Tíminn - 26.09.1989, Qupperneq 14

Tíminn - 26.09.1989, Qupperneq 14
14 Tíminn. Þriðjudagur 26. september 1989 UTLÖND lillÍ!!Ííli!!Í!Í!Í!!!!!Íi!í|!!ÉI|il!:i!'!Í|!iliiÍ!!ll iiiiiiiiiiiiiiiiii' FRÉTTAYFIRLIT PEKING- Á sunnudag munu yfirvöld í Kína minnast 40 ára afmæljs byltingarinnar og verða mikil hátíðahöld af því tilefni. Fjölmiðlar hafa undafarið verið iðnir við að bera saman hlutskipti almenn- ings í landinu nú og þá og lofsama breytta hagi á fjörutíu árum. Fólk tekur þó hinn opin- bera lofsöng með nokkrum fyrirvara, enda veit almenning- ur ógjörla hversu miklu má trúa af málflutningi stjórnvalda, eftir óeirðirnar í júní. Þá verður mörgum Kínverjum á að bera kjör sín saman við önnur lönd Asíu, fremur en landa sína fyrir fjörutíu árum, og þykir sú mynd ekki eins glæsileg. NEW YORK — í ávarpi til allsherjarþings S.Þ. í gær sagði Bush forseti Bandaríkja- menn vera reiðubúna til að skera niður efnavopnabirgðir sínar að 80%, væru Sovét- menn reiðubúnir að gera slíkt hið sama. Bush sagði viðræð- um um takmörkun efnavopna miða allt of hægt og því væri hann tilbúinn að stíga þetta skref.gerðu Sovétmenn slíkt hið sama og ef hægt væri að komast að samkomulagi um eftirlit með framgangi slíks niðurskurðar. Einnig kvaðst forsetinn miða að samningi er kvæði á um algera eyðingu efnavopna innan tíu ára frá undirritun samkomulags. RÓM - I gær greip ,sam- göngumálaráðherra Ítalíu, Carlo Bernini, inn í fyrirhugað- ar verkfallsaðgerðir flugum- ferðarstjóra, í þriðja skiptið á fjórum dögum. Hann skipaði fólögum í stéttarfélaginu Licta í Róm að snúa til vinnu þegar i stað, ella yrðu þeir lögsóttir. Flugumferðarstjórar kvarta yfir vinnuskilyrðum, þjálfunarskorti og manneklu í stéttinni. Hefði af aðgerðum orðið, hefðu þær lamað allt innanlandsflug til og frá höfuðborginni. PARIS — Verkamenn, er vinna við framleiðslu steypu- stoða fyrir Ermarsundsgöngin væntanlegu, hafa lagt niður störf við gangnagerðina Frakk- landsmegin sökum óánægju með kjör og vinnuaðstöðu. Að sögn yfirmanns gangnagerð- arinnar eru nægar birgðir fyrir hendi til að halda verkinu áfram, en verkfallsmenn hamla aðflutningi þeirra. Göngin eru sameiginlegt verkefni fimm franskra og fimm enskra verk- takafyrirtækja og á þeim að vera lokið 1993. AUSTUR-BERLÍN Austur-þýsk yfirvöld skipuðu í gær forsvarsmönnum umbóta- hreyfingarinnar Nýr Vettvang- ur að láta af starfsemi tafar- laust. Samtökin eru hin stærstu sem um getur i 40 ára sögu austur-þýska alþýðulýðveldis- ins og hafa um 4200 manns undirritað bænaskrár um aukna hlutdeild almennings og umbætur í landsstjórn. Yfirvöld eru þó ekki móttækileg fyrir mótbárur af þessu tagi, frekar en fyrri daginn. PARÍS — Frönsk nefnd, er hefur það hlutverk að veita ríkisfjölmiðlunum aðhald, lét það álit frá sér fara í aær, að auglýsendum bæri að halda sig við hina frönsku móður- tungu. Ensk og amerísk áhrif vega sífellt að heiðri frönsk- unnar og hafa rfkisstofnanir þarlendaröðru hvoru hafiðfán- ann á loft, tungunni til verndar, og lýst alla „bitna fíla“ útlæga. Ekki er Ijóst hvort vandlæting hinnar frönsku málhreinsunar nær til sönglagatexta í auglýs- ingum eður ei. Mubarak á faraldsfæti: Krossferð til að vinna tillögum Egypta stuðning Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hélt í herferö mikla í gær, í því skyni að vinna tillögum Egypta, aö beinum viöræðum ísraelaog Palestínuaraba, stuöning. Leið Mubar- aks lá fyrst til Norður-Yemen, þar sem hann hitti aö máli leiðtoga íraks, Jórdaníu, og N-Yemens. Helsta verkefni fundarins veröa drög að væntanlegum sameiginlegum markaöi, að fordæmi Evrópubandalagsins. Tillögur Egypta verða þó einnig á dagskrá. Síðar í vikunni liggur svo leið Mubaraks til Frakklands og Bandaríkjanna, til viðræðna við þar- lenda þjóðhöfðingja. Einnig er í ráði að forsetinn hitti utanríkisráð- herra ísraels, Moshe Arens, og leið- toga Verkamannaflokksins íraelska, Shimon Peres. Verður við ramman reip að draga, þar sem Arens er, því hann hefur, ásamt Shamir forsætis- ráðherra, tekið eindregna afstöðu gegn hugmyndum Egypta. Þá er mikið í húfi fyrir Mubarak að vinna tillögum Egypta fylgi Bush Banda- ríkjaforseta, því orð Bandaríkja- forseta vega þungt hjá hinum ísra- elsku stjórnmálamönnum. Samkvæmt tillögum Mubaraks, er hlotið hafa blessun leiðtoga P.L.O., Yassers Arafat, eiga ísraelsmenn að setjast að samningaborði með nokkrum nafngreindum fulltrúum Palestínu-araba, þ.á.m. fulltrúum P.L.O.-samtakanna og ræða vanda hernumdu svæðanna, Gaza-svæðis- ins og Vesturbakkans. Egyptar hafa sett fram tíliða hugmyndir að tilhög- un frjálsra kosninga. Hugmyndir þessar hafa tekið nokkrum breyting- um frá því þær voru fyrst kynntar, í júlí síðastliðnum. Samkvæmt þeim eiga allir íbúar svæðanna að hafa framboðs- og atkvæðisrétt.sem og rétt til að reka kosningaáróður. ísraelsmenn skuli skuldbinda sig til að hlíta niðurstöðum kosninganna, er eiga að fara fram undir alþjóðlegu eftirliti ,og láta þær leiða til endan- legrar skipunar á málefnum svæð- anna. Skuli sú skipan einnig taka mið af ályktunum S.Þ. um landsal gegn friði. fsraelskur herafli dragi sig í hlé á kosningadag og öðrum ísraelsmönnum en þeim, er á svæð- unum búa og starfa, skuli meinuð aðganga á hernumdu svæðinum á meðan kjörfundir standi. Undirbún- ingur verði í höndum ísraelsmanna og Palestínu-araba sameiginlega. Loks leggja Egyptar til að ísraelar taki lyrir frekara landnám þjóðar sinnar á hernumdu svæðunum og einnig að Bandaríkjamenn taki ábyrgð á að ísraelsmenn standi við ofanrakta tilhögun. Hugmyndir þessar hafa ekki verið gefnar út opinberlega, en Egyptar lýsa þeim sem „beiðni um nánari útlistanir" frá ísraelsmönnum á þeirra eigin áætlunum málinu. Með milligöngu sinni hefur Mu- barak klofið einingu samsteypu- stjórnarinnar í Tel Aviv. Ráðherrar verkamannaflokksins hafa tekið vel í hugmyndina um beinar viðræður, en hið ráðandi Likud-bandalag hefur aftekið þær með öllu. Fram til þessa hefur ísrael neitað að ræða við fulltrúa P.L.O. um framtíð hinna herteknu svæða, og telja samtökin til hryðjuverkaflokka. Líbanon: Friðuráundir högg að sækja f gær skóku sprengikúlur vistar- verur Lakhdars Ibrahimi, samn- ingamanns Arababandalagsins, er stillt hefur til friðar milli hinna stríðandi afla í Líbanon og er nú yfirmaður friðargæslusveita banda- lagsins. Sprengikúlurnar ollu skemmdum á hóteli því er Ibrahimi gistir í nágrenni Beirút; veggir splundruðust og rúður brotnuðu. Jafnt kristnir menn sem múslimir neituðu frumkvæði að skærunum og kenndi hvor hinum um. Átök þessi komu þó ekki í veg fyrir að íbúar hins stríðshrjáða lands streymdu heimleiðis í gær. Beirút flugvöllur var opnaður að nýju, eftir tveggja missera lokun, og lentu vélar, fullhlaðnar land- flótta Líbönum, frá Kuwait, Róm,París og Kýpur. Þá hafa Sýr- lendingar aflétt hafnbanni á Beirút og hafnarborgina Jounieh og lögðu tvö skip að landi í gær. Þá virðast ráðandi öfl í viðskiptaheiminum sannfærð um að hið tveggja daga gamla vopnahlé standist tímans tönn, því líbanska pundið hækkaði andspænis Bandaríkjadollar í gær. Ibrahimi átti í gær viðræður við forseta líbanska þingsins og var ákveðið að það kæmi saman í Saudi-Arabíu næstkomandi laug- ardag. ítalir og EBE: Lok, lok og læs og allt í stáli ítalir hafa löngum verið Efnahags- bandalaginu erfiðir í uppeldi og stefnir nú í háværar heimiliserjur milli þeirra og framkvæmdanefndar bandalagsins sökum stálframleiðslu. Á fundi aðila í dag munu embættis- menn bandalagsins krefjast þess að ítalir standi við loforð frá því í desember síðastliðnum og lokið stál- iðjuveri í Bagnoli í nágrenni Napolí. Þeir lofuðu þá að skera stálfram- leiðslu sína niður um 3.4 milljónir tonna gegn því að ítölsk stjórnvöld fengju að styrkja hið ríkisrekna ILVA-stáliðjuver með fjárframlög- um, en slíkt er bannað í reglum bandalagsins. Niðurskurður í stál- framleiðslu er liður í baráttu banda- lagsríkjanna fyrir niðurfellingu hafta á stálútflutningi til Bandaríkjanna. Þykir þrjóska ítala veikja málstað EBE gagnvart Bandaríkjamönnum í þrætum um þetta mál. Samkvæmt loforði ítala átti að loka stáliðjuverinu í Bagnoli í júní sl., en ítalska stjórnin krafðist þess þá að fá frest í eitt ár til viðbótar. Nú, er stálviðskipti eru með blóm- legra móti, lítur hins vegar svo út sem ítalir hafi hreint ekki í hyggju að loka stáliðjuverinu yfir höfuð. Þverskallist þeir við á fundinum, neyðist Evrópunefndin til að vísa deilunni til Evrópudómstólsins. Allsherjarþing S.Þ. Iðnríkjum legið á hálsi fyrir kreppu og mengun ^ * / É Forseti Brasilíu, Jose Sarney, reið á vaðið á nýsettu allsherjarþingi S.Þ. í gær. Var hann harðorður í garð vestrænna iðnríkja og sagði þau bera ábyrgð á umhverfismengun í heiminum. Einnig væri við þau að sakast um hina laklegu skuldastöðu er ríki Suður-Ameríku eru í. Allar aðgerðir til að grynnka á efnahags- vanda þriðja heimsins hefði orðið olía á eld lánardrottna en skuldu- nautunum hefðu þær aðeins fengið ■ stöðnunar og aukinnar örbirgðar. Brasilía er nú skuldugasta land þriðja heimsins. Skuldir þess nema 112 milljörðum Bandaríkjadala. Sarney svaraði harðri gagnrýni á eyðingu skógarbelta á Ámazon- svæðinu og sagði stjórn sína hafa minnkað skógarbruna um 40%, bannað útflutning timburs og sporn- að gegn framkvæmdum er leitt gætu til umherfisspjalla. Einnig lét forset- inn mikinn af baráttu Brasiltumanna gegn eiturlyfjum en það orð hefur legið á, að eiturlyfjahringar í Kól- ombíu hafi fært út akra sína og stundi nú ræktun epadu, afbrigðis af kókaínplöntunni, handan landa- mæranna. Sarney forseti Brasilíu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.