Tíminn - 10.12.1988, Page 3

Tíminn - 10.12.1988, Page 3
Laugardagur.1,0. desember 1988 HELGIN 3 tók Erlingur bóndi Ólafsson á Sáms- stöðum hann til fósturs. Ólst hann síðan upp hjá honum og konu hans, Þuríði Jónsdóttur, fyrst á Sámsstöð- um og síðan í Árhrauni á Skeiðum. Reyndust þau honum sem bestu foreldrar, og Páll son þeirra, er tók við búi eftir föður sinn, sem besti bróðir, og sama er að segja um öll þau systkin. (Eitt þeirra, Þorsteinn skáld og ristjóri, var eigi alinn upp hjá foreldrum sínum.) Man ég vel hve hræddur ég var við erfið kjör og ómilda dóma, þá er ég, slíkur aumingi, hafði eignast barn. En hér fór sem endranær að guðleg forsjón bætti úr fyrir mér. Eg hefi haft mikla ánægju af sveininum. Hann hefir komið sér vel, er talinn- vel gáfaður, en þó meir hneigður til búsýslu. Þykir mér það og meira vert. Það ætla ég, að ég sé trúhneigður af náttúru; en móðir mín innrætti mér líka trúrækni þegar ég var barn. Samt er ég enn meir hneigður fyrir að vita en trúa. Ég hefi átt við efasemdir að stríða, og ég hefi reynt að leita upp sönnun fyrir trúaratrið- um. Tilraun til þess kom fram í kvæðinu „Skuggsjá og ráðgáta", og í fleiri kvæðum mínum. Um þess konar efni hefði ég verið fúsastur að rita, ef ég hefði verið fær um það. En hitt hefir orðið ofan á, að það lítið sem eftir mig liggur ritað, er mest sögulegs efnis, ellegar um landsins gagn og nauðsynjar. 2ÍP cg* 6®* ÍB3 O A ÁUlFIEMiOniR OIRIfKKniR Öl, vín, brenndir drykkir og vínblöndur Eftir Hinrik Guðmundsson verkfræding Fróðleg, áreiðanleg og sjálfsögð handbók fyrir alla, sem vilja umgangast áfenga drykki eins og siðmenntaðir menn. í bókinni er rakin saga áfengra drykkja frá öndverðu og m. a. saga elztu ölgerðar í veröldinni, sem hefur starfað óslitið frá árinu 1040. Bókin er skreytt með fjölda litmynda og þar er að finna mikinn fjölda uppskrifta og leiðbeininga um framleiðslu og neyzlu áfengra drykkja, þar sem hófstillingin sýnir menningar- brag Evrópumannsins. Kjörin bók fyrir unga sem aldna. Verð: 3.750 kr. með söluskatti. Hinrik Guðmundsson, simi 34026 blómciual Gróðurhúsinu við Sigtún. Sími 689070 NORÐMANNSÞINUR Jólatréð sem ekki fellir barrið Jólatrén okkar eru óvenjufalleg í ár. Komið í jólaskóginn og veljið jólatré við bestu aðstœður Landsbyggöarþjónusta. Sendum jólatré hvert á land sem er. Pantiö tímanlega. ARíURINN Erik Nerlöe Hún er ung og fátæk og ferðast til aldraðrar frænku sinnar til að aðstoða hana í veikindum hennar. Alveg síðan hún var barn hafði hana dreymt um að fá einhvern tíma tækifæri til þess að búa á óðalssetri. Þessir draumar hennar höfðu fengið hana til að gleyma dapurlegri og erfiðri bernsku sinni. Nú virtust óskir hennar mjög óvænt vera að rætast — en ungi maðurinn í draumum hennar elskar aðra . . . GYLITU SKORNIR Else-Maríe Nohr Móðir hennar var kona, sem var erfið í umgengni, og bugsaði aðeins um sjálfa sig. Og bróðir hennar var eiturlyíjasmyglari, sem eftirlýstur var af lögreglunni. Eitt kvöldið fer hún frá heimili sínu og eftir það fréttist ekkert af henni. Þegar hún sást síðast, var hún klædd hvítum hlíralausum kjól, með gula slá og var í gylltum skóm. Lögreglan er á þeirri skoðun, að henni hafi verið rænt af samtökunum, sem bróðir hennar er í. AST OG ATOK Sigge Stark Þær höfðu farið upp í selkofa, sem var úr alfaraleið uppi í skóginum. Þær voru dálítið óttaslegnar, því að þær höfðu frétt af því, að smyglarahópur héldi til í nágrenninu. Þær voru taugaóstyrkar, og enn meir eftir að hundur þeirra hafði fundið bakpoka falinn bak við stóran stein í skóginum. í bakpokanum var samanvafmn frakki, fjórir elgsfætur og bréfmiði, sem á var skrifað „Miðvikudag kl. 11". En hvað átti að gerast á miðvikudag klukkan ellefu? SKVGGSJA - BOKABUÐ OLIVERS STEMS SF ÖRLAGAÞRÆÐIR Barbara Cartland Idona Overton hafði orðið furðu lostin, þegar hún komst að því, að faðir hennar hafði, áður en hann var drepinn í einvígi, tekið þátt í veðmáli. Og það sem hann hafði lagt undir var húseign hans, allt sem í húsinu var — og þar með talin dóttir hans. Þetta hafði hann lagt undir í t veðmáli við markgreifann af Wroxham. En vegir örlaganna eru órannsakanlegir, og þegar heitar tilfmningar leysast úr læðingi milli tveggja persóna, getur hvað sem er gerst — einnig það, sem síst af öllu var hægt að láta sér detta í hug. . . AÐEINS UM EINA HELGI Theresa Charles Morna, eldri systir Margrétar Milford, hafði tekið fyrstu ást Margrétar frá henni og gifst honum. Og síðan hafði Morna sagt við Margréti: ,,Gleymdu eiginmanni mínum — og komdu ekki nálægt okkur!" Þetta hafði sært Margréti mikið. Nú var Morna sjúk af einhverri dularfullri veiruveiki og gat ekki hugsað um börnin sín þrjú — og það var erfitt fyrir Margréti að rieita hinni örvæntingarfullu beiðni um hjálp. Það er aðeins yfir helgina fullvissaði Margrét hinn góða vin sinn, Hinrik, um. Það getur nú ekki margt gerst á einni helgi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.