Tíminn - 13.05.1989, Síða 2

Tíminn - 13.05.1989, Síða 2
12 HELGIN Laugardagur 13. maí 1989 Norræni Genbankinn - Deildarstjóri Staða deildarstjóra við NGB er laus til umsóknar. Deildar- stjórinn er ábyrgur fyrir söfnun erfðaefnis, varðveislu þess og dreifingu og að skipuleggja „in situ“ varðveislu sérstæðra plöntusamfélaga með verndun verðmætra gróðurlenda í samráði við genbankanefndir á Norðurlönd- um. Norræni genbankinn er ein af stofnunum Ráðherranefndar Norðurlanda með aðsetur á Skáni í Svíþjóð. Hlutverk genbankans er að varðveita erfðabreytileika nytjaplantna í norrænni jarðrækt og garðrækt. Norræni genbankinn sér einnig um skráningu erfðaefnis, þjónustu við plöntu r kynbótamenn og aðra sem vinna að plönturannsóknum. Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun á sviði líffræði með aðaláherslu á landbúnað, grasafræði eða erfðafræði. Doktorspróf og reynsla af plöntukynbótum eða öðrum plönturannsóknum er æskileg. Staðan er veitt til fjögurra ára og er möguleiki á framlengingu. Laun eru á bilinu 15.000-22.500 sænskar krónur á mánuði. Að auki fá útlendingar staðaruppbót sem nemur 2000-4000 sænskum krónum á mánuði eftir fjölskyldustærðum. Nánari upplýsingar um starfið veita Ebbe Kjellquist, forstjóri genbankans, sími +40-41 50 00, og Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunarlandbúnaðarins, sími 8 22 30. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Nordiska Genbanken, Box 41, S-230 53 Alnarp, fyrir 15. júní. Tæknimenn Ratsjárstofnun óskar eftir að ráða starfsmenn vegna reksturs ratsjárstöðva hérlendis. Umsækjendur verða að hafa lokið námi í rafeinda- virkjun eða hafa sambærilega menntun. Starfsmenn þurfa að sækja námskeið hérlendis á árinu og erlendis á árinu 1990. Laun eru greidd á námstímanum. Umsóknareyðublöð liggjaframmi hjá Ratsjárstofn- un. Umsókn, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði, berist Rat- sjárstofnun, Laugavegi 116, fyrir 26. maí n.k. Ratsjárstofnun Laugavegi116 Pósthólf 5374 125 Reykjavík Síðustu forvöð að panta Macintosh tölvur skv. 2. afgreiðslu ríkissamningins, er 18. maí Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sfmi 26844 ^ Sveitaheimili Óskum eftir sveitaheimilum til sumardvalar fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-14 ára. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri Garðabæjar eða dagvistarfulltrúi á skrifstofu Félagsmálaráðs í síma 91-656622. Félagsmálaráð Garðabæjar. FYRSTA LBK- RITASKÁLDID Espólín hafði lokið manntalsþing- um, að hann heimsótti um leið Snorra prest; fagnaði hann sýslu- manni vel; var prestur þá enn allern og skemmtinn, þó að margt hefði hann átt érfiðlegt um daga sína. Sagði hann sýslumanni frá mörgum fyrri viðburðum og fræddi hann í nokkrum fornfræðum, að því er Espólín sjálfur segir. - Espólín beiddist og að sjá steintökin; ei lést prestur ætla að mikið þrek þætti ungum mönnum og hraustum að reyna steintök við sig allgamlaðan, og er til kom fékk Espólín með engu móti komið Hálfsterk á garðinn upp, en allt kom hann honum á veggjarbrúnina; prestur tók hann síðan og kom upp á garðinn. - Furðaði Espólín það, þó prestur væri vanur við steininn og kunni handlag það á honum, er sýslumaður mátti ei þegar nema, en aðrar þrek- raunir vildi sýslumaður ei bjóða presti við sig; hefur hann sjálfur frá þessu sagt, og skildu þeir með vin- áttu.“ Að vísu talar Espólín hér um þrjá steina, en freistandi er þó að gæla við þá hugmynd að það hafi einmitt verið sú sama kvíahella og nú liggur að Húsafelli, sem þeir þreyttu afl sitt á tvímenningarnir þama um árið. Galdur Og fleiri minjar eru raunar einnig um séra Snorra að Húsafelli fyrir þá sem eftir kunna að gá. f>ar í túninu á nefnilega einnig að vera svo kölluð Draugarétt, þar sem hann á að hafa kveðið niður 81 draug, allt sendingar af Hornströndum. Það lá lengi það orð á Hornstrend- ingum að þeir vissu lengra en nef þeirra náðu. Hið sama á séra Snorri reyndar að hafa gert líka, og sagan segir að er hann var prestur á Stað í Aðalvík hafi galdramenn þar í sveit- inni haft horn í síðu hans og viljað hann feigan. Ekki fara sögur af ástæðum þessarar óvildar þeirra í hans garð, en mögnuð hefur hún verið, sem ráða er af ýmsum sögum af átökum þeirra í milli sem ýmsum eru vel kunnar. En hitt er víst að Snorri reyndist hafa í fullu tré við þessa keppinauta sína, enda ekki allir Aðalvíkingar jafn andsnúnir honum. Snorri réri jafnan til fiskjar á þessum árum og var formaður á skipi sínu. Einhverju sinni segir sagan að hann hafi róið og fengið með sér mann af nálægum bæ, sem ekki var skipráðinn hjá honum. Er þeir voru komnir á mið gerði á þá ofsastorm með stórsjó miklum. Sagði þá aðkomumaður: „Nú ætla þeir að drepa okkur.“ Pá svaraði Snorri: „Ég vissi af því og þess vegna fékk ég þig með mér. Láttu nú sjá og verðu ekki framstafninn verr en ég skal verja skutinn." Að svo mæltu settist Snorri við stýri en hinn í stafn. Gerði þá stafalogn allt umhverfis skipið, og réru hásetar til lands, en lengra undan hamaðist veðrið, sem galdramenn höfðu magnað á Snorra, en kom honum ekki að sök. Notadrjúg snærishönk Önnur saga segir að þegar Snorri var að fara alfarinn frá Stað til Húsafells hafi leið hans legið um klif eitt þar sem þverhníptir sjávarhamr- ar voru undir. Þegar að klifinu kom lét hann fólk sitt og farangur fara á undan sér, og gekk sú ferð vel. Sjálfur varð hann eftir við annan mann og einn reiðingshest sem á voru bækur hans. Snorri hafði búið svo um bækur sínar að þær voru vafðar selskinnum og bundið um og upp á klakka með nýjum rostungshúðarreipum. Nú tók hann bókabaggana ofan, sótti í vasa sinn nýja snærislínu og sívafði henni um baggana. Eftir það lét hann baggana upp að nýju og vafði snærinu enn um þá og undir kvið hestsins. Fylgdarmaður hans spurði hverju allur sá umbúnaður sætti og svaraði Snorri að aldrei væri of varlega farið. Eftir það lögðu þeir á klifið með baggahestinn. Pegar þeir komu þar sem gatan var tæpust þá varð sá Eiglnhandarrit séra Snorra, „Rimnabögur af Sigurði snarfara og frændum hans“, upphaf, íLbs. 4%jóvitnuigcunöa ^ot'ca þcafna íicyrOa eg gclö, og «1 jmnOöC allajafna orO Cfllö. $fc>cofl?«s napmuc bcobvac bveifeo tjrfni' ómö, fá flcjlcöxmmc fo gáíeyíto fefe ^lióma. 0ma gcunOöc elvan gctnOa út- OceymönOe, ínnöttti (IttnOöc ocOtnn mynöa óOfltttgönöe. <Sef oitcönec oiO þd Wnu uiOc útcunita, í»öc fent foanec ftgtfco munu fógntim uuna. Ut nú blceOött óOceíce lagöc œö í leynttm, yfecflœOOu ocOinn t>cögöc eö< 0u gceinunt. Hóttu foólun iífffno fala fúOutn fálum, Oetmac fci0(un þeycOe eg gala í \)ifa málum. 2IUcaöan0a ocö ftar fmt0ö$ «0(fu uegct, meö lifa attOa Iát þao pcyöas lyfteíega. mig Otfuc beöeo jtáfar 0íóía fo oecianöe > ef gœte eg queöeO ifiífmgo fóla öö fíipta blanöe. <Óefec ft Ifrtnöutit ^leíoólfa ta+ieO blntna oacg0, og baoga lunöutn boijtt fame> bí|ha ma< ctö, *í * W Upphafið á rlmu af Þorsteini suðurfara eins og hún var prent- uð í Hrappsey 1781. atburður að allt hrökk í sundur, selskinn og rostungshúðarreipi, en snærið hélt bókunum. Töldu menn einsýnt að þar hefðu galdramenn úr hópi Hornstrendinga ætlað að koma málum svo fyrir að Snorri missti bækur sínar. Að þeim förnum hefðu þeir trúað að léttara yrði að fyrir- koma honum en ella. Magnaður glóðvolgur En ekki létu Hornstrendingar þar við sitja og mögnuðu hvern drauginn á eftir öðrum á Snorra til að verða honum að bana. Ekki varð það þó til mikils því að hann sá við þeim og fyrirkom öllum. Eitt sinn varð sá atburður á Húsa- felli að kvöldi aðfangadags jóla að séra Snorri brá skyndilega við og lét sækja í flýti messuskrúða sinn út í kirkju. Sfðan lét hann fjölga ljósum í baðstofunni, svo að þar varð það bjart að hvergi bar skugga á. Sjálfur skrýddist hann, breiddi dúk á borð og setti þar á kaleik og patínu, líkt og hann ætlaði að fara að taka einhvern til altaris. Síðan settist hann við borðið og beið rólegur. Skömmu síðar var barið að dyrum, en er út var farið sást enginn. Aftur var barið og enn sást enginn. í þriðja sinn var barið, og þá sendi Snorri Guðnýju dóttur sína fram. Bað hann hana að opna bæinn, skjótast sjálf á bak við hurðina og kalla: „Ef hér er nokkur, sem vill finna séra Snorra, þá er hann beðinn að ganga inn.“ Hún gerði þetta og birtist þá skinnklæddur og sjóvotur maður er stormaði beint inn í bað- stofu. - Hvað ert þú að fara? spurði Snorri þá manninn. - Ég á að finna séra Snorra, svaraði hann. - Hvað viltu honum? spurði prestur. - Ég á að drepa hann, svaraði maðurinn. - Hver sendi þig? - Þeir sendu mig, Hornstrending- ar, svaraði draugurinn. - Er langt sfðan þú fórst að heiman? spurði prestur. - Ég fór að heiman áðan í rökkr- inu, svaraði draugurinn. - Hvernig fórstu að vera svo fljótur? - Fyrst flaug ég, svo hljóp ég, en þegar ég kom hérna heim á túnið þá gat ég ekki annað en gengið, svaraði draugur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.