Tíminn - 07.01.1989, Síða 10

Tíminn - 07.01.1989, Síða 10
20 V m HEtGIN í TÍMANS RÁS llllllllll! ÞÓR JÓNSSON Laugardagur-7. janúar 1989 Snælduvitlaust um Laxá í Kjós Víst er um það að kreppan margfræga hefur ekki teygt anga sína inn á heimili landsmanna, sem síst minnkuðu við sig jólagjafa- kaupin og sprengdu svo vikukaup þjóðarinnar í loft upp á gamlárs- kvöld. Kreppunnar gætir ef til vill ekki fyrr en krítarkortanóturnar bcrast! En það má sosurn kosta nokkru til að þjóðin verði áfram sú hamingju- samasta í heimi? Altént varð ég hinn ánægðasti, þegar ég reif jólapappírinn utan af myndbandssnældu um laxveiðar í Laxá í Kjós, sem íslenski mynd- bandaklúbburinn gaf út fyrir jólin. Ég vissi að hún hafði létt pyngju gjafarans um tæpar fjögur þúsund krónur, enda velt því fyrir mér sjálfur hvort ég ætti ekki að gefa einhverjum veiðifélaga minna þessa snældu að gjöf. En ánægjan var skammvinn og eftirsjá í krónunum, sem snældan kostaði. Það verður að segjast eins og er að illa er með gott efni fariö! Áhugamenn unt stangaveiði eru mýmargir og sólgnir í bækur um laxveiði í svartasta skammdeginu. Margir misjafnlega snjallir pennar hafa því róið á örugg mið, þegar þeir gefa út bækur um liðið lax- veiðisumar. Ég syndi á þessum miðum og bít nær alltaf á krókinn og læt mér aldrei segjast, frekar en aðrir á hinurn örugga markaði, þótt illa sé að verki staðið. Ég var fullur eftirvæntingar, þegar gafst færi á að sjá og heyra helstu snillinga laxveiðinnar í fengsælustu á landsins, Laxá í Kjós. Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir var til viðtals um veiði í Laxá og sýndar voru af honum kvikmyndir við veiðina. Það leyndi sér ekki að þann er fimur með stöngina, en þó hefði ég viljað sjá hvernig hann færi að í glímunni við laxinn víðar en í Höklunum og undir brúnni. Einnig voru kvikmyndir af Jóni Ólafssyni í Skífunni, dugnaðar- forki í verslun, en varla mikið augnayndi á árbakkanum fyrir áhugamenn um laxveiði. Ekki einasta voru tilburðir hans við laxveiðina klaufalegir heldur keyrði um þverbak, þegar hann kallaði til sín brennivínskútinn í miðjum drætti. Sumum þykir sopinn ómissandi við laxveiðar. En það kemurokkur áhorfendum ekki við! Myndbandssnælda þessi getur ekki talist kynning á Laxá í Kjós, eins og ég taldi að hún væri áður en égsetti hana í myndbandstækið. Á snældukápu er mikið fjallað um óspillta náttúru fslands. En þáttagerðarmenn sýna einungis frá neðstu veiðisvæðunum allt í kring- um óspilltan þjóðveginn. Svo er skyggnst í Bugðu, en öll svæði ofan Laxfoss látin eiga sig. Hallgrímur Thorsteinsson á Bylgjunni rabbaði við Þórarin. Það gerði hann í afar óskemmtilegu umhverfi. Mætti halda að þeir hefðu hist á tannlæknastofunni. Og þar að auki er vart hægt að greina hvað Þórarinn segir og er tæknimönnum það um að kenna. Þó verður ekki reynsluleysi Hall- gríms á sviði fjölmiðla um kennt að honum tókst illa upp. Því er ekki að heilsa. Miklu heldur slæmum undirbúningi eða virðingarleysi fyrir verkefninu. Hér eru nokkur dæmi um orð- askiptin. Hallgrímur: Laxinn var stór í sumar! Þórarinn: Nei, meðalvigt var með minnsta móti! Hallgrímur: Er fluguveiði að sækja á orðið? Þórarinn: Nei, égsegi það ekki. Hallgrímur (um leið og dreginn cr fiskur á land); Þetta er 15 punda fiskur! Þórarinn: Nei, þetta er ekki nema 9 til 10 punda fiskur. Inngangur þularins var sömu- leiðis greinilega óundirbúinn. Líkt og hann væri að spjalla við sím- hringjanda í nöldurþætti í útvarpi. Og niðurlagsorðin voru sama marki brennd, - út í bláinn og hafa varla valdið handritshöfundi óþægilegum hejlabrotum. í heilum myndbandsþætti eru mest spennandi atriðin í auglýsingu frá Veiðihúsinu, sem er framan og aftan við þáttinn. Mér hefur verið sagt að þessi snælda sé síst af fjórum, sem út komu. Hinar fjalla um Laxá í Dölum, Miðfjarðará og Vatns- dalsá. Má vera að svo sé. En Laxá í Kjós á engu að síður betra skilið. Þór Jónsson GETTU NU Fossinn á myndinni fyrir hálfum mánuði var írárfoss undir Eyjafjöll- um, skammt frá Skálbæj- unum svonefndu. En nú er það fjall sem við spyrjum um, 453 metrar að hæð og mikil prýði í landslagi á sínum slóðum. Hvert er fjallið? ■■■■■■■ SafSSOBB H3BH3 HQ □ BEJaEC □□□£gg □□□ E pajjp iHjEagiFÍB B s B X 1, — l-l<- X öTgxlc IX [ie RS S O r eaa BB i> B 73 — S i \ m m i i C 3 aa > <-^ HHJ- □ us [F|» * =** £-• 73 -T| a * ? eis felÉö C- cT ■ 2 c z c: 2 2 s s -n Tn — UÍ3 jö yi 2 C 3 -T ln TnJÉ:* C~* x>' 2 21 X> FFF Ni. ~~3[q b* V * ** ~ KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.