Tíminn - 13.05.1989, Page 7

Tíminn - 13.05.1989, Page 7
Laugardagi/p 13. maí lé89 ■'' y valdi Jónssyni og þar kynntist ég konu minni Ingu Rögnvaldsdóttur. Við giftum okkur haustið 1944 og bjuggum næstu tvö árin í Reykjavík en fluttum eftir það hingað á Sauðár- krók. Við eigum tvær dætur og eina fósturdóttur. Elsa er dóttir Vil- hjálms bróður míns óg kom til okkar nokkurra klukkutíma gömul, en móðir hennar lést við fæðinguna. Hún er yngsta dóttir okkar og býr í Reykjavík, starfar þar sem skrif- stofustúlka. Sigríður er fædd 1947. Hún býr í Laugarási ásamt manni sínum Pétri Skarphéðinssyni iækni og er kennari við grunnskólann í Biskupstungum. Ragnheiður Sigríð- ur er fædd 1953. Hún er matráðs- kona við sjúkrahúsið á Sauðarkróki og býr hér ásamt manni sínum, Sigurði Frostasyni. Ég hef verið svo lánsamur að eignast góða fjölskyldu og góða konu. Sjálfsagt er það mesta gæfa hvers manns að eiga góða konu.“ Hvað með tómstundir? „Tómstundir mínar hafa að visu verið fáar, en þó nokkrar. Frítíminn hefur mikið farið í félags- störf, bæði í félögum hér á staðnum og einnig í stjórnmálum. Þar fyrir Guttormur Óskarsson. utan hef ég lagt stund á hesta- mennsku og lestur góðra bóka. Ég átti löngum góða hesta. Tveir eru mér minnisstæðastir og ég get varla gert upp á milli þeirra. Ef til vill er það álitamál hvor var meiri gæðingur en annar þeirra er alveg ógleymanlegur sakir fegurðar og vitsmuna. Hestar hafa misjafna skapgerð og misjafna greind alveg eins og mennirnir. Lundarfar þeirra er mjög breytilegt og þessi hestur sem hét Gráni var svolítill prakkari. Hann átti það til að vera óþjáll og óþægur á meðan knapinn var að koma sér í hnakkinn. í fyrstu sýndu hann mér hrekki þegar ég var að fara á bak en lagði það fljótlega niður. Þá stóð Gráni kyrr Það var einhverju sinni á góðri stund að við nokkrir hestamenn riðum heim frá Vindheimamelum. Pá er við áðum að vanda við Staðar- ána fataðist mér eitthvað að komast á bak á Grána þegar ríða átti af stað en þá stóð Gráni kyrr og hreyfði sig ekki fyrr en ég hafði hagrætt mér í hnakknum. Og aldrei var hann há- reistari og ljúfari en þá er hann tók kúrsinn það sem eftir var leiðarinnar á Krókinn. Eitt sinn var ágætur hestamaður að hjálpa mér við að járna Grána. Er við höfðum lokið verkinu spyr hann mig hvort hann megi ekki taka skeifnasprettinn úr honum. Það er nú ekki nema sjálfsagt segi ég honum. Hann vindur sér á bak en hesturinn gerir sér lítið fyrir og stingur sér leiftursnöggt. Og áður en þessi vani hestamaður vissi af lá hann á jörðinni. Honum þótti þetta slæmt og hann reis á fætur og gerði aðra tiiraun. í það skipti hreyfði Gráni sig ekki.“ Kaupfélagið mun enn hafa forystu Það hefur teygst úr spjallinu hjá okkur og Inga bíður í eldhúsinu með kaffið. Talið berst að kaupfélaginu. Guttormur horfir fram fyrir sig hugs- andi, honum er annt um fyrirtækið •sitt sem hann hefur unnið fyrir í tæp fimmtíu ár. Hann hefur helgað líf sitt þeirn hugsjónum og markmiðum er standa honum næst. „Þýðing kaupfélagsins bæði í sveit og bæ blasir hvarvetna við. Það er og verður félag allra sem trúa á mátt þeirra sem vinna saman; þeirra manna sem vinna í krafti samvinnu- hugsjónarinnar sjálfum sér og öðr-' um til hagsbóta. Enn sem fyrr mun Kaupfélag Skagfirðinga hafa forystu um að sameina krafta fólksins í héraðinu fyrir hagsmunamálum sín- um í verslunar- og atvinnumálum og efla menningarlífhverrarsamtíðar." ^ ■***&«» i ^Ölnö-'ab'8 ^ enni og Svenni ? Strandgötu 14 735 Eski S: 97-61399 Norræna Ferðaskrifstofan Laugavegi 3 101 Reykjavik s. 91-62632 ttmm Hefur þig aldrei dreymt um aö fara í hópferð undir traustri fararstjórn um Norðurlöndin og Þýskaland? Benni og Svenni á Eskifirði hafa undanfarin sumur farið slíkar ferðir og bera umsagnir farþega best vitni um ágæti þessa ferðamáta. ) Á Sumri komandi verður enn á ný stigið á skipsfjöl, um borð í glæsiskipið Norröna, frá Seyðisfirði og stefnan tekin á Færeyjar og að lokinni tveggja tíma viðdvöl þar til Hanstholm í Danmörku. Um borð getur fólk ýmist tekið lífinu með ró, hresst sig með heilnæmu sjávarlofti, legið í sólbaði, notið góðs matarog drykkjar, dansað eða sofið, eftir óskum hvers og eins. Ferðin um meginlandið hefst í Hanstholm, Danmörku. Ferð I. 01.15. júní 1989, Danmörk — Þýskaland — Noregurog heim frá Bergen. 2 vikur. Ferðll. 15. júní — 06. júlí 1989, Danmörk — Svíþjóð — Álandseyjar — Finnland — Noregur og heim frá Bergen 3 vikur. Ferð III. 10.—31. ágúst 1989, Danmörk — Þýskaland — Austurríki — Sviss — Noregur og heim frá Bergen. 3 vikur. Ferð IV. 27. júlí — 03. ágúst 1989, árleg Ólafsvökuferð til Færeyja. 1 vika. Ferð V. 24.—31. ágúst 1989, árleg haustferð til Færeyja og nú einnig til Shetlandseyja. 1 vika. Hringdu eða líttu inn og fáðu upplýsingar um þessar ferðir svo og aðrar ferðir Norröna. Við fullyrðum að verðið hefur aldrei verið lægra. HELGIN’ • ‘ 1' *1'7< * ♦ EB BÚIÐ AÐ SKOBA BÍUHB mm Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.