Tíminn - 10.12.1988, Síða 1
Um síðustu aldamót ritaði Brynjólfur Jónsson frá
Minna-Núpi fáort æviágrip sitt, sem lýsir einstæðri
menntunarþrá hans, þrátt fyrir örbirgð og heilsuleysi
Nú koma þær bækur á markaðinn ein af annarri, þar
sem hinir og þessir rekja æviferil sinn, mismunandi
atburðaríkan, eins og gengur. Sumir eru svo sem ekki
ýkja aldnir að árum, sem sest hafa niður við að rita bækur
um sjálfa sig eða þá að þylja skrásetjurum. En hvað um
það, ævisögur virðast eftirsótt lesefni á íslandi, sem sést
best af því að jafnan eru einhverjar þessara bóka með
hinna söluhæstu fyrir jólin. En ekki verður því neitað að
stundum finnst mönnum að söguhetjur í ævisögum
hefðu að skaðlitlu getað tjáð sig í öllu skemmra máli um
lífshlaup sitt.
Hér verður nú birt sjálfsævisaga eins merkasta alþýðu-
fræðimanns á síðustu öld, Brynjólfs Jónssonar frá
Minna-Núpi, sem var maður mjögskrifandi alla ævi, þótt
hann ætti við þröng kjör að búa og heilsuleysi lengst af.
Hann ritaði söguna laust fyrir eða um síðustu aldamót
og birtist hún í Skírni árið 1914, en það ár andaðist
Brynjólfur. Mætti margur af honum læra að stilla
málgieðinni í hóf, svo ekki sé minnst á þá hógværð sem
frásögnin ber vitni um. Ekki hlýðir að fara mörgum
orðum um höfundinn, þar sem sagan sjálf skýrir frá hinu
helsta um þennan sérkennilega mann, sem þekktastur
mun fyrir söguna af Þuríði formanni og Kambránsmönn-
um.
Ég er fæddur að Minna-Núpi 26.
sept. 1838. Foreldrar mínir voru:
Jón bóndi Brynjúlfsson og kona
hans Margrét Jónsdóttir, er lengi
bjuggu á Minna-Núpi. Brynjúlfur,
föðurfaðir minn, bjó þar áður; hann
var son Jóns Thorlaciusar bónda á
Stóra-Núpi, Brynjúlfssonar á Hlíð-
arenda, Þórðarsonar biskups. Móðir
föður míns, síðari kona Brynjúlfs á
Minna-Núpi, var Þóra Erlingsdóttir,
Ólafssonar bónda í Syðra-Lang-
holti, Gíslasonar prests á Olafsvöll-
um. Móðir Brynjúlfs, afa míns, var
Þórunn Halldórsdóttir biskups.
Móðir Þóru, ömmu minnar, var
Helga Jónsdóttir bónda á Ásólfs-
stöðum, Þorsteinssonar; Helgu átti
síðar Jón bryti í Háholti, er þar bjó
í sambýli við Gottsvein gamla, sem
getið er í Kambsránssögu. Faðir
móður minnar var Jón hreppstjóri
Einarssonar á Baugstöðum, Éinars-
sonar bónda þar, Jónssonar bónda á
Eyrarbakka, Pálssonar. Móðir móð-
ur minnar var síðari kona Jóns
hreppstjóra, Sesselja Ámundadóttir
„snikkara", Jónssonar. Móðir Jóns
hreppstjóra, kona Einars bónda,
var Vilborg Bjarnadóttir bónda á
Baugstöðum á dögum séra Eiríks á
Vogsósum. Móðir Sezelju, ömmu
minnar, var Sigríður Halldórsdóttir,
Torfasonar frá Höfn í Borgarfirði.
Má rckja þessar ættir langt fram og
víða út, sem mörgum er kunnugt.
Ég ólst upp hjá foreldrum mínum,
og vandist sveitalífi og sveitavinnu.
Meir var ég þó hncigður til bóka
snemma, en hafði ekki tækifæri til
að stunda bóknám. Foreldrar mínir
voru eigi rík, en áttu 7 börn er úr
æsku komust, og var ég þeirra clstur.
Þau höfðu því ekki efni á að láta
kenna mér, en þurftu mín við til
vinnu, jafnóðum og ég fór að gcta
nokkuð unnið. Fremur var ég sein-
þroska og orkulítill fram eftir árun-
um, og var eigi traust að ég fengi að
skilja það hjá jafnöldrum mínum
sumum, að ég væri þeim eigi jafn-
snjallur að hatðfengi nc atorku eða
að þeir gerðu gys að bókafýst minni.
Slíkt tók ég mér þá nærri; en fékk
eigi að gert, með þv.í að heilsa mín
var líka tæp fram að tvítugsaldri. En
þá fór hún að styrkjast; og mun ég
eigi hafa staðið öðrum mjög mikið
að baki, meðan hún var nokkurn
veginn góð.
Kynni við menntaða menn
Þegar ég var á 17. árinu komu
foreldrar mínir mér fyrir hálfsmán-
aðartíma hjá séra Jóni Högnasyni í
Hrepphólum til að læra skrift, reikn-
ing og byrjun í dönsku. Það var
stuttur námstími, en þó átti ég
hægara með að bjargast á eigin
spýtur eftir en áður. Þann vetur fór
ég og fyrst til sjávar; reri ég síðan út
13 vetrarvertíðir, flestar í Grinda-
vík, ogauk þessnokkrarvorvertíðir.
Við útróðrana kynntist ég fleiri hlið-
um lífsins, fleiri mönnum og fleiri
héröðum. Þctta get ég með sanni
kallað mína fyrstu menntunar undir-
stöðu. Þó hún væri á næsta lágu stigi,
var hún þó bctri en ekkert, því við
þessar tilbreytingar þroskaðist hug-
urinn betur en hann hefði gert, ef ég
hefði ávallt setið kyrr heima. Vor-
róðra mína reri ég í Reykjavík, og
komst þar í kynni við menntaða
menn, svo sem dr. Jón Hjaltalín
landlækni, Jón Pétursson yfirdóm-
ara, Jón Árnason bókavörð, Sigurð
Guðmundsson málara, Árna Thor-
steinsson og Steingrím bróður lians,
Arnljót Ólafsson og Gísla jarð-
yrkjumann bróður hans. Gísla hefði
ég vel mátt telja fyrstan, því við
hann kynntist ég fyrst, og hann kom
mér, beinlínis og óbeinlínis, í kynni
við flesta hina. Þetta varð mér að
góðum notum; ég læröi talsvert af
viðkynningunni við þessa menn, auk
þess sem þeir gáfu mér ýmsar góðar
bækur. Á þessum árum lærði ég að
lesa dönsku, rita hreina íslensku og
skilja hinar málfræðislegu hugmynd-
ir. Einnig fékk ég yfirlit yfir landa-
fræði og náttúrusögu. Af grasafræöi
Odds Hjaltalíns lærði ég að þekkja
flestar blómjurtir, sem ég sá; varði
ég til þess mörgum sunnudögum á
sumrin. Jón Árnason kom mér á að
skrifa upp þjóðsögur, þó lítið kæmist
í safn hans, er þá var nær fullbúið. -
Sigurður málari vakti athygli mína á
fornleifum; og fór ég þá að nota
tækifæri að skoða rústir í Þjórsárdal,
og síðan ritaði ég um þær. Á fleiru
byrjaði ég þá; en lítið varð úr því
flestu, því ég varð að verja tímanum
til líkamlegrar vinnu, og gat því eigi
tekið verulegum framförunt í bók-
legum efnum, meðan ég var best
fallinn til þess.
Vorið 1866 féll ég af hesti, kom