Tíminn - 07.01.1989, Page 8
18
HELGIN
Laugardagur 7. janúar 1989
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ
Spákonan sá morð f ramið
og athugaði málið sjálf
Kristalskúlan löðraði í blóði og spákonan
fylltist hryllingi. Þar sem hún taldi Iögregl-
una ekki myndu trúa sér, veitti hún við-
skiptavini sínum eftirför. I Ijós komu hinir
ótrúlegustu hlutir og 24 ára gamalt morðmál
varð loks upplýst.
Djúpt í glerinu vareitthvað dökkt,
eins og hringiöa af óljósum verum.
Konan hafði séð slíkt áöur og stund-
unt var það mikilvægt, stundum
ekki. Atvinnuspákona var engin vél
og til þess mátti ekki ætlast. Stund-
um var eitthvað að sjá í kristalskúl-
unni, stundum alls ekkert. Ef ekkert
sást, nægði oftast aö grípa til annarra
aðferða í grcininni.
Fyrir kom líka að luin þyrfti að
grípa til útúrsnúninga, jafnvel þó
eitthvað birtist í kúlunni. t*að var
þcgar of sársaukafullt væri fyrir
viðskiptavininn aö vita hvað fram-
tíðin bæri í skauti sér.
Sársauki í þeim skilningi var allt
annað cn sá hryllingursem viö henni
blasti nú. Hún sá blóð, mikið blóð
og hvassa egg kljúfa svart hár,
hársvörð, höfuðkúpu og heila.
Henni varö svo hverft viö að sýnin
hvarf.
Hin 47 ára gamla spákona Elisa
Vcroncse leit upp frá kristalskúlunni
og sttirði skelfingu lostin í andlit
konunnar sem sat gegnt henni.
- Eg sé illa fyrirboða, sagði hún.
- Það erslæmt, bæði blóð ogdauði.
Hin konan kinkaði kolli hin rölcg-
tista. Hún var komin af léttasta
skciði en vel snyrt og klædd dýrum
fötum. Hún var vcl stæð.
- Það er maðurinn minn, sagði
hún. Ég vcit þetta. Hvað um fram-
tíðina?
Spákonan leit hikandi al'tur í kúl-
una sem stóð á kringlóttu borði, á
rauðum dúk með merkjum dýra-
hringsins.
Dauðaþögn var í hálfmyrkri
kompunni sem hulin var hciminum
með þungum, dumbrauðum flauels-
tjöldum. Elisa Veronese heyrði
glögglega andardrátt konunnar
handan borðsins en ckki sinn eiginn
og varð Ijóst að hún hélt niðri í sér
andanum.
Þcgar hún fékk sterkar vitranir,
hafði það jafnan ntikil og crfið
tilfinningaáhrif á hana og eftir 20 ár
sem atvinnuspákona var hún búin að
fá nóg af slíku.
Aldrei hafði hún þjáðst eins og
núna. Hún þorði varla að líta djúpt
í kúluna. í staðinn festi hún augun á
yfirborði hennar.
- Þú verður heppin, sagði hún
lágt. - Vandamálin leysast í bili cn
þeim er ekki lokið. Þú gctur horft til
betri tíma með fjölskyldu þinni.
Elti viðskiptavininn
Nokkur áhætta fylgdi því að nota
orðið „fjölskylda". Þó konan væri
augljóslega vel stæð og hefði verið
aðlaðandi á yngri árum, var alls
óvíst að hún væri gift og ætti fjöl-
skyldu. Hvernig sem því var háttað.
virtist hún ánægð með spádóminn,
greiddi fyrir og fór.
Elisa sat kyrr andartak og reyndi
aö jafna sig, en skyndilega spratt
hún á fætur, svipti af sér spákonu-
skikkjunni og hljóp út á götuna.
Viðskiptavinur hennar var að
hverfa fyrir næsta húshorn. Elisa var
fegin að konan var fótgangandi og
ákvað aö fylgja henni eftir.
Klukkan var rúmlega hálffjögur
síðdegis þann 20. júní 1986. Það var
föstudagur og sólin skein glatt á
heiðum himni yfir Norður-Ítalíu.
Alls staðar voru skrautleg blóm í
beöum við gángstéttina og í kössum
á svölum og undirgluggum. Trén viö
göturnar voru órðin fulllaufguð.
Þó þetta væri langt frá miðborg-
inni, var margt fólk á ferli og töluvert
um ferðamenn. Verona var ekkert
smáþorp, með 300 þúsund íbúa, og
þegar ferðamannatíminn stóð yfir
mátti gera ráö l'yrir tvöfaldri þeirri
tölu á staönum.
Manngrúinn vildi Elisu til happs,
því mun auðveldara var að leynast
innan um margt l'ölk. Hinsvégarvar
hún ekki viss um hvers vegna hún
var eiginlcga aö clta þessa konu.
Vissulega hafði hún séð morð í
kristalskúlunni og konan viður-
kenndi nánast að vita um það.
Eitthvað innra með Elisu kom hins
vegar í veg fyrir að hún gæti glcynit
því. Svöna lagað átti að tilkynna
lögreglun ni.
Konan gekk um og virtist ekki
vera að flýta sér hið minnsta. Elisu
varð Ijóst að hún hlyti að vera gestur
í borginni. Hún virti gjarnan fyrir
sér efri hluta húsanna og skimaði
el'tir hliðarstrætum. Þegar hún steig
loks inn í dýran, gulan Lancia-bíl á
stæöi, kom það Elisu ekkcrt á óvart
að sjá að númeriö á bílnum var frá
Milano. Númerið var MI1268-47.
Lögreglunni myndi nægja það ogsjá
um afganginn.
Elisa sneri í átt að lögreglustöð-
inni en staðnæmdist von bráðar.
Hún fékk á tilfinninguna að henni
yrði ekki vel tekið þar. Hún þyrfti
að gera grein fyrir sér og skýra að
hún hefði séð þetta í kristalskúlu. Þó
hún vissi sjálf að þetta var heilagur
sannleikur, efaðist hún stórlega unt
að lögreglan tryði henni.
Var framið morð?
Opinberir starfsmenn eru hvar-
vetna tortryggnir gagnvart spádóm-
um af öllu tagi og lögreglan segðist
cflaust ckki geta hafið rannsókn á
Itögum manneskju aðeins vegna þess
að spákona hefði þóst sjá eitthvað í
kristalskúlu sinni. Hún yrði eflaust
rekin burtu og svona lagað gæti cf til
vill kostaö hana atvinnuleyfið.
Sannleikurinn var sá, þegar allt
kom til alls að hún vissi hreint ekkert
um málið, ekki einu sinni hvað
konan hét. Þó eiginmaður hennar
hefði verið myrtur, þýddi þaö ekki
að hún hefði vcriö viðriðin það.
Ilver sem væri hefði getað myrt
liann.
Samt var Elisa ekki sannfærð.
Blóðugt morð hafði verið framið og
hún fann á sér að konan átti á
einhvern hátt hlut að máli.
Nú toguðust andstæð öfl á innra
með Elisu. Hana dauðlangaði að
vita meira. Hún sneri heim, hafði
fataskipti, setti niður í litla gisti-
tösku, hengdi upp skiltið sem á stóð:
„Lokað í dag“ og steig upp í lestina
til Milano.
Ferðalagið var ekki ýkja langt,
tæpir 200 km, en Elisa lagði seint af
stað svo búið var að loka skrifstofum
þcgar hún kom á leiðarenda.
Hún hafði aldrei komið til Milano
áður og var dálítið ráðvillt fyrst í
stað. Þarna voru íbúar hálf önnur
milljón enda borgin ein hinna
stærstu á Ítalíu. Hins vegar var opið
hjá upplýsingamiðlun fyrir gesti á
brautarstöðinni og Elisu tókst að fá
herbergi á sæmilegu hóteli þar sem
hún skildi töskuna eftir og fór á
veitingahús til að snæða kvöldverð.
Eftir matinn gekk hún um göturn-
ar í grennd við hótelið til aö íhuga
hvernig hún ætti að snúa sér í
erindum næsta dags. Loks ákvað
hún að reyna að komast að nafni
konunnar fyrir tilstilli bílaklúbbs
borgarinnar. Auðvitað voru upplýs-
ingarnar til reiðu hjá bifrciðaeftirlit-
inu en Elisa var ekki viss um að livcr
scm væri gæti fengiö þær þar.
Hjá bílaklúbbnum væru kröfurnar
ekki jafn strangar. Hún segði bara
að hún hefði ekið utan í bíl með
tilteknu númeri og vildi ná sambandi
við eigandann. Hugsanlegt var þó að
konan væri ekki í bílaklúbbnum þó
nærallirsem áttu dýra bíla væru það.
Fann nafn konunnar
Svo tókst þó til að Elisa fékk
Spákonan Elisa Veronese sá axar-
morð í kristalskúlu sinni. Hvað bar
henni að gera?
Lina Boseggia forvitnaðist um frani-
tíðina. Spákonan sá hins vegar blóði
drifna fortíð hennar.
upplýsingarnar hæglega. Hún var
traustvekjandi útlits og virðuleg í
fasi. Ungi maðurinn í afgreiðslu
klúbbsins hikaði ekki andartak við
að fletta upp í skræðum sínum,
skrifaði síðan nafn og heinrilisfang á
blað og rétti Elisu.
Hún rétt leit á blaðið en stakk því
síðan í veski sitt og gekk rakleitt út
í næsta almenningsgarð. Þar settist
hún á bekk og virti vandlega fyrir sér
nafnið og heimilisfangið á blaðinu.
Þar stóð: „Frú Lisa Boseggia, Via
Palmanova 8.“ Elisa hafði aldrei
heyrt nafnið og vissi ekki hvar gatan
var. Eftir bílnum að dæma hlaut hún
að vera í góðu hverfi.
Hún fékk sér leigubíl sem kostaði
hana stórfé og húsið reyndist rík-
mannlegt einbýlishús í gríðarstórum
garði. Eins og til staðfestingar því að
Elisa væri á réttum stað, stóð guli
Lancia-bíllinn í heimreiðinni.
Nú velti Elisa fyrir sér hvað hún
ætti að gera næst. Varla gæti hún
gengið að húsinu, hringt bjöllunni
og tilkynnt konunni: - Þú myrtir
manninn þinn. Komdu með mér til
lögreglunnar.
Hvernig gæti hún svo sem vitað
annað en eiginmaðurinn sjálfur
kæmi til dyra? Ef til vill höfðu boðin
í kristalskúlunni verið fölsk.
Innra með sér vissi Elisa þó að svo
var ekki. Dökkhærður maður, eigin-
maður þessarar konu, hafði verið
myrtur. Höfuð hans hafði klofnað
eins og kálhöfuð fyrir axarblaðinu.
Hitt var svo annað mál hvort konan
vissi hver morðinginn var eða hafði
sjálf framið ntorðið. Þó vissi hún af
því og var hin rólegasta.
Hvernig sem í pottinn var búið,
vissi Elisa að hún fengi engan frið í
sálina fyrr en hún vissi allar stað-
reyndir. Hún yrði að byrja á að
komast að hvort eiginmaður Lisu
Boseggia hafði í raun verið myrtur
og hver atvik höfðu þá verið.
Var málið 30 ára gamalt?
Nágrannarnir vissu það áreiðan-
lega og Elisa gekk að nálægu húsi,
full sjálfsöryggis í trausti aldurs síns
og framkomu allrar. Þó laugardagur
væri, var húsbóndinn ekki heima. en
húsmóðirin var viðlátin. Hún var á
svipuðum aldri og Elisa og hikaði
ekki við að bjóða henni inn fyrir,
setti fyrir hana tebolla og hlustaði
með hluttekningu á frásögn hennar
af vinkonu sem eitt sinn bjó í númer
8 en virtist hafa flutt burtu.
Konán hét Emma Venturini og
þegar Elisa lauk sögu sinni, bætti
hún við að hún kynni hreint ekki við
að fara að svona glæsilegu húsi og
spyrja það merkisfólk sem þar byggi,
hvað hefði orðið um vinkonu
hennar.
Emma kinkaði kolli og sagði að
Boseggia-fólkið væri vissulega
mcrkilegt - að eigin áliti. Hins vegar
hlyti Elisu að misminna um húsnúm-
erið, því Boseggia-fjölskyldan hefði
sjálf byggt húsið og búið í því í nær
30 ár. - Þau höfðu ekki verið þar
nema í fimm ár, þegar húsbóndinn
hvarf, bætti hún við döprum rómi.
- Hvarf? spurði Elisa furðu lostin.
Hún hafði gert ráð fyrir að rnorðið,
ef það var þá morð, hefði veriö
framið nýlega.
Var þetta morðmál 30 ára gamalt?
Nú þegar Elisa fór að hugsa nánar
um það, hafði maðurinn í kúlunni
verið mun yngri en frú Boseggia
útlits. Hann var svarthærður með
lítið. svart yfirskegg.
- Hvarf, var orðið sem notað var,
svaraði Emrna Venturini. - Fólk
telur að hann hafi hreinlega horfið
af yfirborði jarðar.
-Áttu við..? Elisa hvíslaði orðun-
um og gerði sér upp eins mikla
undrun og hún megnaði. Sjálf vissi
hún ekkert um málið en sú von