Tíminn - 19.08.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.08.1989, Blaðsíða 4
14 HELGIN Laugardagur 19. ágúst 1989 Einar Hákonarson: „Ég held að íslendingar séu að komast á all tæpt vað í þessum ruglanda sfnum“. (Timamynd Pétur) „Vona að ég fyllist mikilli starfslöngun ytra“ - segir Einar Hákonarson, listmálari, sem fyrir skemmstu hlaut þriggja ára starfslaun Reykjavíkurborgar, en hann er nú á förum til Gautaborgar Fyrir skemmstu hlaut Einar Hákonarson, listmálari, þriggja ára starfsstyrk Reykjavíkurborgar og fór þaö víst ekki fram hjá neinum, þar sem ýmsir aðilar vildu að ráðstöfunin hefði verið með öðrum hætti. En slíkt dægurþras er sem betur fer fljótt að hjaðna og blandast varla neinum hugur um að Einar var vel að þessum fjármunum kominn, en hann er löngu orðinn meðal, okkar kunnustu listmálara og verk hans að verðleikum verið eftirsótt af einstaklingum sem stofnunum. Einar var á förum til Svíþjóðar, þegar við hittum hann að máli í tilefni af styrkveitingunni og er hann kominn til Gautaborgar, þegar þessar línur koma fyrir almennings- augu. Við spurðum hann í upphafi hverja þýðingu starfslaun sem þessi hafi fyrir listamann. „Því er ekki að neita að ég varð mjög ánægður er ég heyrði að mér hefði verið úthlutað þessu, en þessir styrkir sem Reykjavíkurborg sam- þykkti á 200 ára afmæli sínu að veita þrem listamönnum í þrjú ár eru lengstu starfslaun sem dæmi eru til um hér á landi. Tvímælalaust gefur þetta listamanni feiknalega gott tækifæri til þess að sinna verki sínu. Já, það er rétt, ég er á förum til Gautaborgar innan fárra daga. Ég hafði að vísu ákveðið þetta áður en starfslaunin komu til sögu og hyggst verða þama í tvö ár. Það er ekki tilviljun að ég vel Gautaborg, því þar lærði ég við Valant listaháskól- ann fyrir tuttugu árum og á þaðan góðar minningar og marga vini. Ég kom þarna sem nítján ára unglingur árið 1964 og var við námið í þrjú ár. Þá hafði ég lokið prófi frá Myndlista- og handíðaskólanum hér. Annars kviknaði hugmyndin að Svíþjóðar- ferðinni þegar ég fór til Gautaborgar í febrúar og mars sl. á námskeið." Bandaríkjamenn lítt hrifnir af listamönnum „Ég hafði gengið með þá hugmynd að fara erlendis og dvelja þar ein- hvem tíma all lengi. Ég reyndi mikið að komast til Bandaríkjanna, en þar í landi virðast menn ekkert hrifnir af því að fá listamenn. Ég vildi ekki fara að rífa mig upp fyrir þá sex mánuði, sem ég hefði mátt dvelja þar, en ég hafði ekki áhuga á að dvelja þar ólöglega, eins og margir gera þó. Ég talaði við konsúl í bandaríska sendiráðinu hér, sem þuldi yfir mér allrahanda „para- grafa“ um að þetta væri eiginlega ekki hægt, svo ég varpaði hugmynd- inni frá mér. Einkum lagði hún áherslu á að listamenn væru mjög óæskilegt fólk. Mér duldist það ekki að Bandaríkin em það guðs útvalda land, sem enginn kemst inn í, nema hafa farið í gegnum marga hreinsun- arelda. En hvað sem því líður þá taldi ég mér nauðsynlegt að fara úr þessu umhverfi um tíma, kynnast öðmm hlutum opið. Því verður ekki á móti mælt að við búum í mjög litlu þjóðfélagi og mér hefur oft þótt það þrúgandi. Það koma hér upp list- stefnur, sem verða svo fyrirferðar- miklar að annað kemst ekki að, meðan þær eru að ganga yfir“. Hve margar eru sýningar þínar orðnar? „Ég hef nú ekki tölu á þeim, en ætli þær séu ekki einar sextán. Þá fyrstu hélt ég í Bogasal í ársbyrjun 1968, en síðasta sýningin var nú í vor, en þá sýndi ég nýja tækni í veggmyndagerð, myndir málaðar á glerjað járn. Já ég starfaði lengi við Myndlista- og handíðaskólann, var kennari þar í tíu ár og skólastjóri í fjögur ár. Nú eru sjö ár liðin frá því er ég lét af því starfi. Þó var nokkuð hlé á kennslu minni þarna, því ég stofnaði minn eigin iistaskóla á þessum ámm, sem hét Listaskólinn Myndsýn og hann rak ég um nokkurt skeið. Þá kenndi ég líka við gmnnskólana hér í borg- inni og lengst við Hlíðaskólann.“ Nú varstu stundum umdeildur í skólastjórastarfinu „Já, þetta var oft ansi óróasamur tími. Þetta spratt af því að menn vildu láta svo heita sem ég væri andvígur ákveðinni liststefnu, sem þá var mikið í gangi, en það var ég raunar ekki. Öllu heldur var þetta ágreiningur um hvemig stilla átti upp kennsluefni. Ég er alveg sömu skoðunar enn þann dag í dag og ég var þá, þótt þáverandi menntamála- ráðherra og nú ritstjóri Tímans hafi ekki verið mér sammála. Það hefur raunar farið svo að nú hafa margir orðið til þess að viðurkenna að ég hafi valið rétta stefnu í þessu. Ég taldi það aðeins rangt að stofna sérstaka deild í kring um ákveðna liststefnu, eins og þá hafði verið gert og ég vildi leggja niður, því hvemig getur ein liststefna verið réttari en önnur? Nú hefur þessi stefna mnnið sitt skeið og aðrar komnar til sögu. Þetta hét Nýlistadeild í þá daga, en mun heita Tilraunadeild núna“. Hvaða breytingar hafa orðið í aðferð og viðhorfum listamanna frá því er þú komst heim frá námi? „Kannske vildi ég helst nefna þá breytingu að nú hefur náð að mynd- ast milliliður á milli listamanna og þeirra sem kaupa list, og þá á ég við galleríin. Önnur breyting er það sem ég vil kalla listfræðingavald, og um þetta hef ég skrifað greinar. Mér óar við því að fmmkvæði listamanna í sýningarhaldi og öðru slíku sé af þeim tekið og að þeir verði háðir einhverjum listpáfum, sem eiga að stýra því hvað á upp á pallborðið og hvað ekki. Hugsi maður þetta lengra sést hættan sem í þessu er fólgin. Hún liggur til dæmis í því að ungir listamenn, sem eru að reyna að koma sér áfram fara að þjónka undir þetta vald, svo þeir komist einhvers staðar á blað, en það hafa þessir menn í hendi sér. Við getum talið upp allar helstu listastofnanir okkar íslendinga, en þeim er stýrt af svona fólki. Því miður er það oft á tíðum skelfilega þröngsýnt. Þetta geta eng- ir lagað nema listamennimir sjálfir. En þetta er raunar angi af öðm fyrirbæri sem verið hefur grasserandi í Evrópu og Ameríku. Þetta er vald sem hefur orðið til þess að það er sama í hvaða eitt nútímalistasafn menn koma - þá er maður búinn að sjá þau öll. Listfræðingarnir apa nefnilega hver eftir öðmm og hampa alltaf sömu toppunum. Ágætt dæmi er sýningin á Kjarvalsstöðum núna, þar sem einhver franskur forstöðu- maður lítils safns í Frakklandi lánar hingað myndir eftir mörg heims- þekkt nöfn. Þama er komið ágætt sýnishorn og samnefnari fyrir nú- tímalistasöfn samtíðarinnar. En þetta er nú ekki nýstárlegra en svo að þessa list gat þegar að líta árið 1968. Sem betur fer getur enginn sagt hvernig listin eigi að vera, því þá væri hún dauð. Það er nauðsynlegt að alltaf séu átök um hlutina, því átök fæða af sér eitthvað nýtt. Ég held að það sé ætíð þannig að einhver viðhorf ber hærra en önnur í listinni á hverjum tíma, sem síðan verður kollvarpað af öðmm. Þannig var það líka þegar ég var að byrja minn feril í þessu. Það var ekki um neinar byltingar að ræða þá að öðm leyti en því að þá hafði afstraktlistin verið ríkjandi hérna um tuttugu ára skeið. En þarna var ég farinn að mála „figurativt" og það var þá andstaða við afstraktlistina. Hið sama er uppi á tengingum í dag að öðru leyti en því að nú er svo gríðarlegur fjöldi að fást við myndlist. Einnig er hitt að nú finnst mér vera ákaflega mikill mglandi í listinni, en það er aðeins það sem er að finna allsstaðar í þjóðfélaginu. Listin gerir ekki annað en að endur- spegla ríkjandi ástand. Ég held að íslendingar séu að komast á all tæpt vað í þessum ruglanda sínum, vegna þess að þeir eru á einhvern hátt að missa fótanna í gildismati. Gildismatið er orðið svo einhæft - bara peningar og aftur peningar. Gildi manna er metið eftir því hve vel þeim verður ágengt að afla sér peninga. Það er talað um hættuna af enskum áhrifum í þjóð- félaginu núna og slíkt, en ég tel að þetta brenglaða gildismat sé langtum hættulegra fýrir þjóðemi okkar“. Er góð listamannsefni að finna í þessum stóra hópi sem nú stendur framan við trönumar? „Já, það er fullt af efnilegu fólki að koma fram árlega. En það er nú svo að þegar ég lít yfir minn feril og þá sem vom með mér í skóla, þá .reynast þeir sárafáir, sem haldið hafa áfram. Menn hafa haldið eina eða tvær sýningar og horfið svo. En það þarf líka sterk bein til þess að vera listamaður á íslandi og halda þetta út, því hér lifir enginn á því að vera aðeins listamaður. En hins vegar þarf ég ekki að kvarta yfir þeim viðtökum sem ég hef fengið hér. Sýningum mínum hefur verið tekið ákaflega vel.“ Nú vora ýmsir andsnúnir því er þú fékkst starfslaunin á dögunum? „Já, og það var mér nú ekki nýtt, því í hvert einasta skipti sem ég hef leyft mér að sækja um einhvem skapaðan hlut, stöðu eða starfsstyrk, þá hafa þessir menn alltaf risið upp á afturfæturna. Þannig var það að er ég sótti um að verða listráðunautur Kjarvalsstaða, þá flutti þetta ágæta fólk langar ræður um mína persónu og hve ómögulegur ég mundi verða til þess að gegna þessu starfi. En ég vil heldur leggja það í hendur þeim, sem hafa kynnst mér í starfi, að meta hvemig ég hafi reynst". Að lokum - þú hlýtur að hyggja gott til glóðarinnar að vinna í Gautaborg „Já, sannarlega og ég vona að ég fyllist þarna mikilli starfslöngun, sem er aðalatriðið fyrir listamann. Ég hef tryggt mér góða aðstöðu og er raunar meðlimur í sameiginlegu verkstæði sænskra listamanna, þar sem vinna má að hinum og þessum hlutum. Að endingu vil ég svo láta í ljós þá ósk að Reykjavíkurborg haldi áfram að veita þriggja ára starfslaunin, því slíkt tækifæri er mikill akkur fyrir listamenn og óska þess heilshugar að sem flestir mættu njóta slíks.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.