Tíminn - 10.12.1988, Side 6

Tíminn - 10.12.1988, Side 6
6 HELGIN Laugardagur 10. desember 1988 Að morgni krýningar Georgs IV, Bretakonungs hinn 19. júií 1821, reis kona hans, Karóiína af Brunswick úr rekkju við dagrenningu og skrýddist hvítum satínkyrtli, nældi strútsfjaðrir í hárið og ók til Westminster Abbey - þar sem dyrunum var skellt við nefið á henni! „Ég er drottning ykkar!“, hrópaði Karolína. „Ætiið þið ekki að hleypa mér inn?“ Hood lávarður, sem var einn þeirra er fylgdu hinni tignu konu, sagði víð dyragæslu- menn: „Ég kem hér með drottninguna. Hún þarf enga aðgöngumiða.“ En þrátt fyrir allan þennan skrípaleik, sat við svo búið. Skipanir höfðu verið gefnar um að Karólína mætti alls ekki inn í kirkjuna koma. Fyrir innan fór krýningarathöfn- in fram, án þess að hún væri nærstödd. Konungurinn hafði unnið sigur í viðureigninni við þá konu sem hann hataði. Nú yrði hún aldrei krýnd. „Blessaður fáðu mér koníaksglas“ Þetta undarlegasta hjónaband í sögu enskra konunga var misheppn- að, alveg frá því er þau hjón sáust fyrst. Prinsinn leit aðeins einu sinni á þessa stuttu, barmmiklu, þýsku stúlku, sem valin hafði verið handa honum, gekk skjótum skrefum burt frá henni yfir stofuna og hvíslaði að vini sínum, jarlinum af Malmesbury: „Harris, mér líður ekki sem best. Blessaður fáðu mér koníaksglas.“ Karólína varð hissa, en hún brast ekki í grát, eins og margar stúlkur hefðu gert. „Guð minn góður!" hrópaði hún upp, svo allir heyrðu. „Lætur prinsinn alltaf svona. Mér finnst hánn feitur og hann er alls ekki eins myndarlegur og á myndum." Þessi voru vandræðin með Karól- ínu. Húngataldrei haldiðsérsaman. Prinsinn var smámunasamur, hé- gómlegur og tilfinninganæmur. Hún var hin fullkomna andstæða. Hegð- un hennar var eins og framhleypinn- ar skólastelpu og hana vantaði allt sem kallaðist að vera kvenlegt. Fyndni hennar var gróf og frenju- skapurinn átti eftir að koma henni í koll í hinni háu stöðu hennar. Hana grunaði síst í hver vandræði hún átti cftir að steypa honum, þótt al- mannarómur segði að þau væru rétt mátuleg hvort handa öðru. Foreldrum st'num, hertoganum og hertogaynjunni af Brunswick, var hún til armæðu frá því fyrsta. Þeim fannst hún skringileg og uppátekta- söm. Hún var hreinn villingur og hvernig sem reynt var að ala hana upp, kom allt fyrir ekki. Hún laug þau full, svo þau vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar hún var I6 ára þötti hún snotrasta stúlka, með púðraða lokka, fallega húð og skær augu. En hegðunin var engu lík. Eitt sinn þegar móðir hennar hafði bannað henni að koma á dansleik við hirð- ina, hljóp hún veinandi upp í rúm sitt, sagðist vera ólétt og um það bil að fara að fæða. Það varð feiknalegt uppistand og ljósmóðirin var sótt. „Jæja, frú,“ sagði prinsessan við móður sína, sem skaif á beinununt. „Ætlarðu að banna mér að fara á ball aftur.“ Tuttugu og sex ára gömul var hún enn ógift. Ýmsir heldri, ungir aðals- menn höfðu að vísu gaman af að spjalla við hana, en þeir tóku til fótanna, þegar hjónaband kom til umræðu. Því lyftist brúnin á gamla hertoganum, þegar beðið var um hönd dóttur hans handa sjálfum prinsinum af Wales. Prinsinn hafði aldrei séð hana og var raunar trú- lofaður í trássi við vilja hirðarinnar ungri ekkju, Maríu Fitzherbert, sem hann var mjög ástfanginn af. En hún var hvergi nógu tiginborin og kaþ- ólsk að auki. Prinsinn hafði safnað miklum skuldum vegna spilafíkni og útsláttarsemi og faðir hans, Georg III, sem var mjög í mun að hann eignaðist son, lofaði að greiða alla skuldasúpuna, svo fremi að hann kvæntist boðlegri konu. Karólína virtist hæfa mjög vel, prinsessa kom- in af traustum aðalsættum og mót- mælendatrúar. Ekki mjög hreinlát Malmesbury lávarður var sendur að sækja hana. Hann gerði hvað hann gat til að sjá sem flesta kosti við hana, en þeir voru ýmsir. Hún var gæðablóð og létt í lund - svona yfirleitt. En hann varð að játa að hún var allt of blátt áfram, kumpán- leg í framkomu og grófgerð. Hann reyndi að kenna hcnni ýmsa hirðsiði og leiða henni fyrir sjónir hvaða ábyrgð því fylgdi að vera prinsessa af Wales. En mestar áhyggjur hafði hann af því að hún var ekki mjög hreinlát, því prinsinn þoldi ekki að fis sæist á neinu, dauðu eða lifandi. Hún þvoði sér ekki oft og var í grófofnum nærklæðum og þykkum sokkum, sem hún lét sjaldan þvo. Og það sem verra var - þessu var hún ófáanleg til að breyta. Þegar hún kom til Englands var hún falin umsjá hinnar ráðríku lafði Jersey, alúðarvinkonu prinsins, sem lét fá henni glæsilegan klæðnað og snyrta hana frá toppi til táar, áðuren hinn fyrsti fundur þeirra prinsins varð. En Karólína hataði lafðina og tók senn upp fyrri háttu. „Ég trúi því ekki!“ Brúðkaupið fór fram í Konungs- kapellunni í St. James höll, þann 8. apríl 1795. Prinsinn var dauðfölur og hafði það af að fá athöfninni lokið, einungis með því að hljóta sífellda hvatningu og áminningar frá föður sínum. Hannsat uppi í stól við eldstæðið í dagstofu sinni alla brúð- kaupsnóttina og hraut. „Þar leið hann út af og ég fór mína leið," sagði Karólina hverjum sem heyra vildi á eftir. Enginn vafi var á því að honum fannst hún líkamlega fráhrindandi og kom ekki upp í hjónarúmið, nema til þess að fullnægja hjóna- bandsskyldunni. Þegar á daginn kom að Karólína var vanfær „widd child“ eins og hún sagði á sinni þýskuskotnu ensku, hrópaði hún upp: „Ég trúi því ekki!“ og gaf þannig óbeint í skyn að hún hefði ekki ætlað að prinsinn væri fær um slíkt. Þessi orð fyrirgaf hann henni aldrei. Hún fæddi dóttur, Karlottu prins- essu, þann 7. janúar 1796. og maður hennar skrifaði í dagbók sfna: „Prinsessan fæddi eitt ógurlegt stúlkubarn." Vitanlega vildi hann hafa eignast dreng, svo hann þyrfti ekki að samrekkja konu sinni lengur. Vonbrigðin ollu því að hann lagðist í þunglyndi og var ekki mönnum sinnandi lengi á eftir. Hann taldi sig vera að deyja, samdi erfða- skrá sína og mælti svo fyrir að frú Fitzherbert skyldi erfa allar eigur sínar. Umsjá dótturinnar skyldi kon- ungurinn, faðir hans, taka að sér. „Móðir þessa barns á ekkert að hafa af uppeidinu að segja,“ skrifaði hann enn fremur. Og síðan: „Marg- faldar sannanir þær sem ég hef fengið fyrir dómgreindarleysi hennar, gera það að verkum að ég tel mér skylt að afstýra því með öllum ráðum að barnið falli í svo óhæfar og illar hendur sem hennar." „Ég ffæ mér karlmann, þegar mérsýnist“ Eftir fæðingu Karlottu fjarlægðust foreldrarnir enn meir hvort annað. Prinsinn kvartaði við móður sína um „andstyggð nálægðar hennar" og átti þá við það að það væri ólykt af henni - hann vildi ekki einu sinni sitja við sama borð og hún. Hann bjó sjálfur í aðskildum hluta Carlton House, þess stóra húss er hann átti í London, en prinsessan í öðrum hluta. Hin konungborna dóttir þeirra var svo ásamt barnfóstrum sínum í enn öðrum herbergjum. Prinsinn var farinn að segja það opinskátt að hann óttaðist að sam- band þeirra batnaði aldrei, og loks skrifaði hann til Karólínu: „Forsjón- in hefur gert okkur ókleift að vera samvistum, en okkur er ekki um megn að gera líf okkar þægilegt og rósamt..." Og þau ákváðu að búa aðskilin. Tengdafaðirinn, Georg III, var á mörkum brjálsemi síðustu ár sín. Hann kunni þó betur við Karólínu, en sonur hans. Skopmyndateiknari sýnir þann gamla étandi egg. Karólína prinsessa flutti heimili sitt til Montague House á Black- heath og brátt fór að fara orð af heldur en ekki fjörugum samkvæm- um hennar. Hún bauð til sín sjóliðs- foringjum frá Greenwich, sem var í grenndinni og meðal gesta voru sá frægi aðmíráll sör Sidney Smith og Manby freigátuforingi. Ein þjónustustúlknanna sagðist hafa séð húsmóður sína og aðmírálinn við svo óviðurkvæmilegar aðstæður að það hefði liðið yfir hana. Karólínu féll alls ekki við enskar konur, svo í mörgum samkvæma hennar voru eingöngu karlar. Venja hennar var að teyma þann útkjörna með sér burtu, þegar á samkvæmin leið, svo gestirnir urðu að hafa ofan af fyrir sér sjálfir eftir það. „Ég fæ mér karlmann, þegar mér sýnist," sagði hún einni vinkonu sinni. Hún beraði meira af barmi sínum, en sómasam- legt þótti á þeirri tíð og dansaði svo ákaft að nærpilsin blöstu við, ef sá gállinn var á henni. Vafasamur félagsskapur Brátt tók fólk að neita að koma í boð hjá henni. Þegar ein þjónustu- meyja hennar vogaði sér að láta í það skína að hún gengi full langt, sneri húm sér að henni í bræði og rak hana fyrir ósvífni. í Blackheath efndi Karólína til vináttu við frú eina í grenndinni, lafði Karlottu Douglas, laglega konu, sem skeytti jafn lítið um skömm eða heiður og hún sjálf. Þetta átti eftir að verða Karólínu dýrt og það kostaði hana niðurlægj- andi rannsókn á einkahögum hennar. Vandræðin byrjuðu þegar lafði Karlotta tilkynnti að hún væri barns- hafandi. Karólína, sem farin var að verða leið á henni, ákvað að gera henni grikk. Hún ætlaði að látast vera ólétt líka. Hún tróð sig úr með púðum og fór að heimta steiktan lauk til morgunverðar. í fyllingu tímans, eitt sinn þegar Karlotta var í heimsókn, sýndi hún henni sofandi smádreng. Þegar hún loks hafði skemmt sér nægilega yfir hinni dauð- hrelldu Karlottu, sagði hún henni hvers kyns var. Lafðin var stórmóðg- uð. „Litli Willum“ Nafn drengsins mun hafa verið William Austin, sonur hafnarverka- manns í Deptford. Sá var meðal bestu kosta Karolínu að hún hjálp- aði fátæklingum og munaðarleys- ingjum á ýmsan hátt og frú Austin, sem hafði frétt af þessu, leitaði á náðir hennar. Maður hennar hafði þá misst vinnuna og skortur svarf að þeim. Karólína bauðst til þess að taka drenginn að sér. Hann kom rétt mátulega til þess að það mætti nota hann við prakkarastrikið, en átti raunar eftir að vera henni nákominn æ síðan. Hún kallaði hann „Litla Willum" og þegar einhver minntist á hann sem „son yðar“ við hana sagði hún: „Sannaðu það og hann verður kon- ungur þinn“. Þetta var vitanlega hættulegt tal og fréttist til prinsins af Wales, sem heimtaði að vita hvað gengi eiginlega á. Vinkonan, lafði Karlotta, hugsaði henni þegjandi þörfina. Hún var bálreið við Karólínu fyrir að slíta vinskapnum og einnig vegna kynna hennar við sör Sidney Smith. Sjálf hafði hún verið ástmær hans. Hún fullyrti að Karólína hefði fætt „Litla Willum" á laun 1802. Hún gerði líka skrá um elskhuga hennar. Augljóst var að eitthvað varð að gera. „En sú léttúð og Iausingjahátt- ur...“ muldraði tengdafaðir hennar, Georg konungur þriðji, sem um þessar mundir var talinn á ystu nöf geðbilunar. 1806 var rannsóknar- réttur skipaður til þess að fara ofan í saumana á hegðun Karólínu. Rétt- urinn var kallaður „Viðkvæma nefndin“. Var það ekki fyrr en Sophia Austin, móðir drengsins, hafði verið leidd fyrir réttinn, að prinsessan var sýknuð af hórdóms- broti. Nefndarmennirnir ræddu líka aðra vafasama þætti í hegðun hennar og hún var áminnt af gamla konung- inum (sem reyndar var ögn veikur fyrir henni og gerði sér eitt sinn glaðan dag heima hjá henni í Black- heath.) Að rannsókninni afstaðinni var Karólína alráðin í að skipa sér í þá stöðu sem henni bar við hirðina og kvaðst mundu berjast við alla kon- ungsfjölskylduna, ef þörf bæri til. Ekki þótti vel takast til er hún kom opinberlega fram á afmælisdegi konungs. Hún var orðin feit, notaði ekki lífstykki og klæddi sig glanna- lega, beraði fullmikið af barminum. Það andaði greinilega köldu og prinsinn stóð í drjúgri fjarlægð frá henni. En hvað sem ávirðingum Karólínu leið, þá hafði þjóðin samúð með henni af einni ástæðu: að hún skyldi vera neydd til þess að lifa aðskilin frá dóttur sinni, Karlottu. Allt frá því er hún flutti til Blackheath hafði hún fengið að sjá dótturina á hálfs mán- aðar fresti. En þegar litla prinsessan var 16 ára, gerðist nokkuð sem varð til þess að menn töldu prinsinn hafa farið rétt að. Unga stúlkan varð ástfangin af Hesse lautinant í 18. léttvopnuðu herdeildinni. Hann var sagður vera óskilgetinn sonur her- togans af York. Þótt þjónustumær Karlottu litlu vissi að þessi kynni yrði að stöðva, var viðhorf móður- innar allt annað. Hún taldi að sextán ára gömul ætti stúlka að kynnast ástinni og nú gerðist hún milligöngu- maður. Hún lét parið koma til sín á laun f Kensingtonhöll - leiddi þau til svefnherbergis síns, dró ofan af rúmunum og læsti dyrunum. Það hlakkaði í henni görnin yfir að geta þannig skapraunað prinsinum af Wales, manni sínum. En sem betur fór reyndist Hesse vera heiðursmað- ur, sem ekki notaði sér aðstæðurnar. Prinsinn frétti ekki af neinu. Óvæntur stuðningur Þegar fram í sótti átti róðurinn enn eftir að þyngjast hjá henni. Þann 6. febrúar 1811 var prinsinum af Wales falið að undirrita opinber Hjónaband Georgs IV og Karólínu af Brunswick var halarófa af hneykslum og málaferlum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.