomnar. Bygging á nýjum húsurn fyrir kerrugeymslur og vélageýmslu er vel á veg komin og inni í sjálfum golfskálanum hefur átt sér stað mikil endurnýjun á innréttingum og bún- ingsklefum. Á golfvellinum sjálfum hala flatirnar á 5. og 8. braut verið enduruppbyggðar frá grunni. 8. flöt- in hclur þegar verið tekin í notkun, en sú 5. verður tekin í gagnið á Landsmótinu. Búast má við harðri keppni í öllum fiokkum á Landsmótinu og mikilli stemningu. Núvcrandi ís- landsmeistara í meistaraflokki eru þau Úlfar Jónsson GK og Þórdís Geirsdóttir GK. BL Körfuknattleikur: w Unnu Portúgala Úlfar Jónsson íslandsmeistari í golfí. íslcnska drengjalandsliðið í köríú- knattleik varð í þriðja sæti á alþjóð- legu móti i Portúgal. Mótið var mjög sterkt og árangur íslensku drengj- anna var mjög góður, þeir unnu sigurvegara mótsins, Portúgala, í tvígang. I fyrsta leik sínum í mótinu voru íslensku strákarnir nærri því að vinna Spánverja, sem eru með eitt sterkasta karlalandslið í heimi og mjög góð unglingalið. Lokatölurnar voru 70-76 fyrir Spán. Jón Arnar Ingvarsson úr Haukum var yfir- burðamaður á vellinum og skoraði 30 stig. Marel Guðlaugsson UMFG skoraði 14 og Aðalstcinn Hrafnkels- son ÍR og Nökkvi Jónsson ÍBK gerðu 8. Næsti leikur var gegn Portúgölum Knattspyma: Stúlkurnar til Danmerkur og Færeyja Islenska stúlknalandsliðið í knatt- spyrnu hélt í gær í keppnisferð til Danmerkur og Færeyja. Liðið tekur þátt í Dana cup mót- inu dagana 25.-30. júlí og heldur síðan til Færeyja þar sem leikinn verður 1 landsleikur. Liðið er þannig skipað: Markverðrir: Steindóra Steinsdóttir í A SigríðurF. Pálsdóttir KR Aðrirleikmenn: AuðurSkúladóttir Stjörnunni ArndísÓskarsdóttir KA Ásta Haraldsdóttir KR Bergþóra Laxdal FH Elín Davíðsdóttir ÍA EydísMarinósdóttir KA Guðlaug Jónsdóttir KR Guðrún J. Kristjánsd. KR GuðrúnÁsgeirsdóttir Stjörnunni HildurSímonardóttir KA Guðrún Daðadóttir UBK Kristrún Heimisdótir KR Margrét Ákadóttir í A Sara Haraldsdóttir UBK Þjálfari liðsins er Aðalsteinn Örn- ólfsson. og nú tókst íslensku strákunum að knýja fram sigur, 75-62. Jón Arnar var stigahæstur með 31 stig, Nökkvi skoraði 18, Marel 8 og Eggert Garð- arsson úr ÍR skoraði 8 stig, en átti þar að auki mjög góðan leik í vörninni og fráköstunum. Síðasti leikurinn í mótinu var gegn portúgalska meistarliðinu Atl- etico, en þeir drengir voru aðeins eldri en íslenska strákarnir. Þrátt fyrir það unnu okkar strákar góðan sigur, 57-54. Jón Arnar gerði 21 stig og Nökkvi 12. Portúgalar sigruðu í mótinu með sigri á Spánverjunt, en íslendingar urðu í 3. sæti. Eftir mótið var leikið gegn Por- túgölum á ný og enn sigruðu íslend- ingar, nú 72-70. Það var Bergur Hinriksson úr UMFG sem tryggði íslandi sigur með tveimur vítaskot- um á síðustu sekúndum leiksins. Að sögn Jóns Sigurðssonar þjálf- ara íslenska liðsins voru móttökur Portúgala til fyrirmyndar eins og fyrri daginn og okkarstrákum boðið að koma aftur til Portúgals síðar. Ekið var með íslenska liðið í herrútu milli keppnisstaða, en formaður portúgalska körfuknattleikssam- bandsins er yfirmaður í hernum. Fylgdarmenn íslenskra körfuknatt- leiksmanna í Portúgalsferðum eru því jafnan vel vopnaðir og í einkenn- isbúningum. Samskipti íslands og Portúgals hafa verið mjög góð á síðustu árum, lyrir rúntu ári dvaldi drengjalandsliðið þar í 2 vikur við æfingar og keppni í boði Portúgala. BL íslenska stúlknalandsliðið í knattspymu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.