Tíminn - 03.12.1988, Side 2

Tíminn - 03.12.1988, Side 2
2. TíminnT Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings segir að handhafar forseta- valds hafi aldrei þurft að nýta heimild til áfengiskaupa á kostnaðarverði Magnús orðinn blóraböggull! Tíminn hafði í gær samband við Guðrúnu Helgadóttur forseta sameinaðs þings og spurði hana hvort ekki hefði verið ástæða til afskipta ríkisendurskoðunar af vínkaupum hand- hafa forsetavalds fyrr en nú, með tilliti til þess sem fram kemur í frétt um þau kaup hér annarsstaðar á síðunni og einnig afhverju það væri ekki afmarkað hversu mikið magn hver aðili mætti I raun kaupa? „Það er náttúrlega ekki rétt að ekki sé getið um það hvert magnið megi vera. Það er engin ein mann- eskja handhafi forsetavalds. Það erum við þrjú; ég, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar. Þessi heimild er að sjálfsögðu gefin til þess að við getum haldið samkomur í nafni forseta íslands í fjarveru hennar. Slíkt ætti ekki að þurfa að gerast nema um langvarandi fjarveru væri að ræða. Það hefur hinsvegar aldrei nokkur maður ætlast til þess að þessi heimild væri notuð til einkanota. Ég hygg reyndar að handhafar forsetavalds hafi í raun aldrei þurft að nýta sér þessa heimild. Ég hef stundum verið að því spurð hvort ég hafi heimild til slíkra áfengiskaupa en hana hef ég óumdeilanlega ekki. Þarna er því á ferðinni einhver reginmisskilning- ur“. Ein flaska eða eitt þúsund - enginn munur - Er þá frekar um stigsmun en eðlismun að ræða þegar menn kaupa annarsvegar 200 flöskur og hinsveg- ar 1440? „Það skiptir nákvæmlega engu máli. Allt er þetta augljóslega til einkanota þar sem aldrei hefur verið haldið samkvæmi í nafni forseta- embættisins af handhöfum forseta- valdsins. Það er eins og ég hef áður sagt alveg fráleitt að hvert og eitt okkar séum handhafar forsetavalds- ins, við erum það aðeins öll saman. Mér er því óskiljanlegt hvernig fólk hefur getað misskilið þetta“. Embættismenn og fjölskyldufyrirtæki - En með tilliti til úttektar sem gerð var fyrir fjármálaráðherra á þessum vínkaupum undanfarin ár, hefur þá ekki gefist tilefni til opin- berra afskipta löngu fyrr? „Við skulum hafa það í huga að það er tiltölulega ný löggjöf sem setur ríkisendurskoðun undir Al- þingi sjálft. Áður heyrði hún undir fjármálaráðuneyti. Það gefur okkur tækifæri til að hafa beinni afskipti af málum sem þessum. Ég lái ríkisend- urskoðun það ekki, mönnuð eins og hún er, að starfsmenn hennar skuli ekki hafa getað tekið út einstaka þætti í öllu bákninu. Það þarf tölu- verðan mannafla til. Það er svo ekki fyrr en um þverbak keyrir sem athygli þeirra er vakin á þessari „neyslu“. Ég vil því ekki ásaka stofnunina sem slíka fyrir að hafa ekki verið með puttana í hverjum einstökum þætti í samfélaginu. Við gætum alveg eins ætlað henni að taka saman við hvaða fyrirtæki í þjóðfélaginu, opinberir aðilar skipta. Það kynni að leiða í Ijós að embættismenn skiptu aðallega við fjölskyldufyrirtæki sín. Það hlýtur að þurfa töluverðan mannafla til ef við ætlum að ráðast til atlögu við spillinguna í þjóðfélaginu." Magnús fái selskap „Svo getur komið að manni þyki nóg um árásir á einn mann sem vissulega fór langt fram úr því sem eðlilegt getur talist. Það er alveg víst að hann er ekki einn um það.“ - Ertu með því að segja að Magnús Thoroddsen sé orðinn ein- hverskonar blóraböggull í þessu máli? „Hann er kannski blóraböggull og það kom að því að einhver varð að vera það, hitt er annað mál að það er kannski mál til komið að hann fái þann selskap sem svo sannarlega er jafnsekur honum. Magnús Thoroddsen er ekki eins- dæmi. Það vill svo til að hans tilfelli er borðlagt en það er kannski spurn- ing hvort ekki þurfi að borðleggja fleiri dæmi.“ - Þarf að endurskoða þessar reglur varðandi vínkaup á kostnaðarverði? „Nei ég tel ekki nokkra þörf á að endurskoða þær. Það er alveg gjör- samlega ljóst hvernig menn eiga að nota þetta, vilji þeir nota heilastarf- semina í sjálfum sér. Þarna eimir bara eftir af forréttindum ríkjandi stétta í landinu sem telja ríkiskass- ann sína séreign, sem lýðurinn í landinu getur svo unnið fyrir. Það er nú ansi gamaldags og hæfir ekki nútíma þjóðfélagi.“ - áma Flugleiðaþota á Fornebu flugvelli í Osló: Hvellspringur undir þingflokksformönnum Frá Þór Jónssyni i Sviþjóó. í sama bili og flugvél Flugleiða snerti flugbrautina við lendingu á Fornebu flugvelli í Osló kvað við hár hvellur. Farþegar hrukku í kút en gátu ekki séð hvað olli. Síðar var tilkynnt að neflijól flugvélarinnar hefði hvcllsprungið við lendinguna. Flug Fiugleiöa til Stokkhólms, nteð viðkomu í Osló hófst sam- kvæmt áætlun frá Keflavíkurnug- velli klukkan 7:15 á fimnttudags- morgun. Vélin var fjarri því fullset- in en meðal farþega voru nokkrir pólitískir þungavigtarmenn. Þingnokksformennirnir Páll Pét- ursson Framsóknarflokki, Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðisflokki og Eiður Guðnason Alþýduflokki Þrátt fyrir spegilgljáandi svell á tií að róa taugarnar. voru á leið til Finnlands á fund á vegum Norðurlandaráðs. Farþegi í vélinni á leið til Stokk- hólms lýsir atburðinum með þess- um hætti: - Fcrðin hafði að öðru leyti gengið tíðhidalaust fyrir sig. Það var ekki fyrr en vélin lenti af fullum þunga á flugbrautinni sem hár hvellúr glúmdi um vélina. Maður hrökk í kút og varð.lítið eitt sméykur en létti þegar ekkert óhapp fylgdi í kjölfarið. Farþegar í vélinni gcrðu sér ekki strax grein fyrir því hvað hefði valdið hvellin- um. Þótt litið væri út unt kýraugun sást ekki að hjólið væri sprungið og það var ckki heldur að finna á lendingunni né akstri vélarinnar að flugstöðvarbyggingunni. flugbrautinni rásaði vélin ekki hið minnsta. Það var ekki fyrr en flugfreyjan tilkynnti utn klukkustúndartöf á franthaldi ferðarinnar til Svíþjóðar sem farþegum var greint frá hvað gerst hafði. Þá voru farþegar til Noregs þegar gengnir frá borði. Klukkustundartöfin teygðist þó í þrjá og hálfan tíma meðan á viðgerðinni stóð. Þar að auki varð að senda farþega á ieíð til Finn- lands um Kaupmannahöfn í stað Stokkhólms þar sem þeir misstu af flugvélum sínum vegnatafarinnar. Farþeginn segir í viðtali viðTínt- ann að starfsfólk Flugieiða hafi staðið sig með mestu prýði og greitt fyrir farþcgum með ýmsu mótim.a. var þeim skenktur niatur hanastél á leið tii Stokkhólms, LaugarcfaguF 3. <lesemberT988 Handhafar forsetavalds hafa til samans keypt 4.794 flöskur á sex árum: Handhafar r ■ heimildar? í gser barst Tímanum greinar- gerð frá fjármálaráðherra þar sem tínd cru til áfengiskaup handhafa forsetavalds á undanförnum árum. Þama er miðað við árin 1982-1988. í umræddu plaggi kemur í Ijós að Magnús Thoroddsen hefur, auk þeirra 1440 flaskna sem þegar eru frægar orðnar, keypt 720 flöskur af áfengi árið 1987. Af þeim voro 636 flöskur af sterku víni. Aðrir hæstaréttardómarar sem hafa sem handhafar forsetavalds nýtt sér heimild sína til áfengis- kaupa eru þessir: Magnús Torfason keypti 216 flöskur árið 1986 þar af 92 af sterku og 174 flöskur 1985 þar af 156 af sterku víni. Þór Vilhjálmsson keypti 387 flöskur 1984 og 447 árið 1983. Þar af eru rúmlega 230 flöskur af sterku víni hvort árið. Logi Einarsson keypti 180 flösk- ur af áfengi árið 1982 þar af 48 af sterku. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrverandi forseti sameinaðs þings, keypti 246flöskur árið 1988, 444 flöskur 1986, 216 flöskur 1985 og 324 flöskur 1984. Skipting milli létts víns og sterks mun vera nokk- uð jöfn auk sem urn er að ræða margar tegundir af hvoru. Þá kemur fram að aðrir hándhaf- ar forsetavalds hafa ekki keypt áfengi á þessum kjörum á ofan- greindu tímabili. - áma „Dópistar“ taka upp erlenda siði: Hreinsa nálarnar á salernispappír Tímanum hafa borist upplýsingar úr nokkrum áttum að það hafi tíðkast um allnokkurt skeið að eit- urlyfjaneytendur hreinsi nálar á sprautum sínum með því að stinga þeim inní klósettpappírsrúllur, til dæmis á veitingahúsum borgarinnar. Þetta munu þeir gera til að minnka líkurnar á að eyðnismit berist milli manna því „tæki“ þeirra og „tól“ ganga manna á milli ef þannig ber undir. Viðmælendur Tímans sögðu í gær að þetta hefði þekkst erlendis nokk- uð lengi og nú virtist sem þessi hroðalega hreinsunar-aðferð hafi borist hingað til lands. Pappír í læstum kössum Tíminn spurði Baldur Brjánsson framkvæmdastjóra Broadway að því hvort orðið hefði vart við slíka iðju á þeim stað? „Nei það er af og frá. Það er útilokað að slíkt gæti átt sér stað án þess að nokkur yrði þess var. Mér finnst þessar fréttir hinsvegar mjög ógnvekjandi og skil raunar ekki hvemig nokkur getur gert annað eins. Hér á Broadway sem og á öðrum stöðum Ólafs Laufdals eru allar klósettrúllur læstar inní sér- stökum kössum þannig að erfitt á að vera að komast að rúllunni sjálfri. Mér sýnist að slíkt gæti komið sér vel ef svona fólk er á ferðinni.“ Mikil hætta á eyðnismiti Hvaða augum lítur Ólafur Ólafs- son landlæknir þessar fréttir? „Það er náttúrlega alveg ljóst að klósettpappírinn dregur á engan hátt úr hættunni á eyðnismiti. Hann drepur engar veirur. Blóðið af nál- unum verður eftir í klósettpappírn- um, ásamt veirunum. Þarna er því stórhætta á eyðnismiti, séu viðkom- andi einstaklingar haldnir þeim sjúk- dómi.“ Ólafur sagði einnig að tími væri kominn til að benda á að eyðni- vandamálið væri ekki nema að hluta til læknisfræðilegt heldur væri það ekki síður vandamál manna á borð við Ólaf Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson. Það væri nefnilega fyrst og fremst fj ármagnið sem vantaði núna, þó læknar legðu að sjálfsögðu mikla áherslu á að finna bóluefni gegn eyðniveirunni. -áma

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.