Tíminn - 21.06.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.06.1989, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Miðvikudagur 21. júní iÖÖ9 Peyjamót Þórs í knattspyrnu 5. flokks: Frjálsar íþróttir: Einar kastaði 80,50 m í Tókýó Fjalar Þorgeirsson Þrótti Ólafur Örn Jósefsson ÍR var valinn besti var valinn besti markmað- leikmaður Peyjamótsins. ur mótsins. - Þróttarar áttu prúðasta A-liðið og besta markvörð og varnarmann A-liða Lið Þróttar var valið prúðasta A-liðið á leikvelli. Tímamyndlr Þorgelr Hér skemmta Bjarki og Breki úr Val með söng í lokahófinu. Merki Peyjamótsins teiknaði Trausti Traustason. Besti markmaður A-liðs: Fjalar Þorgeirsson Þrótti. Besti markmaður B-liðs: Sigurður Valur Jakobsson Val. Besti varnarmaður A-liðs: Davíð L. Gunnarsson Þrótti. Besti varnarmaður B-liðs: Hlynur Guðjónsson Tý. Besti sóknarmaður A-liðs: Breki Johnsen Val. Besti sóknarmaður B-liðs: Sverrir Bjamfinnsson Þór Þorlákshöfn. Mesti markaskorari A-liðs Ólafur Sigurjónsson ÍR 23 mörk. Mesti markaskorari B-liðs: Þor- steinn Þorsteinsson Þór 14 mörk. Besti leikmaður Peyjamóts: Ólafur Öm Jósefsson ÍR. Framkvæmd mótsins fórst þeim Þórsumm vel úr hendi, allt var þrautskipulagt og mótið fór í alla staði vel fram. BL ÍR-ingar höfðu mikla yfirburði á Peyjamóti Þórs. A-lið ÍR vann Val 6-0 í úrslitaleik A-liða. Prúðasta A-lið: Þróttur Prúðasta B-lið: Þór Þorlákshöfn Prúðasta lið mótsins: iBK Peyjamót Þórs, í 5. flokkl í knattspyrnu, fór fram í fyrsta sinn um síðustu helgi. Mótið hófst á föstudag, en auk heimaliðanna Þórs, Týs og blandaðs liðs ÍBV, tóku ÍR, Þróttur, Valur, ÍBK og Þór Þorlákshöfn þátt í mótinu. Keppt var í tveimur riðlum bæði A og B-Iið. fékk á sig 1. B-liðið skoraði 22 mörk, en fékk á sig 4. í úrslitaleikjunum um fyrsta sætið í mótinu kepptu ÍR-ingarnir við Valsmenn, bæði A og B-liðin. A-lið ÍR vann stóran sigur í úrslitaleiknum 6-0, en B-liðið vann öruggan 2-0 sigur. Samhliða mótinu var keppt í knattþrautum. f skotkeppni sigraði Jósef Agnar Róbertsson Tý. Eiður Smári Guðjohnsen ÍR sigr- aði í keppni um að rekja bolta. Eiður Smári á ekki langt að sækja knattleikni, því hann er sonur lands- liðsmannsins Amórs Guðjohnsen. Brynjar Óðinsson ÍR reyndist bestur í að halda bolta á lofti og Ásgeir Hlöðversson Þrótti sigraði í keppni um að halda bolta á höfði. í vítakeppni sigruðu þeir Ólafur Sigurjónsson og Ólafur Þ. Gunnars- son ÍR. f lokahófi mótsins vom tilkynnt úrslit í útnefningum til bestu leik- manna Peyjamótsins. Ýmsar uppákomur voru á Peyjamótinu. Hér eru þjálfarar liðanna að undirbúa keppni þar sem annað liðið er í sundbolum en hitt í síðum pilsum. A föstudag hófst keppnin í riðlun- um og á laugardaginn, 17. júní lauk henni og keppni í milliriðlum tók við. Á sunnudag vom síðan úrslita- leikir mótsins, þar sem öll liðin kepptu um sæti. IR-ingar höfðu mikia yfirburði í mótinu, bæði A og B-liðin. Marka- talan segir sína sögu, A-lið ÍR skor- aði 43 mörk í riðlakeppninni, en Úrslit leikja í Peyjamóti Þórs A-riðill A-lið: Þór-ÍBV................ 12-0 Þróttur-ÍR............... 0-10 Þór-ÍR................... 0-16 ÍBV-Þróttur.............. 0-19 Þór-Þróttur................ 1-7 ÍBV-ÍR.................... 1-17 Lokastaðan: ÍR 6stig 43- 1 Þróttur 4stig 26-11 Þór 2stig 13-23 ÍBV Ostig 1-48 B-lið: Þór-ÍRc................... 1-2 Þróttur-ÍR .............. 0- 6 Þór-ÍR.................... 3-11 ÍRc-Þróttur............... 3- 2 Þór-Þróttur .............. 6- 3 Týr-ÍBK ................... 1-3 Lokastaðan: ÍR 6stig 22- 4 ÍRc 4stig 6- 8 Þór 2stig 10-16 Þróttur 0 stig 5-15 B-riðill A-lið: Týr-Valur................. 1-4 ÍBK-Þór Þh ............... 6-2 Valur-ÍBK ................ 5-1 Þór Þh-Týr................. 2-6 Valur-Þór Þh.............. 8-1 Týr-ÍBK.................... 2-5 Lokastaðan: Valur 6 stig 17- 3 ÍBK 4stig 12- 9 Týr 2stig 8-11 ÞórÞh. Ostig 5-19 B-lið: Týr-Valur................. 2-4 ÍBK-Þór Þh................. 7-0 Valur-ÍBK.................. 2-0 Þór Þh.-Týr ............... 1-8 Valur-ÞórÞh................ 8-0 ÍRc-ÍRb.................... 1-5 Lokastaðan: Valur 6stig 14- 2 ÍBK 4stig 10- 3 Týr 2 stig 11- 8 ÞórÞh. Ostig 1-23 Milliriðlar A-lið: Þór-Þór Þh................ 5-1 ÍR-ÍBK ................... 11-0 ÍBV-Týr................... 0-18 Þróttur-Valur ........... 2-11 B-lið: Þór-Þór Þh................ 6-3 ÍR-ÍBK..................... 7-0 Þróttur-Týr ............... 1-3 ÍRc-Valur.................. 1-8 Úrslitaleikir A-lið: 1.-2. sæti ÍR-Valur....... 6-0 3.-4. sæti ÍBK-Þróttur....4-8 5.-6. sæti Þór-Týr........ 2-9 7.-8. sæti Þór Þh.-ÍBV.... 9-0 B-lið: 1.-2. sæti ÍR-Valur ...... 2-0 3.-4. sæti ÍBK-ÍRc......... 3-0 5.-6. sæti Þór-Týr......... 0-2 7.-8. sæti Þór Þh.-Þróttur ... 1-3 Úrslit í knattþrautum Skotkeppni: Jósef Agnar Róbertsson Tý. Rekja bolta: Eiður Smári Guðjohnsen ÍR. Halda bolta á lofti: Brynjar Óðinsson ÍR. Halda bolta á höfði: Ásgeir Hlöðversson Þrótti. Vítakeppni: Ólafur Sigurjónsson og ólafur Þ. Gunnarsson ÍR. ÍR-ingar hófðu mikla yfirburði Japaninn Kazuhiro Mizoguchi sigr- aði á mótinu, kastaði 81, 60 m, en V-Þjóðverjinn Klaus Tafelmeier varð þriðji með 78,18 m. Einar tekur um næstu helgi þátt í móti í Frakklandi og í vikunni þar á eftir keppir hann á móti í Finnlandi. Nú er að sjá hvort íslandsmetið stendur af sér sumarið. BL MARGT SMATT London. í gær var dregið um hverjir leika saman í fyrstu umferð Wimbledon tennismótsins sem hefst n.k. mánudag. Drátturinn fór þann- ig að Stefan Edberg og Boris Becker lentu hvor í sínum keppnishelmingn- um og því er ekki ólíklegt að þeir mætist í úrslitaleik annað árið í röð. í fyrra vann Edberg, en í ár verður keppnin áreiðanlega hörð. Ivan Lendl hefur aldrei náð að sigra í Wimbledon keppni og hann mun þvf ekkert gefa eftir. Líklegt er að hann og Becker eigist við f undanúrslita- leik. Stefan Edberg mun líklega mæta landa sínum Mats Wilander í hinum undaúrslitaleiknum, en fyrst verður Wilander að slá Bandaríkja- manninn John McEnroe út. McEn- roe hefur þrívegis unnið Wimbledon mótið. Einar Vilhjálmsson íslandsmeist- ari í spjótkasti og íþróttamaður ársins, varð í öðru sæti í spjótkasti á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti, sem fram fór í Tókýó um helgina. Einar kastaði 80,50 m og öll köst hans voru yfir 77 m. fslandsmet Einars er sem kunnugt er 84,66 m. MARGT SMATT Birmingham. cari Lewis og félagar hans í Santa Monica frjáls- íþróttafélaginu í Bandarfkjunum, hafa fengið rauða ljósið á þátttöku í alþjóðlegu móti í Birmingham um næstu helgi. Á mótinu munu landslið Breta, Bandaríkjamanna og Sovét- manna keppa, en Lewis og félagar hans í Santa Monica félaginu vilja fá að taka þátt í 4x200 m boðhlaupinu. Þeir Santa Monica félagar eru ákveðnir í að setja nýtt heimsmet í hlaupinu, en auk Lewis er Joe De- loach Ólympíumeistari í 200 m hlaupi í sveitinni. t>að eru frjáls- íþróttayfirvöld í Bandaríkjunum sem meina Lewis og félögum þátt- töku. Það mun ekki vera samkvæmt venjum né hefðum að leyfa banda- rísku félagsliði að hlaupa í sama hlaupi og bandaríska landsliðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.