Tíminn - 01.04.1989, Side 4

Tíminn - 01.04.1989, Side 4
4 Tíminn Laugardagur 1. apríl 1989 1 _jj r ■ «nr j Sigrún Magnúsdóttir Létt spjall á laugardegi Er sameiginlegt framboö stjórnarandstööunnar í borgarstjóm Reykja- víkur vænlegur kostur 'í næstu borgarstjórnarkosningum sem veröa vorið 1990? Þetta og margt fleira munum við taka til umræöu á léttum spjallfundi laugardaginn 1. apríl n.k. Fundurinn verður haldinn í Nóatúni 21 og hefst kl. 10.30. Stefnt er aö því aö fundinum sé lokið kl. 12.00. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi mun á fundinum reifa þær hug- myndir sem uppi hafa verið aö undanförnu um hugsanlegt sameigin- legt framboö stjórnarandstöðuflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík. JonHelgason, Guðni Ágústsson, Unnur Stefansdottir, alþingismaður alþingismaður varaþingmaður Árlegur stjórnmálafundur og viötalstími þingmanna Framsóknar- flokksins veröur haldinn aö Borg, Grímsnesi mánudaginn 3. apríl n.k. kl. 21.00. Aratungu föstudaginn 7. april kl. 21.00. Allir velkomnir. Fundarboðendur. Árnesingar Sunnlendingar Framsóknarfélögin í Árnessýslu halda sína árlegu árshátíö síðasta vetrardag 19. apríl í Hótel Selfoss. Allir velkomnir. Nánar auglýst síöar. Nefndin. Suðurland FUF I Árnessýslu og Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu áformar aö halda félags- málanámskeiö í lok mars og í april. Um er aö ræöa byrjenda- og framhaldsnámskeið. Námskeiöin eru öllum opin sem áhuga hafa. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanna félaganna. Sigurðar Eyþórssonar í síma 34691 og Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 63388. FUF og FFÁ. Páskahappdrætti SUF 1989 Útdráttur í Páskahappdrætti SUF er hafinn. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 20. mars, vinningur nr. 1, 5242 vinningur nr. 2, 3145 21. mars, vinningur nr. 3, 1995 vinningur nr. 4, 144 22. mars, vinningur nr. 5, 538 vinningur nr. 6, 7401 Vegna fjölda áskorana eru númerin fyrir dagana 23. til 26. mars í innsigli hjá borgarfógeta til 5. apríl 1989. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Enn er tækifæri til að hljóta glæsilega vinninga. Hvert rriiðanúmer gildir alla útdráttardagana þaö er 20. til 26. mars 1989. Munið, ykkar stuöningur styrkir okkar starf. SUF Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Ol á útsölu eftir helgi Tíminn hafði spurnir af því í gær, að áfengisversiunin hefði í hyggju að selja eina af þekktari tegundum innflutts bjórs á útsöluverði eftir helgina. Ódýra ölið verður aðeins selt í útsölunni nýju við Lyngháls, þar sem hið nýja ölhús áfengisverslunarinnar hefur risið. Áfengisversluninni mun hafa bor- ist skeyti í gær frá framleiðanda, þar sem varað var við sölu ölsins úr ákveðinni sendingu vegna þess að álitið var að ölið í einum framleiðslu- tanki, þar sem mjöðurinn var látinn gerjast hefði spillst. í gær vörðust mcnn allra frétta af þessu tilviki, en blaðið fékk þó upplýst, að kæmi á daginn að ölið hefði skemmst hvað bragð og áfengismagn snerti myndi tiltekinn hluti sendingarinnar verða seldur á niðursettu verði. Blaðið bað fréttamann sinn í Austurríki að kanna hvaða ástæður liggja til grundvallar þeirri varúð, sem hér er fyrirhugað að viðhafa vegna sölu ölsins. Hann hringdi síðan seint í gærkvöldi og sagði, að slys það, sem framleiðendur bæru fyrir sig væri ekki stórvægilegt. í stuttu máli kvaðst hann hafa fengið þær upplýsingar hjá blaðafull- trúa fyrirtækisins, að nýlega hefðu verið ráðnir þrír arabar sem m.a. áttu að gæta tankanna, sem eru opnir. „Þetta eru samviskusamir menn,“ sagði blaðafúlltrúinn, „og enginn þeirra vék frá tönkunum enda ölið á viðkvæmu gerjunarstigi. Það leiddi til þess að þeim gafst ekki tækifæri til að ganga þarfinda sinna, og gripu því til þess ráðs að kasta af sér vatni í einn tankinn." Blaðafull- trúinn sagði, að um leið og uppvíst varð um þctta tilvik, sem ckki varð þó fyrr en búið var að setja ölið á dósir og senda það til Islands, hefði kaupandi verið látinn vita. Ekki er Ijóst hvort búið er að selja eitthvað af þessum blönduðu birgð- um nú þegar. En það sent eftir er af sendingunni verður selt á niðursettu verði eftir helgi eins og áður getur. Blaðið sneri sér til landlæknisem- bættisins og spurðist fyrir hvort nokkuð illt hlytist af því að drekka þetta blandaða öl. Þar var því svarað, að þar á bæ vissu menn engin dæmi um slíkt. Nýlegt tilvik vestur á fjörðum benti hins vegar til þess, að drykkju menn þvagblandað öl gæti þeim orðið laus höndin, og væri það ekki gott einkum ef hnífur væri í hendinni. Hins vegar væri altsvo ekkert vitað um hver styrkleikinn væri hjá aröbum. enda heyrði slík athugun ekki undir embættið. Sjá frekari umfjöllun bls. 30. ■ É R> Atr. | puini, a ii n'" f - Þessir félagar og nokkrir fleiri hafa farið, fyrsta apríl, á hverju ári um langt skeið og veitt í Varmá. Þeir heita f.v. Rúnar Sigurðsson, Sigurður Rósarsson og Rósar Eggertsson. Tímamynd:Pjetur Vorveiðin hefst í dag í dag, fyrsta apríl hefst vorveiði stangaveiðimanna samkvæmt venju. Tíminn hafði í tilefni þessa samband við Hauk Haraldsson, en hann og félagar fara árlega á þessum degi og veiða í Þorleifslæk sem er nokkru fyrir neðan Hveragerði. „Við erum nú orðnir hálfgerð antik þarna á bökkunum félagarnir. En við höfum farið reglulega fyrsta apríl á hverju ári frá því 1956,“ sagði Haukur. Undanfarin ár hafa veiði- skilyrði verið góð á þessunt tíma og mikið hefur veiðst. I fyrra til dæmis vciddu Haukur og félagar hans um hundrað fiska á fimm stengur á einum degi. „Frekar lítið vatn hefur verið í læknum en þá getur maður gengið að fisknum í stærri hyljunum. Ölfusáin hefur líka verið á ís og þá leitar fiskurinn frekar upp í Þorleifs- lækinn. En það hafa heldur betur skipast veður í lofti þessa síðustu daga ognúerflóð þarna. Áinereinn strengur og kolmórauð," sagði Haukur. Hann sagði sig og félagana engu að síður ætla að fara og veiða en var vantrúaður á að veiðin yrði mikil. „Ég er nú frekar svartsýnn á þetta.' Það er verst þegar maður Iendir í svona vatnavöxtum. Mikið hefur rignt undanfarna daga og veður verið frekar hlýtt þannig að lítil sakleysisleg á hefur heldur betur tekið stakkaskiptum. En auðvitað fer maður og athugar málið. Þetta er venjulega mjög gjöfult veiðisvæði og gaman að veiða þarna. En inn á milli koma auðvitað ár sem maður lendir í flóðunt og veiðist þá sáralítið svo við erum frekar stúrnir núna en lækurinn á eftir að jafna sig og við förum aftur síðar," sagði Haukur. Þeir fara venjulega með um sex stengur saman og veiða einna helst á rækju og flugu, svokallaða gula „streamera". „Það er vont að fá maðk um þetta leyti. Sumir ala að vísu maðk og geyma hann en við höfum helst verið með rækju og flugu og spún. „Streamerarnir" gáf- ust mjög vel," sagði Haukur. Nokkuð mikil ásókn hefur verið í veiðileyfi á þessum stað og færri fengið en viljað. Leyfin eru seld hjá Landssambandi veiðifélaga. Dagur með eina stöng kostar rúmlega tólf hundruð krónur. Mestmegnis veiðist sjóbirtingur þarna en þó hefur einnig nokkuð af laxi gengið upp ána. Þegar mest hefur verið um laxinn hafa veiðst allt að tvö hundruð laxar á einu sumri. Fiskurinn hefur oft verið vænn. allt upp í fimm pund þó meirihlutinn sé auðvitað nálægt pundinu. jkb

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.