Tíminn - 10.12.1988, Side 7

Tíminn - 10.12.1988, Side 7
( skjöl, þar sem faðir hans hafði nú verið lýstur ólæknandi sjúkur af geðveiki sinni, og árið á eftir var honum fengið fullt konungsvald. Eitt það fyrsta sem hann gerði var að takmarka enn frekar umgengnisrétt konu sinnar við dótturina. Karólína varð öskureið og skrifaði bréf í ýmsar áttir þar sem hún lýsti umkvörtunarefnum sínum tæpi- tungulaust. Og nú fékk hún óvæntan stuðning. Flokkur Whigga hafði álit- ið að prinsinn mundi styðja þá til valda er hann settist í konungsstól. En prinsinn gerði það ekki, heldur hélt Toryum enn við völd, mest til þess að þóknast hjákonu sinni, lafði Hertford, að því er sagt var. Whigg- ar urðu svo reiðir að þeir ákváðu nú að veita Karólínu fullan stuðning sinn. Hollustuyfirlýsingar bárust henni hvaðanæva að og borgarstjór- inn í London kom að heimsækja hana. En prinsinn hafði viðað að sér fleiri sönnunum um ósæmilega hegð- an hennar og fyrirskipaði nú aðra rannsókn. Tuttugu og þriggja manna nefnd var skipuð í verkið, en útkom- an var lík og áður. Karólína hrósaði sigri og var hyllt á strætum Lundúna. En meðan á rannsókninni stóð var henni harðbannað að sjá dótturina og mæðgurnar hittust eftir þetta ekki nema af tilviljun. Eitt atvik má þó nefna, sem gerðist í júlí 1813. Karlotta hafði slitið trúlofun sinni við prinsinn af Óraníu, og sagði ástæðuna þá að hún yrði að vera í London hjá móður sinni. Faðir henna varð bálvondur og hélt að hún væri í þingum við einhvern nýjan. Hann hótaði að svipta hana aðsetri sínu í London. í öngum sínum flúði stúlkan á náðir þeirrar einu mann- eskju, sem hún taldi geta veitt föð- urnum viðnám - móður sinnar. En hún hafði valið tímann illa. Karólína var of upptekin af eigin áætlunum. Karlotta hlaut því að beygja sig og fara að vilja föður síns. Þær móðir hennar sáust aldrei framar. Skringilegur klæðaburður Nú hafði Karólína ákveðið að leggja land undir fót. Hún var orðin 46 ára gömul og hafði fengið nóg af 19 ára vist sinni í Englandi og margvíslegu andstreymi sínu þar. Nú ætlaði hún að skemmta sér. Prinsinn varð alls hugar feginn að sjá hana fara og útvegaði freigátu að flytja hana yfir Ermarsund. í fylgd- arliðinu var fölleitur unglingur, 13 ára gamall - William Austin. Hún lét úr höfn með óvenjumikilli viðhöfn, klædd dökkum, sniðamikl- um frakka. Þegar hún sá strönd Englands fjarlægjast, féll hún í öng- vit af gleði. Handan við Ermarsund beið hennar sundurleit hersing af vögnum og í gömlum póstvagni flutti hún þjóna sína og farangur. Fyrst heimsótti hún eldri bróður sinn, hertogann af Brunswick, sem tók henni með kostum og kynjum, en hélt síðan til Sviss og Italíu. Hegðun hennar varð nú sífellt æðisgengnari. Þegar hún var vöruð við því að sögur um hana bærust til Englands, skellihló hún: „Ríkisarf- inn mun heyra þetta, eins og þið segið; Það ætla ég bara að vona. Ég elska að skaprauna honum." Flestir -ensku aðalsmennirnir í fylgdarliði hennar fóru heim. Þeim leist ekki á blikuna. Karólína var nú farin að ganga með svarta hárkollu, sem klæddi hana alls ekki. Lafði Bessborough, sem sá hana á dansleik í Genf, skrifaði: „Ég fæ ekki með orðum lýst hve ég skammaðist mín fyrir að vera ensk kona. Það fyrsta sem ég sá í salnum var lágvaxin og spikfeit eldri kona með ákaflega rautt andlit (lík- lega vegna hitans). Hún var klædd hvítum ungmeyjarkjól með háls, axlir og bak nakið (svo hryllingur var að sjá). Hár og augabrúnir voru kolsvartar, svo maður féll í stafi, en á kollinum trónaði sveigur úr ljós- bleikum rósum..." í Mílanó réði hún ítala, Bartolom- eo Pergami að nafni, sem þjónustu- mann. Hann var stórglæsilegur mað- ur og hafði barist í herjum Napó- leons. Fljótlega hlaut hann stöðu- hækkun og varð eitthvað langt ofar venjulegum þjóni. Hinn langþreytta herbergisþerna hennar taldi að nú Eiginmaðurinn. Prinsinn af Wales var laus á kostunum og átti í fjörugu ástarsambandi við ekkjuna Mary Ann Fitzherbert, áður en þau Karol- ína giftust. Hann er hér sýndur þrotinn að kröftum á rekkjustokkn- um með hinni heittelskuðu. kastaði tólfunum og kvaðst „neyðast til að segja upp“. Ekki leið á löngu þar til flestir ættingja Pergami voru fluttir inn til hennar. Það sem Karo- línu láðist að gæta að var það að maður hennar hafði njósnara allt í kring um hana, sem reyndu að sanna á hana eitthvað það sem gæti veitt honum skilnaðarástæðu. Hún skemmti sér dásamlega á Ítalíu og var viðutan af hrifningu á Pergami. Hún keypti húseignina Villa d'Este á strönd Como - vatns- ins handa sjálfri sér, en fékk Perg- amo til eignar lítið setur sunnan við Catani og fylgdi titilinn Baron de la Francine í kaupunum. Hún fór til Sikileyjar, þar sem hún var með naumindum talin af að klífa hið rymjandi eldfjall, Etnu, og þá lá leiðin til Túnis. Þar tók sjálfur beyinn á móti henni og síðan lá leið hennar til Landsins helga. Þar stofn- aði hún „Orðu heilagrar Karólínu“ og gerði Pergami að stórmeistara orðunnar! Enn rannsóknarréttur Enginn vafi er á því að þau Karólína og Pergami lifðu saman eins og hjón. í Villa d‘Este lágu setustofur þeirra saman - svo og svefnherbergin. í hverri stofu var mynd af honum. Nú gengu sögur um að Pergamifjölskyldan væri að fé- fletta hana. Þegar Karolína var á leið til Rómar, fékk hún þau tíðindi að Georg þriðji væri látinn. Hún saup hveljur þegar henni varð ljóst að nú var hún orðin drottning Englands. Ríkisarfinn, sem nú var 57 ára að aldri, settist loks í hásætið. Hún var boðuð til fundar við Henry Brougham, lávarð, sem ætíð hafði verið henni hliðhollur, og mættust þau á hlutlausu svæði - í St. Omer í Frakklandi. Brougham lá- varður sagði henni að sér væri falið að bjóða henni 50 þúsund sterlings- pund fyrir að afsala sér réttinum til að verða drottning Englands. Hún þverneitaði. Brougham bað hana þá að láta sem allra minnst á komu sinni til Englands bera, fyrst hún ætlaði þangað. En Karolína hafði beðið þessara stundar í mörg ár og ætlaði ekki að láta segja sér fyrir verkum. Rfkisarfinn var hreint ekki vinsæll af þjóðinni. Fáránleg eyðslugirni hans á tímum þegar lágstéttirnar lifðu við hungurmörk, olli því að fólk fyrirleit hann. Og þegar skip Karólínu lagðist við bryggju í Dover kom múgur manns að fagna henni og það var skotið 21 fallbyssuskoti. Henni var fagnað sem hetju, þegar hún hélt inn í London með William Austin sér við hlið. „Lengi lifi drottningin,“ kallaði múgurinn og „lengi lifi Austin kóngur!“ Konung- ur var miður sín vegna þessa alls og hélt með konungsfjölskyldunni til Windsor. En áður en hann fór setti hann enn nýja rannsókn í gang - og nú í því augnamiði að fá skilnað. f fimm ár hafði hann safnað saman hneyksl- issögum um hana. Hann þóttist viss um að geta bægt henni frá drottning- arstöðunni. Nú fór rannsóknin fram í sjálfri lávarðadeild þingsins. Þann dag sem hún mætti fyrir nefndinni voru dómendur svart- klæddir vegna andláts hertogaynj- unnar af York og því gat Karólína ekki valið sér þau viðhafnarklæði sem hún hefði viljað. Hún mætti dökkklædd og með stóran, svartan hatt með strútsfjöðrum. Þar sem fallist hafði verið á að konungur sækti ekki beinlínis um skilnað, þá var önnur leið valin. Forsætisráð- herra gróf upp gamlan lagabálk um mannorðsskemmdir og á grundvelli hans var hugsanlegt að þingið mundi samþykkja að svipta hana réttinum til að setjast í sæti drottningar. í réttarhöldunum var mest áhersla lögð á samband hennar við Pergami „útlending af lágum stigum" Réttur- ’ inn þingaði í 40 daga og skemmti almenningur sér hið besta yfir þessu basli kóngafólksins. Frækileg málsvörn Fjöldi launaðra, ítalskra vitna var leiddur fram, sem átti að „segja allt“. Sagði ein frá því er Karolína hefði tekið á móti Pergami í snyrti- stofu sinni á nærbuxunum. Pergami átti og að hafa sést fara á fund hennar í silkislopp einum klæða. Enn hefði Karólína fundist sofandi hjá Pergami með hendina milli fóta honum og þau áttu að hafa sést í ærslaleikjum með fíkjublöð fyrir nekt sinni! Ákærandinn hafði úr nógu að moða og dró ekki af sér. En þá tók vinur Karólinu, Brougham lávarður, til við vörnina, sem var frækileg. Hann talaði í átta tíma og mæltist svo vel að þegar ræðunni var lokið vildu flestir engu nema góðu á drottinguna trúa. Lokatrompið var glæsilegt: Drottningin, þrumaði Brougham, hefði ekki getað drýgt hór með Pergami. Hann hefði nefni- lega sýkst í getnaðarfærum er hann var hermaður Napóleons og orðið getulaus! Föstudaginn 10. nóvember voru atkvæði greidd. 108 vildu sýkna hana en 99 voru á móti. Feikna fögnuður braust út um land allt og heillaóskirnar streymdu til hennar. í Windsor sat hinn nýi konungur, Georg fjórði, og reif hár sitt af harmi og reiði. (En þeir sem fylgdu honum að málum komu vísu á kreik, sem brátt var á hvers manns vörum í London. Hún er svona í hrárri snörun: „Göfuga drottning, grátbæn vora heyr: Gakktu burtu - syndga ekki meir. En efþú torgar ei svo stórum skammt‘, í öllum bænum, farðu burtu samt.“ Utan við sig af gleði yfir sigrinum fór Karólína nú til St. Páls kirkju að þakka Guði þessi úrslit. Múgur manns fylgdi henni, en konungur var í felum og hugsaði unt hvernig hann gæti losnað við að hafa hana nærri við krýninguna. Honurn til óumræðilegs léttis kom leyndarráð ríkisins saman og ákvað að þar sem hún byggi aðskilin frá hans hátign, hefði hún engan rétt til að taka þátt í krýningarathöfninni. Konungur mætti því neita henni um drottning- artitilinn. í ársbyrjun 1821 var hún ekki jafn vinsæl af hinum hvikula borgarlýð og áður. Hún bjó í Brandenburg- house, kvartaði yfir ensku loftslagi og drakk meira koníak en góðu hófi gegndi. Hún hafði nauðað í konungi að leyfa sér að vera viðstödd krýn- inguna, en hann harðneitaði. Hann óttaðist einhver óvæiít uppátæki af hennar hálfu. Því var það að hinn 19. júlí 1821, klæddist hún í sitt besta skart - gegn ráðum allra vina sinna - og ók til Westminster Abbey... Ekki voru þó margir sem tóku eftir hneykslinu. Almenningur var of mjög með hugann við alla þá dýrð sem Georg fjórði hafði sett á svið vegna krýningar sinnar. Vitað var að konungskápan ein hafði kostað 24 þúsund pund. Skömmu eftir krýninguna fór hún í Drury Lane leikhúsið með nokkr- um vinum sínum. Meðan á sýning- unni stóð varð henni illt, þótt hún væri sýninguna á enda. Læknir rann- sakaði hana og sagð meinið vara hægðateppu. Henni hrakaði skjótt. Verjandi heniiar, Brougham lávarð- ur, var hjá henni og við hann sagði hún: „Ég er að deyja, Brougham. En það skiptir engu máli.“ Hún iðraðist einskis. Kannske var það dóttir hennar, Karlotta, sem lýsti henni allra best: „Móðir mín var andstyggð," skrifaði hún. „En hún hefði ekki orðið svona mikil andstyggð, ef pabbi hefði ekki verið enn meiri andstyggð!“ HAFRANNSÓKNIR VIÐ ÍSLAND Jón Jónsson Fyrra bindi af sögu hafrannsókna við Island, rakin frá önd- verðu til 1937. Þar er fyrst greint frá skrifum íslenskra og erlendra höfunda um fiska og aðra sjávarbúa og lífríki hafs- ins kringum landið í fornum ritum, síðan hefst hafrannsókna- þáttur útlendinga á 19. öld og smám saman verða rannsókn- ir þessar umfangsmeiri og vísindalegri og hlutur Islendinga í þeim vex, uns þeirgerastjafnokarerlendravísindamanna í fiskifræði og hafrannsóknum. Höfundur Hafrannsókna við íslander dr. Jón Jónsson fiski- fræðingur, fyrrum forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hefur hann ráðist í stórvirki með riti þessu og lagt drög að því lengi. Bókin er prýdd fjölda mynda, m.a. litmynda úr handritum. Bókaútgáfa /MENNING4RSJOÐS SKÁLHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK • SlMI 621822 GÓÐ BÓK ER GERSEMI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.