Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 2
12 W HELGIN
Laugardagur 16. september 1989
AUGLÝSING
Lausar stöður heilsugæslulækna
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsu-
gæslulækna með veitingu sem hér segir:
1. Stykkishólmur H2, önnur staða læknis frá og
með 1. febrúar 1990.
2. Flateyri H1, staða læknis frá og með 1.
nóvember 1989.
3. Húsavík H2, ein staða læknis frá 1. nóvember
1989.
4. Þórshöfn H1, staða læknis frá og með 1.
nóvember 1989.
5. Höfn Hornafirði H2, önnur staða læknis frá og
með 1. janúar 1990.
6. Vestmannaeyjar H2, ein staða læknis frá og
með 1. janúar 1990.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um
læknismenntun og læknisstörf, sendist ráðuneyt-
inu fyrir 11. október n.k. á sérstökum eyðublöðum,
sem fást hjá ráðuneytinu og hjá landlækni.
í umsóknum skal koma fram hvenær umsækjandi
getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi
sérfræðileyfi í heimilislækningum.
Nánari upplýsingar um stöðurnar veita ráðuneytið
og landlæknir.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
12. september 1989.
Félag járniðnaðarmanna
Félagsfundur
verður haldinn mánudaginn 18. september 1989
kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá:
1. Félagsmál. M.a. boð til félagsmanna um kaup
á hlutabréfum í Alþýðubanka.
Endurmenntun, ýmis námskeið framundan.
Leiga á landi undir sumarhús o.fl.
2. Kjaramál. Staðan í kjara-, verðlags og atvinnu-
málum.
3. Önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
Orðsending til viðskiptamanna
Vátryggingafélags íslands hf.
Frá og með mánudeginum 18. september n.k.
verða skrifstofur okkar opnar frá kl. 9.00-17.00 alla
virka daga.
|j| DAGVISYBAHWA
Umsjónarfóstra
með daggæslu á einkaheimilum óskast nú þegar.
Allar nánari upplýsingar gefur Fanný Jónsdóttir
deildarstjóri á skrifstofu dagvistar barna í síma
27277.
ÁSTAR-
RAUNIR
Þegar sr. Jón kom að Setbergi,
hittist svo á, að jómfrú Kristín var
ekki heima við, heldur í seli, og náði
hann ekki tali af henni, fyrr en að
aflokinni tíðagjörð daginn eftir. Var
óvenjumargt um manninn við kirkj-
una þennan dag, því gamli prestur-
inn kvaddi þá söfnuðinn. Störðu
allir á sr. Jón eins og naut á nývirki,
og voru það mönnum sýnileg von-
brigði, að hann, nýkominn austan úr
eldinum, skyldi dirfast að vera í
sæmilegum holdum. Því tók hann
líka eftir, að mjög þurfti fólk að
pískrast á og stinga saman nefjum,
þegar hann var nærstaddur, og má
því ætla, að það hafi rennt nokkum
gmn i erindi hans.
Eftir messu vísaði maddama
Helga hinum roskna biðli inn í
svefnstofu sína og lét hann þar einan
eftir um stund. Varð hann þess
vísari, að hún sat lengi á hljóðskrafi
við jómfrú Kristínu, en loks komu
þær báðar inn og tóku sér sæti,
Kristín á rúmstokk prestsfrúarinnar,
gegnt sr. Jóni, en maddaman úti í
homi. Virtist hún staðráðin í að gefa
þeim ekkert færi á að ræðast við
undir fjögur augu.
Sr. Jón heilsaði jómfrúnni með
mikilli ástúð og færði guði þakkir
fyrir að hafa að minnsta kosti veitt
sér þá gleði að fá að sjá hana einu
sinni enn. ítrekaði hann svo bónorð
sitt með kurteisum orðum, en beið
síðan átekta, uns jómfrúin svaraði:
„Ég get með engu móti tekið tilmæl-
um yðar, því guð vill ekki hneigja
hjarta mitt til þess, og bið ég yður að
hafa mig afsakaða."
Þessar undirtektir komu sr. Jóni
ekki með öllu á óvart, og ákvað
hann að halda á máli sínu sem best
hann gæti. Bað hann jómfrúna að
hafa hugfast, að þetta „kynni að
lagast“, og kvaðst sjálfur vera reiðu-
búinn að bíða enn um stund eftir
drottins hjálpræði. En nú kom
maddama Helga til skjalanna, og
taldi hún honum þýðingarlaust að
nefna erindi sitt framar. Tók þá
biðlinum að „hitna í brjósti“, eink-
um vegna þess að hann var farinn að
efast um heilindi maddömunnar, og
höfðu þau uppi „þétt meiningarorð
á báðar síður“. Gekk á þessu langa
stund, uns maddömunni leiddist
þófið, og striksaði hún þá út úr
stofunni.
Orðræður Jóns
og Kristínar
Var þá sr. Jón loks orðinn einn
með jómfrú Kristínu. Reyndist hún
þá stórum tilkippilegri en áður, og
ræddu þau lengi saman í vinsemd.
Saup klerkur öðru hverju á brenni-
vínsglasi, er hann hafði geymt sér,
og bauð henni með sér. Þáði hún
það, en er vínið þraut, tók hún upp
brennivín frá sjálfri sér og fyllti aftur
á glasið. Gerðist hún senn hreif af
drykknum, og færði þá sr. Jón sig
upp á skaftið og innti hana enn eftir
bónorðinu, en fór þó að öllu með
gát. Að sfðustu gaf hann henni
kvæði, sem hún gimtist að eiga og
hann hafði sjálfur ort um jarðeldana.
Skildu þau svo með vináttu, en um
kvöldið fylgdi jómfrúin honum til
rekkju, og tók hún þá af honum
nokkum fatnað til að þvo og bæta.
Til annarra nytja leiddu þessar sam-
vistir ekki, þar sem maddama Helga
stóð yfir þeim allan tfmann, en þó
gat hann laumað einum tveggja-
bræðradal til jómfrú Kristínar í
þakklætis skyni.
Segja má, að á ýmsu hafi oltið þá
þrjá daga, er sr. Jón var enn um
kyrrt að Setbergi. Var hann þá
staðráðinn í að gefast ekki upp fyrr
en í fulla hnefana og hugðist nú beita
þeirri ráðkænsku, er hann ætti til.
Gerði hann sér upp erindi í kaupstað
á mánudagsmorguninn og hugsaði
sér gott til glóðarinnar að hitta
jómfrú Kristínu eina í selinu á
heimleiðinni. En þá var reyndar sr.
Bjöm þar fyrir, og hafði hann því
ekki annað en aðhlátur og skop upp
úr krafsinu. Þó lofaði hún að skila
honum fatnaði hans næsta dag, og
það efndi hún. Hafði hún þá stungið
í poka hans tveimur „bekkjaklút-
um“, sem hún gaf honum, en ekki
fékk hann neitt færi á að ræða við
hana einslega í það sinn fremur en
endranær. Var auðsætt, að madd-
ama Helga var potturinn og pannan
í þessu „kalda stríði“, sem háð var
þarna á heimilinu, og var nú viðmóti
hennar mjög bmgðið frá því forðum
daga, er sr. Jón var að eltast við að
koma henni í hjónasæng.
Hér er ekki rúm til að rekja allt
það sögulega, sem gerðist að Set-
bergi umrædda daga. Þess eins skal
getið, að þegar sr. Jón lagði af stað
heimleiðis næsta miðvikudag, hafði
honum ekki enn gefist kostur á að
kveðja „ástina sína“, eins og honum
hafði þó verið Iofað. Samt var hann
ekki alveg af baki dottinn. Þegar
hann hafði riðið svo langt, að hann
var kominn úr augsýn frá bænum,
stalst hann upp í selið til jómfrúar-
innar, en ekki þorði hann að eiga þar
langa viðdvöl. Talaði hún „all
skikkanlega" við hann og gaf honum
auk þess „brennivínshýrgun", en
leiddi sem mest hjá sér að svara
nokkm nýju til um kvonbænimar.
Kvöddust þau svo með virktum og
lofuðu að skrifa hvort öðru, þegar
ferð félli.
Með þessum dapurlegu atvikum
varð nú sr. Jón að snúa heim,
jafnnauðstaddur og hann kom. En
þá bámst honum kveðjur frá gamalli
vinkonu hans, maddömu Guðríði
Halldórsdóttur, konu Sigurðar próf-
asts á Helgafelli. Hafði hún frétt um
erindisleysu hans og gerði honum
þau orð, að hann skyldi heimsækja
hana, og mætti hann þá velja á milli
þeirra tveggja dætra, sem hún átti
ólofaðar. Ekki þekktist hann þetta
góða boð, og sýnir fátt betur, hversu
af honum var dregið. Til þess samt
að koma ekki tómhentur heim,
hvarflaði það nú að honum að verða
sér úti um jómfrú Guðríði Sigvalda-
dóttur, sem sr. Halldór prófastur í
Hítardal hafði veitt honum ádrátt
um í vesturferðinni, en með því að
prófastur var þá ekki heima, lét
hann þetta einnig undir höfuð
leggjast.
Órólegar draumfarir
Jón dreymdi einn og sama draum-
inn á nærfellt fjögurra vikna fresti.
Þótti honum þá jafnan sem jómfrú
Kristín kæmi til sín í svefninum, og
lét hún þá vel að honum. Þessar
mánaðarlegu draumfarir urðu hon-
um til mikillar hugsvölunar. Það var
eins og hin mikla spenna holdsins
slaknaði, og varð honum rórra lengi
á eftir. Hins vegar var engin von til
þess, að hann mætti skilja þýðingu
þessara ljúfu drauma, og því síður
gat hann vitanlega rennt grun í, að
þéir mundu von bráðar rætast á
jafnóvæntan og dásamlegan hátt og
senn kom á daginn.
En sitthvað fleira varð sr. Jóni
raunabót í langri mæðu og gaf hon-
um vonir um, að ekki væru honum
allar bjargir bannaðar, þó að í eitt
skjól fyki. f nágrenni sr. Jóns bjó
meðhjálpari hans og góðvinur, Ólaf-
ur Ólafsson á Hrauni, og átti hann
dóttur eina uppkomna, sem Ingi-
björg hét. Var vinátta með henni og
dætrum sr. Jóns, og þennan vetur,
árið 1786, þáði hún heimboð að
Prestsbakka og dvaldi þar yfir jóla-
hátíðina. Svaf hún „frammi í dyra-
lofti“ hjá Sigríði, dóttur prests, en
þar voru einnig vinnukonur staðar-
ins með þeim í herbergi.
Ber nú ekki til tíðinda, fyrr en á
aðfaranótt hins þriðja í jólum. Þá er
það, að sr. Jón vaknar skyndilega
„við þá allra sterkustu brimköldu og
trekkvind", svo að við sjálft lá, að
hann mundi missa öndina. Hentist
hann til í rúminu, og vöknuðu allir
á bænum við „þessi flugköst". Vissi
enginn, hvað til bragðs skyldi taka,
uns sr. Jóni hugkvæmdist sjálfum
það ráð, sem dugði. Hann kallaði til
Ingibjargar, dóttur meðhjálparans,
og hét á hana að koma í rúmið til sín
og halda sér niðri, svo að hann
fleygðist ekki fram úr og færi sér að
voða. Þótti ungmeynni sjálfsagt að
verða við slíkum tilmælum, þar sem
svo mikið var í húfi. Dró þá senn úr
flugköstunum, og hlaut hún þó að
„neyta þar til aflsmunar um stund“.
Leið svo fram um hríð, og er ekki að
orðlengja það, að sr. Jóni varð því
rórra sem hann naut betur líkams-
hita jómfrúarinnar, en ekki þótti
honum á það hættandi að Iáta Ingi-
björgu frá sér fara að svo stöddu.
Segist hann þá Iíka hafa verið orðinn
„svo móður með kulda-svita-útslætti
sem ég kæmi af hlaupum eða sterku
erfiði“, og má af því ráða, að varla
hafi hann haldið kyrru fyrir.
Ekki varð sr. Jóni neitt meint við
þetta „uppáfallandi kast“, en nokk-
urn dilk dró það á eftir sér. Tók hann
mjög að leiða hugann að því, hvort
lækning sú, er hann sótti til Ingi-
bjargar meðhjálparadóttur, væri
ekki einmitt æðri vísbending um
það, að hann „skyldi renna ástar-
huga til hennar“. Var honum þetta
síður en svo ógeðfelld tilhugsun eftir
þá nánu snertingu, sem hann hafði
komist í við hana, og dró hann ekki
í efa, að hún mundi reynast liðleg til
sinna hluta. Kom hann því að tali við
hana, áður en hún fór, tjáði henni
áhyggjur sínar og mælti: „Ef svo er,
að guð sendir mér ekki þá hjálp að
vestan, sem ég ætlast til, bið ég þig
að fara til mín og vera hér fyrir
framan hjá mér, eftir því sem til
talast - og seg þetta föður þínum.“
Ekki hafði sr. Jón orð á þessu
ráðabruggi við aðra, nema hvað
hann bar það undir dóttur sína og
Pétur bónda á Hörgslandi, trúnað-
arvin sinn. Leist þeim báðum svo á,
að honum væri sjálfgert að hverfa að
þessu ráði, ef aðrir kostir brygðust,
jafn „yfirfallinn" sem hann var
orðinn. f annan stað væri og margt
gott um stúlkuna, og þyrfti hann því
ekki að bera neinn kinnroða fyrir að
vera upp á hana kominn.
Af Ingibjörgu er það að segja, að
hún mun ekki hafa verið með öllu
fráhverf þessum ráðahag, enda mátti
hún gleggst vita, að sr. Jón var síst
svo kröftum horfinn, sem ætla mætti.
En bæði hún og foreldrar hennar
munu þó hafa lagt ákveðnari merk-
ingu í fyrirgrennslanir hans en efni
stóðu til, og tók nú senn að kvisast
um þessar nýju kvonbænir. Hafði sr.
Jón ekki getað á sér setið að heim-
sækja Ingibjörgu, og mátti hann því
sjálfum sér um kenna. Hlaut hann af
þessu nýtt angur og óþægindi í
viðbót við fyrri raunir.
En fleira bar til tíðinda um þessar
mundir. í þorrabyrjun kom prestur
sá, er hét Markús Sigurðsson, í þeim
erindum að leita eiginorðs við Sig-
ríði, dóttur sr. Jóns, og var það
auðsótt mál. Hafði hann haft miklar
mætur á sr. Markúsi, en hann var
bróðir þeirrar sömu Kristínar, sem
sr. Jón lagði mestan hug á. Greip
hann nú kærkomið tækifæri tii að
tala máli sínu. Tók sr. Markús öllu
vinsamlega, lofaði atfylgi sínu um
kvonbænirnar og skrifaði um það
þegar í stað systur sinni „snoturlega
grundvallað bréf“. - Kvaðst hann
vongóður um málalokin, þar sem
hún hefði áður heitið því að fara
jafnan að hans ráðum. Varð þá sr.
Jón aftur afhuga Ingibjörgu með-
hjálparadóttur, og giftist hún að
hans ráði góðum bónda þar í sveit-
inni. Sjálfur beið hann vongóður
eftir fregnum frá séra Markúsi, sem
þá var farinn vestur á land. Ætlaði
hann að vitja þar eigna sinna og
gerði ráð fyrir að finna systur sína í
leiðinni.
Til allrar óhamingju reyndist
verða dráttur á, að sr. Jóni bærust
tfðindi úr þeirri ferð. Hins vegar
fékk hann bréf frá fomvini sínum,
Magnúsi lögmanni Ólafssyni, þar
sem raunverulega var tekíð þvert
fyrir alla von um ráðahaginn við
jómfrú Kristínu. Kom þetta að sjálf-
sögðu sem reiðarslag yfir sr. Jón, og
mun honum hafa þótt sem flestar
brýr væru þá brotnar að baki sér.
Náð í hjónabandshöfn
Leið svo þessi mæðuvetur á enda
og var komið fram í júlfmánuð.
Vaknaði þá sr. Jón einn morgun við
það, að honum fannst sem sögð væri
við sig eftirfarandi vísa:
Ætíð gæti eg að þér;
enn í dag svo vitja eg þín,
að þar fyrir skaltu þakka mér
þar til að þín ævin dvín.
Vakti þá sr. Jón dóttur sína, Jórunni,
og sagði henni drauminn. Urðu þau
bæði samdóma um það, að guð
mundi ætla að láta eitthvað gott
fram við hann koma, áður en sá
dagur væri allur.