Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 10
HELGIN
Laugardagur 10. desember 1988
10
T
I BETRI SÆTUM
niHHiiniiiiniu
OUJ
□UD
KILLER IN THE MIRROR:
Sagan um illu
spegilmyndina
„TOPP
TUTTUGU“
Stjömugjöf = ★★★
Aðalhlutverk: Ann Jilian,
Len Cariou, Jessica Walter
Leikstjóri: Frank De Felitta
Myndband Steinar
„Killer in the Mirror" er góð
spennumynd um ástir og örlög
fagurskapaðra tvíburasystra. Önn-
ur er ill og gjörsamlega samvisku-
laus en hin er allt að því góð í gegn.
Karen hin góða varð, löngu áður
en sjálf myndin gerist, ástfangin af
manni og allt virtist ganga í haginn.
Hins vegar er það Samantha hin
illa sem einhvern veginn giftist
þessum manni á endanum og eðli-
lega veldur það vinslitum þeirra
systranna. Hvor í sínu lagi hafa
þær búið og lifað lífinu á ólíkan
hátt í þau tíu ár eða svo, sem líða
frá vinslitunum og fram að þeim
tíma að áhorfandinn kemur til
leiks. Fljótlega eftir það liggja
leiðir þeirra saman að nýju og
atburðarásin verður spennandi
eins og vænta mátti þegar slíkir
fulltrúar góðs og ills eru á ferðinni.
Leikurinn í myndinni er góður
og sömuleiðis öll bygging atburða-
rásarinnar. Spenna helst í mynd-
inni frá byrjun og allt fram í
lokaatriði myndarinnar gerast
óvæntir hlutir. Myndin er mjög
frambærileg sem slík og þeir sem
vilja fara á videóleigu og ná sér í
spennumynd geta sem hægast tekið
þessa mynd og verið vissir um að
fá það sem þeir ætluðu. -BG
1. ( 1) Bestseller (Skífan)
2. ( 2) The Untouchables (Háskólabíó)
3. (19) Síöasti keisarinn (Myndbox)
4. ( 4) Someoneto Watch OverMe (Skífan)
5. ( 8) Nuts (Steinar)
6. (-) PrinceofDarkness (Myndform)
7. ( 3) Flightof the Navigator (Steinar)
8. (-) Hello (Bergvík)
9. ( 7) Stakeout (Bergvík)
10. ( 6) Tough Guys Don’t Dance (Myndbox)
11. ( 9) Spaceballs: The Video (J.B. Heildsala)
12. (11) Julia and Julia (Steinar)
13. (16) MurderOne (Skífan)
14. (10) TheLostBoys (Steinar)
15. (12) The Bedroom Window (J.B. Heildsala)
16. (27) NeverToo Young to Die (Háskólabió)
17. ( 5) ET-The Extra-Terrestrial (Laugarásbíó)
18. ( - ) Backfire (Myndbox)
19. (29) FlowersintheAttic (Myndbox)
20. (13) Nadine (Steinar)
( - ) Táknar að viðkomandi myndband (titill) er nýtt á list-
anum.
BABY M I og II
WHO’LL STOP THE RAIN:
Spenn-
andien
of löng
Stjörnugjöf: ★★Ví2
Aðalhlutverk: Nick Nolte,
Tuesday Weld, Michael Moriarty
og Anthony Zerbe.
Leikstjóri: Karel Reisz.
Myndband: Steinar
Hér er á ferðinni önnur hlið á
Víetnamstríðinu en maður á að
venjast. Myndin er byggð á sög-
unni „Dog Soldiers" sem eflaust
einhverjir kannast við.
Myndin segir frá því að stríðs-
fréttaritarinn, sem leikinn er af
Moriarty er búinn að fá sig full-
saddan af öllum stríðsrekstrinum
og ætlar sér að græða vel að honum
loknum. Hann ætlar sér að fá
bætur fyrir þann hrylling sem hann
hefur þurft að horfa upp á og hefur
kostað hann heilsuna. Hann kaupir
tvö kíló af heróíni sem hann ætlar
að selja með vænum hagnaði heima
í Bandaríkjunum. Hann fær vin
sinn, sem er atvinnuhermaður leik-
inn af Nolte, til að smygla eiturlyfj-
unum til eiginkonu sinnar, sem
leikin er af Weld. Það ætlar hins
vegar ekki að reynast Nolte auðvelt
að afhenda henni efnið, því þegar
hann kemur að heimili hennar
ráðast tveir útsendarar gerspillts
leyniþjónustumanns á hann.
Leyniþjónustumaðurinn ætlar sér
að græða sjálfur á eiturlyfjum og
svífst því einskis til að komast yfir
þau. En eins og sönnum vin og
atvinnuhermanni sæmir þá er
Nolte ákveðinn í að standa við
samninginn og gefur hvergi eftir.
Leikurinn berst til Klettafjallanna
þar sem Nolte var áður í samfélagi
við hippana og fer lokauppgjörið
þar fram.
Hér er á ferðinni ágætis spennu-
mynd, en er helst til of langdregin,
kannski ekki nema von þar sem
hún er teygð upp í 122 mínútur.
Mér hefur alltaf líkað ágætlega við
Nick Nolte í hlutverkum hetjunnar
WXRNER HOME VIDEO
Who'f/StopThemn
Hflfi jATii atfMfl t'A7lA ««. KAflH.
NICK NOat • TUHSOAY WLLH • MlCHAR MORIARTY
•WHOli STOP THE RAIN'
ZERBE.«.-..LAURENCt R0SEN1HAL •
Athyglisvert dómsmál
í leikrænum búningi
og bregst hann ekki nú frekar en
fyrri daginn. Hinir leikararnir skila
sínum hlutverkum einnig ágætlega.
Endirinn var eins og hann átti að
vera. -ABÓ
Stjörnugjöf = ★★★
Aðalhlutverk: JoBeth Williams,
John Shea, Bruce Weitz,
Robin Strasser, Anne Jackson
Leikstjóri: James Steven Sadwith
Myndband: JB-myndbönd
Eflaust muna margir eftir tiltölu-
lega nýlegu dómsmáli í Bandaríkj-
unum um umráðarétt yfir barni þar
sem svokölluð leigumóðir átti í
hlut. í hnotskurn snerist málið um
það að vel stæð og menntuð hjón
sem af læknisfræðilegum ástæðum
vildu ekki taka þá áhættu að eign-
ast barn gerðu samning við konu
ÞAÐ 3Y íua M3Ö DflAUVNUM UM AÐ
EtGNAST BARN EN ENDAEM m martroð
n BABY M
STAR WARS:
THE EMPIRE STRIKES BACK:
Fjórar klst. af
stjörnustríði
Stjörnugjöf= ★★
Aðalhlutverk: Mark Hamill, Harri-
son Ford, Carrie Fisher, Peter Cush-
ing (Star Wars), Alec Guinnes (Star
Wars), Billy Dee Williams (Empire
strikes back), Anthony Daniels
(Empire strikes back).
Leikstjórar George Lucas (Star
Wars), Irvin Kershner (Empire
strikes back)
Myndband: Steinar hf.
Það þarf nú víst ekki að kynna
myndirnar um stjörnustríðið fyrir
samtíðarfólki slíkt var umtalið um
þær á stnum tíma og í þær var eytt
óhemju fjármunum.
Myndirnar tvær segja frá baráttu
uppreisnarmanna við hið illræmda
keisaraveldi þar sem fremstur í
flokki fer hinn illræmdi Svarthöfði.
Myndin hefst á að Lilja prinsessa
er tekin höndum af mönnum keis-
arans og er henni gefið að sök að
hafa undir höndum teikningar af
„Dauðastjörnunni", herstöð og
bækistöð keisarans. Inn í réttlæt-
isbaráttu uppreisnarmanna flækist
hinn hugdjarfi Logi flugstjóri
ásamt þeim kaptein Sólo, Chewie
hinum loðna og vélmennatvíeyk-
inu R2D2 og C-3PO.
Síðari myndin er sjálfstætt fram-
hald þeirrar fyrri með sömu sögu-
persónum. Strax í upphafi fáum
við þetta rosalega bardagaatriði
með viðeigandi geislaskothríð, þar
sem uppreisnarmenn bíða mikið
afhroð. Logi leitar aðstoðar og fær
þjálfun hjá Væringjariddara og fær
þá notið AFLSINS svokallaða sem
gerir hann jafnvígan Svarthöfða og
verður myndin að einvígi þeirra á
milli.
Myndirnar eru nú svo sem ekk-
ert leiklistarlegt þrekvirki, en hins
vegar eru tæknibrellurnar mjög
góðar og halda manni vel við efnið.
Ágætis afþreying fyrir yngri kyn-
slóðina. -PS
um að hún léti frjóvga sig með sæði
mannsins og æli honum eða hjón-
unum barn sem hún síðan gerði
ekkert tilkall til. Konan var m.ö.o.
að leigja hjónunum afnot af líkama
sínum til að ganga með barn
mannsins. í staðinn fékk hún háa
peningaupphæð. Samningurinn
virðist einfaldur lengi framan af en
síðan flækjast málin þegar leigu-
móðirin fær sig ekki til að láta
barnið, sem hún hefur gengið með,
frá sér og vill rifta samningnum.
Þessi staða er gífurlega flókin,
bæði siðferðilega, lagalega og til-
finningalega og um þessar flækjur
fjallar myndin á ítarlegan hátt
enda er myndbandið tvær spólur.
Leikgerð þessarar sönnu sögu er
að flestu leyti góð. Pó undirrituð-
um sé ekki kunnugt um hvernig
aðstæður voru í einstökum atriðum
virðist þó sem raunverulegri at-
burðarrás sé fylgt í megin atriðum.
Spenna er í myndinni mest allan
tímann þó e.t.v. megi finna að því
að aðdragandi sjálfra réttarhald-
anna og málflutningsins þar sé full
ítarlegur og jafnvel langdreginn á
köflum. Hins vegar hressist Eyjólf-
ur á seinni spólunni og jafnframt
því að spennan vex er einnig fróð-
legt - svona eftir á - að velta fyrir
sér viðbrögðum almennings og
meðferðar fjölmiðla og ýmissa
hagsmunahópa á málinu. Myndin
vekur fólk til umhugsunar um
ákveðnar grundvallarspurningar
enda vandamálið sem glímt er við
margslungið. Hver er réttur móð-
urinnar og er til einhver grundvall-
arréttur hennar til samveru með
sínu eigin barni eða er slíkur réttur
eitthvað sem hún getur afsalað sér
í kjánaskap með því að skrifa
undir samning. Hvor er meira
virði, réttur móður til barnsins eða
réttur föður til bamsins sem jafn-
framt hefur verið styrktur með
skriflegum samningi við móður-
ina? Þetta eru spurningar sem velt
er upp í myndinni og eru því
áhugaverðari að um raunverulegt
dæmi er að ræða og meira að segja
mjög nýlegt. Óhætt er að mæla
með þessari mynd við þá sem hafa
tímann fyrir sér. -BG