Tíminn - 28.01.1989, Side 5

Tíminn - 28.01.1989, Side 5
Laugardagur 28. janúar 1989 r_ HELGIN 15 Tj I I I A FJORUM HJOLUM: Reynsluakstur Mitsubishi L-200 4WD pallbifreið Umboö: Hekla hf. Þarf djörfung til Við höfum áður tekið til reynsluaksturs pailbifreið með þessari útfærslu og með drifi á öllum hjóium. Þá var það Mazda B2600 og reyndist hún mæta vel til þeirra verka sem Iögð voru á hana í vorfærð á síðastliðnu sumri. Nú er gripur úr sama flokki tekinn til kost- anna og það við nokkuð slæm skilyrði í vetrarfærð janúar- mánaðar. í þetta sinn erum við á Mitsubishi L-200 með drifi á öllum hjólum. Um er að ræða nýja útfærslu af árgerð 1989 þótt segjast verði eins og er að ekki eru breytingar byltingar- kenndar nema í útliti og inn- réttingum, borið saman við eldri árgerðir. Vélin er nánast sú sama, grindin er á sínum stað, fjaðrabúnaðurinn og eig- inlega flest annað. Ég hef alltaf verið veikur fyrir svona bíl, segir í sönglagatexta einum og get ég notað það að hluta hér. Mér er eiginlega alltaf létt í skapi að þvælast um á léttum pallbíl með drifi á öllum hjólum. Þrengslin og einskorðun farþega- fjölda við einn, er hins vegar það i sem sett hefur mér stólinn fyrir dyrnar við að eignast einn slíkan sjálfur. Það er heldur ekki málið. Nú skulum við reyna að fjalla um hugsanlegt notagildi svona pallbíla og þá sérstaklega notagildi þess að hafa „vörubílinn" með drifi á öllum hjólum. Sterkur og léttur Þessir bílar hafa orðið vinsælir fyrir það öðru fremur að vera sterkir, léttir og liprir til verka. Burðargetan er rúmlega eitt tonn á pallinn, eða um 1300 kg í heildar- hlass með farþega og ökumanni. Burðargetan er dæmigerð eins og um margt má segja í þessum bíl. Hún gerir það að verkum að hann verður létt-hastur og frekar leiðin- legur til lengdar í innanbæjarsnatti og ekki síður ef verið er að skrölta einhverja slóða. Þarna skilur milli feigs og ófeigs í jeppaferðalögum. Niðurstaðan hefur oft verið sú að eigendur svona pallbíla bregða á það ráð að létta á fjöðrunum og fækka t.d. blöðunum að aftan. Reynsluaksturinn náði ekki til slíkra aðgerða og því er ekki hægt að gefa nein komment á breytingar af því tagi. Hér verða menn að velja milli mikillar burðargetu eða þolanlegrar mýktar, eða fara ein- hvern milliveg, sem er líklega oft- ast farinn. Sjaldan eru menn að rogast með heilu tonnin á pallinum og þvælast um leið einhverja slóða. Bakkgírinn Eitt var það sem mér líkaði ekki nógu vel og getur það reyndar stafað af því að bíllinn, sem Tfminn reynsluók, var alveg nýr; hafði aðeins verið ekið 24 km! Erfitt gat verið að koma honum í bakkgírinn nema með því að fara óvenju vel að gripnum. Hann var á dæmigerð- um stað sem telst vera lengst til hægri og niður á móti fimmta gír. Þessi staður hefur fyrir löngu hlotið viðurkenningu fyrir fólksbíla, en sú var tíðin að Willysinn var með bakkgírinn beint niður af fyrsta gír. Þetta var kostur þegar verið Léttur, sterkur, snerpa og kraftur. Bakkgírinn, dekkin, létt- hastur vegna burðargetu. var að jagast í ófæru því stutt var milli þess að hjakka fram og aftur. Þessi siður hefur alveg lagst af og helgast að því er virðist af því að minni hætta er á að viðvaningur reki farkostinn í bakk á fullri ferð áfram og brjóti þar með gírkass- ann. Kemur það í heild á óvart að gírarnir hafi verið svona stirðir þar \em við eigum öðru að venjast í MMC bifreiðum (Mitsubishi Motor Corp.). L-200 er léttasti bróðirinn í jeppafjölskyldu Mitsubishi, en til hennar telst vitanlega ekki ferða- bíllinn MMC Lancer 4x4. Aðrir eru MMC Pajero, stuttur og langur, og MMC L-300 4x4 (átta manna smárútan). Búast má við að innan fárra laugardaga verði hér á síðunum gagnrýni um glænýjan Pajero-jeppa, eri ég má eiginlega ekki segja ykkur að hann er þessa dagana að koma til landsins með nýja sex strokka og mun aflmeiri vél en til þessa. Ég treysti ykkur til Hann er eðli sínu samkvæmt léttur og til í nánast hvað sem er þessi dæmigerði rúmlega eins tonna „vörubíll". Burðargetan gerir hann létt-hastan á meðan djörfungin gerði Tímann nær óstöðvandi um síðustu helgi í „ófærðinni miklu" í Reykjavik. Tímamynd Pjetur aö hafa hljótt um þetta þar til blásið verður til opinberrar kynn- ingar hjá Heklu. Verður eflaust spennandi að sjá hvernig sam- keppnin tekst við nýja línu af gormafjaðrandi Nissan Patrol með fjögurra lítra vél og nýja Toyota Landcruiserinn sem verður fyrst á þessu ári fluttur inn í millistærð- inni. Nóg um það síðar. Andlitsupplyfting Hér verður að láta umfjöllun um þennan andlitsupplyfta L-200 lokið að sinni þar sem mér þótti betra að hafa myndirnar bara stórar og hreinar. Þær tala sínu máli um meðferðina í reynsluakstrinum og líkjast einna helst þeim myndum sem ég hef nær eingöngu séð í bílagagnrýhi í bandaríska jeppa- blaðinu Off-Road til þessa. Svona á að prófa þá bíla sem auglýstir eru með fjórhjóladrifi og er aðeins eitt um niðurstöðurnar að segja. Hann stóðst þessar raunir alveg með prýði, enda er hann sterkbyggður og til í æði margt. Aumingjaleg dekkin sem hann er fluttur á inn til landsins eru ekki. skrautfjöður, en nýtast þó samt meðan þau eru glæný. Hann hefur lítið flot í sköflum á svona dekkjum, en það er einmitt helsti kosturinn við létta palljeppa. Á lítið eitt breiðari .dekkjum hefði Tíminn verið óstöðvandi í ófærðinni frægu um síðustu helgi. Kristján Björnsson I I l\ |4r I I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.