Tíminn - 13.05.1989, Síða 8

Tíminn - 13.05.1989, Síða 8
18 T HELGIN TlMANS RÁS Járnbrautir Eysteinn Sigurösson Laugardagur 13. maí 1989 Það kom upp mál hér á dögunum sem kippti eiginlega dálítið í mig. I umræðu um Fossvogsbrautina var hér í einhverju blaðinu sett fram sú hugmynd að við ættum að stefna að því að leggja járnbrautir hér innanbæjar í Reykjaví|c. Nú vill svo til að ég er borinn og •barnfæddur Reykvíkingur og hef alið hér allan aldur minn. Af sjálfu leiðir að ég hef í áranna rás þurft að ferðast heilmikið fram og aftur um Reykjavík, ýmist með strætis- vögnum eða akandi. Þess vegna hef ég kynnst strætisvagnakerfinu hér allvei, og held reyndar að það sé töluvert betra en margir halda, ef menn leggja á sig smávegis fyrirhöfn við að læra á það. Og ég hef einnig lent í því að þurfa að þokast áfram, bíllengd fyrir bíllengd, í langri röð einkabíla, til dæmis á Miklubraut um áttaleytið á morgnana. Við slíkar aðstæður fer ekki hjá þvt að það læðist að manni sú hugsun hvort ekki sé nú heldur óskynsamlega að farið. Yfirleitt er nefnilcga ekki nema einn ntaður í hverjum bíl. Þá hef ég, svona eins og gengur, af og til brugðið mér til útlanda. Meðal annars var ég um tíma við nám úti í heimsborginni Lundún- um. Þar notaði ég eins og gefur að skilja mikið hinar frægu neðanjarð- arlestir, sem þar ganga um borgina þvera og endilanga. Á sama hátt og þegar ég lendi í því að sitja blýfastur hér heima rétt fyrir átta á morgnana í bílaröð sem rétt þokast áfram, þá hefur heldur ekki farið hjá því í þessi skipti sem ég hef ferðast með járnbrautum í útlöndum að það hafi læðst að mér ýmsar hugsanir. Járnbrautir eru nefnilega ákaflega þægileg farar- tæki. Þær fara hratt, og með þeim er mjög fljótlegt að komast á milli fjarlægra áfangastaða. Með öðrum oröum þá hefur margoft hvarflað að mér hvort sú stund eigi ekki eftir að renna upp að við förum að hugsa bkkur fyrir járnbrautum hér heima, og þá ekki síst innanbæjar í Reykjavík. Nú er járnbrautarmálið svo sem ekkert nýtt hér á landi. Eins og menn vita var lögð hér járnbraut fyrir löngu síðan til að nota við byggingu hafnarinnar, og stendur annar eimvagninn enn í Árbæjar- safni. En þar með er ekki öll sagan sögð, því að hér voru um tíma uppi mjög ákveðnar hugmyndir um slík- ar samgöngur á milíi landshluta. Meðal annars las ég einhvern tíma í gömlu blaði mjög vel grundaðar tillögur um járnbraut frá Reykja- vík, upp Mosfellssveit og til Þing- valla, og þaðan áfram á Selfoss og gott ef ekki lengra austur. Að því er ég veit best voru þá uppi hug- myndir um að reisa járnbrautar- stöð Reykjavíkur við Skúlagötu, niðri við sjóinn á sömu slóðum og Seðlabankinn er núna. Þess utan eru svo ekki ýkja mörg ár síðan hér kom fram hugmynd á Alþingi um að skoða möguleika á lagningu járnbrautar, að því er ég man best á milli Keflavíkur og Selfoss um Reykjavík. Þetta var á tímum olíukreppunnar og var byggt á því að þar með mætti nota innlent rafmagn á samgöngutækin í stað innfluttrar olíu. Sannleikurinn er vitaskuld sá að það er margt fráleitara fyrir okkur heldur en að huga að þessum málum. Nú er ég auðvitað hvorki verkfræðingur né hagfræðingur, og get þess vegna hvorki lagt fram tæknilegar upplýsingar um rekstur járnbrauta né hagkvæmniútreikn- Neðanjarðarlest í London. inga er þær varða. En hitt er einföld staðreynd, sem hver maður þekkir, að innan- bæjar í Reykjavík og á milli sveit- arfélaganna á því svæði þurfa tug- þúsundir fólks að fara ferða sinna ýmissa erinda dag hvern. Það þarf engan hagspeking til að sýna fram á að þessar samgöngur hljóta að kosta samfélagið og pyngjur ein- staklinganna gífurlegt fé. Jafnvel þó að lagning járnbraut- ar verði dýr, má þó ekki búast við að hún geti sparað töluvert á móti? Sjálfur bý ég í Breiðholtinu, eins og allstór hluti Reykvíkinga. Segj- um sem svo að það yrði lögð járnbraut, ofanjarðar eða neðan, vestan úr bæ, annað hvort í gegn- um miðbæinn eða eftir Miklubraut. Síðan lægi hún austur á bóginn, og við getum Verið hógvær og gert ráð fyrir því að hún færi í fyrstu lotu ekki lengra heldur en upp í Mjódd í Breiðholti. Þar mun hvort eð er vera fyrir- huguð miðstöð fyrir strætisvagna, og þaðan ætti því að vera tiltölu- lega auðvelt að koma á tengingu með vögnum um allt Breiðholtið, yfir í austurhluta Kópavogs og jafnvel yfir á hverfin á Árbæjar- svæðinu. Það er að segja fyrir þá sem ekki vildu bara fá sér þægileg- an göngusprett heim til sín úr járnbrautinni og gætu sjálfsagt orð- ið býsna margir. Ég held að það þurfi engan sérfræðing til að sjá að með slíkum farartækjum myndu allar almenn- ingssamgöngur í borginni gjör- breytast. í stað þess að þunglamast áfram í hæggengum strætisvögnum myndi fólk komast endanna á milli í borginni á örskömmum tíma. Strætisvagnaferðir myndu líka gjörbreytast, fyrst og fremst vegna þess hvað vagnarnir myndu þurfa að aka miklu styttri vegalengdir en nú, eða aðeins til og frá járnbraut- inni og út í hverfin. Ég held þess vegna að hér sé á ferðinni mál sem full ástæða sé til að huga að. Kannski ekki síst vegna þess að það fer ekki á milli mála að hér notum við einkabíla orðið miklu meira en skynsamlegt má telja. Og bættar almennings- samgöngur eru trúlega langskyn- samlegasta svar borgaryfirvalda við þeirri öfugþróun. Þegará heild- ina er litið fer ekki á milli mála að vel heppnuð innanbæjarjárnbraut myndi spara verulegar upphæðir. Svo sem í bensíni, sliti á bílum, viðhaldi og lagningu gatnakerfis, og í bílastæðum. Að því ógleymdu hvað ferðir innanbæjar yrðu miklu fljótlegri. Eysteinn Sigurðsson. GETTU NÚ Myndin á þessum stað um síðustu helgi var auð- vitað af brúnni yfir Núpsvötn. Og fjallið í baksýn var Lómagnúpur. Núna spyrjum við aftur á móti um byggingu. í baksýn er flugturn, sem leiðir hugann að flugi og flugsamgöngum. En hvaða hús er þetta? Við gefum þá ábendingu að þarna fara þúsundir fólks um á ári hverju, ekki síður útlendingar en íslending- ar. Svarið kemur í næsta þlaði. (/> I222J E323 B [3 □□ aQHs íb □aaaa b E BQÍ Lilyi1 asa BB 53 St m B BB m\ □ E3E3 SS KROSSGATA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.