Tíminn - 28.01.1989, Side 6
16 I HELGIN
Á heitum sumardegi árið
1900 kom að því að hatur og
grimmd einnar konu náðu
skelfilegum hápunkti. Kona
sú var Dreka-keisaraynjan,
Tzu-hsi.
Þegar Boxara-uppreisnin
stóð sem hæst, herör sú er
Kínverjar skáru upp gegn
útlendingum og kristnum
mönnum, var franska dóm-
kirkjan í Peking brennd til
grunna og hundruð karla,
kvenna og barna fórust.
Keisaraynjan fylgdist með
frá hæð í grenndinni. Hún
skipaði ekki að skothríðinni
skyldi linna fyrr en hún var
farin að fá höfuðverk af háv-
aðanum.
Meðan liðsmenn þeir er hún tefldi
fram, óður lýður með rauða vefjar-
hetti, þaut um og hrópaði
„Brennum, brennum, drepum,
drepurn," dundaði hún við að mála
bambusmynstur á silkidúk og fleyta
skreyttum diskum á vatninu framan
við höll sína. Meðan kristnir menn,
þar á meðal þúsundir Kínverja, voru
drepnir, snyrti hún fjögurra þuml-
unga langar neglur sínar, sem jaða-
steinar voru greyptir í eða tiplaði um
garða sína í gimsteinum prýddum
skóm.
„Látið engan sleppa, svo ríki mitt
verði hreinsað... “ hafði hún skipað.
Hermönnum hennar voru greidd
laun fyrir hvert höfuð Evrópu-
manns, sem þeir gátu framvísað. Þó
minntust margir þeirra sem fengu
varist í breska sendiráðinu, uns
ósköpin voru yfir gengin, eftir að
hafa drukkið með henni te og látið
heillast af henni. Ekki síst vegna
fagurra orða hennar um Viktoríu
drottningu, en hún kvaðst hafa mynd
hennar við rúmið sitt.
Dóttir vanalegs mandarína
Þessi sérkennilega og flókna kona,
sem réði fyrir örlögum 400 milljóna
Kínverja í nær 50 ár, áleit sig vera
gáfuðustu konu heimsins. En loks
urðu úrelt viðhorf hennar og sú
sannfæring að Kína væri miðja
heimsins og allir útlendingar skræl-
ingjar, til þess að Ch'ing keisaraættin
leið undir lok. Dauði hennar árið
1908 markaði tímabil reginbreyt-
inga.
Þótt hún væri ekki nema einn og
hálfur metri á hæð var hún oft
tilkomumikil á að líta og ekki síst á
yngri árum. Andlitið var eins og
marglit gríma af farða og klæðnaður-
inn samfelldur perlu og gimsteina-
saumur í skínandi litum. Hrafnsvart
hárið var aldrei klippt. Hún gaf
nánar gætur að útliti sínu og heilsu
og nærðist á miklu af mjólk með
söxuðum bitum af kálfsvömb úti í og
aðeins Iitlu einu af annarri fæðu.
Hún var dóttir mandarína af lág-
um stigum í Manchuriu, fædd í
nóvember 1835. Þjóðfélagsstöðu
hennar vegna varð hún fylgikona.
Hún var send til keisarahirðarinnar
16 ára og lýsing á henni á þessum
tíma í ævisögu hennar eftir Marinu
Warner er mjög heillandi. Líkt og
allar konur frá hennar héraði þá
hvíttaði hún andlitið og rauð tveim
eldrauðum blettum á kinnar sér.
Neðri vörin var máluð kirsiberja-
rauð. Stundum bar hún blátt á
augnlokin og skerpti augun með
kolakrítarstrikum umhverfis þau.
Hárið var tekið upp rakleitt frá
hnakka og prýtt skrautmunum, sem
voru í líki blóma og skordýra og
perluböndum vafið í milli.
Ein 3000 fylgikvenna
En hún var aðeins ein af 3000
fylgikonum keisarans og 3000 geld-
ingum sem í höllinni bjuggu og áttu
að þjóna hinum daufgerða, tvítuga
keisara, Hsien Feng. Hún taldist til
fimmtu og þar með lægstu stéttar og
svo hefði vel getað farið að hún hefði
aldrei hitt hans hátign. Henni var
gefið nafnið „Keisaraleg fylgikona
Yi“. En hún tók brátt að gera sér
það úr stöðu sinni sem henni var
unnt. í höllinni var veglegt bókasafn
og þar sem hún ólíkt flestum stúlkum
öðrum kunni að lesa og skrifa, þá fór
hún nú að nota sér safnið og aðstoð
þeirra hálærðu manna sem við það
Laugardagur 28. janúar 1989
HUN RIKTI MEÐ
BÖÐULSSVERÐIÐ
AÐ VOPNI
Dreka-keisaraynjan, Tzu- hsi, kom tveim keisurum fyrir kattarnef
og stjórnaöi einráð meira en hálfa öld
unnu. Þá gerðist hún vinkona hinnar
15 ára gömlu fylgikonu af æðri
stigum, sem kjörin hafði verið eigin-
kona Hsien-Feng keisara, og gerði
sig henni ómissandi.
Að þrem árum liðnum hlaut hún
laun ráðkænsku sinnar. Kona keisar-
ans reyndist óbyrja og hún var send
til þess að deila sæng með honum.
Nfu mánuðum síðar, í apríl 1856,
fæddi hún honum son, eina barn
hans hátignar.
Staða hennar tók þegar stakka-
skiptum. Hinir valdamiklu gelding-
ar, sem alls staðar voru nærri og og
réðu miklu með baktjaldamakki
sínu og slúðri, sáu að ný stjarna var
upp komin og söfnuðust um hana.
Tzu-hsi vanmat aldrei áhrif þeirra og
lét sér vel líka silkimjúka undirgefni
þeirra. Hsien-Feng keisari varð
steinhissa á skörpum skilningi konu
sinnar og starfsjjreki og brá á það
ráð um síðir að láta hana um stjórn-
unarstörfin að mestu. Kveifarlegur
og sífelldlega lasinn reyndist hann
ófær um að fást við hinar skelfilegu
styrjaldir við Taiping uppreisnar-
menn í norðurhéruðunum. Þegar
við þetta bættist innrás sameinaðra
herja Breta og Frakka var honum
öllum lokið.
Tzu-hsi sest að ríkjum
Til þess að forða sér undan fram-
sókn „útlendu djöflanna" flúði nú
hirðin í Peking til borgarinnar Jehol
uppi í fjöllum. Merki um valdaskipti
komu fram í tilskipun frá hirðinni,
sem mælti fyrir um að allir sem
voguðu sér inn í „Borgina forboðnu"
(aðsetur keisarans í Peking) skyldu
hálshöggnir. Þessi skipun enduróm-
aði rödd fylgikonunnar Yi, en ekki
keisarans.
Blóðið streymdi um götur Peking,
en bróðir keisara, prins Kung, gerði
sér grein fyrir að drápin á Evrópu-
mönnum kynnu ekki góðri lukku að
stýra. Hann hætti að hlýðnast
skipunum frá hirðinni og samdi
vopnahlé við Breta og Frakka.
Ætlunin var að keisarinn sneri til
hallarinnar vorið 1861, en áður en
vetrarstormunum linnti var hann
dauður!
Þær konurnar, keisaraynjan og
Tzu-hsi, settust að ríkjum. Um leið
og veður stilltust lögðu þær upp í
hina löngu ferð frá Jehol til Peking
og höfðu barn keisarans með sér.
Þær höfðu verið varaðar við því að
samsæri væri í gangi um að ráða þær
af dögum og breyttu því upphaflegri
ferðaáætlun á síðustu stundu. Lá nú
leið þeirra um mörg og hrikaleg
fjallaskörð.
Valdatafl
Allra augu hvíldu á Tzu-hsi þegar
hún hélt sigrandi inn í Peking og var
borin ásamt syni sínum á burðarstóli
um strætin, sem stráð höfðu verið
gulum sandi, undir gulum fánum.
Nú var komið að því að hún skæri
úr hverjir væru óvinir sínir og hverjir
ekki. Niuhuru keisaraynja hafði eng-
an áhuga á stjórnmálum, svo ekki
þurfti að óttast hana. En hún gaf
strax skipun um að sá auðugi kaup-
maður, Su Shun, sem stóð að baki
tilræðisáformunum, yrði hálshöggv-
inn. Fylgismönnum hans var skipað
að fremja sjálfsmorð. Hún lagði
hald á eignir hans og tagði grundvöll-
inn að miklu ríkidæmi.
Borgarastríð geisaði nú af ofsa í
fimm héruðum og 20 milljónir
manna dóu á fyrstu stjórnarárum
hennar, þar sem Taiping uppreisnin
varð ekki bæld niður í norðri. Þessi
árin treysti hún mikið á Kung prins.
Hann kom til hennar daglega,
kenndi henni stjórnvísindi og gerði
sitt besta til að halda aftur af stríðs-
losta hennar. f fyrstu fóru fundir
þeirra fram með mjög formlegum
hætti. En þegar frá leið gerðist Kung
prins frjálslegri í umgengni en henni
líkaði. Hún fékk nóg af honum og
ákvað að losna við hann.
Stundin kom á fjórða ríkisstjórn-
arári hennar. Það var dag einn þegar
Kung prins hugðist rísa á fætur að
lokinni langri og leiðinlegri áheyrn.
(Bannað var að standa í návist
þjóðhöfðingjans og var það varúðar-
ráðstöfun gegn árás.) Tzu-hsi æpti
þá hástöfum upp úr þurru og gerði
sér upp hið skelfilegasta æði. Sagði
hún að hann hefði búist til að ráðast
að sér. Geldingarnir komu þjótandi,
drógu prinsinn burtu og reyttu af
honum alla hans titla og tignarmerki.
Síðar kallaði hún hann að hirðinni
aftur, líklega vegna þess að hún gat
ekki án ráðgjafar hans verið, og
hann hlaut sæti í stórráði ríkisins.
En hún hafði náð markmiði sínu -
komið voldugasta keppinauti sínum
á kné og sveigt hann undir vilja sinn.
Úrkynjun sonarins
Óhófslíf hennar varð sífellt æðis-
gengnara og hún hvatti embættis-
menn sína til þess að kvelja æ meira
fé út úr hinni blásnauðu, kínversku
þjóð, svo hirðin mætti halda sig sem
höfðinglegast. En þetta nægði ekki
og hún tók að selja allar helstu
stöður fyrir ríflegt tillag í fjárhirslu
sína.
Meðan þessu fór fram var sonur
hennar, keisarinn tilvonandi, alinn
upp sem veikbyggð jurt innan um
stífmálaðar fylgikonur og geldinga.
Því var líkast að Tzu-hsi ynni að falli
hans frá því fyrsta - að hún hugsaði
með skelfingu til þess dags er hann
tæki við ríkinu og hennar gerðist
ekki þörf lengur. Hún dekraði við
geldingana og skeytti engu um þau
afleitu áhrif sem þeir höfðu á hann
frá því fyrsta. Er hann var fimmtán
ára gamall var augljóst að hneigð
hans til kvenna var í meira lagi
reikul, eins og verið hafði með föður
hans og að hann var djúpt sokkinn í
saurlifnað. Geldingarnir skipulögðu
drykkjusamkvæmi og móðir hans
hvatti þá til þess að kynna drenginn
fyrir hórunum í öngstrætum Peking.
Hann varð 16 ára 1872 og þá áléist
hann nógu gamall til þess að
kvænast. Þar með var dætrum helstu
virðingarmanna í Manchuriu gert að
koma til hallarinnar. Hann valdi sér
18 ára gamla stúlku, Alute að nafni,
sem reyndist jafn vel skynsöm og
hún var fögur. Tzu-hsi varð afar
afbrýðisöm út í hana og bálreið, er
hún varð þess áskynja að hún hvatti
eiginmanninn til þess að hugsa sjálf-
ur og standa gegn áhrifum gelding-
anna. En það var um seinan.
Er tími var til kominn að ungi
keisarinn tæki við völdum opinber-
lega, gætti óánægju hennar í hverju
skoti í Borginni forboðnu. Hún gaf
fyrirmæli um að sumarhöll keisar-
ans, sem Bretar og Frakkar höfðu
lagt í rúst, skyldi endurbyggð í fyrri
dýrð og gerð að bústað sínum.
Mikið fé var saman dregið í þessu
skyni, en mörgum þótti í of mikið
ráðist, þar á meðal Kung prinsi.
Dreka - keisaraynkjan.
Slíkt óhóf á þrengingatímum lands-
ins náði engri átt. Hætt var við
endurbygginguna og Tzu-hsi dró sig
í hlé í fússi.
Nýr ríkisarfi valinn
En þetta mótlæti stóð ekki lengi.
Samskipti keisarans við vændiskon-
ur og öfugugga Pekingborgar höfðu
tekið sinn toll af honum. Hann
reyndisí haldinn kynsjúkdómi og
fékk bólusótt ofan í þann krank-
leika. Lítið var gert til þess að bjarga
honum. Hann lést þann 13. janúar
1875 - „sté upp til Drekans" eins og
það hét á skrúðmiklu máli hirðarinn-
ar. Þá var hann aðeins 19 ára.
Kona hans vék aldrei frá sæng
hans. En sú gamla heyrði hana
kvarta við hann yfir hroka hennar og
lét geldingana draga hana á brott og
hýða hana. Alute var vanfær og
velktust menn ekki í vafa um að
Tzu-hsi hugðist gera út af við hana,
áður en hún fæddi barnið.
Sama dag og sonur hennar lést
settist hún í hásæti Drekans með
Niuhuru sér við hlið og kallaði
saman stórráðið. Tung hafði ekki
eftirlátið neinn erfingja. Það varð að
kjósa keisara. Hún braut allar hefðir
og heimtaði að nýi keisarinn skyldi
verða lítill systursonur hennar. Með
þessu sniðgekk hún erfðalögin á
grófasta hátt og aðeins tíu menn í
ráðinu dirfðust að mótmæla. Hún lét
skrá nöfn þeirra. Hún þoldi enga
andstöðu og var ekki kresin á meðul-
in, er ryðja skyldi þeim er mögluðu
úr vegi.
Hún ættleiddi frænda sinn, Ku-
ang-hsu, þegar í stað. Þessi granni
og veiklulegi drengur, sem var ekki
nema þriggja ára, var sóttur um
miðja nótt og klæddur í keisaralegan
skrúða, svo að hann gæti gengið að
líkbörum frænda síns. Hann varð
keisari þann 25. febrúar 1875. Tzu-
hsi vissi nú að hún gat haldið völdum
í tíu ár enn. Hin niðurlægða og
afskipta Alute varð að hafna tilkalli
til ríkis fyrir hönd barns síns. Fárveik
vegna „lækninga" sem tengdamóðir
hennar stjórnaði, réði hún sér bana
með því að taka inn stóran skammt
af ópíum. Sumir sögðu að sú gamla
hefði fyrirskipað henni þetta.
Kastast í kekki
En með komu Kuang-hsu til ríkis
spratt óvænt upp ósamkomulag milli
þeirra valdakvennanna. Barnið var
greinilega hrætt við Tzu-hsi og líkaði
mikið betur við hina góðlyndu Niu-
huru. Kannske var sú orsökin? Ann-
ars eru sögur á reiki um það hvers
eðlis deilurnar milli þeirra voru og
orsökuðu dauða annarrar. En vitað
er að eitt kvöldið sendi Tzu-hsi
stöllu sinni nokkrar hrísgrjónakökur
og lá sú síðarnefnda dauð hið sama
kvöld.
Nú stjómaði Dreka - keisaraynj-
an einvöld í sex ár. Hún hafði
stöðugt við hlið sér yfirgeldinginn,
Li Lien Ying, spilltan, gírugan og
grimman mann, sem þó var henni
tryggur í einu og öllu. Hún stjórnaði
barn - keisaranum fullkomlega,
hljóðlátum og hægum dreng. Hún
áminnti hann stöðugt í tóni sem var
„eins og suð í moskítoflugu." Hann
var lafhræddur við hana og er auð-
velt að ímynda sér ástæðuna. Þjón-
ustumaður við hirðina sagði, þegar
hann lýsti reiðiköstum hennar:
„Augun skutu gneistum, kinnbeinin
urðu hvöss og æðar á enninu tútnuðu
út. Hún beraði tennurnar... “
Árið 1887 hafði nýi keisarinn
aldur til að setjast í hásætið og gamla
konan dró sig í hlé. Hún valdi sér
glæsileg híbýli rétt utan við Peking,
þar sem hún gat haft auga með
honum. Og hún varð hissa á því sem
hún sá: Pilturinn reyndist ekki svo
viljalaus og hún hafði haldið. Hann
var opinn fyrir vestrænum siðum og
vildi gjarna draga úr því kúgunar-
veldi sem honum hafði verið fengið
að stýra. Tzu-hsi hafði látið hann
kvænast frænku sinni, geðillri, hvers-
dagslegri stúlku, sem varð til vand-
ræða frá því fyrsta. Hann kaus miklu
heldur félagsskap tveggja fylgi-
kvenna sinna, sem báru nöfn er
mundu þýða Perla og Ljómi. Þær
voru menntaðar konur og höfðu
skilning á hugmyndum hans.
Fall Kuang-hsu
Þótt ungi keisarinn umgengist
hana með mikilli virðingu, þá fórsvo
að hún tók að hata hann fyrir
útlendingadekur. f hennar augum
var ekki nema eitt Kína til - Kína
forfeðranna. Hún fékk yfirgeldingi
sínum það hlutverk að njósna um
hann og kenndi honum um hrakfarir
Kína í stríðinu við Japana, þótt sjálf
ætti hún sökina, þar sem hún hafði
dregið allan mátt úr flota landsins