Tíminn - 19.08.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.08.1989, Blaðsíða 1
„Helgi holdsveiki“ og réttvísin - íslensk yfirvöld stóðu ráðþrota, þegar fatlaður vesalingur taldist hafa unnið til kagstrýkingar og lífstíðar erfiðis í járnum Dómar íslenskrar réttvísi voru harðir í lok 18. aldarinnar og þeir sem af sér brutu voru gjarna vegalausir aumingjar, sem engrar viðreisnar áttu sér von. Hér verður sagt frá einu slíku máli, sem þó kom yfirvöldum í bobba, vegna þess hve bágt ástand þess vesalings var, sem í hlut átti. Helgi holdsveiki Veturinn 1780-81 var Helgi nokk- ur Guðmundsson niðursetningur á Svarfhóli í Flóa. Helgi þessi var volaður vesalingur, holdsveikur aumingi, sem flakkaði og fór um sníkjandi á sumrin, en varð að halda kyrru fyrir á vetrum vegna vanheilsu sinnar. Fimmtudaginn milli jóla og ótta- dags, eða 28. desember 1780, bað Helgi húsbónda sinn, Alexius Sig- urðsson bónda á Svarfhóli, um að mega fara suður að Stokkseyri til að vera þar til altaris á nýárinu. Slíkir aumingjar, flökkukindur og þess háttar fólk, var í þá daga sólgið í að vera til altaris, og það oft á ári, ekki einungis í þeirra eigin sóknum, held- ur skrapp það til nágrannakirkn- anna, til þess að ná þar í náðarmeð- ulin. - Helgi fékk leyfi til þess að fara til Stokkseyrarkirkju og lagði af stað, en á leiðinni féll hann fyrir þeirri freistingu að stela heilum hesti, því að Helgi var þjófgefinn og hafði hvað eftir annað gjört sig sekan um smáhnupl, þegar hann var á flakki sínu á sumrin. - Pegar hann kom á svokallað Rauðholt, sá hann þar brúnan hest, feitan og fönguleg- an. Ekki vissi Helgi neitt hver átti klárinn, en tók hann og fór með hann að Oddagörðum. Þegar þang- að kom, sagði hann bóndanum þar, Þorgeiri Erleridssyni, að hann ætti hestinn sjálfur og hefði erft hann eftir föður sinn, sem hafði dáið sumarið áður. Hann bað nú Þorgeir að slátra klárnum fyrir sig, því að ekki gat hann það sjálfur, þar sem hann var örkumla aumingi, eins og síðar verður lýst. - Þorgeir var tregur til, en lét þó til leiðast að gjöra þetta daginn eftir, en ekki voru slátrunarlaunin neitt smáræði, því að Þorgeir áskildi sér hálfa átuna og hána af klámum fyrir viðvikið. - Ekki voru þessir samningar gerðir með neinni leynd, því að tvær kvens- ur í Oddagörðum, Anna og Þuríður Helgadætur hlustuðu á. En til þess að þjófnaðurinn kæmist síður upp, skar Helgi eyrun af hausnum þegar búið var að slátra hestinum, en af því tiltæki hans vissi enginn. Það kom von bráðar upp úr kaf- inu, að eigandi hestsins var Þorleifur bóndi Valdason á Kotferju og kærði hann þjófnaðinn fyrir sýslumannin- um, sem var Steindór Finnsson í Oddgeirshólum. - Steindór var son- ur herra Finns biskups Jónssonar í Skálholti og var gáfaður maður og óvenju lærður, svo að hann var jafnvel talinn lærðasti lögfræðingur landsins á þeim tímum. Hann var sýslumaður í Árnessýslu í 40 ár (1772-1812) og bjó í Oddgeirshólum við mikinn auð, en honum er lýst þannig, að hann væri ráðvandur, góðgjam og í flestu ágætismaður. „Kaghýðast og erfiða sína lífstíð í járnum" Steindór sýslumaður þingaði svo í þessu máli 26. janúar 1781 í Oddgeirshólum og stefndi þangað, eins og venja var til, 8 bændum úr nágrenninu, sem vera skyldu með- dómsmenn um sökina. Þar er líka mættur kærandinn, Þorleifur á Kot- ferju og sakbomingurinn Helgi Guðmundsson og svo vitnin, fólkið úr Oddagörðum. Þorleifur á Kot- ferju lýsir brúna klárnum svo, að hann hafi verið með hvít hár framan Kaldaðarnes i Flóa. Þarvar holds- veikraspítali svonefndur, vist- heimili fyrir holdsveika, frá 1754- 1836. Ekki er þess getið að Helgi hafi fengið þar inni, enda tak- markað hve marga „spítalinn“ gat hýst. Hann var þvi niðursetn- ingur á Svarfhóli. ^. Bessastaðir, eins og þeir litu út á dögum Thodal, stiftamtmanns, en mál Helga varð honum tilefni til að senda dönsku stjórninni skýrslu um „forsorgun" ómaga á íslandi. Kirkjusmfðin á Bessastöðum hófstárinu áður en skýrsian var samin, eða 1780. á höfðinu, síðutaki og taglið á hon- um hafi verið stutt. - Helgi kveður þetta vera rétta lýsingu á brún og viðurkennir umsvifalaust að hafa stolið honum og gefur skýrslu eins og að framan greinir. Þorgeir í Oddagörðum og kvensur hans stað- festu framburð Helga. Sýslumanni þótti mál þetta að fullu upplýst og tók það því þegar til dóms. Sækjandi í málinu var Þorleif- ur á Kotferju, sem hestinum var stolið frá og krafðist hann þess, að Helgi yrði dæmdur í þyngstu hegn- ingu, sem lög ákveða, en verjandi hans var skipaður Eyjólfur Þórodds- son hreppstjóri, sem fór fram á þá mestu vægð Helga til handa, sem hægt væri að sýna honum, án þess að í bága færi við landslög. Síðan var þingað og bollalagt og svo samstund- is uppkveðinn svohljóðandi dómur: Þar sem Helgi Guðmundsson hef- ur játað, að hafa tekið umræddan brúnan hest með þjófsleynd og óheimild, sem Þorleifur á Kotferju eignar sér, samkvæmt framfærðum líkindum og „rímilegheitum", þá dæmist Helgi að hafa „forþjenað það straff1, að borga hinn stolna hest, sem virtur er á 60 álnir, með tvöföldu verði, 1 hundrað á land- vísu, og svo á hann að kagstrýkjast og erfiða sína lífstíð í járnum í Kaupmannahafnarfestingu samkv. Forordningum 4. marz 1690 og 9. marz 1775“. Það var því ekki neitt væg hegning, sem þessi holdsveiki maður átti að þola, hann átti að kagstrýkj- ast, en þ.e. að bindast nakinn upp við staur og flengjast þar með kaðli, og síðan þrælka alla ævi í jámum í tugthúsinu í Kaupmannahöfn. Dóm- uninum hefur líka flökrað við að þessi þunga refsing yrði lögð á hinn veika og lasburða líkama Helga og því era það lokaákvæði dómsins, að honum skuli skotið til konungsnáð- ar, sem þannig er orðað í dómabók- inni; „En svo sem Deliquentinn sýnist og er vitanlega limafallssjúkur og svo holdsveikur, sem hæfir ho- spitalslim, álítur rétturinn ei forsvar- anlegt, að á hann sé lagt það honum forþjenta líkamlega straff, án þess sökin, hvað Executionen áhrærir, verði hans konungl. majestæt for- estilet til forvæntandi allranáðugustu úrlausnar, eða m.ö.o., að því skuli skotið til konungs, hvort Helgi skuli taka út hegninguna. Undir þennan dóm skrifar sýslumaðurinn og sjö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.