Tíminn - 21.10.1989, Síða 6
T
16 I HELGIN
Laugardagur 21. október 1989
Laugardagur 21. október 1989
HELGIN ||i
SKÓLA-
HÖFÐINGI
árabil í húsnæði héraðsskólans.
Bjarni var þá lengi skólanefndarfor-
maður. Þessi skóli fékk eigið hús-
næði árið 1962. Vísi að iðnskóla hóf
Bjarni er þar dvöldu smíðanemend-
ur við nám laust eftir 1950 en þeirri
tilraun var ekki fylgt fram.
Menntaskóli í sveit
Síðasta afreksverk Bjarna á þess-
um lista var stofnun Menntaskólans
að Laugarvatni. Þegar ný fræðslulög
voru sett árið 1947 þótti þeim Jónasi
og Bjarna heldur þrengjast um hér-
aðsskólana. Jónas sá strax að þeir
myndu með landsprófinu komast út
á blindgötu og missa nemendur yfir
til gagnfræðaskólanna sem yrðu
tengiliður við menntaskólakerfið.
Svar Bjarna við þessum nýjungum
var einfalt. Hann hugðist hefja
menntaskólakennslu í sveit, bjóða
fram nýjan valkost í því námi.
Undirbúningur fyrstu deildar var
langt kominn er stórbruni varð á
Laugarvatni 17. ágúst 1947.
Ólafur Briem minntist þess hvílík
fjarstæða honum þótti er Bjarni
orðaði það við hann að nú ættu þeir
að fara að kenna bestu nemendunum
áfram til stúdentsprófs. Er tvær
efstu hæðir Laugarvatnsskóla voru
orðnar brunarúst datt Ólafi ekki
annað í hug en sá draumur væri
búinn. En rúmum mánuði seinna
hófst kennsla í fyrsta menntaskóla-
bekknum.
Bjarni var metnaðarfullur í þjóð-
legum skilningi og kallaði deildina
Skálholtsdeild. Þessi nemendur luku
stúdentsprófi utanskóla við Mennta-
skólann í Reykjavík en þann 12.
apríl 1953 var Menntaskólinn að
Laugarvatni formlega stofnaður.
Mikinn metnað lagði Bjarni í
þetta starf og marga pústra fékk
hann líka fyrir dirfskuna. En kenn-
araliðið var gott og til marks um það
er Iítið áróðursbragð er Bjarni fann
upp þegar stöðu skólameistara var
slegið upp. Hann bað alla fasta
kennara við deildina að sækja um
embættið. Þeir höfðu allir full rétt-
indi og hann vildi að það sæist.
Á þessum árum höfðu menn í
flimtingum hvernig Bjarni byggði
upp staðinn. Þetta er kannski ódýr
saga en verður látin fljóta með.
Hann náði einhvers staðar í aura að
láni til að byrja framkvæmdina.
Síðan kallaði hann á fjárveitinga-
nefnd og aðra þá sem peninga veittu
og sagði: „Heillavinirnir, hingað er
ég nú kominn, þið getið ekki gert
skólahaldinu það að stoppa þetta
af!“
En sannar eru þær sögur sem sýna
hvernig Bjarni fyllti menntaskóla-
deildina. Hann skrifaði bréf. Eitt
þeirra var til föður míns og þótt
bréfið sé þvr miður löngu glatað þá
man ég það enn í dag: „í skýrslum
landsprófsdeildar sé ég að sonur
þinn hefur náð landsprófi. Ef þið
hyggið að hann fari til framhalds-
náms treysti ég ykkur til að styðja
vel við hugmynd mína um mennta-
skólann og senda mér hann.“
Við svona elskulegri bón þótti
sjálfsagt að verða og því er ég að
greiða þakkarskuld með því að rita
þessa grein.
Alþingismaður Árnesinga
Bjarni á Laugarvatni var alla tíð
Jónasarmaður og því var ekki nema
rökrétt að þeir félagar færu einnig að
vinnasaman í pólitíkinni. Eftirfimm
ára skólastjórn var Bjarni albúinn til
leiks. Magnús Torfason sýslumaður
var þingmaður Árnesinga ásamt
Jörundi Brynjólfssyni samfellt árin
1923-1933. En í kosningunum 1933
féll Magnús fyrir Eiríki Einarssyni á
Hæli sem bauð sig fram fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn.
Nú voru góð ráð dýr. Aftur var
kosið 1934 og framsóknarmenn vildu
endurheimta sætið. Jónas og ýmsir
fleiri fóru nú að hvetja Bjarna af
stað. Og Bjarna fannst sem sjálfur
væri hann „orðinn ótrúlega þreyttur
og þyrfti einhverja tilbreytni.“ Ekki
varð framboð Bjarna þó fyrirhafnar-
laust. Framsóknarfélag Árnessýslu
hélt þá sitt fyrsta prófkjör sem
Jörundur vann með yfirburðum,
fékk 353 atkvæði. Bjarni sigraði hins
vegar Magnús Torfason, fékk 238
atkvæði á móti réttum 200. Varð það
til þess að Magnús sýslumaður
kvaðst „nú vita að prófkosningin sé
að engu hafandi", fór í framboð fyrir
Bændaflokkinn og fékk þar uppbót-
arsæti.
Kosning þeirra Jörundar og
Bjarna á þing árið 1934 var eindreg-
in. í þingliðinu naut Bjarni sín vel.
Hann bar nú gæfu til þess að breyta
fátækralögunum til meiri mannúðar,
en þau höfðu verið honum þyrnir í
augum frá því á Hafnarfjarðarárun-
um. Hann lét sig miklu skipta
menntamál og samgöngumál sveit-
anna og hann fylgdi fast eftir mjólk-
ursölulögunum, einu mesta réttinda-
máli sunnlenskra byggða.
Bjarni hlaut enn betri kosningu
árið 1937, fékk þá 1243 atkvæði en
hafði fengið 891 þremur árum áður
og lengdist nú bilið milli hans og
harðasta andstæðingsins, Eiríks Ein-
arssonar. Liðu nú fimm ár og í miðju
stríði, 5. júlí 1942, fóru fram afdrifa-
ríkar kosningar er tengdust nýrri
kjördæmaskipan.
Sigurför á Snæfellsnesið
Þann 21. maí 1942 var boðaður
fundur í Framsóknarfélagi Árnes-
sýslu á óvenjulegum stað, í pakkhúsi
Kaupfélags Árnesinga. Það var
reyndar nýbyggt þá. Þar tilkynnti
Bjarni öllum að óvörum að hann
færi ekki fram í Árnessýslu, heldur
á Snæfellsnesi. Urðu menn all-
hvumsa við en skjótt var fenginn
góður maður í sæti Bjarna og hélt
hann því um sumarið. Var það Páll
Hallgrímsson sýslumaður.
En þessi ferð Bjarna á Laugar-
vatni varð hin mesta sigurganga.
Kosningabarátta fannst honum alltaf
hin skemmtilegasta vinna. Hann
naut þess að tala við fólk og kynnast
hugðarefnum þess. Sagt var að
Bjarni kyssti húsfreyjurnar og á
einum stað kom hann að þar sem
bóndinn var að rýja. Brá hann sér þá
úr jakkanum og rúði með bóndanum
góða stund. Þetta var ný aðferð sem
andstæðingarnir kunnu ekki á.
var ókunnugur héraðinu. En hann
vissi sem var að ekki héldu þeir
Jörundur báðir þingsætum í Árnes-
sýslu. Hann vildi hasla sér völl
annars staðar - sem næstum tókst.
Klofningsframboð
í Ámessýslu
Nú fóru í hönd tíðindaminni ár í
stjórnmálum-ogþó. Bjarni varsem
Frambjóðandi sjálfstæðismanna,
sem lengi höfðu „átt“ kjördæmið,
var þó enginn aukvisi. Það var
Gunnar Thoroddsen en hann mátti
lúta í lægra haldi um vorið. Aftur
vann hann svo Bjarna í haustkosn-
ingunum með litlum mun.
Frægðarför Bjarna í sumarkosn-
ingunum var sérstök vegna þess að
áður þekkti hann fáa Snæfellinga og
Skálholtsdeild Laugarvatnsskóla
1947-48. Fyrsti vísir að Mennta-
skólanum að Laugarvatni. Fremri
röð: Þorvaldur Sveinbjörnsson,
Þórunn Kjerúlf, Bjarni Bjarnason,
skólastjóri, Bjarni Á. Jóhanns-
son, Hjálmar Þórðarson. Aftari
röð: Flemming Holm, Kristján
Sigurðsson, Þorkell Bjarnason,
Bjarni Bjarnason.
hægri hönd Jónasar er hann fór sínar
eigin framsóknarleiðir. Saman
hvöttu þeir bændur til stofnunar
Stéttarsambands bænda er stjórn-
völd hrifsuðu af bændastéttinni eðli-
lega launahækkun, hin frægu 9,4%.
Bjarni sýndi stéttinni þá gistivináttu
sem seint ætti að gleymast. Hann
hýsti stofnfund Stéttarsambandsins
1945. Frá þeim tíma og til 1960 var
hann stéttarsambandsfulltrúi og í
stjórn Stéttarsambandsins var hann
frá 1953-1960. Fulltrúi Búnaðar-
sambands Suðurlands á Búnaðar-
þingi var hann frá 1946 til 1962 og í
stjórn Kaupfélags Árnesinga var
hann lengi.
Auðvitað hljóp slíkum manni
kapp í kinn þegar vopnabróðir hans
fór einn og óstuddur af flokki sínum
í framboð í Suður-Þingeyjarsýslu.
Bjarni taldi sig taka upp merki
Jónasar í Árnessýslu og myndaði
eigin framboðslista í alþingiskosn-
ingunum 1946. Hann hafði þrjá
góðbændur með sér, en allt kom
fyrir ekki. Stéttarsambandsmálin
dugðu heldur skammt. Þeir fengu
aðeins 357 atkvæði en Jörundur fékk
908.
Ein saga úr þessari kosningabar-
áttu lýsir Bjarna vel. Eyþór Einars-
son frá Laugum var þá kosninga-
smali Jörundar. Á skrifstofu hans
kom Bjarni oft, meðal annars til að
segja Eyþóri að framboð Jörundar
væri vonlaust. Þess á milli ræddu
þeir um alla heima og geima, m.a.
væntanlegt landsmót UMFÍ. Eyþór
kvaðst vita af tveimur frábærum
íþróttamönnum sem ekki kæmust á
mótið frá heimili sínu vegna hey-
anna. Þeirra væri þó þörf til að
Skarphéðinn ynni mótið. „Já, ég
lána þá bara mann handa þeim,“
sagði Bjarni. Eftir fáa daga var hann
kominn með manninn, rétt eins og
hann hefði ekkert annað haft fyrir
stafni þá dagana en þetta.
Framboðið 1946 varð Bjarna lengi
fjötur um fót. Framsóknarmaður
vildi hann þó alltaf vera og fór þvf í
framboð á Snæfellsnesi í þriðja sinn
árið 1953. En nú var Bleik brugðið
og Snæfellingar kusu sinn Sigurð
Árnason með helmings atkvæðamun
fram yfir Bjarna. Aftur reyndi
Bjarni við framboð er Jörundur
hætti í Árnessýslu árið 1956. Góður
vinur hans, Egill Thorarensen,
studdi hann dyggilega 1946, en nú
bar Egill Ágúst bónda Þorvaldsson
fram til sigurs. Því fór svo að hlut-
skipti Bjarna í prófkjöri framsókn-
armanna árið 1956 var líkt og það
sem Magnús Torfason varð að þola
1934. En Bjarni slíðraði sverðið og
var áhugasamur áhorfandi í pólitík
til æviloka.
Bóndi á Laugarvatni
Stundum er erfitt að skrifa um
ævikvöld afreksmanna en hér þarf
það ekki að vera. Bjarni hóf á
miðjum aldri búskap á fullu. Tók við
bújörðinni Laugarvatni árið 1953 og
bjó þar til 1965. Síðustu árin í félagi
við Þorkel son sinn. Margt væri hægt
að segja um bóndann. Hann var í
æsku fjárglöggur og þá var hann
hægri hönd móður sinnar í öllu er
laut að fé. Sjálfur sagði hann mér að
kýrnar væru hinar yndislegustu
skepnur sem hann umgengist. Fræg-
ur um land allt var Bjarni fyrir hesta
sína og voru þar fremstir Gustur og
Blakkur. Bjarni sat sjálfur hest af-
burðavel og hann kvaðst að því leyti
sérstæður hestamaður að hann hefði
ekki verulega unun af öðrum hestum
en afrekshestum. En Bjarni kom
sjálfur upp öðru afburðakyni, hesta-
mannakyninu á Laugarvatni, Þor-
katli og sonum hans sem nefndir eru
„Ollverjar" eða „Ollarnir". Þeireru
ennþá aðeins hálfskrifað blað, hvort
sem þau verk verða unnin á hesta-
mótum eða í hestabókum.
Verndari lítilmagnans
Hér er nú ennþá ýmislegt ósagt.
Fjalla hefði mátt um forgöngu
Bjarna í byggingu hjarðfjósa á fs-
landi. Einnig mætti útskýra hvers
vegna búskapardraumar hans rætt-
ust ekki sem skyldi. En á síðustu
árum hans var mannahald orðið
erfitt á stórbúum eins og hann vildi
reka. Mannlýsingin er eftir og hún
er flókin. Ég man Bjarna geislandi
af kátínu. Ég man hann einnig
ósveigjanlegan í samningum kring-
um bújörðina en það var oft meðan
ég sat í skólanefnd Héraðsskólans.
Bjarni sem klappaði mér á öxlina
þegar hann kom að mér yfir lexíun-
um. Kennarinn sem kenndi mér
félagsfræði heilan vetur án þess að
koma nærri bókinni. Hana sagði
hann okkur að lesa til prófs. Hitt,
sem hann sagði fyrir utan bókina,
situr býsna vel eftir og hefur gagnast
vel til þessa dags.
Eitt lítið atvik líður mér ekki úr
minni. Bjarni gekk prúðbúinn fyrir
utan heimavist mína, á leið í boð
með fjölskyldu sinni. Hvolpkvikindi
flæktist fyrir fótum einhvers, féll um
koll og ýlfraði ámátlega. Bjarni tók
skítugan hundinn strax upp í fangið,
gældi við hann og kjassaði uns veinin
hættu. Þetta var ósjálfráð athöfn,
ekki nein sýndarmennska fyrir
áhorfendur. Ég sá þarna dýravininn
og verndara lítilmagnans.
Ævilok
Seinustu ár sín dvaldi Bjarni í
Reykjavík og bjó þá á Hátúni 4.
Starfslaus var hann ekki því nú tók
hann að sér að safna til framfarasögu
Suðurlands „Suðra" sem út kom í
þremur bindum. Þar er mjög nýtur
fróðleikur sem ella hefði ekki á
prent komið og fyrstu bindin fást
hvergi.
En hugurinn var áfram bundinn
Laugarvatni, fjölskyldunni þar og
hestunum. Dauðdaginn var 1 I
mannlegur eins og allt hjá þessum
óvenjulega manni. Hann féll sumar-
ið 1970 af baki lítt tömdum hesti og
lést af völdum innvortis meiðsla
þann 2. ágúst 1970. Mér finnst stutt
síðan að þetta var vegna þess að
Bjarni lifir áfram í menningarhug-
sjón sinni og þeim verkum sem hann
vann fyrir skólabyggðina á Laugar-
vatni.
Páll Lýðsson
Guðmundur Birkir Þorkelsson:
Örlátur við hesta sína
Bjarni á Laugarvatni var þjóðkunnur fyrir störf sín að
skólamálum sem skólastjóri í Hafnarfirði og á Laugarvatni
um næstum 50 ára skeið (1912-1958). Hann sat á Alþingi
fyrir Framsóknarflokkinn 1934-42 og bauð sig einnig fram
utanflokka síðar. En jafnframt þessu hafði hann ódrepandi
áhuga á búskap og bjó mestalla ævina samhliða öðrum
störfum sínum. Fyrst að Straumi við Hafnarfjörð og til
gamans má geta þess að hann byggði íbúðarhúsið gamla í
Straumi sem nú er verið að gera upp og stendur til að gera
að listamiðstöð Hafnarfjarðar. Það hús teiknaði Guðjón
Samúelsson.
Á Laugarvatni tók skólinn fljót-
lega við búskap af Böðvari Magn-
ússyni og undir forystu Bjarna var
þar rekið myndarbú árum saman.
Bjarni fylgdist vel með nýjung-
um og til marks um það lét hann
reisa eitt af fyrstu hjarðfjósum
landsins árið 1954. Um það leyti
var rekstri skólabúsins hætt sam-
kvæmt kalli tímans og var Bjarna
þá byggð jörðin. Bjarni rak stórbú
á þess tíma mælikvarða, var með
yfir 40 mjólkandi kýr og á fimmta
hundrað fjár þegar flest var.
Á þessum árum var Bjarni for-
ystumaður í félagsmálum bænda
og átti stóran þátt í að styrkja
stéttarvitund þeirra og samheldni,
m.a. með stofnun Stéttarsambands
bænda. Þó búskaparáhugi Bjarna
væri í raun mjög fjölbreyttur þá fer
ekki á milli mála að hestarnir voru
honum kærastir. Hann átti alla tíð
góða hesta og raunar fleiri en einn
og fleiri en tvo afburðahesta á
landsvísu.
Bjarni sat hest ákaflega vel og
það sópaði að honum hvar sem
hann fór. Hann var umhyggjusam-
ur og natinn við hesta sína, fóðraði
þá til afreka og fór afar vel með þá,
enda entust þeir honum vel, eins
og síðar kemur fram.
Hann kappkostaði að nota góð
reiðtygi og hirti þau vel. Hann var
gætinn í umgengni við ótamin hross
og gætti þess að gefa þeim góðan
tíma og undirbúa þau vel áður en
farið var á bak þeim.
Það einkenndi Bjarna hversu
örlátur hann var á hross sín. Hann
hafði oft á orði að enginn yrði
góður hestamaður eða kynni að
meta góð hross nema hann fengi að
prófa gæðinga sjálfur. Því var hon-
um í mun að lána vinum og kunn-
ingjum sínum bestu hestana sína
þegar þeim var boðið í útreiðartúr.
Á sama hátt vakti hann áhuga
fjölskyldu sinnar og stuðlaði að
ómældum áhuga hennar á hestum,
hestamennsku og hrossarækt með
því að hvetja til hestaferða og lána
sína bestu hesta við öll tækifæri.
Þegar Védís dóttir hans giftist
norður til Húsavíkur gaf hann
henni úrvalshryssu sem varð
kveikjan að mikilli og farsælli
hestamennsku fjölskyldu hennar á
Húsavík.
Við vorum aðallega tveir sonar-
synir hans, undirritaður og Bjarni,
sem náðum því í æsku að njóta
tilsagnar hans í hestamennsku og
kynntumst reiðhestum eins og þeir
gerðust bestir á þeim tíma. Áður
en kóngsvegurinn svokallaði milli
Gjábakka og Laugarvatns var
gerður akfær öllum bílum var hann
úrvals reiðvegur með rennisléttum
moldargötum. Það var segin saga
að þegar við vorum ríðandi á
þessum góðu götum þá hvatti afi
okkur til að láta klárana hrifsa í
skeið þegar færi gafst og hvílík
tilfinning það var fyrir unga drengi
að finna hestinn njóta þess að
teygja sig og leggjast á flugskeið í
góðri götu og finna vindinn rífa í
hárið og draga tár úr augum aftur
með vanganum. Slíkar stundir
gleymast ekki þeim sem hafa upp-
lifað þær.
Bjarni á Laugarvatni lifði á þeim
tíma sem hlutverk hestsins breytt-
ist æði mikið. Frá því að vera
þarfasti þjónninn til allra starfa til
þess að vera lítils metinn af þjóð-
inni og til fárra verka brúklegur.
Bjarni átti stóran þátt í að endur-
meta og styrkja stöðu hestsins til
þess sem við þekkjum í dag. Hann
hafði forystu um stofnun hrossa-
ræktarfélags í Laugardal og síðar
Hrossaræktarsambands Suður-
lands og hvatti mjög til skipulagðr-
ar hrossaræktar í landinu.
Hann tók þátt í og aðstoðaði við
að byggja upp félagsstarf hesta-
manna um land allt og vann um
skeið á efri árum að erindrekstri
fyrir Landssamband hestamanna-
félaga.
Eftir að hann flutti til Kópavogs
stofnaði hann ásamt fleirum hesta-
mannafélagið Gust í Kópavogi.
Þegar Bjarni á Laugarvatni varð
sextugur haustið 1949 bárust hon-
um margar góðar gjafir. Þar á
meðal var altygjaður gæðingur,
Gustur frá Hæli í Gnúpverja-
hreppi, fæddur hjá og taminn af
Steinþóri, bónda og síðar alþingis-
manni, á Hæli. Hann var sonur
hins þekkta kynbótahests úr
Hornafirði, Skugga 201 frá Bjarna-
nesi.
Gustur reyndist frábærlega vel.
Hann var alhliða ganghestur,
óvenju mjúkur í hreyfingum og
þýður svo af bar, hreingengur,
lundin ör, viljugur, en svo þjáll og
þægur að flestir gátu riðið honum.
Hann var afburða vekringur, sem
hann sannaði eftirminnilega á
landsmóti á Þingvöllum 1962 þegar
hann sigraði í 250 metra skeiði
tvítugur að aldri.
Gustur var valinn besti gæðingur
hestamannafélagsins Trausta í
Laugardal í fyrstu gæðingakeppni
þess félags árið 1960.
Það er ekki að undra að eftir
kynni af Gusti fór Bjarni að leita
eftir fleiri sonum Skugga 201 frá
Bjarnanesi. Skuggi hafði verið
seldur í Borgarfjörð árið 1945 og
því var sona hans helst að leita þar.
Ég man eftir fimm sonum Skugga
úr Borgarfirði og af þeim voru
tveir afburðahestar og skal að
nokkru getið.
Blakkur var annar. Hann var
brúnn, nánast svartur, og fæddur
1947 á Gullberastöðum í Lundar-
reykjadal.
Blakkur var meira en í meðallagi
stór, nokkuð djúpbyggður og
hraustlegur. Hann var óvenju
traustur og taugasterkur. Viljinn
var mikill og fylgdi honum þung
undiralda en ofríki var ekki til í
honum. Hann hafði allan gang
rúman og hreinan, fótaburður var
rétt í meðallagi. Hann var afburða
vekringur og keppti oft á kappreið-
um og stóð sig vel, best þegar hann
vann 250 metra skeið á fjórðungs-
móti á Hellu 1961 og sigraði líka í
gæðingakeppni fjórðungsmótsins
og knapinn var auðvitað eigandinn
sjálfur, Bjarni á Laugarvatni, þá á
sjötugasta og öðru ári. Blakkur
vann líka einu sinni gæðingaverð-
laun hestamannafélagsins Sleipnis
í Ámessýslu.
Hinn sonur Skugga 201, sem
kom úr Borgarfirði og hér skal
getið, var frá frú Ingibjörgu Frið-
geirsdóttur á Hofsstöðum á
Mýrum. Bjami hafði mikið fyrir
því að telja frú Ingibjörgu á að
selja sér Trausta en hún hafði
bundist hestinum sterkum
böndum. Það tókst og er haft fyrir
satt að Trausti hafi þá verið dýrasti
reiðhestur á íslandi. Þetta var árið
1957 og þó Bjarni væri aldrei
sterkefnaður þá skirrðist hann
aldrei við að greiða hátt verð fyrir
góða hesta. Það var líka gert til
þess að opna augu fólks fyrir því
hvílík verðmæti væm fólgin í úrvals
reiðhesti og til að styðja við bakið
á ræktendum góðra hesta.
Trausti var ólíkur bræðmm
sínum, sem áður hafa verið
nefndir, í byggingu. Hann hafði
léttari og reiðhestalegri byggingu.
Hann var með stærstu hestum,
ljósjarpur að lit, reistur og framfal-
legur og samsvaraði sér vel.
Hann var glæsilegur í reið og
hafði góðan fótaburð. Hann var
harðviljugur og fylginn sér en öllu
viðkvæmari en bræður hans. Allur
gangur hreinn og rúmur einkenndi
hann og vekurðin var hans aðals-
merki eins og bræðra hans. Trausti
sigraði í 250 m skeiði á landsmóti
á Þingvöllum 1958 og þar unnu
Bjarni á Blakki og Guðmundur
Birkir á Sóta.
Gustur og Blakkur báðir sína riðla.
Það er einsdæmi að sami maður
eigi þrjá hesta, og bræður að auki,
sem sigra í skeiði á slíkum stórmót-
um sem landsmót og fjórðungsmót
em. Mér er til efs að nokkur maður
á Islandi hafi verið betur ríðandi á
þessum árum heldur en Bjarni á
þessum þrem Skuggasonum sín-
um.
Það tíðkaðist þegar hestamanna-
félög voru stofnuð að þau voru
látin heita eftir frægum höfuðsnill-
ingum úr röðum reiðhesta.
Það lýsir því vel mati manna á
þessum hestum Bjarna á Laugar-
vatni að þegar stofnuð vom hesta-
mannafélög í Laugardal og í Kópa-
vogi, en Bjami var stofnfélagi
beggja, þá komu fram tillögur um
að láta þau heita nöfnum þeirra.
Hestamannafélagið í Laugardal
heitirTrausti og félagið í Kópavogi
Gustur, eins og áður var nefnt.
Eins og áður hefur komið fram
var Bjarni á Laugarvatni mikill
keppnismaður. Hann var þekktur
íþrótta- og glímumaður á sínum
yngri árum og kapp hans kom víða
fram í hestamennskunni. Hann
átti ekki aðeins vekringa á kapp-
reiðum heldur líka úrvals stökk-
hesta. Sá þekktasti þeirra var ef-
laust Gulur frá Torfum í Eyjafirði
sem hann keypti árið 1959 en þá
hafði Gulur sigrað í stökkkeppni á
fjórðungsmóti á Sauðárkróki. Gul-
ur var óvenju ljósbleikur á lit og
snögghærður. Hann var gífurlega
vel vöðvaður svo að þeir beinlínis
hnykluðust á skrokknum þegar
hann hreyfði sig. Hann var með
sanni sagt einn vöðvahnykill. Um
og eftir 1960 var Gulur nánast
ósigrandi á hlaupabrautinni í 350
m og 400 m stökki. Hann setti
óstaðfest met í 400 m stökki á
Hellu 1961, 29,4 sek., sem var 8
sekúndubrotum betra en eldra
met. En Gulur var með eindæmum
erfiður viðureignar. Hann var
mjög spenntur og ókyrr á ráslínu
og þurfti marga sterka menn til að
hemja hann þar. Sama var að segja
um Gul í almennri brúkun. í fyrstu
tók hann á sprett um leið og stigið
var í ístaðið.
Bjarni, sem þá var orðinn rúm-
lega sjötugur, vílaði ekki fyrir sér
að nota Gul sem reiðhest og það
var gaman að fylgjast með þegar
hann kenndi Gul að standa kyrr
þegar hann fór á bak. Bjarni tók
þá með höndinni fram fyrir hálsinn
á Gul neðan við kverk og hélt þar
um þar til hann var sestur á bak og
sleppti ekki fyrr en hann rétti sig
upp í hnakknum. Gulur lærði þetta
fljótt og eftir það stóð hann ávallt
kyrr meðan Bjami fór á bak. Svo
gat brugðið til beggja vona með
framhaldið og ég gleymi aldrei
einu atviki í samskiptum Guls og
Bjarna.
Bjarni kom ríðandi á Gul vestan
þjóðveg í átt að Garði, skólastjóra-
bústað héraðsskólans. Gulur var
þá slakur orðinn og sveittur eftir
langan reiðtúr og gekk á mjúku
hægu tölti. En um leið og Bjarni
beygði af þjóðveginum og inn á
heimreiðina að Garði var eins og
flaggið félli. Gulur tók völdin og
fór á ógnarspretti í hlað. Vega-
lengdin var aðeins 80-100 metrar
áður en kom að girðingu kringum
húsið. Gulur sló ekki af ferðinni
fyrr en 15 metrar voru eftir að
girðingunni, þá spyrnti hann við
fótum og það svo um munaði.
Hann rann þessa 15 metra eftir
grasflötinni og stansaði alveg við
girðinguna. Bjarni sat hins vegar
sem fastast og það var glettnis-
glampi í augum hans þegar hann
steig af baki, klappaði klárnum og
batt hann. Förin í grassverðinum
urðu síðan í mörg ár órækt vitni
um átökin.
Gulur varð ekki gamall, 1965
fékk hann slag eftir æfingasprett
heima á Laugarvatni og var allur á
sömu stund. Tvo aðra stökkhesta
átti Bjarni lengi og hélt mikið upp
á. Það voru þau Gígja frá Fjalli á
Skeiðum og Stígandí, ættaður úr
Borgarfirði. Stíganda gaf hann
Védísi dóttur sinni. Gígja og Stíg-
andi kepptu víða og lengi og náðu
góðum árangri.
Á þeim árum, sem ég átti þess
kost að fylgjast með og læra af
Bjarna afa mínum, var hann orð-
inn rígfuliorðinn maður og hest-
ana, sem ég kynntist og hef hér
sagt frá, átti hann frá því hann varð
sextugur og til sjötíu og fimm ára
aldurs.
Á sama tíma og aðrir voru að
hægja á lífi sínu og njóta hvíldar
elliáranna var hann vakinn og sof-
inn með eldheitan áhuga á hesta-
mennskunni og dreif alla nálæga
með sér. Það voru ófá kvöldin
þegar langur vinnudagur var liðinn
að Bjarni, sjálfur öldungurinn,
stakk upp á því að nú skyldi lagt á
og æfingasprettir teknir. Allir vildu
vera með og á þessum björtu
sumarkvöldum miðlaði hann af
langri reynslu sinni og mikilli þekk-
ingu til næstu kynslóða. Það kunni
hann manna best.
Guðmundur Birkir
Þorkelsson