Tíminn - 10.12.1988, Qupperneq 12

Tíminn - 10.12.1988, Qupperneq 12
fjiji - I 't 12 W HELGIN Laugardagur 10. desember 1988 Rannsóknarlögreglan í Alabama fékk flókið mál til meðferðar í mars 1986. Það varðaði dularfullt hvarf eins þekktasta málafærslumanns borgarinnar og gullfallegr- ar konu hans. Svartur glæsibíll hjónanna af Cadillac- gerð var einnig horfinn sporlaust. Hjónin, sem töldust til máttar- stoða samfélagsins, virtust hafa farið burt skyndilega og án þess að skilja eftir boð til eins eða neins um brottför sína. Rannsóknarlögreglumenn voru sammála um að þetta væri meira en lítið undarlegt og fréttamenn tóku undir og bættu við að hér væri á ferðinni saga á borð við einhverja úr „Morðgátu". Þeim skjátlaðist ekki þar. Málið hófst með því að síðdegis föstudaginn 28. mars I986 hringdi stúlka til iögreglunnar og kvaðst vilja tilkynna hvarf Freds Blackmon, 76 ára, og Evelyn konu hans, 41 árs. Stúlkan bjó hjá hjónunum í rúm- góðu húsi þeirra við Fairway Drive. Hún sagðist hvorki hafa heyrt þau né séð í tvo daga og hefði áhyggjur af þeim. Símtalinu var beint til rannsóknar- lögreglunnar en sá sem þar tók við því, lét sér næsta fátt um finnast. Hann taldi að þar sem viðkomandi fólk væri fullorðið og ef það langaði til að skreppa burtu, án vitundar annarra, væri það þess einkamál. Unga stúlkan í símanum hélt hins vegar fast við sitt, að það væri eitthvað að. - Það er ekki líkt þeim að fara svona, sagði hún. - Er ekki hægt að gera eitthvað? Gary Carroll lögregluforingi fór ásamt nokkrum manna sinna til heimilis hjónanna í Anniston, út- borg Alabama. - Það er naumast hús, sagði einn þeirra með aðdáun, þegar þeir óku upp heimreiðina sem lá í hálfhring. Sannarlega var húsið tilkomumikið og stóð í gríðarstórum garði á besta stað. Lögreglumennirnir vissu að til að kaupa svona hús þyrfti að minnsta kosti sexföld árslaun þeirra og ein í viðbót til rekstrarins. Stúlkan, sem hringdi, tók á móti lögreglunni. Hún kvaðst hafa komið heim á miðvikudag og þá hefðu hjónin ekki verið heima. Síðan hefði ekki bólað á þeim. - Ég hafði engar áhyggjur fyrst, bætti hún við. - Ég hélt að þau væru í klúbbnum. Þar átti hún við Anniston Country Club skammt frá, en þar voru allir helstu menn svæðisins félagar. í nokkra daga. Skartgripir Evelyn og föt voru í herbergi hennar, öll föt húsbóndans virtust heima og meira að segja tannburstarnir á sínum stað í báðherberginu. Lögreglumennirnir urðu að viður- kenna að þetta væri einkennilegt. Á hinn bóginn var þetta ekki bara venjulegt hvarf, því Fred og Evelyn Blackmon voru ekki venjulegt fólk. Fred var einn af best þekktu málafærslumönnum svæðisins og hafði á sfnum tíma vakið ótta. Hann var stórvaxinn og herðabreiður og athyglisgáfu hans og skarpskyggni var við brugðið. Hann gekk svo vel í starfi að hann dró sig í hlé um fertugt til að sinna áhugamálum sínum sem tengdust viðskiptum og fjárfestingum af ýmsu tagi. Ekki gekk honum síður þar og hann keypti glæsihýsið og gekk í heldri manna klúbbinn, þar sem aðeins þeir frægustu og auðugustu fengu aðgang fyrir stórfé. Á síðari árum hafði Fred Blackmon eytt Hjónin horfin sporlaust Þegar stúlkan fór í skólann morg- uninn eftir, voru þau enn ókomin og þegar hún kom heim síðdegis, hringdi hún í ýmsa kunningja þeirra, en enginn vissi um roskna mála- færslumanninn og hina fögru konu hans. Stúlkan sagðist hafa hugsað um að hringja þá til lögreglunnar en ákveð- ið að bíða litlu lengur. Þremur dögum eftir hvarf hjónanna brast hana þolinmæði og hún gerði lög- reglunni viðvart. Carroll og menn hans leituðu í húsinu en fundu hvorki blóð né annað sem bent gæti til að glæpur hefði verið framinn.Ekki hafði verið brotist inn óg einskis var saknað. Hins vegar benti heldur ekkert til að hjónin hefðu farið burt til dvalar drjúgum tíma í klúbbnum. Þá varð bridge aðaláhugamál hans og hann var talinn einn snjallasti spilari f öllum Bandaríkjunum. Það kom engum á óvart því allt sem Blackmon tók sér fyrir hendur, gekk honum einkar vel. Sótti peninga í banka Árið 1982 kom hann öllum á óvart með því að kvænast Evelyn Green- wood, gullfallegri ljóshærðri konu. Hún var þá aðeins 37 ára og gat verið barnabarn hins 72 ára eiginmanns síns þess vegna. Hún var fráskilin og átti ekki til neins hefðarfólks að telja. Fred og Evelyn Blackmon. Hvarf þeirraogörlögfylltufólkhrylllngi. Ekkert sérstakt hafði gerst síðdeg- is á miðvikudag. Að því lögreglan komst næst ætlaði Evelyn í búðir en Fred var heima þar til hann ætlaði að spila í klúbbnum um kvöldið. Lögreglan sendi út lýsingu á hjón- unum og bíl þeirra. Gera skyldi viðvart hvar sem til þeirra sæist. Á mánudeginum tilkynnti Alríkislög- reglan, FBI að rannsókn væri hafin á hvort aðstoðar hennar væri þörf. Jafnframt tilkynntu ættingjar að þeir veittu 5000 dollara fyrir upplýsingar sem leitt gætu til þess að Blackmon- hjónin fyndust. Ekki var útilokaður sá möguleiki að hjónunum hefði hreinlega verið rænt en fallið var frá þeirri kenningu þegar engin krafa barst um lausnar- gjald. Væru þau í leyfi, hlytu þau að staðgreiða alla hluti því ekki var hreyft við greiðslukortareikningum þeirra. Á mánudagskvöld var leitað til fjölmiðla og hverjum sem gæti gefið upplýsingar heitið áðurnefndum 5000 dollurum. Það bar þann árang- ur að morguninn eftir hringdi banka- gjaldkeri í Alabama. Hún sagði að Fred Blackmon hefði komið á mið- vikudag síðdegis í bílaafgreiðsluopið og tekið út 5000 dollara í smáum seðlum. í sjálfu sér var það ekki óvenjulegt því Blackmon tók oft út háar upphæðir. Það sem konunni fannst óvenjulegt, var að við hlið Blackmons sat piltur og þeir litu ekki hvor á annan eða töluðust við meðan bíllinn stóð þarna. - Mér fannst það einkennilegt, sagði konan. - Blackmon er venjulega brosandi og vingjarnlegur en í þetta skipti stökk honum ekki bros. Staðhæfing um morð Hún lýsti piltinum sem slavnesk- um útlits, rúmlega tvítugum, háum og þrekvöxnum með dökkt hár greitt aftur frá enninu. - Hann hefur líklega neytt gamla manninn til að taka út peningana, stakk Williams lögreglumaður upp á. - Ef við finnum hann, vitum við líka hvað varð um hjónin. Einn maður sem hringdi kvaðst hafa séð svartan Cadillac á mikilli hraðferð á fimmtudagsmorgun. Hann sá ekki ökumanninn né tók eftir númerinu. Annar kvaðst hafa séð roskinn mann og ljóshærða konu á kaffihúsi í Alabama seint á mið- vikudag. Þá hringdi unglingur og gaf upp- lýsingar sem settu hroll að lögregl- unni. - Ég held að þau hafi verið myrt, tilkynnti hann. - Hvers vegan heldurðu það? vildi símavörðurinn vita. Eftir langa þögn svaraði ungl- ingurinn: - Vinur minn sagði mér það. Hann sagðist hafa drepið þau bæði. Lögreglumenn hröðuðu sér heim til unglingsins sem virtist í uppnámi og það af góðum og gildum ástæð- um. Nokkrum dögum áður hafði gamall skólafélagi hans, hinn tvítugi William Glenn Boyd, heimsótt hann. Þerr fengu sér bjór og ræddu um gamla daga, en svo sagði Boyd að hann væri orðinn þreyttur á Anniston og ætlaði að fara í ferða- lag. Unglingurinn spurði um ástæðuna og fékk það svar að Boyd hefði gert svolítið slæmt og teldi best að halda sig fjarri þar til málið færi að fymast. - Ég spurði hann hvað hann hefði gert, hélt pilturinn áfram. - Hann sagðist hafa myrt tvær manneskjur. Það hefði bara átt að vera rán en allt farið úr böndunum. Vitnið sagði lögreglunni ennfrem- ur að Boyd hefði látið sig sverja að þegja en þegar fréttin um hvarf hjónanna kom í blöðunum á mánu- deginum, hefði Boyd komið aftur í heimsókn og spurt hvort hann tryði Wllliam Boyd gat ekki þagað yfir „afrekinu". Lausmælgin varð honum að falli. Hjónin lifðu fremur rólegu lífi og voru ekkert út á við nema í klúbbnum. Þau áttu sitt hvorn Cad- illacinn og hún mikið af dýrum fötum og skartgripum. Ættingjar sögðu lögreglunni að afar ótrúlegt væri að þau hefðu farið burt í marga daga án þess að segja neinum frá því. - Það er bara ekkert líkt þeim, sagði kona í fjölskyldunni. - Evelyn fer aldrei neitt án þess að segja dóttur sinni það. SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Morðingjarnir vísuðu á lík fórnarlamba sinna: Hann er í bílskotti, hún I olíutunnu Áætlunin hljóðaði upp á einfalda fjárkúgun en endirinn varð morð á auðugum og vinsælum hjónum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.