Tíminn - 16.09.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. september 1989
HELGIN
15
Veiðarnar færðust alvarlega í auk-
ana í lok sjöunda áratugarins og
upphafi þess áttunda þegar verðið á
fílabeininu hækkaði, úr 5 í um 8
dollara, sem þykir nú hlægilega lágt
verð. Nú fást um 250 dollarar fyrir
kílóið á hvíta gullinu á heimsmark-
aði, ofurlítið breytilegt eftir gæðum.
Fáir og illa búnir
veiðiverðir hafa ekki roð við
vel búnum veiðiþjófum
Nútíma veiðiþjófar hafa fyrir
löngu lagt eiturörvamar s.ínar á'hill-
eiga nú aðild að, leyfír aðeins verslun
með fílabein sem fæst af löglega
skotnum fílum og samkvæmt alþjóð-
lega skipulögðu og skjalfestu kvóta-
kerfi. Þetta kerfi virtist mikið fram-
faraskref í virkri dýravemd. En
ekkert er auðveldara en að gera
fílabein veiðiþjófa „löglegt".
Margar ríkisstjórnir í Afríku gefa
upp útflutningskvóta sinn skv. fjölda
þeirra tanna sem hafa verið gerðar
upptækar. Spilltir stjómmálamenn
og embættismenn sem eiga að fylgj-
ast með villtu dýralífi gera oft sam-
alþjóðleg fílabeinsmafía stórvið-
skipti sín, undir forystu Poon Tat
Hong í Hongkong, sem er sannkall-
aður Dr. No fílabeinsverslunar um
heim allan.
Sem dreifingarstöð valdi hann
furstadæmið Dubai, olíuauðuga og
ágjarna borgríkið á strönd Persa-
flóa. Hvergi em kringumstæðurnar
eins hagstæðar og í þessu litla fursta-
dæmi, þar sem þjóðbrautin milli
Afríku, Evrópu, Suður-Asíu og
Austurlanda fjær liggur um.
Síðan í árslok 1986 hafa arabískir
Dubai á ekki lengur
aðild að Cites
í janúar 1987, þegar slátrunin
náði hámarki á gresjum og sléttum
Afríku, stofnaði Poon Tat Hong á
fríverslunarsvæði Dubai mikilvæg-
ustu vinnslustöðina fyrir fílabein.
Þessi fílabeinsverksmiðja þjónaði
sem miðstöð hreinsunar á fílabeini.
Samhliða opnun þessarar verk-
smiðju tilkynntu Sameinuðu ara-
bisku furstadæmin að þau fylgdu
ekki lengur Cites-samkomulaginu,
FOahjarðir verða æ sjaldséðari í Afríku.
una og í staðinn orðið sér úti um
sjálfvirk vopn, eftirlætistegundin er
hríðskotabyssa af Kalashnikov-
gerð. Þcssir nútímaveiðimenn, oft
fyrrverandi hermenn eða málaliðar,
fínkemba veiðisvæðið á Landrover-
um og oft kanna þeir svæðið úr
flugvélum. Þeir vinna oft saman í
hópum og hafa samband sín á milli
um talstöðvar þar sem þeir tilkynna
um ferðir dýranna. Dýrin eiga enga
möguleika á því að sleppa. Veiði-
verðirnir, fáir og illa útbúnir eru
oftast of seinir á vettvang.
Eftir fjöldadrápið tekur „högg-
hópur“ til starfa. Hann beitir öxum
og rafmagnssögum við að skilja
tennur, fætur (notaðir sem skemlar
og regnhlífastandar) og halann frá
búknum. Alræmdur suður-afrískur
veiðiþjófur, Butch Cassidy, hefur
hreykt sér af því að hópurinn hans
geti afgreitt 12 til 14 fíla á einni
klukkustund „frá fyrsta skoti til
flutnings bráðarinnar“. Þar fer dýra-
morðið fram í stórum stíl.
Fíladráparar eins og Butch Cass-
idy gefa ekki iðju sína upp á bátinn
á meðan ólögleg fílabeinsviðskipti
tryggja stórgróða. Það getur ekki
einu sinni „Washington Convention
on International Trade in Endanger-
ed Species" (Cites-samkomulagið)
ekki komið í veg fyrir en síðan 1977
hefur þar verið yfirlýst vemdun
fílsins sem væri „dýrategund í útrým-
ingarhættu".
102 lónd undirrituðu samkomu-
lag um löglegt fíladráp
Þetta samkomulag, sem 102 lönd
komulag við veiðiþjófana, skjöl eru
fölsuð og ólöglegu fílabeini smyglað
út úr landinu.
í litla Afríkuríkinu Burundi hafði
árum saman aðeins einn einasti fíll
sloppið við fjöldadrápin (hann er nú
dauður). Samt voru á árinu 1986
fluttar um 23.000 fílstennur úr land-
inu með löglegum skjölum, þar sem
Burundi var skráð sem upprunaland
þessa dýrmæta útflutningsvarnings.
Burundi, sem nú er aðili að Cites-
samkomulaginu á nú í deilum við
nágrannalandið Tansaníu vegna
þeirra 108 tonna fílabeinsbirgða sem
skráðar em í Burundi, en Tansanía
krefst þess að fá hluta þessa smygl-
aða varnings aftur á heimaslóðir.
Tennur 100.000 fíla
árlega á heimsmarkað
Á ári hverju hafna um 800 tonn
fílabeins, þ.e. tennur af u.þ.b.
100.000 fílum, á heimsmarkaðnum
og aðeins 22% þeirra fylgja opinber-
ir pappírar útflutningslandanna. Og
þrír fjórðu þessara „löglegu" tanna
koma frá veiðiþjófum sem bráðin
hefur verið gerð upptæk hjá.
Vísindamenn hjá umhverfis-
vemdarsamtökunum Greenpeace
og Environmental Investigation Ag-
ency í London hafa komist að þeirri
niðurstöðu að þrátt fyrir Cites-sam-
komulagið séu 94% alls fílabeins
sem á markað kemur ólöglegt.
Þessi ólöglegi vamingur er því
sem næst eingöngu unninn og seldur
í Austurlöndum fjær, Makaó, Sing-
apore og Hongkong. Þaðan rekur
sjómenn flutt fílabein í tonnatali frá
Mombasa, Dar es Salaam og Mog-
adiscio um Hormussund til Dubai. í
apríl á þessu ári voru aflestuð af einu
slíku skipi 550 tonn af fílabeini.
Varningurinn átti að fara til smá-
furstadæmisins Adschman, 40 km í
norðaustur af Dubai, þar sem upp-
eldissonur Poons og kona hans
höfðu sett upp verksmiðju til að
grófhreinsa fílabein svo að leyfilegt
yrði að flytja það til Hongkong til
frekari úrvinnslu.
Filippus prins setur
strik í reikninginn
Poon-hjónin vom hins vegar í
vanda stödd á þessum tíma. 1 apríl
hafði Filipus prins, maður Breta-
drottningar, formaður World Wild-
life Fund, haft samband við forsæt-
isráðherra Sameinuðu arabisku
furstadæmanna og krónprins Dubai,
Maktum Bin Raschid sjeik. Filipus
prins bað hann bréfleiðis að koma í
veg fyrir innflutning og áframhald-
andi dreifingu á fílabeini.
Erindi prinsins var vel tekið og því
haldið fram að ekki hefði legið fyrir
vitneskja um þessi viðskipti.
Hins vegar sanna staðreyndirnar
að í landi hins geysiauðuga sjeiks er
haldið áfram að versla með fílabein.
15. júní komu 558 kíló fílabeins frá
Dubai á flugvöllinn í Brússel, þar
sem tollgæslan gerði óðar upptækan
þennan varning sem skráður var sem
tískuskartgripir. Flutningafyrirtæki
í Brússel átti að annast flutning á
fílabeininu til fyrirtækis Singapore
sem er í eigu Poon-fjölskyldunnar.
en þau höfðu verið meðal þeirra
fyrstu sem undirrituðu það 1975. En
nú, með uppsögn samningsins,
undanskildu þau sig allri kvótatak-
mörkun í viðskiptum með óunnið
fílabein.
í Hongkong aftur á móti var
innflutningur óunnins fílabeins tak-
markaður af samkomulaginu, en
hins vegar ekki innflutningur unnins
fílabeins. Slíkan varning segja yfir-
völd þar skinhelg ekki vera hægt að
bera kennsl á sem hluta eða afleidd-
an af afríska fílnum.
Poon Tat Hong lét óðar fljúga
með 67 fílabeinsskurðarmenn frá
Hongkong og Makaó til Dubai, sem
hófust þegar handa með vélsögum
að hluta niður fílabein í verksmiðj-
unni í Dubai. Niðurhlutaðar tenn-
urnar voru síðan fluttar til Hong-
kong til frekari og fínni úrvinnslu.
1987 unnu verksmiðjurnar í Du-
bai, sem voru orðnar tvær, 100 tonn
af fílabeini sem flutt voru frá aðal-
smyglríkinu, Burundi. Á fyrri árs-
helmingi 1988 var útflutningurinn
þegar orðinn 150 tonn - og það eru
tennur af u.þ.b. 19.000 fílum.
Vorið 1988 komu vísbendingar
frá Englandi sem vörpuðu nýju ljósi
á Poon-feðgana. Þess vegna ákváðu
Dubaimenn að segja þeim upp leigu-
samningnum fyrir fílabeinsverk-
smiðjuna. Poon-feðgarnir neyddust
þá til að flytja, en þeir fóru ekki
langt, aðeins til vesturhluta Dubais.
Þeirri verksmiðju var svo lokað 20.
maí sl., eftir að bréf Filipusar prins
barst Maktum Bin Raschid sjeik. Nú
segja yfirvöld í Dubai sjálfumglöð:
„Dubai er nú í fararbroddi í barátt-
unni gegn fílabeinsviðskiptunum.“
Hins vegar verður þeim svara vant
þegar hann er spurður hvað eigi að
gera við tennurnar rúmlega 200 sem
fundust í nýjustu verksmiðjunni.
„Við getum ekki selt þær. Þegar við
finnum hóruhús og lokum því, get-
um við ekki heldur selt það. Það
væri algerlega siðlaust,“ segja þau.
Nýjasta aðsetur Poons, Adsch-
man, er rykfallið þorp mitt á milli
eyðimerkurinnar og Persaflóa.
Sagt er að Poon-feðgar hafi boðið
Humeid Bin Raschid, sjeik
Adschman, sem er háður ölmusum
olíuríkra granna sinna, ársveltu
fyrirtækisins fyrir aðstöðuna, eða
sem svarar 200 milljónum vestur-
þýskra marka. En Adam var ekki
lengi í paradís. Enski ræðismaðurinn
í Dubai kom til Adschman í júní sl.
og sannfærði sjeikinn um að honum
væri hollara að loka fyrir verks-
miðjureksturinn.
Nú er fílabeinsmafían á höttunum
eftir nýjum stað til að grófhreinsa
fílabeinið áður en fæst að flytja það
inn í Hongkong.
Mörg ríki hætt
að flytja inn fílabein
Skelfilegu myndirnar af fíla-
skrokkum sem tennurnar hafa verið
hirtar af og mótmæli umhverfis-
verndarsamtaka og ríkisstjórna Afr-
íkuríkja hafa hreyft við samvisku
annarra þjóða. Bandaríkin, Kan-
ada, Sviss og ríki Evrópubandalags-
ins vilja nú ekki lengur flytja inn
fílabein. Japan, sem er stærsti kaup-
andi unnins fílabeins með 40%,
hefur nú lagt á innflutningstakmark-
anir. Hinn dæmigerða undirskriftar-
stimpil Japana, sem mest af fílabein-
inu hefur farið til, verða fátækir
Japanir héðan í frá að fá gerðan úr
lélegra dýrabeini.
Þeir sem hafa lifibrauð sitt af
fílabeini horfa nú fram á magra
daga. En framleiðendur í Hongkong
hafa þegar gefið til kynna hvernig
þeir ætli að haga viðskiptum sínum
í framtíðinni í ljósi þrengdra inn-
flutningshafta. Þeir ætla að láta full-
vinna fílabeinið í öðrum löndum,
s.s. Tævan sem ekki er aðili að
Cites-samkomulaginu.
Ráðstefna Cites-landanna, sem
haldin verður í Lausanne í lok
október nk. gæti snúið þróuninni
fílunum í hag. Afríkulönd, fyrst og
fremst Tansanía og Kenýa, studd
alþjóðlegum umhverfisverndar-
samtökum, ætla að leggja þar til að
Afríkufíllinn verði settur á lista yfir
dýr f útrýmingarhættu eins og Asíu-
fíllinn, nashymingurinn og hlébarð-
inn. Þá megi hvorki drepa hann né
selja.
Slíkt viðskiptabann verða tvær af
hverjum þrem þeirra 102 þjóða sem
aðild eiga að Cites að samþykkja og
þegar em hafnar ákafar deilur þeirra
sem em með- og mótmæltir slíku
banni. Þeir sem eru andsnúnir halda
því fram að fátæk ríki Afríku hafi
ekki efni á að leggja niður fílaveiðar,
annars væri ekki hægt að fjármagna
áhrifaríkar verndaraðgerðir fyrir
dýrin sem ógnað er. Aðeins Suður-
Afríka, Botswana og Zimbabwe
ráða yfir nothæfu eftirliti. Auk þess
sé ekki nokkur leið að framfylgja
viðskiptabanni.
Þess vegna krefjast þeir sem með-
mæltir eru viðskiptabanni þess að öll
sala verði stranglega bönnuð, þar
sem allar aðrar aðgerðir tefji í besta
íalli fyrir útrýmingu dýranna sem sé
óhjákvæmileg.
Margir leggja björgun fílsins lið
Greenpeace undirbýr nú herferð
til bjargar Afríkufílnum. Talsmaður
samtakanna segir: „Við viljum ráð-
ast að rótum vandans. Við hvetjum
til viðskiptabanns, vegna þess að
kaupandinn getur verið nokkurn
veginn ömggur um það að sérhver
gripur úr fílbeini sem hann kaupir
heima fyrir eða í fjarlægu landi sé
fenginn af villtum fíl.“
Uppboðshúsið Sotheby í New
York hefur hætt að taka að sér sölu
á fílabeinsgripum sem em yngri en
50 ára. Sellósnillingurinn Mstislaw
Rostropovits ætlar að halda tónleika
til styrktar fílnum um miðjan sept-
ember og flyglasmiðimir Steinway
& Sons ætla framvegis ekki að nota
fílabein í nótnaborðið á hljóðfæmn-
um sínum.