Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.03.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 7. mars 1989 FRETTAYFIRLIT VlN - Utanríkisráöherra Bandaríkjanna James Baker hvatti Sovétmenn til að endur- skoöa svokallaöa „Brésnef- kenningu" sem notuö hefur verið til aö réttlæta hernaöar- lega íhlutun í ríkjum kommún- ista. Baker hélt ræöu þessa í upphafi nýrra afvopnunarviö- ræðna austurs og vesturs. ; Baker sagði aö Bandaríkja- menn væru að athuga leiöir til aö flýta brottflutningi efna- vopna Bandaríkjamanna frá Vestur-Þýskalandi fyrir árið 1992. Shévardnadze utanrík- isráöherra Sovétríkjanna hélt einnig ræöu og hvatti NATO til aö draga úr heföbundnum víg- búnaöi í samræmi viö samdrátt Varsjárbandalagsins. Menn eru almennt bjartsýnir fyrir þessar afvopnunarviðræöur. Jafnhliöa þeim ræöa 35 ríki um öryggi og samvinnu í Evr- ópu. MAZAR-E-SHARIF - Þrjár eldflaugarsprungu í Maz- ar-e-Sharif hinni rammgirtu höfuðborg Balkhhéraös í norðurhluta Afganistan. Er þetta fyrsta árás skæruliöa á þessum slóðum á þessu ári. PEKING - Kínversk stjórn- völd skipuöu svo fyrir aö fólks- straumur hundruö þúsunda bænda úr sveitum til borga í atvinnuleit yröi stöövaöur. Ríkisráöið skýröi frá því aö þessi fólksflótti úr sveitum raskaöi mjög störfum lögreglu aö halda uppi lögum og reglu i borgum. BEIRÚT - Hersveitir Drúsa skutu loftvarnareldflaugum aö herþotum til aö þrönqva kristn- um mönnum til ao létta af tálmunum viö höfnina í Beirút. Það var Michel Aoun herforingi; kristinna manna sem lagði svo fyrir aö lokað yröi umferö aö höfninni. Leiðtogar múslíma segja aö þessi aðgerð kristinna gæti steypt Líbanon út í algert borgarastríö aö nýju. MOSKVA - Pravda lýsti því j yfir að Gosagroprom landbún-l aöaráætlunin væri bákn sem | píndi sovéska bændur. Áætl- unin átti aö auka framleiösluj og framboð á landbúnaöarvör- j um, en lítið hefur oröiö úr því.1 Kommúnistaflokkurinn mun; ræöa landbúnaðarmál í næstu j viku, en þar eigast viö Gorbat- sjof og Ligachef sem eru mjög 1 á öndveröum meiði í flestu. BELGRAD - Aðalritarii kommúnistaflokksins i Króatíu1 sagöi aö Júgóslavía gæti breyst í nýtt Líbanon eöa Belfast. Þágagnrýndu dagblöð í Króatíu, sem er vestrænasta lýöveldiö innan ríkjasam- bandsins Júgóslaviu, leiötoga Serba sem reyna aö ná völdum í allri Júgóslavíu. ÚTLÖND Kínverska lögreglan í Lhasa vígbúin til átaka við tíbetska þjóðernissinna.A.m.k. II létust í átökum í Lhasa í gær. Kínverska lögreglan skýtur á Tíbeta: Allt í logandi átökum í Lhasa Kínversk lögregla skaut að minnsta kosti ellefu þjóðernissinna til bana í Lhasa höfuðborg Tíbet um helgina. Átök milli lögreglu og Tí- betbúa brutust fyrst út á sunnudag- inn en rénuðu með kvöldinu. Aftur brutust út átök í gærdag og stóðu þau yfir fram eftir degi. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá þessu, en erlendir ferðamenn sem hringt hafa til Vesturlanda frá Lhasa telja að mun fleiri hafi fallið í valinn. Fregnir herma að kínverska löe- reglan hafi á sunnudag fyrirvaralaust hafið skothríð á óvopnaðan múginn sem krafðist sjálfstjórnar og sjálf- stæðis Tíbet, en kínverski herinn lagði landið undir sig árið 1950. í þessari viku eru þrjátíu ár liðin frá því að Tíbetar gerðu fjöldaupp- reisn gegn stjórn Kínverja. Sú upp- reisn varð til þess að andlegur leið- togi Tíbeta Dalai Lama varð að flýja land. Hann hefur harðlega fordæmt ofbeldi lögreglunnar. Verslanir Kínverja í Lhasa voru rændar í átökunum í gær og múslím- ar af kínverskum uppruna hafa orðið fyrir aðsúg Tíbeta. Þá hafa uppreisn- armenn borið eld að lauslegunt hlut- unt á götum borgarinnar. Þúsundir Tíbeta hafa náð alger- lega á vald sitt einu hverfi í Lhasa, en íbúar svæðisins óttuðust að kín- verska lögreglan gerði vopnaðar ár- ásir inn í hverfið í gærkveldi. FANGAR NADADIR í LANDINU HELGA Lestar- slysí Glasgow Tveir menn létust og fjörutíu slösuðust í iestarslysi nærri Bell- grove iestarstöðinni í Glasgow í gær og er þetta annað lestarslysið á Bretlandi á þremur dögum. Flestir hinna slösuðu cru ekki mikið slasaðir, en nokkurn tíma tók að losa þá síðustu úr flaki lestanna tveggja er rákust saman. Lestarnar tvær rákust saman rétt eftir að önnur þeirra kom út úrlestargöngum. Einhverra hluta vegna sem ekki er vitað óku lestarnar á söntu brautarteinun- Það var mikið um sakaruppgjafir í Landinu helga um helgina. I Jórd- aníu náðaði Hussein konungur 950 fanga á laugardaginn í tilefni af stofnun Arabíska samvinnuráðsins. Þá slepptu ísraelar 130 Palestínu- mönnum úr haldi á mánudaginn í von um að það skapaði vinsamlegra Lech Walesa vill hætta í Samstöðu Lech Walesa leiðtogí verkalýðs- samtakanna Samtöðu hyggst hætta afskiptum stnum af verkalýðsmál- unt ef viðræður pólsku ríkisstjórn- arinnar og stjórnarandstöðunnar verða til þess að starfsemi Sam- stöðu verði leyfð að nýju. Walesa skýrði frá þessu í ræðu er hann hélt í Gdansk eftir aö snurða hljóp á þráðinn í viðræðun- um um framtíð Póllands. Viðræð- urnar hafa nú staðið í fjórar vikur. Walesa sagðist þó bjartsýnn á að viðræöurnar yrðu árangursríkar er upp yrði staðið. Flins vegar hét Walesa því að berjast af fullum krafti fyrir mál- efnum Samstöðu ogpólsku þjóðar- innar verði Samstaða ekki lög- leidd. andrúmsloft á hernumdu svæðun- um. Var Palestínumönnunum sleppt í tilefni af helgihaldi múslíma, en Isra og Mi'raj hátíðir eru haldnar um þessar mundir til að minnast himnafarar Múhameðs spámanns. En ísraelarnir voru ekki allir í friðarhug, né heldur Palestínumenn. ísraelskir hermenn felldu nítján ára pilt sem réðst að hermönnum með grjótkasti við Jabalya flóttamanna- búðirnar. Náðun Husseins konungs náði til flestra þeirra sem setið hafa af sér hálfan dóminn. Hins vegar voru menn er framið höfðu morð, nauð- ganireða njósnir undanskildir. Segja Jórdanir að nú séu engir pólitískir fangar í haldi í Jórdaníu. Arabíska samvinnuráðið var stofnað ló.febrúar og eiga Egyptar, írakar, Jórdanir og Norður-Jemenar aðild að því. Er ráðinu ætlað að vinna saman að efnahagsmálum þessara ríkja. ÚTLÖMO UMSJÓN: Hallur Magnússon _ BLAÐAMAÐy^CVv>" jfc Sex farast meðtogara Óttast er að sex manna áhöfn belgísks togara hafi farist þegar skip þeirra sökk á írlandshafi á sunnudagsnóttina. Annar belg- ískur togari fann lík eins úr áhöfninni og kallaði eftir hjálp, en neyöarkall hafði ekki verið gefið. Þyrlur og skip leita hinna fimm. „Söngvar Satans“: Jibril hyggst drepa Rushdie Hinn öfgafulli palestínski skæru- liðaforingi Ahmed Jibril hefur sagst ætla að taka að sér líflát breska rithöfundarins Salman Rushdie, en Ayatollah Khomeini andlegur leið- togi írana dæmdi hann til dauða fyrir skömmu og setti með því allt á annan endann eins og alþjóð ætti að vita. Rushdie er nú í felum einhvers- staðar á Bretlandi eftir-þvf sem menn komast næst. Litlar líkur eru taldar á því að hann geti rólegur um frjálst höfðuð strokið hér eftir þar sent hann er efstur á dauðalista milljóna múslíma um allan heint. Þrír breskir þingmenn hafa skorað á Rushdie að hætta útgáfu „Söngva Satans" sem móðgað hefur múslíma um allan heim. Þingmennirnir eru úr kjördæmum þar sem fjöldi múslíma er mikill, en múslímar eru mjög fjölmennir á Bretlandi og fer þeim fjölgandi. Æðsti Rabbíi Israel lét einnig frá sér fara yfirlýsingu um bók Rushdies um helgina og var hún í aðeins friðsamlegri anda en yfirlýsing Jibrils. Rabbíinn hvatti til þess að bók Rushdies verð bönnuð í ísrael á þeim forsendum að hún sé móðgun við trúarbrögð múslíma. Samkvæmt ísraelskum lögum ber að banna bækur sent eru ntóðgandi viö trúar- brögð í ísrael. Þó lögin séu án efa sett til verndar Gyðingdómi þá segir rabbíinn að þau hljóti að ná til allra trúarbragða. Rabbíinn fordæmdi hins vegar dauðadóm Khomeinis og vísaði til boðorðanna: - Þú skalt ekki mann deyða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.