Tíminn - 10.12.1988, Síða 5

Tíminn - 10.12.1988, Síða 5
lOO.T l Jjjc I ) J JO, Laugardagur 10. desember 1988 HELGIN W 5 Eyjólfur Kristjánsson með sína fyrstu „sólóplötu“;'Dagar: Plata sem gælir við hlustirnar Eyjólfur Kristjánsson vakti fyrst athygli mína með Vísnavinum fyrir nokkrum árum. Hann hefur vissu- lega vaxið og dafnað sem tónlistar- maður síðan og óhætt er að segja að með plötu sinni, Dagar, skipi hann sér í fremstu röð tónlistar- manna á íslandi. Ég las í viðtali við Eyjólf fyrir skömmu að upptökur plötunnar hefðu byrjað fyrir rúmu ári, enda hafi henni verið ætlað að koma út fyrir síðustu jól. Það tókst hinsveg- ar ekki og fyrir bragðið er hún sennilega enn betri en annars hefði verið. Það er ekki á hverjum degi sem það er illmögulegt að benda á þau lög sem skara fram úr, en svo er þó íþetta sinn. Ástæðan eránægjuleg, þau eru allflest í þeim gæðaflokki að geta talist verulega áheyrileg, hreint og beint góð. Það má sem sé segja að í heildina sé þessi plata stórgóð. Ef ég ætti að benda á veikasta hlekk plötunnar þá finnst mér hann vera Átján tíma á dag. Ekki þó lagsins vegna því út á það er ekkert að setja heldur felli ég mig alls ekki við textann. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum því mér virðist það lag eiga einna helst upp á pallborðið á útvarpsstöðvunum. Eyjólfur velur þá gleðilegu leið að fá til liðs við sig menn sem geta samið góða texta. Ber þar fyrstan að nefna Aðalstein Ásberg Sig- urðsson en hann á marga góða texta á þessari plötu. Undantekn- ing frá þeirri reglu er að mínu mati textinn við Átján tíma á dag, eins og kemur fram hér að ofan. Auk Aðalsteins eru það þeir Sverrir Stormsker og Hörður Torfason sem eiga sinn textann hvor á plöt- unni. Allur hljóðfæraleikur finnst mér til fyrirmyndar enda virðist valinn maður í hverju rúmi. Nægir þar að nefna Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaug Briem, Har- ald Þorsteinsson og Jóhann Ás- mundsson að öðrum ólöstuðum. í örfáum orðum má segja að þessi plata gefi til kynna að á bak við hana sé maður sem hefur metnað til að gera vel - og tekst það. -Árni Magnússon ÆVINTtg OLAFUR M. JOHANNESSON ÆVINTYRABÆKUR ÆSKUNNAR Óvænt ævintýri er heillandi og skemmtileg PÉTUR 20PH0NÍASS0N í VIKINGS LEKJARÆIT I FANGINN OG DOMARINN Þáttur af Sigurði skurdi og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. VÍKINGSLÆKJARÆTTIV Pétur Zophoníasson Þetta er íjórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k; og l-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjamasona og Kristínar Bjama- dóttur. í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem fylgja niðjatalinu. i næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. ÞORÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur\ maður, .viljafastur og mikill ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi hermaður, en um leið x4jóð og vísur gefa glögga mannlegur og vinsæll. Ásgeir mypd af Sveini og viðhorfum Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til em bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í íslendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagaíjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna. SKVGGSJA - BOKABÚÐ OIIVERS STEINS SE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.