Tíminn - 22.07.1988, Page 13

Tíminn - 22.07.1988, Page 13
Föstudagur 22. júlí 1988 Tíminn 13 ÚTLÖND ill llllllllllllllllllllllllllllllllliil liiijiliiil Níkaragva: Kontrarnir klofna Særðir Kontraliðar sitja hér við spilamennsku. Ekki spilaðist hönduglega úr þingi Kontranna sem haldið var um helgina, því í kjölfar kosninga í framkvæmdaráð klofnaði Kontrahreyfingin. Öflugasta skæruliðahreyf- ingin í lið Kontra hefur nú dregið sig út úr samstarfi Kontraliða í kjölfar þess að Enrique Berinudez, fyrrum ofursti í Þjóðvarðliði hins illræmda Somoza forseta Níkaragva, var kjörinn í framkvæmdaráð Kontraliða á þingi þeirra sem haldið var í Dóminíkanska lýðveldinu um helgina. Leiðtogi skæru- liðasveitanna í suðurhluta Níkaragva, Jaqin Cham- morro, féll hins vegar í kjöri til framkvæmdaráðsins, en Chammorro hafði beitt sér fyrir því að Bermudez yrði settur af sem herforingi í liði Kontra í vetur. Þurfti George Shultz að skjótast niður til Hondúras til að sjatla þau mál. Pað voru sjö skæruliðaforingjar sem sitja í herstjórn andspyrnu- hreyfingarinnar í suðurhluta Níkar- agva sem gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru hættir samstarfi við aðra Kontraliða. „Æðsta herstjórn fram- varðasveitanna í suðri lýsir því yfir opinberlega að frá og með deginum í dag munu framvarðasveitirnar draga sig út úr samsteypustjórn andspyrnuhreyfinga í Níkaragva sem sveitirnar hafa tilheyrt frá stofn- un samsteypunnar í maí 1987“ Ekkert var minnst á hvort and- spyrnuhreyfingin í suðri hygðist leggja niður vopn eða halda áfram vopnaðri baráttu sinni óháð Kontra- liðum í norðri, en vopnahlé hefur haldist í Níkaragva frá því l.apríl utan það að liðsmenn Bermudezar gerðu eina árás á vörubílalest sand- ínistastjórnarinnar. Skæruliðaforingjarnir í suðri segj- ast hafa 3000 manns undir vopnum og er það um 40% liðsmanna Kontrasveitanna. Pví er þetta mikið áfall fyrir Kontraliða sem bíða í ofvæni eftir efnahags- og hernaðar- aðstoð Bandaríkjamanna, en Bandaríkjaþing tekur á næstunni afstöðu til þess hvort sú aðstoð verði veitt. Klofningur í liði Kontra eykur ekki líkur á aðstoð. Pað er deginum ljósara að skæru- liðaforingjarnir í suðri vilja ekki á nokkurn hátt bendla sig við Berm- udez, enda líða grimmdarverk sveita hans í tíð Somozas forseta seint úr minni Níkaragvabúa. í yfirlýsing- unni segja þeir að á þingi Kontra- hreyfingarinnar hafi lýðræðið þokað, en þess í stað hallist hreyfing- in að sífellt öfgafyllri hægristefnu. Friðarviðræður milli stjórnar sandínista og Kontra runnu út í sandinn í byrjun júnímánaðar, en Bermudez var alla tíð á móti þeim viðræðum. Chammarro vildi hins vegar reyna til þrautar að ná viðun- andi friðarsamkomulagi við Sandín- ista, þar sem tryggðar yrðu úrbætur í stjórnmálum í Níkaragva. Laus staða Laus er til umsóknar hálf staða lektors í hjúkrunarfræði við námsbraut í hjúkrunarfræði í læknadeild Háskóla íslands. Aðalkennslugrein er heilbrigðisfræðsla. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna til tveggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir á sviði hjúkrunarfræði, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 17. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 18. júlí 1988 Bændur athugið Til sölu vel með farin bindivél NEW HOLLAND 370, árgerð 78 og KEMPER 125 baggavagn árgerð 78, sem tínir í sig og úr. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 98-65519. Laus staða Laus er til umsóknar staða sérfræðings í íslenskri málfræði við islenska málstöð. Verkefni einkum á sviði hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og fræðsla og ritstjórnarstörf. Til sérfræðings verða gerðar sams konar kröfur um menntun og til lektors í íslenskri málfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 18. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 19. júií 1988 Eiturlyfjabarón ákærður fyrir morð Kólumbia: Einn helsti eiturlyfjabarón Kólumbíu, Pablo Escobar hefur nú verið ákærður fyrir aðild að morðinu á Guillermo Cano, ritstjóra dagblaðsins El Espectador, en blaðið hafði gengið nærri Escobar í skrifum sínum og gegn eiturlyfjasmygli. Sextán aðrir hafa verið ákærðir fyrir aðild að morðinu og hefur verið gefin út handtökuskipun á mennina. Pað er ekki nema rétt rúm vika frá því réttað var f morðmáli þar sem Escobar og aðrir eiturlyfjabarónar sem kenndir eru við Meddellínborg, voru ákærðir fyrir að eiga aðild að morðinu á Rodrigo Lara dómsmála- ráðherra landsins sem myrtur var árið 1984. Þá voru eitulyfjabarón- arnir sýknaðir af ákærunum og var það mikið áfall fyrir stjórnvöld í Kólumbíu, sem nú reyna að berjast með kjafti og klóm gegn ofurveldi eiturlyfjabarónanna. Escbar er nú ákærður fyrir að hafa greitt leigumorðingja 11.600 dollara fyrir að drepa Cano, en Cano var skotinn til bana við ritstjórnarskrif- stofur sínar í desembermánði 1986. Forseti Kólumbíu Virgilio Barco hefur verið ötull í baráttunni gegn eiturlyfjasmyglurum, þó varla sjáist högg á vatni þó verksmiðjur eitur- lyfjabarónanna séu eyðilagðar. Nýj- ar spretta upp eins og gorkúlur í stað hinna eldri. í gær upplýsti forsetinn að yfirvöld hafi frá því í janúar handtekið 3.657 menn grunaða um eiturlyfjasmygl, gert 13 tonn af kókaíni og 312 tonn af maríjúana upptækt og eyðilagt 693 eiturlyfja- verksmiðjur. „Mannréttindi, sérstaklega réttur- inn til að lifa, skoðanafrelsi og rétturinn til að taka þátt í stjórnmál- um, eru fótum troðin af eiturlyfja- smyglurum" sagði forsetinn í opnun- arræðu sinni á kólumbíska þinginu í fyrradag. Sagði hann ljóst að eitur- lyfjabarónarnir stæðu á bak við fjölda pólitískra glæpa og morða á saklausum bændalýð. Embættismenn segja að eiturlyfja- barónarnir hafi nú fyrirskipað fjöldamorð á bændum sem grunaðir eru um að styðja skæruliðahópa eða hinn vinstri sinnaða Þjóðareingar- flokk Kólumbíu. Síðast í gær bárust einmitt fréttir af því að tíu bændur hafi verið dregnir út af heimilum sínum og skotnir, líklega af mönnum eiturlyfjabarónanna. Kína: Lögreglunemi í mannvígum Ávítur kennarans í Lögreglufor- ingjaskólanum í Tangshan í Norð- ur Kína fóru heldur illa í nemanda hans sem var vel þjálfaður lög- reglumaður og átti að verða lög- regluforingi í framtíðinni. Af því verður þó ekki þar sem lögreglu- maðurinn var skotinn til bana af félögum sínum. Kennarinn mun heldur ekki kemba hærur sínar, því nemandi hans greip til skammbyssu úr vopnasafni skólans og skaut hann. Ástæðan var sú að kennarinn hafði ávítað lögreglumanninn harðlega fyrir að brúka mótorhjól í leyfis- leysi. Lærimeistarinn var ekki sá eini sem þurfti að geispa golunni vegna skotgleði og hefndarfýsn lögreglu- mannsins. Fimm aðrir féllu fyrir kúlum Liu Zhiqiang áður en hann flúði skólann á mótorhjóli. Liu varð bensínlaus og skipti því yfir á reiðhjól á flótta sínum. Hann leitaði sér skjóls í yfirgefinni bygg- ingu þar sem hann var skotinn til bana af vopnaðri lögreglu, 35 tím- um seinna. Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Fast verð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaöur: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjöröur Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garður Brynja Pétursdóttir Einholti 3 92-27177 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði DaviðÁ. Guðmundsson Hjallagötu 1 92-37675 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir riáarifi 49 93-66629 ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvik Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503 Bíldudalur HelgaGisladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut5 95-3132 Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri ÞrösturKolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Reykjahlíð lllugi MárJónsson Helluhraun 15 96-44137 Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Júlíus Theódórsson Lónabraut 37 97-31318 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaður KristínÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Björgvin Bjarnason Eskifjörður Fáskrúðsfjörður ÓlafurN.Eiríksson Hliðargötu8 97-51239 Stöðvarfjöröur SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur Óskar Guðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 99-4389 Þorlákshöfn ÞórdisHannesdóttir Lyngberg 13 99-3813 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 99-3198 Stokkseyri Friðrik Einarsson Íragerði6 99-3211 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimar 99-8172 Vík PéturHalldórsson Sunnubrautö 99-7124 Vestmannaeyjar SvanbjörgGísladóttir Búhamri 9 98-12395

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.