Tíminn - 26.09.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.09.1989, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 yg-=p=3C=3:==:=:=x-r=p==l ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR Glasllegur salur til leigu fyrir somkvumi og fundarhöld á daginn sem á kvöldin. BRAUTARHOLTl 20. StMl 23333 ÞRfiSTUR 685060 VANÍR MENN Tímimi ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 Sjálfstæðisflokkur í erfiðleikum með stefnumörkun í sjávarútvegsmálum fyrir landsfund: Þorsteinn og Friðrik eru á öndverðum meiði Berorö gagnrýni leiöarahöfundar Morgunblaðsins sl. sunnudag á Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðisflokksins hefur vakið athygli og þykir vísbending um þá ólgu sem kraumar undir yfirborðinu innan þessa stærsta stjórnmála- flokks landsins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í byrjun október og enn hefur sjávarútvegsnefnd flokksins ekki tekist að bræða saman ályktun um sjávarút- vegsmál. Þessum málaflokki var sleppt þegar þingflokkur- inn hélt tveggja daga fund í lok ágúst sl., en þar átti að marka stefnuna í atvinnumálum. Ágreiningurinn teygir sig upp í forystu flokksins þar sem formaður og varaformaður deila um afstöðuna til auðlindaskatts og/eða sölu veiði- leyfa. Ágreiningurinn innan flokksins er um grundvallaratriði í skipan sjávarútvegsmála. Þessum ágrein- ingi lýsir leiðarahöfundur Morgun- blaðsins á sunnudag svo: „Sjálf- stæðisflokkurinn efndi til ráðstefnu' um sjávarútvegsmál fyrir rúmri viku. Innan Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir um stefnuna í fiskveiðimálum eins og annars staðar. Gera má ráð fyrir, að þau megin sjónarmið, sem fram komu á ráðstefnunni verði rædd ítarlega á landsfundi í oktober." Síðar í þessum leiðara segir: „Það segir sína sögu að það kom berlega fram á ráðstefnunni, að umtalsverður skoðanamunur er á milli formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokks- ins í málinu". Það mál sem hér er vísað til varðar grundvallaratriði í fiskveiðistjórnun, þ.e. Þorsteinn hefur hafnað öllum hugmyndum um sölu veiðileyfa eða auðlinda- skatt og jafnframt „öllum umræð- um um forréttindahópa og léns- herra vegna núverandi kvótakerf- is,“ eins og Morgunblaðið orðar það. Ástæðurnar fyrir þessum skoðunum Þorsteins eru að hann telur skattlagningu og miðstýringu í sjávarútvegi þegar of mikla og telur að hvoru tveggja munu aukast með tilkomu veiðileyfasölu og/eða auðlindaskatts. Þessu hafnar hins vegar Morgunblaðið mjög ákveðið og virðist telja sig eiga meiri sam- leið með varaformanninum í stefnumörkun í sjávarútvegsmál- um. Friðrik Sophusson, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins sagði í sam- tali við Tímann í gær að vissulega væri uppi skoðanaágreiningur inn- an flokksins varðandi sjávarútvegs- málin eins og í öðrum flokkum, þar á meðal væru hann og formað- urinn ekki sammála í öllum atrið- um. Hins vegar sagði hann að sá ágreiningur væri vel yfirstíganlegur og hann ætti von á því að það tækist að leysa hann fyrir lands- fundinn. Friðrik kvaðst geta sætt sig við sem málamiðlum að krafan um sölu veiðileyfa sem formaður- inn hafi hafnað félli út en þá myndi í staðinn vera gerð krafa um það að sjávarútvegurinn, þ.e. útgerðin sem fær fiskveiðikvótann til ráð- stöfunar, stæði undir kostnaði við kvótakerfið. Meðal þess kostnaðar væru hafrannsóknir, veiðieftirlit o.fl. Ekki náðist í Þorstein í gær vegna þessa máls. -BG Kjartan Lárusson formaöur Ferðamálaráðs: Vægi ferðaþjónustu svipað vægi sjávarútvegs um aldamót: Tíu milljarða heildarvelta í ferðaþjónustu „Erlendir ferðamenn sem til landsins komu árið 1984 voru 85.200 en í ár verða þeir um 135 þúsund. Þannig hefur þeim fjölgað s.l. fimm ár um tæp 60%. Gera má ráð fyrir að ársstörf í ferðaþjónustu í víðum skilningi séu nú um sex þúsund og heildarvelta um níu til tíu milljarðar króna,“ sagði Kjartan Lárusson for- maður ráðsins. Hann sagði að þess mætti vænta að héldi þessi aukning áfram og ferðaþjónusta nyti skiln- ings og stuðnings stjórnvalda, þá yrði vægi ferðaþjónustu í þjóðar- búskapnum ámóta og vægi sjávarút- vegs upp úr næstu aldamótum. Starfstími þess Ferðamálaráðs sem nú situr er senn á enda og sagði Kjartan að á honum hefði átt sér stað afar jákvæð þróun í uppbygg- ingu ferðamála og ferðaþjónustu. Hann nefndi sérstaklega að með tilkomu ferðamálasamtaka ein- stakra landshluta hefði vakning orð- ið og öll þjónust aukist og batnað. Meðal annars mætti nefna að gisti- rými Ferðaþjónustu bænda þrefald- ast s.l. þrjú ár og ýmis önnur þjón- usta fylgt í kjölfarið, svo sem hesta- leiga og veiði 'auk annars. Kjartan Lárusson sagði að á undanförnum fimm árum hefði verið Þeir kynntu starfsemi þess Ferðamálaráðs sem setið hefur undanfarin fimm ár. Frá vinstri; Júlíus K. Hafstein sem situr í ráðinu f.h. Reykjavíkurborgar, Pétur J. Eiríksson fyrir hönd Flugleiða og Kjartan Lárusson formaður Ferðamálaráðs. Tímamynd; Árni BJarna. HPP selt Fiskveiðasjóði Hraðfrystihús Patreksfjarðar var í gær slegið Fiskveiðasjóði á nauð- ungaruppboði fyrir 95 milljónir króna. Hraðfrystihúsið var selt með vélum og tækjum. Boð Fiskveiðasjóðs var eina til- boðið í Hraðfrystihúsið en kröfur sjóðsins a fyrirtækið hljóðuðu upp á 114 milljónir króna. Aðrir stærstu kröfuhafar eru Landsbankinn og Byggðasjóður. Ekki liggur fyrir hverjar kröfur þeirra eru, en á síðasta ári lánaði Byggðasjóður 36 milljónir til Hraðfrystihússins til þess verkefnis sem kallað var fjár- hagsleg endurskipulagning. Talið er að heildarskuldir fyrirtækisins nemi um hálfum milljarði króna. Húsið er um 3500 fermetrar að stærð og hefur í rauninni aldrei nýst að fullu vegna rekstrarerfið- leika frá upphafi. Vinnsla í húsinu hefur legið niðri í heilt ár. Það er í fremur lélegu ásigkomulagi og talið er að það kosti 30 milljónir króna að koma því í vinnsluhæft ástand. opnuð upplýsingaskrifstofa ferða- mála í Evrópu auk skrifstofunnar sem fyrir var í BNA. Náið gott samstarf hefði verið haft hinar Norðurlandaþjóðirnar um að mark- aðssetja Iöndin sem ferðamannalönd í V-Þýskalandi og BNA. Þá minntist hann á Vest-Norden ferðamálasamvinnuna sem hófst árið 1985 en í henni felst mjög náið og jákvætt samstarf á sviði ferðamála milli Grænlands, Færeyja og íslands. Upplýsingamiðstöð ferðamála var stofnuð árið 1986 fyrir tilstuðlan Ferðamálaráðs í samvinnu við ferða- málanefnd Reykjavíkur og ferða- málasamtök sem stofnuð hafa verið víðs vegar um landið. Miðstöðin hefur að sögn Kjartans marg sannað gildi sitt og full þörf er á að stofna fleiri slíkar miðstöðvar utan Reykj- avíkur. Pétur J. Eiríksson fulltrúi Flug- leiða í Ferðamálaráði sagði að mark- visst hefði verið unnið að því að draga úr sveiflum í ferðaþjónustu t.d. með því að fá ferðamenn til landsins á öðrum árstímum en að sumrinu. Þetta hefði borið þann árangur undanfarin ár að ferðamenn í októ- ber-aprfl væru nú helmingi fleiri en verið hefði. Hann sagði að eftir megni væri reynt að fá til landsins hópa fólks, t.d. í ferðir sem væru eins konar verðlaunaferðir sem góð- ir starfsmenn hrepptu hjá vinnuveit- andanum fyrir vel unnin störf. Þá sagði Pétur að unnið væri að því að selja í skíðaferðir til Akureyr- ar frá Florida og virtist talsverður áhugi fyrir því. Kjartan Lárusson fagnaði síðan framsýni Eimskipafélagsins en félag- ið hyggst hefja byggingu hótels í Reykjavík. Kjartan sagði að þótt hótel hefðu átt erfitt uppdráttar undanfarið þá væri það ekki vegna þess að gesti vantaði heldur vegna sérstæðra fjármagnsvandamála á ís- landi. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.