Tíminn

Dato
  • forrige månedoktober 1988næste måned
    mationtofr
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Tíminn - 01.10.1988, Side 11

Tíminn - 01.10.1988, Side 11
HELGIN Laugardagur 1. október 1988 11 r Vekuruppminn ingar og bætir við kostum Tímamynd Árni Bjarna Fiestir sem sjá þessar myndir hljóta að hugsa til þess tíma þegar þeir nutu þess að hossast úr réttunum á gamla harða Land-rovernum með sauðkindartæra ilminn yfír um og allt í kring. Þannig er það með mig þegar ég sé Land-rover ■ svip. Þessi gamla rómantík átti sinn þátt í því að mér þótti ekki við hæfí að láta sumarið og haustið líða án þess að eiga þess kost að aka svona eins og eina helgi um á nýjum og bónuðum jeppa á borð við þann gamla. Nú getur einhver sagt að ekki séu þetta svo merkilegir bflar, sem auk þess eru hættir að seljast, samanborið við þær drossíur í jeppalíki sem boðið er uppá þessi síðustu og léttustu ár. Sveitarhöfðingi strokka dísilvél með forþjöppu. Sú Þessu er einmitt þannig varið vél er eins og flestar aðrar dísilvélar með mig að ég hef lengi þóst vita eru orðnar 1 dag’ um 2’5 lltrar að Sá stutti er auðvitað meiri bíll til torfæruaksturs, þótt sá lengri sé skemmtilegri þegar ekið er um margar sýslur. Tímamynd Gunnar Þannig finnst mér alltaf að Land- Rover taki sig best út. Svona rétt eins og bjargvættur í gras- ÍDU. Tímamynd Kristjan að talsverðar breytingar hafi verið að ganga yfir hjá Rover-verksmiðj- unum í sambandi við þennan sveit- arhöfðingja í jeppastétt. Ég átti nefnilega lengi vel bíl af þessari gerð en hann hélt uppá tvítugsaf- mælið í minni eigu og átti ég hann þó enn um hríð eftir þann merk- isáfanga sem slík aldursmörk hljóta að vera fyrir hvaða bíltegund sem er. Hér er á ferðinni nýr höfðingi sem vissulega á skilið þá athygli að honum sé ekið um og fjallað sé um akstur þann í nokkrum orðum í öðrum eins málsvara bændastéttar og dreifbýlis og dagblaðið Tíminn hefur alla tíð verið. Með tvo í takinu Ég ætla þá ekki að liggja lengur á því áliti sem ég hef á þessum nýja Land-rover og tek ég bæði fyrir lengri gerðina (County 110) og þá styttri (County 90). Tölurnar standa einfaldlega fyrir lengdina milli fram og afturhásinga, en það er undirstrikað vegna þess að báðar lengdir hafa lengst um tvo til þrjá cm. Sá styttri var með átta sylindra vélinni úr Range Rover og er það ein léttasta átta sem boðið er uppá um þessar mundir, en hún er framleidd hjá Buick, ef ég man rétt og er aðeins um 283 cúbik og er gefin upp fyrir að vera 145 DIN. Sá lengri var hins vegar með fjögurra rúmtaki og gefur af sér um 88 DIN hestöfl. Er skemmst frá því að segja að eins og það getur verið gaman og þægilegt að aka um á átta gata jeppagræjum, með vökvastýri og öllum þægindum, þá er það jafn leiðinlegt að aka þessum sama bíl ef ekki er mjög lipurt að skipta honum milli gíra. Þannig var það því miður með þann stutta sem átti reyndar að vera liprari samkvæmt öllum stöðlum, að hann varstirðari og þar af leiðandi latur af stað í fyrsta gírnum. Sá lengri var satt að segja bara þægilegri í akstri ef eitthvað var, þrátt fyrir aukakílóin sem hann þurfti að bera með sér. Að vísu hafði ég ekki mikið tækifæri til að prófa þann stutta þar sem ekki var gert ráð fyrir því að hann yrði með í spilinu upphaflega. Hann var svona uppbót og hugsað- ur sem forréttur á hinn eina sanna langa diesel Land-rover. Lúxus miðað við þann gamla Mikill lúxus er í þessum bílum í dag og er það út af fyrir sig afar þægileg viðbót fyrir þá sem alltaf eru veikir fyrir þessu tákni karl- mennskunnar og upprunalegs líf- ernis í lifnaðarháttum okkar Is- lendinga. Endurminningin er svo rík að ég stóð mig margoft að því að tvíkúpla niður í annan gír eins og gera þurfti á þeim gamla sem ég átti. En hvað hefur Bretinn gert til að laða til sín nýja kaupendur að Land-rover? Hann hefur í stuttu máli sagt gert þetta: Það eru komn- ir gormar í stað hörðu, stinnu blaðfjaðranna. Það er komið vökvastýri. Það er búið að flytja mælaborðið upp á bak við stýrið þannig að það er hægt að sjá á skífurnar. Það er búið að klæða hvalbakið afar vel þannig að hljóð- einangrun er með góðu móti og vel hægt að tala saman bæði við fram- sætisfarþega og einnig við þá sem sitja í aftursætunum. Það er búið að leggja talsverða vinnu í alla loft-, gólf- og hliðarklæðningu. Það Mjúkur á gormum, traust- ur, frágangur, seigla, lipurt stýri, góður til vinnu, tekur marga í sæti. Stirður á gír- skiptingu, lítið olnbogarými út við dyr, frekar of lítil vél miðað við þyngd. er búið að koma fyrir rúðuupp- hölurum og eru hurðirnar þykkari sem því nemur. Auðvitað er búið að gera margt annað, en þessi upptalning ætti að vera næg til að gefa einhverja mynd af breyttum tímum. Það sem ekki er búið að gera nógu vel í sambandi við stutta bensínbílinn er að ekki er gaman að skipta um gírana á sama gamla stirða gírkassanum, að því er virðist. Saga hans samofin okkar En þessi gamalreyndi jeppi, sem á sína sögu svo samofna íslenskri réttarmenningu og sveitarróm- ( antík, er þrátt fyrir smávægilegar neikvæðar minningar kominn hér aftur og nú með nýju sniði. Hann er nú poppaðri en áður og ýmislegt hefur verið gert til að yngja hann upp í útliti. Hefur það að rnínu mati tekist afar vel og er ég enn veikur fyrir honum þegar ég sé honum bregða fyrir og verð ég líklega alltaf þannig samsettur. Ef ég ætti að velja mér sjálfur eina gerð af þessum nýja jeppa þá yrði ég ekki lengi að hugsa mig um og segði að sá stutti með diesel- turbo væri sá sem hentaði mér best. Ótrúlegt togafl Það sem þessi jeppi hefur alltaf staðið fyrir öðru fremur er það mikla togafl sem hann ræður yfir og sá mikli dráttarhæfileiki sem fáum eða engum jeppa hefur verið gefinn í jafn ríkum mæli. Hann fer bara af stað með byrði sína og ber hana í hljóði. Það er hægt að gíra hann vel niður og það er hægt að draga nær hvað sem er. Til dæmis gerði Tíminn sér það til prófunar að draga á þeim langa eins tonna farm án þess að hann setti það fyrir sig sá breski. Þannig er nú náttúran samansett. Þyngdarpunkturinn lági er nú einu sinni þannig að liann verður til þess að billinn grípur sig áfram þrátt fyrir þunga dráttar- byrði við óhæg skilyrði. Þannig er nú Land-roverinn hugsaður og þannig er útkoman. Sídrif og læsanlegur millikassi Hér í lokin verð ég að gera nokkra grein fyrir drifum jeppans. Hann er með stöðugu fjórhjóladrifi líkt og yngri bróðir hans Range- roverinn. Þannig er millikassa- hugsunin líka nánast sú sama. Ökumaður notar aðeins eina stöng til að ákvarða drifin. Ekki þarf að setja hann í framdrif þar sem framdrifið er þegar tengt. Hins vegar er hægt að valsa á milli lága og háa drifsins eins og hvern mann lystir. Þá er sama stöng einnig notuð til að læsa millikassanum þar sem hann verður að vera ólæstur í allri venjulegri notkun bílsins. Annað er ekki um að ræða sem notkunarmöguleikar á gírum. Fimmti gírinn er svo lokatromp- ið, en allir nýir jeppar eru nú með fimm gírum. Sá fimmti er yfirgír og er þar engu logið. Hann er ekki hægt að nota á þeim langa með díeselvélina nema niðurímóti eða á algerri flatneskju Suðurlands- undirlendis, svo einhver viðmiðun sé tekin. Annars er þetta seigur bíll sem auðvitað á erindi hingað þrátt fyrir að tímarnir séu nú breyttir frá því hann hafði ekki aðra samkepp- ni en ameríska Willys-jeppan. Engin hætta er á að hann nái þó svipaðri markaðshlutdeild og forðum, bæði vegna stöðugt fjölg- andi samkeppnisaðila og ekki síður vegna frekar hallrar stöðu gagnvart þægindum og lipurð nokkurra helstu jeppategunda nútímans. Kristján Björnsson Á FJÓRUM I HJÓLUM j Reynsluakstur: Land-Rover County_______ 110 diesel turbo og County 90 V8: I UMBOÐ: HÖLDUR, Akureyri | I I I I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar: Helgin (01.10.1988)
https://timarit.is/issue/280356

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Helgin (01.10.1988)

Handlinger: